Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 28

Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Grímur Thomsen Dagskrá helguð Grími Thomsen verður sunnudaginn 23. mars kl. 14:00 í Þjóðmenningarhúsinu. Kristján Jóhann Jónsson, framhaldsskólakennari kynnir Grím. Hjalti Rögnvaldsson, leikari les ljóð Gríms. Ókeypis aðgangur Sýningar eru opnar alla daga frá kl. 11:00-17:00 BÓKAÚTGÁFAN Bjartur boðaði fyrir nokkru „vorbókaflóð“ og stend- ur fyrir öflugri bókaútgáfu þessar vikurnar. Meðal annars hleypir út- gáfan af stokkun- um nýrri ritröð sem kallast „Svarta línan“ og innan hennar verða gefnar út bækur (í hand- hægu kiljubroti) sem þeir Bjarts- menn lýsa sem jaðarskrifum, verkum sem eru á mörkum skáld- skapar og fræða, þar sem höfundar rýna í listir, menningu og eigin ævi, ef því er að skipta, stunda greiningu (analýsu) í bland við skáldskap. Þetta form bókmennta/bókmennta- fræða er vel þekkt víða erlendis, en hefur ekki náð fótfestu hér á landi fyrr og ber að fagna þessu framtaki Bjarts. Fyrsta rit Svörtu línunnar er eftir bókmenntafræðinginn Her- mann Stefánsson og kallast Sjón- hverfingar. Í fréttatilkynningu frá Bjarti er bókin kynnt sem „inn- gangsrit íslenskrar menningar- fræði“ en sjálfur gefur höfundurinn riti sínu undirtitilinn „Fjarvistar- sannanir fyrir íslenskan veruleika“. Sjónhverfingar hafa að geyma sjö greinar sem skiptast niður á þrjá hluta bókarinnar. Í fyrstu og síðustu greinininni er vísað til franska tákn- fræðingsins Rolands Barthes (1915– 1980) og fer vel á að ramma bókina inn með tilvísun til hans því óhætt er að segja að Hermann iðki menning- argreiningu og táknlestur í anda Barthes. Í fyrstu greininni, „Dauði Barthes,“ fremur Hermann tákn- lestur á því atviki (bílslysi) sem leiddi til dauða Barthes um leið og hann kynnir táknfræði hans fyrir lesandanum. Hann er því jöfnum höndum að kynna til sögunnar ákveðna aðferð um leið og hann beit- ir henni sjálfur. Aðferðin er táknlest- ur, sem er án efa ein mikilvægasta aðfurð bókmennta- og menningar- fræða á tuttugustu öld. Roland Barthes var einn helsti kenninga- smiður táknfræðinnar og með verki sínu Goðsögur (1957) sýndi hann hvernig beita má gagnrýnum tákn- lestri á hvaða menningarfyrirbæri sem er. Hermann Stefánsson fetar í Sjónhverfingum í hans fótspor og les með aðferð táknfræðinnar t.d. aug- lýsingar og ljósmyndir, en hvoru tveggja gerði Barthes með góðum árangri. Titillinn á grein Hermanns, „Dauði Barthes,“ er að sjálfsögðu til- vísun í fræga grein Barthes, „Dauði höfundarins“, og Hermann leikur sér skemmtilega með umræðuna um „höfundargildið,“ það hvort persóna og ævi höfundar skipi máli í túlkun og merkingu bókmennta. Greinin um Barthes myndar fyrsta hluta bókarinnar ásamt grein- inni „Veruleikinn og Baudrillard“ þar sem fjallað er um kenningar Baudrillards og Willy/Keikó eða eins og Hermann kallar hann: Hermilíkið í kvínni. Hermann mátar hugtak Baudrillards, „hermilíking“ (simul- acra) á fyrirbærið Keikó, allt frá því háhyrningurinn var veiddur við Ís- landsstrendur, gerður að kvik- myndastjörnu í myndunum um Willy og þar til hann var fluttur með ærn- um tilkostnaði til Íslands, plantað þar í lokaða sjókví, hleypt út í frelsið við og við, þaðan sem hann strauk til Noregs, eins og menn muna. Grein- ing Hermanns á hinum ótrúlega ferli skepnunnar og því hvernig veruleik- inn hefur farið á flot í þeirri ímynd sem skapast hefur í kringum hana, er bæði áhugaverð og skemmtileg og staðfestir glöggt auga höfundar fyrir því fáránlega – eins og raunar flestar greinarnar í bókinni. Annar hluti Sjónhverfinga saman- stendur af mjög skemmtilegri grein Hermanns um Halldór Laxness og Torfhildi Hólm og hina „glötuðu“ æskuskáldsögu Laxness, Aftureld- ingu; langri grein hans um ritdóma dagblaðanna og fjórum stuttum „af- lestrum“ (í anda Barthes) á menn- ingarfyrirbærum: auglýsingum, nektardans, skyndibitum. Fyrsta greinin kallast á við grein Helgu Kress um sama efni, sem birtist ný- verið í tímaritinu Sögu, og er athygl- isvert að sjá hvernig kennari og nemandi hans vinna úr sama efniviði. Lengsta grein hlutans (og jafnframt lengsta grein bókarinnar) er „Úr orðabók ríkjandi viðhorfa“ og fjallar Hermann þar um helstu klisjur sem ráða ferðinni í ritdómum sem skrif- aðir eru fyrir dagblöð. Sjálfur var Hermann ritdómari á Morgun- blaðinu um skeið, en hætti þeim starfa og má líta á greinina sem nokkurs konar uppgjör hans við starfið og um leið uppgjöf fyrir því. Greinin er öll hin fróðlegasta. Hvað varðar helstu klisjurnar sem Her- mann ræðir vísa ég til niðurlagsorða þessa ritdóms. Í þriðja og síðasta hluta bókarinn- ar eru tvær greinar: „Skáldskapur á skökkum stað“ og „Ber einhver kennsl á þetta fólk?“ Sú síðari er greining á tveimur ljósmyndum sem báðar tengjast ævi Hermanns og fléttast í greiningu hans á myndum saman táknlestur og sjálfsævisögu- leg atriði og er útkoman vel lukkuð. Fyrri greinin fjallar hins vegar um efni sem hefur verið mikið til um- ræðu hérlendis síðustu árin, mál- verkafalsanir og/eða eftirgerðir. Hermann tengir hér saman umræðu sem farið hefur fram í bókmennta- fræðum (um frumtexta, eftirgerðir, eftirlíkingar og þýðingar) og um- ræðuna um fölsun listaverka. En hann gerir það ekki á neinn „venju- legan“ og „fræðilegan“ hátt, heldur falsar hann sjálfur að vild, diktar upp listamenn og heimildir og blandar hinni „fölsuðu“ umræðu saman við „staðreyndir“. Útkoman er fyrst og fremst bráðskemmtilegur lestur, sem er í sjálfu sér ekkert minna virði en strangfræðileg úttekt á mála- flokknum. Grein Hermanns er skáldskapur á skökkum stað, svo vís- að sé í titil greinar hans, en sá skáld- skapur varpar ágætu ljósi á vanda- mál fræðanna. Ritröðin Svarta línan nær góðu flugi með bók Hermanns Stefáns- sonar sem er í senn snjall lesari tákna og góður stílisti: Bókin getur vel staðið undir því að kallast inn- gangsrit íslenskrar menningarfræði og að lokum vil ég segja þetta: Sjón- hverfingar er verk sem smýgur und- an þröngum skilgreiningum, grein- ingar höfundar eru margræðar en veita engu að síður lykil að ríkjandi viðhorfum í fræðunum; maðurinn á bak við verkið hefur lagt fram grein- ingar sem ættu að geta skapað um- ræðu, ef svo má að orði komast. Fræði, flug og falsanir BÆKUR Greinasafn Eftir Hermann Stefánsson, Bjartur 2003, 184 bls. SJÓNHVERFINGAR Soffía Auður Birgisdóttir Hermann Stefánsson ÚT er kominn tvöfaldur hljómdisk- ur með söng Einars Sturlusonar ten- órs (f. 1917) við undirleik nokkurra kunnustu hljóm- borðsleikara þjóð- arinnar á öldinni sem leið. Geyma diskarnir alls 53 lög. 29 eru íslenzk, ýmist vel þekktar gullaldarperlur eins og Kirkju- hvoll eftir Árna Thorsteinsson, Heimir og Vor- vindur eftir Sigvalda Kaldalóns, Draumalandið eftir Sigfús Einarsson, Kveðja eftir Þórarin Guðmundsson, Vor og haust (Í fögrum lundi) eftir Bjarna Þorsteinsson og Þei þei og ró ró eftir Björgvin Guðmundsson eða minna þekkt lög sem heyrast sjaldnar nú en áður var. Meðal erlendu laganna 24 mætti nefna Heims um ból Grubers, sálmalögin fornu Hin fegursta rósin er fundin og Sjá morgunstjarnan blikar blíð og danskan jólasálm Rungs og Laubs, Dýrð sé Guði í hæstu hæðum, auk tveggja sænskra þjóðlaga og rúss- neska keisarasöngsins, Heyr, faðir, hjartans bæn, sem flestir þekkja úr „1812“-forleik Tsjækovskíjs. Tvennt kemur kannski mest á óvart á þessum diskum. Annars vegar sex lög eftir Atla Heimi Sveinsson og hins vegar síðustu upptökur diskanna frá 1997. Ef að líkum lætur hafa lög Atla Heimis – tekin upp 1954 þegar tón- skáldið var á 16. aldursári, ef trúa má bæklingi – ekki heyrzt í hálfa öld og gætu verið