Morgunblaðið - 23.03.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.03.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23.mars 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.799  Innlit 16.828  Flettingar 70.638  Heimild: Samræmd vefmæling LOKSINS Á ÍSLANDI Viltu verða hluti af öflugu MAC teymi sem fer ótroðnar slóðir við sölu á snyrti- vörum? MAC óskar eftir að ráða starfs- mann í verslun sína í Debenhams, Smáralind, sem verður opnuð í maí. Í boði er spennandi starf fyrir metnaðar- fullan og hugmyndaríkan einstakling. Menntun og reynsla á sviði förðunar er skilyrði. Viðkomandi þarf að búa yfir miklum sölu- hæfileikum, frumkvæði, eiga auðvelt með mannleg samskipti og hafa líflega framkomu. Enskukunnátta er æskileg. Umsóknarfrestur er til 26. mars. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að senda umsókn sína með mynd ásamt ferilskrá í pósthólf 293, 121 Reykjavík. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN Sumarafleysingar í lögreglu árið 2003 Eins og verið hefur undanfarin ár þarf í sumar að ráða í nokkrar stöður lögreglu- manna vegna sumarafleysinga. Afleys- ingamenn verða ráðnir hjá flestum embættum á landinu, þó ekki í Reykjavík, þar sem nemar Lögregluskóla ríkisins munu leysa afleysingaþörfina þar. Nánari upplýsingar um þörf á afleysinga- mönnum hjá einstaka embættum fást hjá viðkomandi embættum. Umsækjendur, sem ekki hafa próf frá Lögreglu- skóla ríkisins, skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og þurfa að standast inntökupróf, hafi þeir ekki ekki starfað við afleysingar innan árs frá því að þeir hefja störf að nýju. Áður en afleysingamenn, sem ekki hafa lokið prófi frá Lögregluskóla rík- isins, hefja störf, þurfa þeir að sitja undirbún- ingsnámskeið, hafi þeir ekki starfað áður í lög- reglu. Inntökupróf fyrir þá sem uppfylla almenn skilyrði verða haldin hjá Lögregluskóla ríkisins, Krókhálsi 5a, 110, Reykjavík, mánudaginn 5. maí 2003. (Inntökuprófin gilda jafnframt sem inntökupróf í Lögregluskóla ríkisins í eitt ár frá prófdegi, sæki viðkomandi um inngöngu í skól- ann á því tímabili, en valnefnd Lögregluskólans velur nema með hliðsjón af niðurstöðum prófa og viðtölum við umsækjendur). Námskeið fyrir sumarafleysingamenn og héraðslögreglumenn verða haldin í Lög- regluskólanum síðari hlutann í maí, nánari tímasetning verður ákveðin síðar. Umsóknum skal skilað til viðkomandi embættis fyrir 1. apríl 2003 á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum, annars vegar fyrir þá, sem lokið hafa prófi frá Lög- regluskólanum, og hins vegar fyrir þá, sem ekki hafa próf frá Lögregluskólanum. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á lög- regluvefnum, www.logreglan.is, undir liðnum „Eyðublöð”. Nánari upplýsingar um inntökupróf er hægt að nálsgast á lögregluvefnum undir Lögreglu- skóli ríkisins/Inntaka nýnema. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Reykjavík, 17. mars 2003. Ríkislögreglustjórinn. Kennarar Íþróttakennari — æskulýðs- og tómstundafulltrúi Vilt þú njóta þeirrar sérstöðu sem landsbyggð- in hefur uppá að bjóða og kenna í einsetnum grunnskóla í Vík í Mýrdal (85 nemendur í 1.—10. bekk)?  Hæfilegur fjöldi nemenda í námshópi.  Nýtt tölvuver, góða verkmenntaaðstaða.  Góður starfsandi og vinnuaðastaða.  Öflugt félagslíf.  