Morgunblaðið - 23.03.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 23.03.2003, Síða 25
ir grun kvennamelódrama og dans- og söngvamynd hefur því höfðað jafnt til almennra bíógesta og kröfuhörð- ustu gagnrýnenda. Árni Þórarinsson ræðir við leik- stjórann og tvær yngstu leikkonurnar úr stjörnum prýddum leikhópnum. urtaka mig og tek nýja stefnu eftir hverja mynd.“ Og næsta mynd Ozons, The Swimming Pool eða Sundlaugin – hvernig verður hún þá? „Gjörólík 8 konum. Ég hef ný- lokið tökum og í fyrsta skipti geri ég mynd á ensku. Hún fjallar um enska konu, rithöfund, sem Charl- otte Rampling leikur. Hún þarf að hefjast handa við ritun nýrrar bókar – og meira segi ég ekki.“ Sköpun sem þerapía Þegar Ozon er spurður hvernig hugmyndirnar að myndunum verða til segir hann það breytilegt og oftast ómeðvitað. „Maður sér eitthvað, les eða heyrir sem kveik- ir hugrenningar og svo þróast þær stundum áfram og stundum ekki.“ Hann byrjaði sem ungur dreng- ur að taka myndir af fjölskyldu sinni með Super 8 mm vél. Byggir hann oft á æskureynslunni og fjöl- skyldulífinu? „Já. Það er mik- ilvægt að fjalla um það sem maður hefur sjálfur reynt, fundið og lifað. Maður þekkir ekkert fólk betur en eigin fjölskyldu og sjálfan sig. Stundum leiðist sköpunin því eins og ósjálfrátt út í eins konar þer- apíu. Einu sinni lét ég bróður minn drepa foreldra okkar í mynd. Þau sögðust vera til í að leika hlutverkin ef tryggt væri að það kæmi í veg fyrir að myndin yrði raunveruleiki!“ Hvaða leikstjórum dáðist þú mest að í æsku? „Eric Rohmer. Hann var sinn eigin framleiðandi og gerði merki- legar myndir fyrir lítinn pening. Fassbinder er annar sem hafði mikil áhrif. Leikstjórar sem gera tilraunir og standa ekki í stað eru þeir sem heilla mig mest. David Lynch til dæmis.“ Þú hefur verið stimplaður sem „samkynhneigður leikstjóri“, „vandræðabarn franskrar kvik- myndagerðar“ og „umdeildur og ögrandi“. Fara svona stimplar í taugarnar á þér? Hann hlær. „Nei nei. Ég hef á tilfinningunni að fjölmiðlar telji sig þurfa svona flokkanir eða dilka- drátt til að stytta sér leið. Það er eðlilegt. Maður gerir kvikmyndir og aðrir horfa á þær og gera sér hugmyndir um þær og um mann sjálfan. Ekkert annað að gera en taka því. Ég er samkynhneigður. Mér finnst stundum nauðsynlegt að ögra og sjokkera til að fá fólk til að hugsa. En bæði ég og við- fangsefni mín erum flóknari en þessir stimplar gefa til kynna. Ég held reyndar að með árunum hafi ég öðlast meiri þroska og gert mér grein fyrir því að ögrandi, óhefð- bundið og umdeilt efni geti haft meiri áhrif ef það er sett fram á hefðbundinn hátt.“ Er það að gera kvikmyndir það mikilvægasta í lífinu fyrir þig? „Nei. Lífið er það mikilvægasta í lífinu. Ég gæti alveg hugsað mér að gera eitthvað annað en búa til kvikmyndir, – einhvern tíma seinna. En það er mikilvægt fyrir mig að skapa, segja sögur og flýja veruleikann.“ naráð 8 konur: „Þær eru ekki skrímsli nema í þeim skilningi að við erum öll skrímsli á vissan hátt. Manneskjur eru flóknar …“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 25 Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn á Grand Hótel, Gullteig, kl. 17:00, miðvikudaginn 26. mars 2003. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun. Sparisjóðsstjórnin Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 2002. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir árið 2002, ásamt tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs fyrir liðið starfsár. 3. Tillögur til breytinga á samþykktum sparisjóðsins. Tillögurnar lúta í fyrsta lagi að því að færa samþykktirnar til samræmis við ákvæði nýrra laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Í öðru lagi að því að taka upp almennt ákvæði um 3 daga framboðsfrest við stjórnarkjör og í þriðja lagi að því að kjósa 5 varamenn til stjórnar og í því sambandi bráðabirgðaákvæði um hvernig staðið skuli að því kjöri á aðalfundinum 26. mars 2003. Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu sparisjóðsstjóra og verður þeim dreift á fundrstað. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðanda. 6. Tillaga um ársarð af stofnfé. 7. Tillaga um að auka stofnfé með ráðstöfun hluta hagnaðar. 8. Tillaga um þóknun stjórnar. 