meðal fyrstu tónsmíða hans, a.m.k. í hljóðriti. Það gerir þau ekki óforvitnilegri að höfundur skuli sjálfur leika undir með Einari, og það dálaglega. Þetta eru einföld en prýð- isvel samin rómantísk smálög sem óneitanlega lofa góðu um hæfileika hjá pilti vart komnum af fermingaraldri. Einna skemmtilegast þótti mér Hjartarím við ljóð Stefáns frá Hvíta- dal, sem þrátt fyrir þjóðlega „skozka hnykki“ virðist líka undir ofurlitlum áhrifum frá hljómaferli úr vestur- heimskri alþýðumúsík. Hitt er einnig undrunarefni hvað Einari tókst vel upp í fyrrnefndum upptökum frá 1997 þegar hann stóð á áttræðu, þ.e. í Heimi Kaldalóns og rússneska keisarasöngnum, báðum við undirleik Jóns Stefánssonar. Söngur- inn er furðuþróttmikill og inntónunin m.a.s. hreinni þar en annars staðar sem einkennist víða af lágri tónstöðu eins og ekki var óalgengt hjá söngv- urum fyrri kynslóða. Hins vegar er röddin nær ávallt þýð og hljómmikil og ljóst að hljóðfæri Einars hefur ekki að- eins verið fágætt meðan stóð í fullum blóma, heldur einnig enzt furðuvel, þrátt fyrir ólæknandi meinsemd í hálsi sem hrjáði söngvarann upp úr 1949 og hlaut að verða ferli hans óþægur ljár í þúfu. Vel er staðið að þessum diski, og tæknivinna útvarpsmanna virðist fyrsta flokks. Aðeins leðurblökueyru yngstu hlustenda ættu að truflast af því litla lakkplötusnarki sem eftir finnst á elztu upptökunum frá því fyrir daga segulbandsins. Diskunum fylgir fróðlegt bæklingságrip um söngvar- ann eftir umsjónarmann útgáfunnar, dr. Bjarka Sveinbjörnsson. Sunnlenzki tenórinn Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Einar Sturluson Íslenzk sönglög eftir m.a. Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson, Ólaf Þorgrímsson, Áskel Snorrason, Björgvin Guðmundsson, Bjarna Þorsteinsson og Þórarin Guðmundsson ásamt erlendum þjóð- og sálmalögum. Einar Sturluson tenór við píanóleik Fritz Weisshappels, Hallgríms Helgasonar, Atla Heimis Sveinssonar og Jóns Stefánssonar auk orgelleiks Páls Ísólfssonar, Karlakórsins Þrasta og Íslenzku útvarpshljómsveit- arinnar. 121:05 mín. Upptökur: 1948– 49, 1952–57, 1962–64 og 1997, allar á vegum Ríkisútvarpsins. Tæknivinna: Tæknideild RÚV/Magnús Hjálmarsson. Umsjón og bæklingstexti: Bjarki Svein- björnsson. Útgefandi: Einar Sturluson, 2002. ÞÚ BLÁFJALLAGEIMUR Einar Sturluson Iceland and European Development er eftir Einar Benediktsson fyrrver- andi sendiherra. Í bókinni er fjallað um þróun í samvinnu ríkja í Evrópu sem hefst á dögum Marshall- aðstoðarinnar. Rakin eru fyrstu skref- in til viðskiptasamvinnu í Evrópu á sjötta áratugnum og lýst aðdragand- anum að aðild Íslands að EFTA og þeim fríversl- unarsamningi við Efnahagsbandalag Evrópu sem þeirri aðild fylgdi. Ít- arlega er fjallað um gerð EES- samningsins og um samstarfið við Evrópusambandið á síðustu árum. Sömuleiðis er gerð grein fyrir hagþróuninni á Íslandi og í viðskipataumhverfi okkar sem og samstarfinu í varnar- og öryggis- málum. Einar var sendiherra í Genf, París, London, Brussel, Ósló og Washington og tengdist náið því sem fjallað er um í bókinni. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Bókin er 256 bls., prentuð í Prisma. Um hönnun kápu sá auglýsingastofan Næst. Verð: 3.290 kr. Evrópumál NÁMSKEIÐ í notkun umbrotsfor- ritsins Adobe InDesign hefst 31. mars, en forritsins svipar til QuarkXpress. Kostirnir eru að for- ritið er sérstaklega hannað með til- liti til hönnuða. Kennari er Höskuld- ur Harri Gylfason myndlistarmaður og grafískur hönnuður. Myndlistarskóli Margrétar Í Myndlistaskóla Margrétar eru tvö ný sex vikna námskeið að hefj- ast, annars vegar olíu- og akrílmálun og hins vegar teikninámskeið. Nám- skeiðin eru fyrir byrjendur og lengra komna og fyrir fólk á öllum aldri. Námskeið í LHÍ Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.