Launauppbætur og húsnæðisfríðindi.  Gott úrval íbúða.  Fluttningsstyrkur.  Nýtt og glæsilegt íþróttahús.  Góður knattspyrnuvöllur.  Golfvöllur. Annað sem gott er að vita:  Góður leikskóli, tónlistarskóli og örugg heilsu- gæsla.  Stutt í höfuðstaðinn (2 klst. akstur).  Frábært náttúrufar og fegurð.  Fjölbreyttir möguleikar fyrir fólk með ferskar hugmyndir.  Góðar samgöngur og öflug ferðaþjónusta.  Fjölbreytt úrval annarrar atvinnu. Við leitum að áhugasömum kennara í kennslu á yngsta og miðstigi, íþróttir, ensku, listgreinar og sérkennslu. Ýmislegt annað kemur einnig til greina. Nánari upplýsingar gefa: Skólastjóri, Kolbrún Hjörleifsdóttir, í síma 487 1242, netfang: kol- brun@ismennt.is og sveitarstjóri, Sveinn Páls- son, í síma 487 1210. Umsóknarfrestur til 15.apríl. Yfirlit yfir nám og störf auk meðmæla skulu fylgja umsókn. Norræni heilbrigðisháskólinn í Gautaborg, Svíþjóð, óskar eftir Skrifstofustjóra Ráðning sem fyrst. Nánari upplýsingar á: www.nhv.se Umsóknarfrestur er til 4. apríl 2003. Sölumaður fasteigna Öflug og kraftmikil fasteignasala á höfuðborg- arsvæðinu óskar að ráða duglegan og samn- ingslipran sölumann til starfa sem fyrst. Viðkomandi þarf að hafa óflekkað mannorð og reynslu af sölu fasteigna. Samviskusemi og hæfni í mannlegum sam- skiptum eru skilyrði. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Áhugasamir leggi inn umsókn með helstu upp- lýsingum á auglýsingadeild Mbl., merkta: „Ó — 13476“. ferðalögHörgslandsælkeriNew York-stemmningbörnSólkerfiðbíóÓskarsverðlaunin Gísli Hjartarson Hlíðarvegspúkinn á Hornströndum Skemmtisögurnar við varðeldinn þola ekki allar nánari skoðun sagnfræðinga. Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Golli Menn velta því fyrir sér hvort það að blogga eigi eftir að verða jafn- sjálfsagt og að spjalla við fólk úti á götu og hvort bloggið eigi eftir að verða bjargvættur lýðræðisins þar sem einstaklingurinn ræður sínum eigin miðli og segir umbúðalaust skoðanir sínar. Upplýsingaveita nýrra hugmynda eða bara vettvangur fyrir bull og vitleysu? Hildur Einarsdóttir skráði sig inn í bloggheiminn og skoðaði sig um. Sunnudagur 23.mars 2003 Yf ir l i t Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið „RE/MAX í 30 ár“. Blaðinu er dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Hugvekja 49 Af listum 26 Myndasögur 50 Birna Anna 26 Bréf 50 Listir 27/31 Dagbók 52/53 Forystugrein 32 Leikhús 55 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 55/61 Skoðun 34/35 Bíó 58/61 Þjónusta 42 Sjónvarp 54/62 Minningar 44/48 Veður 63 * * * LÍFEYRISSJÓÐUR starfsmanna ríkisins fékk endurgreidda tæpa fjóra milljarða króna á síðasta ári frá launagreiðendum vegna lífeyris- greiðslna til lífeyrisþega sjóðsins á árinu 2002. Það eru tæp 45% af líf- eyrisgreiðslum ársins. Þessar end- urgreiðslur hafa hækkað um 700 milljónir króna á ári síðustu tvö ár, en á árinu 2000 námu þessar endur- greiðslur um 2,5 milljörðum króna, sem voru um 41% af lífeyris- greiðslum ársins. Lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega b-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins námu samtals 8,8 milljörðum króna á síðasta ári, en þá voru lífeyr- isþegarnir tæplega níu þúsund tals- ins. Af þessum 8,8 milljörðum króna fékk sjóðurinn endurgreidda 3,9 milljarða króna frá launagreiðend- um