9. Önnur mál. A B X 90 30 23 1 HÚN er dökkhærð og veit af fegurð sinni þar sem hún situr og svarar spurningum af yfirvegaðri fágun. En maður fær á tilfinninguna að henni leiðist og langi helst til að vera ann- ars staðar. Ég skil hana vel. Seinna í viðtalinu segist hún vera þreytt og sloj og ekki í stuði. Gott og vel. Virginie Ledoyen leikur eldri og lífs- reyndu dótturina í 8 konur og hún er þrátt fyrir aðeins 26 ára aldur orðin býsna lífsreynd í frönskum kvik- myndaheimi og í seinni tíð einnig þeim alþjóðlega. Ledoyen er í hópi eftirsóttustu leikkvenna Frakka af yngri kynslóð, byrjaði sem barn í aug- lýsingum fyrir tilviljun, lagði stund á leiklistar- og dansnám 9 ára og hóf kvikmyndaleik aðeins 11 ára gömul. Hún segir foreldra sína hafa stutt sig en þetta hafi einfaldlega verið það sem hana langaði til að reyna. Ferill- inn fór hins vegar fyrir alvöru í gang á 10. áratugnum þegar hún fékk aðal- hlutverk í myndum Oliviers Assayas og Benoits Jacquots. Sá síðarnefndi réð hana síðan í aðra mynd, La fille seule (1995), þar sem hún var sem næst allan sýningartímann í mið- punkti tjaldsins í hlutverki ungrar starfskonu á hóteli sem verður barnshafandi og býður kærastanum og umhverfinu birginn. Leikur hennar vakti svo mikla athygli að leikstjórar á borð við Woody Allen fóru að hafa samband; hún lék eitt aðalhlutverk- anna í mynd Dannys Boyles The Beach (1999) með Leonardo DiCapr- io, og í A Soldier’s Daughter Never Cries (1999) eftir James Ivory. Hún hefur unnið með gamla franska meistaranum Claude Chabrol og þeim taívanska Edward Yang. Og nú kveðst hún stolt af því að hafa verið valin til að leika með helstu leikkonum Frakka í 8 konum. „Ég var himinlifandi þegar François Ozon bauð mér hlutverkið því ég hef ekki haft mörg tækifæri til að leika með öðrum leikkonum, hvað þá leikhópi af þessari stærðargráðu.“ Hvernig var svo að hitta og vinna með öllum þessum fyrirmyndum? „Alveg stórkostleg upplifun. Ég hafði að vísu unnið áður með Isabelle Huppert og við þekktumst vel. Hún er mín eftirlætisleikkona. Æsku- draumur minn rættist þegar ég kynntist þeim öllum. Ég var í upphafi frekar feimin við þær; þetta voru stjörnurnar mínar, en í viðkynningu eru þær svo venjulegt fólk eins og við öll, jarðbundnar og alls ekki þær prímadonnur sem búast mætti við.“ Er þá meint samkeppni milli svona frægra leikkvenna bara tilbúningur fjölmiðla? „Ég hafði velt þessu fyrir mér líka og bjóst alveg við því að sumar þess- ara leikkvenna teldu sig hærra skrif- aðar en aðrar. En þannig var ekki reyndin. Þetta eru greindar leikkonur og nutu þess að leika í myndinni saman. Satt að segja gerðum við grín að þeirri væntingu að um grimma samkeppni yrði að ræða milli okkar.“ Hafa hugmyndir þínar um kvik- myndaleik breyst mikið frá því þú hófst leiklistarnám ung að árum gegnum þátttöku í um tveimur tug- um mynda? „Helsta breytingin er sú að maður lærir starfið og hvernig á að standast kröfur þess. En hugmyndin um leik- inn sjálfan, þá ummyndun sem hann krefst og gleðina sem hún veitir, er í grundvallaratriðum óbreytt.“ Virginie Ledoyen hefur samhliða leiknum tekið að sér auglýsingastörf og segist gera það einvörðungu fyrir peninga, til að öðlast nægilegt fjár- hagslegt sjálfstæði og frelsi til að geta valið og hafnað hlutverkum eftir eigin höfði. „Fyrirsætustarfið er grynnri útgáfa af leikkonustarfinu.“ Þegar hún er beðin um að lýsa muninum á að vinna með hinum um- deilda François Ozon og öðrum leik- stjórum sem hún hefur leikið hjá og eru nefndir hér að ofan segir hún að í fyrsta lagi sé hann sá yngsti sem hún hefur leikið hjá. „Hann er mjög sérstakur og það er einmitt það sem gerir hann jafn umdeildan og hann er. Verk hans bera vitni um mikla kímni- gáfu en hann notar hana til að fjalla um grimmileg og ögrandi viðfangs- efni. Í myndunum er því þessi tog- streita á milli gamansemi og vægð- arleysis. Sumum finnst hann líkur Pedro Almodóvar að þessu leyti en ég er ekki sammála því.“ Virginie Ledoyen hefur nýlokið við að leika í Bon Voyage fyrir Jean Paul Rappeneau ásamt Isabelle Adjani og Gerard Depardieu. Hún segir að sér hafi borist fjöldi tilboða frá Hollywood eftir The Beach en þau hafi flest ver- ið lítt áhugaverð; yfirleitt séu bita- stæðari tækifæri annars staðar. Mikil gróska og fjölbreytni sé nú í franskri kvikmyndagerð; franskar bíómyndir leggi rækt við sálarlíf persónanna og séu yfirleitt dýpri en obbinn af amer- ískum myndum. Hún býr með ársgamalli dóttur sinni og föður hennar í París en dvel- ur í fríum í húsi sínu á strönd Suður- Frakklands. Togstreita milli gaman- semi og vægðarleysis Virginie Ledoyen: Var í upphafi feimin við fyrirmyndirnar … Eldri dóttirin: Virginie Ledoyen Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.