Morgunblaðið - 23.03.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.03.2003, Qupperneq 1
Bardaginn um Basra er sá fyrsti sem herir bandamanna lenda í við íraskar hersveitir frá því herförin til Íraks hófst. Bandamenn sögðu mót- spyrnu hafa verið litla sem enga er þeir hefðu í fyrradag tekið á sitt vald bæinn Umm Qasr, við strönd Persa- flóa, sem er olíuútflutningsmiðstöð Íraka. Fregnir í gær hermdu þó, að barist væri í borginni. Í Bagdad var unnið að því í gær- morgun að hreinsa rústir og slökkva elda eftir loftárásir bandamanna á borgina í fyrrinótt. Upplýsingaráðherra Íraks sagði í gærmorgun að 207 óbreyttir borg- arar hefðu særst í árásunum um nóttina. Hoon ítrekaði að árásunum væri beint að stjórnkerfinu og benti á að enn væri rafmagn í borginni. Talið er að á bilinu 300 til 450 þús- und manns hafi flúið heimili sín í norðurhluta Íraks, að því er fulltrúi Sameinuðu þjóðanna greindi frá. Hundruð þúsunda á flótta Reuters Írösk fjölskylda leitar skjóls í loftvarnarbyrgi á heimili sínu er loftárásir Bandaríkjamanna og Breta á borgina stóðu yfir. BANDARÍSKAR og breskar hersveitir komu í gærmorgun að borginni Basra í Suður- Írak, en þúsundir íraskra her- manna hafa gefist upp í suður- hluta landsins. Um miðjan dag í gær var barátta hafin um Basra, og sagði sjónvarps- stöðin Al-Jazeera að fimmtíu hefðu fallið í bardögum þar. Fregnir herma að hundruð þúsunda manna séu á flótta í norðurhluta Íraks. Varnarmálaráðherra Breta, Geoff Hoon, sagði að óbreyttir íraskir hermenn hefðu yfirgefið borgina og lagt niður vopn, en meðlimir í Lýðveldisverði Íraks, sérsveitum hliðhollum Sadd- am Hussein forseta, veittu þar harkalega mótspyrnu. Er her- sveitir bandamanna nálguðust borgina gafst heil herdeild Íraka upp, á bilinu átta til tíu þúsund manns með allt að 200 skriðdreka. Var þetta 51. herdeild íraska fótgönguliðsins er gegndi lykilhlutverki í vörnum Basra. Þá náðu bandamenn í gær bænum Nasiriyah á sitt vald. Búist er við því að nú í byrj- un vikunnar verði bandaríski landherinn kominn að úthverfum Bagdad, og að þar muni mæta honum mun harðari mótspyrna Lýðveldisvarðarins. Írakar gefast upp fyrir banda- rískum landgönguliðum. Reuters Suður-Írak, London, Bagdad. AP, AFP. Hart barist við Lýð- veldisvörðinn í Basra STOFNAÐ 1913 80. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stríð í Írak: Reynt að einangra Saddam Hussein  „Stjórnmál raunsæis og spennu“ 10/13 ÍRASKIR útlagar hafa haft milligöngu um samningaviðræður milli sendimanna bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), full- trúa bandaríska hersins og háttsettra manna í Lýðveldisverði Íraks. Hafa þessar viðræður átt sér stað í Írak og miða að því að samkomulag náist um friðsamlega uppgjöf Íraka. Greint er frá þessu á fréttavef bandaríska sjónvarpsins CNN. Meðal þessara útlaga eru leiðtogar Kúrda og fyrrverandi yfirmenn í íraska hernum sem hafa „beint samband við íraska herinn“. Ræða um uppgjöf Íraka Reuters Íbúar í Bagdad grafa í rústum í borginni í gærmorgun, eftir árásirnar í fyrrinótt. FRANSKUR sendifulltrúi er að reyna að koma á samningi um að Saddam Hussein Íraksforseti fari í útlegð til Vestur-Afríku- ríkisins Máritaníu, að því er bandaríska sjónvarpsstöðin ABC greindi frá. Hafði stöðin eftir frönskum embættismönnum að sendifulltrúinn hefði farið oft til Bagdad síðan í desember í því augnamiði að reyna að telja Saddam á að fara. Máritanía er ísl- amskt lýðveldi og fyrrverandi frönsk ný- lenda. Talsmaður utanríkisráðuneytis Frakk- lands, Francois Rivasseau, tjáði AFP aftur á móti að hann „vissi ekki til þess“ að slíkar viðræður væru í gangi. Sagði ABC að leyni- legar viðræður um möguleika á útlegð fyrir Saddam héldu áfram, þrátt fyrir að stríð væri hafið í Írak. Frakkar hafa milligöngu Washington. AFP. SJÖ hermenn, sex breskir og einn bandarískur, fórust í gær þegar tvær breskar þyrlur rákust saman á flugi yfir Persaflóa. Talsmaður breska herliðsins við Persaflóa greindi frá þessu og kvað slysið hafa orðið klukkan 1.30 að- faranótt laugardags að íslenskum tíma. Þyrlurnar voru af gerðinni Sea King. Talsmaðurinn sagði að þyrlurnar hefðu ekki orðið fyrir árás af hálfu Íraka. Verið væri að rannsaka or- sakir slyssins. Sjö farast í þyrluslysi Lundúnum. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.