Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 19

Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 19
Morgunblaðið/Kristinn Veislu-eplasalat fyrir fjóra 3 græn epli, flysjuð og brytjuð 1 dl sýrður rjómi, 18% 1 dl þeyttur rjómi 50 g sykur (fer eftir sætleika eplanna) Sýrður rjómi og sykur þeyttur saman. Rjóminn þeyttur varlega saman við. Eplunum bætt út í. Skreytt með hnetum og jarðarberjum. Suðrænt kartöflusalat fyrir fjóra 250 g soðnar kartöflur ½ dl ólífuolía 1 rauðlaukur, sneiddur ½ tsk grófmulinn pipar ¼ tsk salt 1 msk sólþurrkaðir tómatar, saxaðir 1 msk svartar ólífur, sneiddar 1 msk grænar ólífur, sneiddar 1 msk kapers Skerið kartöflurnar í bita og blandið öllu nema salti út í. Smakkið til með salti. Látið standa í a.m.k. klukkustund í kæli. Appelsínu- og lime-marineruð lúða fyrir sex 600 g stór- eða smálúða (roð- og beinhreinsuð) 4 stk sítrónur 5 stk lime 12,5 sl appelsínusafi 3 stk chilli, rautt, saxað 2 msk steinselja eða kóríander, saxað 1 stk hvítlauksgeiri, saxaður 2 msk sykur ¼ tsk salt nýmalaður pipar Skerið lúðuna í bita. Pressið safann úr sítrónunum og lime-ávöxtunum. Blandið hráefninu saman og hellið yfir lúðuna. Geymið í kæli í 12–48 klst. Borið fram á salati. Graflax Kryddblanda 10 msk salt 5 msk sykur 10 msk grænt dill 5 msk dillfræ 1 msk fennel (duft) ½ msk hvítur mulinn pipar Öllu blandað saman. Laxinn Flakið, snyrtið og beinhreinsið laxinn. Stráið örlitlu af kryddblöndunni á botninn á ílátinu. Leggið flakið/flökin í ílátið með roðhliðina niður. Þekið vel með kryddblöndunni. Geymið í kæli í um það bil 48 klst. Borið fram með glóðuðu brauði og graflaxsósu. Graflaxsósa 2 msk sterkt sinnep 2 msk sætt sinnep 2 msk olía 2 msk púðursykur 2 msk grænt dill Öllu hrært saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.