Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 18
18 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ kann að þykja undar-legt að engin íslensk konahafi áður hlotið doktors-nafnbót í lögfræði enOddný Mjöll segir að það
sé kannski ekki svo, því hér á landi
séu alls ekki margir doktorar í lög-
fræði.
„Þetta er séríslenskt fyrirbæri,“
segir hún. „Hér á árum áður luku
nokkrir menn doktorsnámi í lögfræði
en á löngu árabili bættust fáir eða
engir við, eða fram yfir 1990. Það við-
horf hefur loðað við stéttina að ís-
lenska lagagráðan sé allt sem þarf.
Aðeins einn doktor er meðal þeirra
sem gegna fastri kennslustöðu við
lagadeild Háskóla Íslands núna, en
margir hafa áður starfað við lög-
mennsku eða innan stjórnsýslunnar.
Í öðrum íslenskum háskólum sem
kenna lögfræði er þetta sambærilegt
þótt við Háskólann í Reykjavík starfi
fólk sem búast má við að ljúki dokt-
orsprófi á næstu misserum. Að und-
anförnu hefur áhugi á doktorsnámi
nefnilega aukist mjög og á næstu ár-
um munu útskrifast margir doktorar
og þar af nokkrar konur. Enda hefur
nú oft verið sagt að það sé leið sem
konur velji sér til framdráttar að
sækja sér aukna menntun þótt síðan
geti verið undir hælinn lagt hvort
það skili sér í raun.“
Þótti skrýtin að ætla
í doktorsnám í lögfræði
Oddný Mjöll segir að íslensk lög-
fræði sé séríslensk og verði það.
„Þegar þú hefur rannsóknir við er-
lenda háskóla er heldur ólíklegt að
þú einbeitir þér að íslenskum við-
fangsefnum heldur beinir sjónum að
alþjóðlegum efnum. Nú er líka komin
meiri alþjóðleg tenging inn í íslensku
lögfræðina, bæði á sviði mannrétt-
indamála, Evrópuréttar og annarra
alþjóðlegra samninga sem allt er far-
ið að hafa mikil áhrif á íslenskt rétt-
arkerfi.“
Hún segist hafa fundið fyrir því að
hafa þótt svolítið skrýtin þegar hún
ákvað að fara í doktorsnám. Viðhorf-
ið hafi verið að það skili engu, heldur
skili starfsreynsla meiru ef verið er
að hugsa um frama í starfi.
„Margir voru hissa á þessari
ákvörðun minni. Enda kom hún nokk-
uð óvænt. Ég var að hugsa um að fara
í mastersnám erlendis í einhverju
sérsviði lögfræðinnar. Ég var að velta
fyrir mér möguleikum og skoða hvað
ýmsir háskólar höfðu upp á að bjóða.
En í leiðinni sá ég ýmsa möguleika á
doktorsnámi og þá tók hjartað kipp.
Það var því þessi tilfinning sem kom
yfir mig sem réð því að ég hóf dokt-
orsnámið við Edinborgarháskóla.“
Áður en hún fór út vann hún á lög-
mannsstofu. Hún varð barnshafandi
og eignaðist son og tók fæðingar-
orlof. „Ég var ekki tilbúin að fara að
vinna strax eftir fæðingarorlofið og
hafði hugmyndir um að bæta við mig
námi. Einnig taldi ég að doktorsnám-
ið hentaði vel jafnhliða því að sinna
litlu barni. Reyndar kom á daginn að
doktorsnámið krafðist mun meira af
mér en ég taldi í fyrstu. Þetta var
ekki eitthvað sem maður sinnti með
annarri hendinni,“ segir hún og hlær
að hugmyndinni.
Hér á landi ríkir ógagnrýninn
pósitívismi
Sonurinn, Gísli, var 11 mánaða
þegar fjölskyldan flutti út. „Maður-
inn minn, Gylfi Gíslason, var heima
með hann fyrsta árið, en við vorum
úti í tvö ár samtals. Ég var ekki lengi
að ákveða hvaða svið lögfræðinnar
ég ætlaði að taka fyrir. Það tók mig
eina andvökunótt, enda vissi ég að
mitt áhugasvið beindist ákveðið að
jafnræðisreglum. Á þessum tíma var
nýlega búið að lögfesta almenna
jafnræðisreglu í stjórnarskrána. Ég
lagði upp með að vinna með hana, en
síðan fór ég að bera hana saman við
jafnræðisregluna í Mannréttinda-
sáttmála Evrópu og hún tók síðan yf-
ir. Ritgerðin heitir Equality and
Non-Discrimination in the Euorpean
Convention on Human Rights; Tow-
ards a Substantive Approach.“
Oddný segist hafa fundið fyrir því
að sig hafi vantað fræðilegan grunn.
Fyrsta árið segir hún að hafi farið í
að byggja upp aðferðarfræðina. „Það
kom mér á óvart hvað margt var
öðruvísi en ég var vön. Hér á landi
hefur ríkt svokallaður pósitívismi. Í
eðli sínu er hann ógagnrýninn og við-
horfið er að líta á gildandi rétt eins
og hann er og að fást við hann út frá
því. Ekki er spurt hvers vegna hann
er svona og hvort hann ætti að vera
þannig eða einhvern veginn öðruvísi.
