Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 30
Í línunni frá Noa Noa eru meðal annars síðir kjólar, hnésíð pils, toppar og skyrtur. Litirnir eru ljósir; hvítt, ferskjulitað og sandlitað.
HNÉSÍÐ pils og síðir kjólar njóta hylli hjá fermingarstúlkunum, segir
Ragnhildur Anna Jónsdóttir, annar eigandi Noa Noa. Verslunin efndi til
fermingardaga fyrir skömmu þar sem möguleikar í fatavali fyrir ferm-
ingarstúlkur voru kynntir. Ragnhildur segir vorlínuna frá Noa Noa hafa
verið byggða þannig upp í ár að hún hafi afráðið að taka hluta af föt-
unum í minnstu stærðunum fyrir þennan aldurshóp.
„Okkur fannst þetta réttur fatnaður fyrir fermingardaginn, með
hreinum og fallegum línum og fara stelpum á þessum aldri mjög vel,“
segir hún.
Í línunni eru meðal annars síðir kjólar, hnésíð pils, toppar og skyrt-
ur. Litirnir eru ljósir; hvítt, ferskjulitað og sandlitað og segir Ragnhildur
mömmurnar velja hvítt fái þær að ráða, en stelpurnar flestar vilja til-
tekna liti.
Flíkurnar eru úr bómullarefni og annars vegar með rómantískum
blæ, blúndum, hekli, pífum og mynstri. Hins vegar er áherslan lögð á
hreinar línur eða form, snið eða áferð efnis, segir hún.
Krumpuáferð nýtur mikillar hylli hjá ungu stúlkunum og segir Ragn-
hildur bera við að mömmurnar líti við og spyrji hvort efnið eigi virkilega
að vera svona óslétt.
Mömmurnar velja hvítt
SKÆRIR litir setja svip á skótískuna í vor og sumar. Hægt er að velja
bandaskó í ljósu eða svörtu við fermingarfötin eða skærbleika, opna
sandala. „Mömmurnar velja ljósa bandaskó, dæturnar vilja skæru lit-
ina,“ segir Eva.
Litirnir eru ekki bara áberandi, skórnir eru líka útsaumaðir, stungnir
og hamraðir. Eva segir tána fara örlítið breikkandi og hælinn lækkandi,
þótt támjóir skór og hælar verði við lýði enn um sinn.
„Hvítir og ljósir skór verða líka mikið í sumar, til dæmis við gallabux-
ur. Mér finnst skótískan mjög heillandi um þessar mundir og í raun
langt síðan að ég hef séð svona breiða fermingartísku,“ segir Eva
Dögg Sigurgeirsdóttir.
Heillandi skótíska
Morgunblaðið/Kristinn
Morgunblaðið/Kristinn
Fermingar-
fötin
2003
Föt eru veigamikill
þáttur í ferming-
arhaldinu og úr
mörgu að velja fyrir
stráka og stelpur um
þessar mundir. Fata-
úrvalið er breitt og al-
ger óþarfi að loka
sparifötin inni í skáp
að athöfninni lokinni.