sem aðild eiga að sjóðnum, en samkvæmt lögum sem gilda um LSR ber launagreiðendum að greiða allar hækkanir sem verða á lífeyri lífeyr- isþega í sjóðnum eftir að hann hefur verið úrskurðaður. Á árinu 2001 námu lífeyris- greiðslur frá LSR 7,4 milljörðum króna til 8.553 lífeyrisþega og þar af námu endurgreiðslur launagreið- enda til sjóðsins 3,2 milljörðum króna. Árið 2000 námu lífeyris- greiðslurnar 6,1 milljarði króna og þar af námu endurgreiðslur launa- greiðenda 2,5 milljörðum króna. Lífeyrisgreiðslur úr b-deild LSR eru hlutfall af dagvinnulaunum og geta þær annaðhvort tekið mið af breytingum á launum eftirmanns eða hækkunum á dagvinnulaunum ríkisstarfsmanna að meðaltali. Ef þannig sjóðfélagi í LSR hefur fengið úrskurðaðan lífeyri að upphæð 100 þúsund krónur og dagvinnulaun hafa hækkað um 50% ber viðkomandi launagreiðanda að standa skil á þeirri hækkun til sjóðsins á hverju ári. 200 launagreiðendur með aðild að LSR Eins og fram hefur komið hafa dagvinnulaun ríkisstarfsmanna hækkað verulega á undanförnum ár- um eða um rúm 90% á sex ára tíma- bili, sem þýtt hefur samsvarandi hækkun lífeyrisgreiðslna úr Lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins og end- urgreiðslna af hálfu launagreiðenda. Lífeyrisskuldbindingar sjóðsins hafa einnig aukist stórlega á undanförn- um árum af þessum sökum. Þannig námu skuldbindingarnar 260 millj- örðum króna í árslok 2001 og höfðu hækkað um 125 milljarða kr. á fimm árum þar á undan. Alls eiga um 200 launagreiðendur aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. A-hluti ríkissjóðs á þar stærstan hlut, en að auki eiga aðild að sjóðnum ýmsar ríkisstofnanir á b- og c-hluta fjárlaga, starfsmenn margra sveitarfélaga, sjálfseignar- stofnana, félagasamtaka og stjórn- málaflokka, svo dæmi séu tekin. Lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþega LSR námu 8,8 milljörðum króna á árinu 2002 Launagreiðendur endur- greiddu tæpa fjóra milljarða Eldur í fjórbýlishúsi í Keflavík Vöknuðu við spreng- ingu í sjónvarpi ELDUR kom upp í fjórbýlishúsi við Faxabraut í Keflavík um kl. 4.30 í fyrrinótt. Hjón vöknuðu við spreng- ingu sem síðar kom í ljós að kom frá sjónvarpi. Þau náðu að forða sér út. Lögregla og slökkvilið komu fljótt og staðinn og náðu strax tökum á eldi sem logaði í stofu íbúðarinnar. Karlmaðurinn var lagður inn á spít- ala með snert af reykeitrun en konan slapp ómeidd. Aðrir íbúar hússins voru óhultir og skemmdust íbúðir þeirra ekkert að sögn lögreglunnar. Hins vegar voru talsverðar skemmd- ir vegna elds og reyks þar sem eld- urinn kom upp í íbúð hjónanna. JEPPABIFREIÐ lenti út í Ósá í Bol- ungarvík um kl. átta í gærmorgun. Stúlka, sem er nýorðin sautján ára, var ein á leið frá Ísafirði til Bolung- arvíkur þegar hún missti stjórn á bílnum og lenti út í á. Lögreglan á Bolungarvík segir að aðstæður á veginum hafi verið slæmar, ekki var búið að ryðja veginn og ískrapi gerði ökumönnum erfitt fyrir. Bíllinn lenti á hliðinni töluvert langt úti í ánni og aðstoðaði vegfar- andi, sem átti leið hjá, stúlkuna við að vaða í land. Lögreglan segir hana hafa sloppið ótrúlega vel mið- að við aðstæður. Hún slasaðist ekk- ert þó bíllinn sé ónýtur. Þarna hafi bílbelti skipt miklu máli. Greiðlega gekk að ná bílnum upp úr ánni með aðstoð kranabíls. