Morgunblaðið - 23.03.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 23.03.2003, Síða 23
búnar að þessu. Ég valdi efna- tæknifræði en Sigríður valdi byggingartæknifræði.“ Vildu ekki hætta Þær Elín og Sigríður ætluðu að halda áfram námi þegar tækni- skólanum lauk. „Það reyndist svo gaman að læra eftir að við vorum komnar af stað að við vildum ekki hætta,“ sagði Elín. „Ég ætlaði að verða verkfræðingur en þá kom í ljós að ekki var hægt að byggja verkfræðinámið á prófinu úr tækniskólanum. Reyndar var ekki hægt að byggja neitt á því námi. Það var ekkert framhald. Ég hefði þurft að byrja á byrjuninni í verk- fræðinni en til þess var tíminn of stuttur því fjölskyldan var alltaf á leiðinni heim. Þá ákváðum við Sig- ríður að fara í stærðfræði í há- skólanum einn vetur. Okkur fannst svo gaman að náminu og þar vorum við ánægðar.“ Þegar kom að heimferð árið 1976 spurðust þær fyrir um hvaða réttindi tækniskólinn gæfi þeim á Íslandi. Kom þá í ljós að skólinn var viðurkenndur tækniskóli og nám við hann veitti þeim réttindi til að starfa sem tæknifræðingar. „Það voru örfáir skólar í Svíþjóð sem voru viðurkenndir hér heima á þessum tíma og það hittist svo einkennilega á að við álpuðumst á einn,“ segir Elín. Fjölbreytt starf Sigríður hélt sig við stærðfræð- ina eftir að hún flutti heim. Bætti við sig kennslufræði við Háskóla Íslands og er stærðfræðikennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en Elín fór strax að vinna hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og vann þar til ársins 1989 þegar hún flutti til Svíþjóðar á ný vegna vinnu eiginmannsins þar. „Við vorum tíu ár í Gautaborg og þann tíma vann ég við samskonar stofn- un þar,“ segir Elín. „Ég kom allt- af heim í sumarfríum þessi ár og þá vann ég hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í allt að fimm mán- uði í senn.“ Elín segir að starf efnatækni- fræðings sé bæði fjölbreytt og skemmtilegt. „Ég er til dæmis að mæla þungmálma í sjávarafurð- um,“ segir hún. „Og svo mæli ég steinefni í öllu mögulegu. Ég mæli kopar og salt í saltfiski, en hann er stundum aðeins gulur og ekki að vita hvers vegna, og joð í vatni. Og svo er ég að mæla brennistein í olíu fyrir olíufélag þannig að við erum farin að mæla allt mögulegt. Við að mælum líka ýmislegt fyrir dýralækni og fáum einnig sýni frá fráveitukerfi Reykjavíkurborgar til rannsóknar.“ Elín segir að marktækur munur sé á mælingum á þorski milli ára er varðar kopar, sink og kvika- silfur en það séu náttúrulegar sveiflur en ekki mengun af mannavöldum. Kadmín mælist nokkru hærra við Ísland en á öðr- um fiskimiðum á norrænum slóð- un og er eldvirkni hér á landi lík- leg skýring. Elín tekur fram að engin hætta sé á ferðum. Ein- staklingur sem er 60 kíló að þyngd megi borða 500 kíló af þorski á viku án þess að honum verði meint af. „Það er allt af- skaplega hreint hjá okkur og nið- urstaðan yfirleitt autt blað,“ segir hún. krgu@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 23 Flug og bíll til Frankfurt ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 20 56 3 0 3/ 20 03 Icelandair tekur við ferðaávísun MasterCard og orlofs ávísunum VR í pakkaferðir. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Tilboð í apríl og maí. Verð frá 31.865 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna og tvö börn í bíl í A-flokki í 7 daga. Verð frá 41.055 kr.* á mann m.v. 2 í bíl í A-flokki í 7 daga. Verð frá 35.525 kr.* á mann m.v. 2 í bíl í A-flokki í 3 daga. * Innifalið: Flug, bíll í A-flokki, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnudögum frá kl. 10-16). Tilboðið gefur 3.600 Ferðapunkta. „Hvar sem ég er, hvert sem ég fer, slær hjarta mitt hjá Rín...“ „Wo ich bin, wo ich geh', mein Herz ist am Rhein.“ ÞÝSKT SÖNGLAG Nú er rétti árstíminn til að huga að atvinnutækjum fyrir sumarið. Næsta tölublað sérblaðsins Bílar 26. mars verður helgað umfjöllun um atvinnubíla, vinnuvélar og landbúnaðartæki. Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 24. mars Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is bílar Vinnuvélar og atvinnutæki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.