Morgunblaðið - 23.03.2003, Side 10
10 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FRAM til heimsstyrj-
aldarinnar fyrri var
Írak hluti af Tyrkja-
veldi. Á styrjaldarár-
unum 1914–1918, er
Tyrkjaveldi var
bandamaður Þýzka-
lands, var það land-
svæði sem síðar varð
að ríkinu Írak her-
numið af Bretum. Þar
með hófust afskipti
Breta af landinu, sem
hafa haldizt alla tíð
síðan.
Í rústabænum Kut
fyrir sunnan Bagdad
er kirkjugarður, sem
flætt hefur yfir að hálfu. Þessi
kirkjugarður er eitt fárra áþreif-
anlegra ummerkja um yfirráðatíma
Breta á þessum slóðum. Um 40.000
brezkir hermenn féllu í fyrri heims-
styrjöld í Írak.
Saga brezkra yfirráða yfir hér-
uðunum þremur, sem urðu að ríkinu
Írak, er þyrnum stráð. Hún hófst
árið 1915, er lítill brezkur her
reyndi að ná Bagdad-borg úr hönd-
um Tyrkja, en var hrakinn til baka
og þvingaður til uppgjafar við Kut,
eftir alllangt umsátur.
Stórefldur brezkur her bar loks
sigurorð af Tyrkjum og stjórn
brezka heimsveldisins stóð frammi
fyrir meira og minna sömu vanda-
málum og hver sá sem hefur reynt
að stjórna þessu svæði síðan. Eftir
Arnold Wilson, fyrsta héraðsstjóra
Breta í hinni hernumdu Bagdad, er
haft að stofnun Íraksríkis væri
ógönguflan. Hann varaði við því að
hinn djúpstæði klofningur milli
þriggja stærstu íbúa-
hópanna – Kúrda í
norðri, súnní-araba í
Mið-Írak og shía-
múslima í suðri –
tryggði að útkoman
gæti aldrei orðið önnur
en „andstæða lýð-
ræðislegra stjórn-
arhátta“. Ástæðan fyrir
þessu væri sú helzt, að
shítar, sem eru
fjölmennastir, myndu
aldrei sætta sig við að
lúta stjórn súnnía; þó
væri í öllum áformum
um ríkismyndun gert
ráð fyrir ráðandi hlut-
verki súnnía.
Uppreisnir gegn brezkum yf-
irráðum brutust út árið 1920, af
ýmsum ástæðum, m.a. vildu arab-
ískir þjóðernissinnar sjálfstæði og
shía-klerkum var í nöp við nýju
stjórnarherrana vegna þess að þeir
voru kristnir.
Árið 1920 var Írak meðal landa
og svæða sem Þjóðabandalagið, fyr-
irrennarasamtök Sameinuðu þjóð-
anna, tók að sér að hafa þjóðarétt-
arlega yfirumsjón með og var
Bretum falið að fara með stjórn þar
fyrst um sinn, í umboði bandalags-
ins.
Árið 1921 var Amir Faisal ibn
Hussain, af Hashimi (Hashemíta)-
höfðingjaættinni frá Mekka, gerður
að konungi Íraks, en hann var alla
tíð háður stuðningi frá Bretum.
Honum og afkomendum hans tókst
aldrei að skapa sér trúverðugan
sess sem þjóðhöfðingjar í augum
venjulegs fólks í landinu.
Bretar völdu að koma Amir og
bróður hans, Abdullah, í þjóðhöfð-
ingjahlutverk í Írak og Jórdaníu í
verðlaunaskyni fyrir að faðir þeirra,
sem hafði árið 1916 lýst sig konung
yfir hluta þess sem síðar varð Sádi-
Arabía, var Bretum hjálplegur í
baráttunni við Tyrki í styrjöldinni.
Æfingasvæði
„Bomber“-Harris
Fyrsta áratuginn (1922–1932)
ógnuðu Kúrdauppreisnir í norðri og
landamæradeilur í suðri stöðugleika
hins nýja konungdæmis.
Bretar vildu á þessum tíma halda
kostnaðinum við að fara með yfirráð
í Írak sem lægstum, m.a. með því að
nýta hina nýju tækni flugsins, en
með yfirráðum í lofti var álitið hægt
að fækka í dýrum landhersveitum.
Landið var tilraunasvæði fyrir
brezka flugherinn. Arthur „Bomb-
er“ Harris, sem átti eftir að stýra
sprengjuárásunum á Þýzkaland 20
árum síðar, dró enga dul á að hann
léti sína menn miða á óbreytta borg-
ara, eftir því sem greint er frá á
fréttavef BBC.
Harris sagði að árið 1924 hefði
hann kennt Írökum „að á 45 mín-
útum [sé] hægt svo gott sem að
þurrka út heilt þorp og drepa eða
særa þriðjung íbúa þess“.
Fleiri brezkir ráðamenn þessa
tíma voru álíka blóðþyrstir. Eftir
uppreisnina í Írak árið 1920 skrifaði
TE Lawrence – Arabíu-Lawrence –
í bréfi til Lundúnablaðsins Observ-
er: „Það er undarlegt að við skulum
ekki beita eiturgasi í svona til-
vikum.“
Winston Churchill kvað á þessum
tíma líka hafa talað tæpitungulaust
um notkun eiturefnavopna. „Ég er
mjög fylgjandi því að eiturgasi sé
beitt á ósiðmenntaða ættbálka,“
hefur fréttavefur BBC eftir
Churchill, upp úr bókinni „Iraq:
From Sumer to Sudan“ eftir Geoff
Simons.