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Lenti út í Ósá STRAUMUR flóttamanna hafði í gærmorgun enn ekki aukist til mikilla muna í flóttamannabúðum Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Jórd- aníu, sem eru um 50 kílómetra frá landamærum Íraks, þrátt fyrir harð- ar árásir bandamanna á Bagdad í fyrrinótt. Þorkell Þorkelsson, ljós- myndari og sendifulltrúi Rauða krossins, segir að þetta geti breyst með skömmum fyrirvara. „Það líður sólarhringur frá því fólk leggur af stað þangað til það kemur til okkar í þessar búðir. Það tekur það langan tíma að fara frá Bagdad og keyra alla leið hingað,“ segir Þorkell sem starfar í búðunum í Jórdaníu. „Án þess að við vitum það ná- kvæmlega þá virðast margir halda kyrru fyrir þar sem þeir eru. Okkur er ekki ljóst hve margir eru á ferða- lagi innan Íraks en erum viðbúin því að flóttamannastraumurinn aukist á hverri stundu. Búist er við mestum straumi Íraka til Íran vegna þess að þangað er miklu styttra að fara og þar er búið að útbúa tíu flóttamanna- búðir á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans,“ segir Þorkell. Búðirnar sem hann starfar í taka á móti erlendum ríkisborgurum sem flýja Írak og segir hann að hundruð þúsunda útlendinga hafi verið þar að störfum þegar árásirnar hófust. Það er aðallega fólk frá Súdan og Egypta- landi. „Þeir sem koma í þessar búðir hafa yfirleitt verið í góðu ástandi. Það hafa komið upp tilfelli þar sem fólk hefur verið slasað eða er lasið og þá hefur verið hlúð að því. Fólk hefur verið lengi á leiðinni, kannski matarlaust; það er þreytt og hvekkt,“ segir Þor- kell. Morgunblaðið/Þorkell Starfsmenn Rauða krossins bera súdanskan flóttamann frá Írak inn í tjald þar sem læknir hlúði að honum og gaf honum verkjastillandi lyf. Maðurinn hafði ferðast um langan veg slasaður í fylgd með ferðafélögum sínum. Erlendir ríkisborgarar flýja Írak Fólk þreytt og hvekkt BARIST UM BASRA Hersveitir bandamanna eru komnar að borginni Basra í suður- hluta Íraks en þúsundir íraskra her- manna hafa gefist upp í suðurhluta landsins. Um miðjan dag í gær var barátta hafin um Basra. Varnar- málaráðherra Breta sagði að óbreyttir íraskir hermenn hefðu yf- irgefið borgina og lagt niður vopn en meðlimir í Lýðveldisverði Íraks veittu þar harkalega mótspyrnu. Breytt pólitískt umhverfi Við blasir gerbreytt pólitískt um- hverfi í arabaheiminum og talið er að það kunni að verða erfitt fyrir Bandaríkjamenn að öðlast trúverð- ugleika í þessum heimshluta að loknu stríðinu í Írak. Einangra Saddam Hussein Bandaríkjamenn reyna að ein- angra Saddam Hussein í þeirri von að kalla megi fram klofning á meðal æðstu ráðamanna Íraka. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að teikn séu á lofti um að ringulreið ríki á meðal leiðtoga Íraka. Aukið eftirlit Lögreglan í Reykjavík hefur auk- ið viðbúnað við opinberar byggingar og gæta einkennisklæddir lög- reglumenn t.d. stjórnarráðsins og bandaríska sendiráðsins og óein- kenndir bílar og menn fara um borg- ina og hafa eftirlit með öðrum bygg- ingum og heimilum ráðherra. Stefnt að djúpborun Stefnt er að því að hefja á næsta ári borun á rannsóknarborholum á háhitasvæðum landsins. Markmiðið er að finna yfirkrítískan jarðhita- vökva djúpt í rótum háhitasvæða og kanna nýtingarmöguleika hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.