Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 27

Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 27 SEXTÍU ÁR verða liðin frá fæðingu samíska skáldsins og fjöllistamannsins Nils- Aslaks Valkeapää á morg- un, en hann lést um aldur fram haustið 2001. Í minn- ingu hans gengst Norræna húsið í samstarfi við sam- ísk-íslenska vináttufélagið SAMÍS fyrir dagskrá í kvöld kl. 20. Þar munu tveir þjóðkunnir fulltrúar sam- ískrar menningar og nánir vinir Nils-Aslaks, Harald Gaski kennari í samískum fræðum við háskólann í Tromsø og rithöfundurinn John Gustavsen, flytja er- indi um samísk menningar- mál. Rithöfundurinn Einar Bragi les ljóð eftir Valk- eapää í eigin þýðingu og sýndir verða valdir kvik- myndaþættir úr samísku þjóðlífi. Kynnir er Bergljót Baldursdóttir dag- skrárgerðarmaður. Einar Bragi er einn af stofnfélögum SAMÍS og hefur hann þýtt sex samísk skáldverk á íslensku. Nýj- asta þýðing hans er Víð- ernin í brjósti mér, sem kemur út á morgun, eftir Nils-Aslak Valkeapää. „Hann tók sér listamanns- nafnið Áillohas og er víðkunn- astur samískra nútímaskálda, en var jafnframt mjög fjölhæfur listamaður,“ segir Einar Bragi um skáldið, sem fæddist 23. mars árið 1943 og hefði því orðið sextugur í dag, en hann lést í nóvember árið 2001. „Áillohas var kennari að mennt en fékkst aldrei við kennslu, heldur komst upp með að lifa í listum eftir að hann náði fullorðinsaldri. Sennilega mót- mælti hann þessu listatali fengi hann vörnum við komið – hann segir á einum stað: ‚Þegar rætt er um samíska list verður að hafa hugfast að við eigum okkur sér- stæðan menningararf en höfum tekið frá grannþjóðum ýmis orð og eins og stríð og helvíti … og list og listamaður.‘ Hann verður samt að una því lífs og liðinn að ég lýsi honum svo, að honum hafi verið allt til lista lagt. Hann gat sér gott orð fyrir myndlist, skreytti og hann- aði bækur sínar sjálfur, var snjall ljósmyndari, gat brugðið fyrir sig leiklist og tónsmíðum ef því var að skipta og mátti heita mátt- arstólpi og merkisberi sam- ískrar menningar yfirleitt seinustu áratugi. En þekkt- astur var hann sem jojkari og ljóðskáld.“ Valkeapää gaf út þó nokkrar bækur á ferli sínum og hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1991 fyrir bókina Beaivi, Áhcázan (Faðir minn, sólin) sem hafði komið út árið 1988. Að sögn Einars er náttúran oft hug- leikin Valkeapää í verkum hans. „Hann var mikið nátt- úrubarn og leit í bók- staflegum skilningi á sig sem einn hluta af náttúrunni, eins og kemur oft fram í stefjum hans, og þá kannski ekki síst sem fugl. Ég þykist muna að í fyrstu bókinni sem hann gaf út og var skrifuð á finnsku, tekur hann svo til orða að í hjarta sínu sé blá- þröstur sem klifi, en þar geti líka stundum blásið kaldir vindar.“ Einar Bragi fer að lokum með stef úr bókinni Víðernin í brjósti mér í þýðingu sinni, hljómar nán- ast eins og það hafi verið ort um atburðina sem eru að gerast heim- inum í dag: Allt er svo fagurt að ég skelfist að vakna aftur til þessa grimmdarheims Merkisberi samískrar menningar heiðraður Einar Bragi Harald Gaski John Gustavsen Nils-Aslak Valkeapää Heimsferðir opna þér leiðina til fegurstu borga Evrópu í vor á ótrúlegu verði. Nú kemstu í beinu flugi til Budapest, Prag, Barcelona eða Rómar og getur upplifað þessar spennandi borgir með fararstjórum Heimsferða sem kynna þér það besta af sögu, menningu og mannlífi. Vorið er komið í Evrópu og þetta er fegursti tími ársins til að ferðast. Vorið í fegurstu borgum Evrópu frá kr. 19.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.950 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1. Verð kr. 39.950 Helgarferð til Prag, 3. apríl, 4 nætur. Flug, hótel og skattar, 4 stjörnu hótel. Munið Mastercard ferðaávísunina Prag 31. mars 3. apríl - helgarferð Verð kr. 29.950 Flugsæti með sköttum til Barcelona, út 12. apríl, heim 16. apríl. Verð kr. 39.950 Flug og gisting, Hotel Aragon, 4 nætur, út 12. apríl, heim 16. apríl. Barcelona 12. apríl - helgarferð Verð kr. 19.550 Flugsæti til Budapest, út 27. mars, heim 31. mars. Flug og skattar á mann miðað við að 2 ferðist saman, 2 fyrir 1. Budapest 27. mars - helgarferð Verð kr. 69.950 Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn, 5 nætur. Róm 16. maí - 5 nætur HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 Leitið tilboða í stærri verk Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.300,- Verð frá Stálskápar Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 17.928,- Næsta bil kr. 13.894,- Lagerhillur Stærð: D: 60 cm B: 190 cm H: 200 cm 3 hillur kr. 17.800,- Næsta bil kr. 15.366,- Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.327,- Næsta bil kr. 5.819,- en gott Við bjóðum ÓDÝRT 13 58 / T A K T ÍK - 3x 13 - N r.: 2 9 C Víðernin í brjósti mér hefur að geyma ljóð sam- íska listamanns- ins Nils-Aslak Valkeapä. Þetta er sjötta samíska skáldverkið sem út kemur á ís- lensku í þýðingu Einars Braga. Ljóðin eru sótt í bækurnar Bjartar vornætur, Syng bláþröstur, Kliða, Silfuræðar lindarinnar, Faðir minn, sólin, Svo fjarri hið nána, og Móðir vor, jörð. Þau eru þýdd eða endur- ort úr norsku og sænsku. Fyrir bók- ina Faðir minn, sólin hlaut Nils- Aslak bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs 1991. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Nils-Aslak var fæddur árið 1943 og lést í nóvember 2001. Honum var margt til lista lagt: hann mynd- skreytti og hannaði bækur sínar sjálfur, var snjall ljósmyndari, lék stórt hlutverk í samísku kvikmynd- inni Leiðsögumanninum og samdi tónlistina, góður gítarleikari, einn fremsti jojkari þjóðarinnar og lið- tækt ljóðskáld, ræktunarmaður samískrar tungu, mátti heita fremsti málsvari og merkisberi samískrar menningar í víðasta skilningi seinni helming ævinnar.“ Nils-Aslak kom nokkrum sinnum til Íslands, fyrst 1974 og síðast 1991. Útgefandi er Ljóðbylgjan. Bókin er 80 bls., prentuð í Steinholt. Ljóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.