Brezk-vinsamleg
stjórn til 1958
Mesti áhrifamaður íraskra
stjórnmála á konungdæmistím-
anum var hershöfðinginn Nuri as-
Said, sem varð forsætisráðherra ár-
ið 1930 og gegndi embættinu sjö
kjörtímabil, alls í 28 ár. Hann var
dyggur stuðningsmaður náinna vin-
áttutengsla við Bretland og Vest-
urlönd almennt.
Eftir langar samningaviðræður
var árið 1930 undirritaður írask-
brezkur bandalagssáttmáli. Brezk-
um yfirráðum lauk formlega árið
1932, þegar umboðið frá Þjóða-
bandalaginu rann út og Írak fékk
fullt sjálfstæði.
Stjórnvöld í landinu héldu brezk-
vinsamlegri stefnu fram yfir heims-
styrjöldina síðari.
Síðustu tveimur herflugvöllunum
í Írak, sem verið höfðu í höndum
Breta, var skilað undir írösk yfirráð
árið 1955, er Bagdad-sáttmálinn
svokallaði var undirritaður; sáttmáli
um öryggismál í þessum heims-
hluta, sem gerður var að frumkvæði
Breta. En þremur árum síðar urðu
mikil umskipti, er vinstrisinnaðir
þjóðernissinnar gerðu stjórnarbylt-
ingu, undir forystu herforingjans
Abd al-Karim Kassems. Faisal II,
sonarsyni Faisal I, var steypt af
konungsstóli, stjórnarskráin frá
1925 lýst ógild og Írakar sögðu sig
frá Bagdad-sáttmálanum 1959.
Í valdabaráttunni sem tók við í
framhaldinu hóf Saddam Hussein
að vinna sig upp metorðastigann, en
á þeirri leið naut hann stuðnings
Breta og annarra Vesturlanda, sem
var mikið í mun að halda áhrifum á
svæðinu, er kalda stríðið var í al-
gleymingi.
Heimildir: The Europa World
Yearbook, BBC o.fl.
Brezk afskipti í níu áratugi
Írak nútímans var stofnað úr héruðum sem
tilheyrðu Tyrkjaveldi fram til heimsstyrjald-
arinnar fyrri og gegndu Bretar afgerandi
hlutverki við að búa hið nýja ríki til. Brezk
afskipti af landinu hafa haldizt alla tíð síðan.
Faisal I, konungur
Íraks 1921–1933.
!
"
#
$"
%
!"
!
! "#
$ %
&
'%(&
(% )
*
(+
,
! !%
-
*
.(
* -
'#/ %
-
(
!0#
1
! "%
* 2
%
#
"
Reynt að ein-
angra Saddam
The Washington Post.
BANDARÍKJAMENN leitast nú
við að einangra Saddam Hussein,
forseta Íraks, í þeirri von að þannig
megi kalla fram klofning á meðal
æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Þetta
er liður í því umfangsmikla sálfræði-
og áróðursstríði sem fram fer sam-
hliða hernaðinum gegn stjórn forset-
ans.
Háttsettir bandarískir embættis-
menn segja að áhersla sé lögð á að
freista þess að skapa klofning í
innsta valdakjarna Íraksstjórnar. Þá
hafi bandarískir leyniþjónustumenn
haft samskipti við háttsetta íraska
herforingja. Hafi þeir m.a. heitið því
að beita ekki efnavopnum gegn liðs-
afla bandamanna sem nú sækir fram
í átt til höfuðborgarinnar, Bagdad.
Þá miði þessi leynilegu samskipti að
því að fá háttsetta embættismenn og
herforingja til að gerast liðhlaupar.
„Fjöldi fólks vinnur að því að gefa
íröskum herforingjum tækifæri til
að binda enda á mótspyrnuna,“ sagði
ónefndur bandarískur embættis-
maður.
Heimildarmenn greindu frá því að
enn væri gengið út frá því að Saddam
forseti væri á lífi. Á föstudag hermdu
fréttir að hann hefði særst í fyrstu
árás bandamanna á Bagdad aðfara-
nótt fimmtudagsins. Þær höfðu ekki
verið staðfestar í gær en Bandaríkja-
menn höfðu aðfaranótt fimmtudags
upplýsingar um að forsetinn og tveir
synir hans kynnu að halda til í bygg-
ingu einni í Bagdad. Var aðgerðum
því flýtt og loftárás gerð á bygg-
inguna (sjá skýringarmynd). Írakar
hafa staðfest að árás hafi verið gerð á
eitt af heimilum forsetans en fullyrða
að allir þeir sem í byggingunni voru
hafi sloppið ósárir.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði á föstu-
dag að teikn væru á lofti um að ring-
ulreið ríkti á meðal leiðtoga Íraks.
Embættismenn sögðu að Saddam
Hussein og helstu undirsátar hans
gætu sýnilega ekki samtímis haft
stjórn á herafla landsins, leitað svik-
ara, sem kynnu að hafa veitt Banda-
ríkjamönnum upplýsingar um veru-
stað forsetans, og varið ríkisstjórn
landsins.
UM 8.000 íraskir hermenn og for-
ingjar þeirra hafa gefist upp eða
flúið í suðurhluta Íraks. Frá þessu
var skýrt í gær er þúsundir her-
manna bandamanna sóttu fram til
tveggja stærstu borga landsins.
! "
#$
% &'(# *
% )
#
)
+
, % -
./ -+
0 - 1 +
2341
5 % -
-
! ! 6
$
#
78 9
: ;#
( ! 4
#78 :6
+
;;
Þúsundir hermanna gefast upp eða flýja
„Afdankaður harðstjóri með takmörkuð völd“
LEIÐARI DAGBLAÐS Í ÍSRAEL
STRÍÐ Í ÍRAK