Þjónar hann hlutverki sínu eins og
vera ber? Áherslan er svona hér á
landi. Enda er það nú þannig að hug-
myndir um það hvernig haga beri
hlutunum gerjast á öðrum sviðum en
á vettvangi lögfræðinnar, t.d. á sviði
stjórnmála, félagsfræði, siðfræði eða
annarra greina. Lögin koma því að
málunum eftir á og byggjast á gerjun
sem hefur orðið til á þessum sviðum
og orðræðu um hvernig best er að
haga t.d. refsingum og öðru slíku.
Lögfræðin svarar því í rauninni þörf-
inni á lögum og reglum en kemur
ekki að mótun hugmyndanna sem
liggja til grundvallar.
Íslensk lögfræði hefur verið kennd
þannig að maður tekur bara lögin
eins og þau eru núna og fer síðan að
fást við þau, nánast án gagnrýni.
Maður kynnir sér þau meginsjónar-
mið sem liggja að baki þeim svo hægt
sé að túlka þau en hér er ekki hefð
fyrir því að gagnrýna hvernig þau
eru. Slíkt er aftur á móti hefð í rann-
sóknum í lögfræði í engilsaxneskum
rétti, bæði í Bretlandi og í Banda-
ríkjunum. Þar er kafað dýpra í það
hvernig þau virka og hvernig þau
hefðu virkað hefðu þau verið öðru-
vísi.“
Oddný Mjöll segir þetta vera svo-
lítið tvípóla. „Lögfræðin er auðvitað
praktísk grein að vissu leyti og eins
og ég er núna að praktisera lögin þá
beiti ég lögunum oft nánast tækni-
lega um raunhæf álitaefni og aðstoða
fólk við að ná rétti sínum á þeim
grundvelli. En á bakvið er grunnur-
inn mjög fræðilegur. Ég fann líka
fyrir því í rannsóknum mínum að
maður þarf að reyna að sameina
þetta tvennt. Enda stóð aldrei til að
doktorsritgerðin mín yrði eingöngu
fræðileg og bakgrunnur minn hafði
auðvitað mikið að segja. Í ritgerðinni
reyndi ég því einmitt að sameina
þetta tvennt og mætast á miðri leið.
Og ég reyni það einnig núna í mínu
starfi sem lögmaður.“
Vonbrigði að fá ekki
prófessorsstöðuna
Eftir að Oddný Mjöll og fjölskylda
flutti heim árið 1998 hélt hún áfram
að vinna við rannsóknirnar, en árið
1999 til 2000 tók hún sér alveg frí frá
þeim og kenndi lögfræði við Við-
skiptaháskólann á Bifröst. Hún seg-
ist hafa séð þá að ef hún ætlaði að
klára ritgerðina yrði hún að helga sig
henni eingöngu. Hún tók því næsta
ár til að einbeita sér að því. Eftir að
hún lauk við ritgerðina sótti hún síð-
an um prófessorsstöðu við lagadeild
Háskóla Íslands og var metin hæf til
að gegna henni.
„Ég fékk ekki þessa stöðu, en önn-
ur kona var ráðin. Hún hafði ekki
eins mikla menntun og ég, en það var
mat manna í Háskólanum að hún
skyldi ráðin. Þetta voru viss von-
brigði, enda losna ekki prófessors-
stöður á mínu sviði við íslenska há-
skóla á hverjum degi. En þarna
komum við aftur að þessari íslensku
hefð sem segir að doktorsgráða í lög-
fræði fleyti manni ekki áfram í starfi
hér á landi.
Ég ákvað með sjálfri mér eftir
þetta að snúa mér að öðru og vildi
ekki velta mér upp úr þessum von-
brigðum sem fylgdu því að hafa ekki
fengið stöðuna. Ég er mjög sátt við
þá ákvörðun mína því ég hef mjög
gaman af því sem ég er að fást við
núna, að praktisera lögfræði.“
Oddný starfar á Lögmannsstof-
unni Skeifunni í Reykjavík ásamt
þeim Kristínu Briem, Steinunni Guð-
bjartsdóttur, Hjördísi E. Harðar-
dóttur,Ragnheiði Bragadóttur og
Eins og málin standa er doktorsnafnbót ekkert sérstaklega til framdráttar innan lögfræðinnar á Íslandi að mati Oddnýjar Mjallar
Arnardóttur sem er fyrst íslenskra kvenna til að hljóta doktorsnafnbót í lögfræði. Hún sagðist í samtali við Ásdísi Haraldsdóttur
hafa uppskorið mikið persónulega og fræðilega en ekki vera viss hvort hún gæti mælt með vinnunni við fólk ef það væri með
starfsframa á Íslandi í huga. Hún vonar þó að viðhorfin fari að breytast og aukin menntun í greininni verði meira metin.
Ákvörðunin um
doktorsnám kom óvænt
Morgunblaðið/Þorkell
„Hér á landi hefur ríkt svokallaður pósitívismi. Í eðli sínu er hann ógagnrýninn og viðhorfið er að líta á gildandi rétt eins og
hann er og að fást við hann út frá því,“ segir Oddný Mjöll Arnardóttir.