Morgunblaðið - 23.03.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.03.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stóra upplestrarkeppnin Úrslit í Hafnarfirði Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmmni stærðarinnar og staðsetn- ingar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði Lokaathöfn Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði verður haldin í Hafnarborg þriðjudaginn 25. mars kl. 17:30. Á hátíðinni munu nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar og á Álftanesi lesa brot úr skáldverki og ljóð og mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Gestir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ráðstefna um vistunarmat aldraðra Allir sætu við sama borðið HEILBRIGÐIS- ogtryggingamála-ráðuneytið gengst fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum á morgun klukkan 8.30 til 15. Efni ráðstefnunnar er svokallað vistunarmat aldraðra sem verkfræðistofan Stiki hef- ur verið að hanna og færa í rafrænt form síðustu miss- erin. Deildarstjóri öldrun- armála í ráðuneytinu og umsjónarmaður ráðstefn- unnar er Hrafn Pálsson og svaraði hann nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. – Þú ættir kannski að byrja á því að segja okur hvað vistunarmat er. „Já, ferli vistunarmats- ins hófst í byrjun síðasta áratugar. Þá var vistunarmat leitt í lög. Með lögunum varð skylt að meta þörf allra sem óskuðu eftir langtímavist á stofnun á sambæri- legan hátt. Það sætu sem sagt all- ir við sama borðið. Ástæðan fyrir þessari vinnu og átaki var það óefni sem skráning og mat um- rædds hóps var komið í. Biðlistar voru orðnir svo langir að það var ekki vinnandi vegur að standa í þeim lengur, en áhugamenn um byggingar vildu byggja hratt og mikið yfir allan þennan mikla fjölda. Sannleikurinn var hins vegar sá að fjöldi umsókna um gistirými sagði ekki alla söguna. Dæmi voru um að sömu einstak- lingarnir væru skráðir með um- sóknir á allt að tíu stofnunum.“ – Hér var því brýnt verkefni á ferðinni? „Já, heldur betur. Þarna uppúr 1990 tóku því nokkrir ráðagóðir aðilar sig til, settust niður og fóru yfir málið. Það þurfti m.a. að koma í veg fyrir að hér færu að rísa einhvers konar öldrunarhótel fyrir aldraða sem höfðu enga þörf fyrir sérstaka vistun. Árið 1992 var svo komið plagg sem unnið var með og samkvæmt því var vistunarmatið tvískipt. Annars vegar var krossapróf útfyllt af viðkomandi sjálfum, en hins vegar plagg sem á var umsögn fagaðila.“ – Hvað áttu fagaðilarnir að meta? „Þeir áttu að meta andlegt og líkamlegt atgervi, félagslegar að- stæður og færni viðkomandi. Þetta fyrirkomulag var fest í reglugerð 1992 og þar með átti hvert byggðarlag að hafa á sínum vegum þjónustuhóp fyrir aldraða sem bæri ábyrgð á líðan og högum aldraðra. Mikilvægt í þessu ferli var einnig að hinir öldruðu sæktu sjálfir um vistun sem leiddi af sér umrætt vistunarmat, en í þeim til- vikum þar sem viðkomandi var ekki í ástandi til að sækja um, sæktu nánustu ættingjar um fyrir hans hönd.“ – Hverju breytti þetta nýja fyr- irkomulag? „Það breytti öllu. Allt í einu var hver einstaklingur aðeins talinn einu sinni en ekki mörgum sinn- um. Biðlistinn styttist um 70% hvorki meira né minna. Listinn varð sem sagt sannsögull og hægt var að nýta vist- unarúrræðin fyrir þá sem þurftu mest á þeim að halda.“ – En ráðstefnan sem haldin er núna, 2003, um hvað er hún? „Tímarnir breytast og tæknin með. Vistunarmatið er nú komið í hugbúnað fyrir tilstilli verkfræði- og tölvuþjónustunnar Stika sem hefur unnið frábært starf. Biðlist- ar og gagnagrunnar eru að verða pappírslausir og persónuverndað- ir samhliða því. Það gríðarlega pappírsflóð sem fylgt hefur þessu ferli öllu saman heyrir nú sögunni til, allt mat, umsóknir, bréf og önnur samskipti sem áður út- heimtu gífurlega pappírsvinnu, kostnað og rugling fara nú fram rafrænt með tölvupósti. Á ráð- stefnunni verður sú vinna sem unnin hefur verið rakin og út- skýrð, kostir tíundaðir og málið rætt frá ýmsum hliðum.“ – Viltu segja okkur nánar um efni ráðstefnunnar – og hvort hún sé öllum opin? „Já, hún er opin öllum áhuga- mönnum um þessi mál. Varðandi dagskrá ráðstefnunar, þá setur heilbrigðisráðherra samkunduna og síðan tekur til máls Vilborg Hauksdóttir lögfræðingur sem fjallar um lög og reglugerðir vist- unarmats. Að erindi Vilborgar loknu tekur Pálmi V. Jónsson öldrunarlæknir, yfirlæknir á Landakoti, til máls og fjallar hann um málið fyrir hönd nefndar sem farið hefur með málið. Því næst kemur Oddur Ingimarsson og fjallar um reynslu af notkun vist- unarmats í einn áratug. Þá stígur fram Oddný Vestmann, sem kem- ur úr heilbrigðisráðuenytinu, en hún fjallar í erindi sínu um skrán- ingu og úrvinnslu gagna. Loks koma Svana Helen Björnsdóttir og Bjarni Þór Björnsson eigendur Stika og fjalla um málið frá þeirra hendi. Að sjálfsögðu verða síðan fyrirspurnir og umræður.“ – Hefur þetta nýja fyrirkomu- lag þá enga bresti eða galla? „Eins og ég sagði, þá hefur vistunarmatið valdið algerum straum- hvörfum í þessum efn- um og ekki minnkar gildi þess við það að allt ferlið verði rafrænt. Kostirnir eru svo miklir, hagræðið, sparnaður- inn og þjónustugæði. Það er sama hvar á er litið. Séu gallar þá eru þeir óverulegir miðað við það fargan sem þessi nýi tími leysir af. Og svo verður þetta nýja rafræna fyrirkomulag væntanlega í stöð- ugri þróun.“ Hrafn Pálsson  Hrafn Pálsson er fæddur í Reykjavík 17. maí 1936. Hann var um árabil hljómlistarmaður og lék með ýmsum hljómsveitum, m.a. með Svavari Gests og Ragn- ari Bjarnasyni. Söðlaði svo um, varð stúdent frá öldungadeild MH 1976 og menntaði sig síðan í félagsráðgjöf og félagsfræði frá Háskóla Íslands og Adelphi Uni- versity í Bandaríkjunum. Starfar nú hjá heilbrigðisráðuneyti þar sem hann er deildarstjóri öldr- unarmála. Maki er Vilborg G. Kristjánsdóttir og á hann fjögur fósturbörn. …biðlistinn styttist um 70%, hvorki meira né minna NÝLEGA var gefinn út kennslu- diskurinn ESÓP sem hefur það að markmiði að gera lesblindum auðveldara með að læra stærð- fræði. Gyða Stefánsdóttir sér- kennari og Jón Axel Egilsson gáfu diskinn út. „Ég nota diskinn og kenni börnunum um leið til að víkka skilning þeirra. Þannig fá þau langmest út úr þessu,“ sagði Gyða. Hún sagði að til stæði að betrumbæta diskinn og gefa hann út aftur. „Ég er eiginlega búin að vera 40 ár að undirbúa þetta og síðastliðin 20 ár hef ég unnið mjög skipulega að þessu. Þetta þrusuvirkar. Ég fer líklega út í það að kenna foreldrum á diskinn í hópum.“ Gyða sagði að henni hafi reynst áhrifaríkast að kenna börnunum stærðfræðiaðferðirnar og leyfa þeim svo að leggja eigin skilning í þær með því að leysa dæmi sjálf. Gyða sagðist hafa kynnst Davis-kerfinu, sem mikið hefur ver- ið fjallað um að und- anförnu, fyrir 10 ár- um. „Ég notaði mikið snældur og núna diskana. Ég hef í huga að setja allt sem ég er búin að gera á diska,“ sagði Gyða. Hún sagði skólana ekki ráða við að sinna þeim nemend- um sem eiga við les- blinduvandamál að stríða. „Það er vitað að 70–75% af föngum í hinum vestræna heimi er fólk með þessi einkenni. Það er svo auðvelt að laga þetta. Oft er þetta greind- asta fólkið. Oft þarf bara að breyta aðeins aðferðum til að laga þetta.“ Gyða hefur mikla reynslu í að vinna með les- blindum. Hún hefur kennt við fimm skóla ásamt því að taka nemendur í einka- kennslu á 40 ára starfsferli. Hún segir kennara hafa of mik- ið að gera til að geta sinnt nemendum sem hafa sértæk vanda- mál. Hún sagði einnig að núverandi grein- ingarkerfi í skólunum væri ekki nægilega gott. „Það sem vant- ar er að fara út á ak- urinn og vinna vinn- una,“ sagði Gyða. Gyða tók 800.000 króna lán út á eigið hús til að búa til diskinn. „Ef ég næ því ekki inn þá er það bara mitt framtak í lífinu – að þakka fyrir mig því þetta hefur verið svo gaman,“ sagði Gyða Stefánsdóttir. Gyða Stefánsdóttir Hjálpar lesblindum í stærðfræði Skál í botn, þó örlítið rjúki úr skjóðunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.