Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 29

Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 29 NORRÆNI menningarsjóðurinn hefur hleypt af stokkunum nýrri styrktaráætlun undir heitinu Sýning ársins og er tilgangurinn að veita söfnum á Norðurlöndum öflugan stuðning og auglýsa eftir umsóknum um nýjan styrk að upphæð 3 millj- ónir danskra króna, eða sem nemur um 34 milljónum íslenskra króna. Fjármununum verður varið til sam- starfsverkefna safna sem vilja vekja athygli á Norðurlöndum og norrænu samstarfi með því að halda viða- mikla sýningu sem höfðar til breiðs hóps. Auglýst verður eftir umsókn- um um styrkinn á morgun 23. mars sem er Dagur Norðurlandanna. „Það á ekki að fara að veita enn ein norræn menningarverðlaun, heldur er þetta sérstakur styrkur sem öll söfn á Norðurlöndum geta sótt um,“ segir Rannveig Guð- mundsdóttir, þingmaður og stjórn- armaður í Norræna menningar- sjóðnum. Á hverju ári úthlutar sjóðurinn um 200 styrkjum og af þeim renna um 10–20 til norrænna sýninga. Styrkirnir eru að jafnaði á bilinu frá um hálfri milljón og upp í sex millj- ónir íslenskra króna. Tvær grunnkröfur eru gerðar til umsókna um þennan nýja styrk. Í fyrsta lagi verður viðfangsefni sýn- ingarinnar að vera norrænt, hvort sem það er tengt fortíð, nútíma eða framtíð, og í öðru lagi er það skilyrði að sýningin verði sett upp í að minnsta kosti tveimur norrænum löndum. Ekkert er því til fyrirstöðu að sýningin fjalli einnig um lönd ut- an Norðurlanda, eða að farið verði með sýninguna víðar. „Það er reynsla sjóðsins að sýn- ingar með norrænu viðfangsefni, hvort sem það eru víkingar eða lista- konur, fá alltaf góða aðsókn og mót- tökur, en þær eru jafnframt mjög dýrar. Þess vegna var borðleggjandi fyrir sjóðinn að veita sérstakan stuðning til safna á Norðurlöndum,“ segir Rannveig Guðmundsdóttir. Nánari upplýsingar um styrkt- aráætlunina er að finna á vefsetri Norrænu ráðherranefndarinnar (www.nordiskkulturfond.org). Um- sóknarfrestur rennur út 1. septem- ber næstkomandi. Styrkurinn verð- ur framvegis veittur annað hvert ár og næst verður hægt að sækja um hann árið 2005. Tilgangur Norræna menningar- sjóðsins er að veita fjárhagslegan stuðning til norræns menningar- samstarfs í víðum skilningi. Til þess teljast meðal annars ráðstefnur, tón- leikar, sýningar, hátíðir og útgáfa af ýmsu tagi. Í fyrra úthlutaði sjóður- inn samtals um 300 milljónum ís- lenskra króna til margvíslegra verk- efna. Í stjórn sjóðsins sitja fulltrúar skipaðir af Norðurlandaráði og nor- rænu ráðherranefndinni. Nýr 34 milljóna styrk- ur til norrænna safna BJARNI Ragnar Haraldsson mynd- listarmaður opnar sýningu í Gall- eríi Klassís, Skólavörðustíg 8, kl. 16. Verkin á sýningunni eru hluti þeirra myndverka sem voru á sýn- ingu er lauk í febrúar sl. í Seattle, USA, og hafa ekki verið sýnd áður hér á landi. Að sögn Bjarna Ragnars hlaut sýningin mikið lof og fékk jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum erlendis og fékk m.a. „pick of the week“ í Seattle. Gallerí Klassís er opið kl. 12–18 virka daga og kl. 12–14 laugar- daga, en af þessu tilefni verður opið á sunnudaginn. Sýningunni lýkur 1. maí. Verkin eru öll til sölu. Bjarni Ragnar sýnir ný verk Bjarni Ragnar Haraldsson við eitt verka sinna. DRAUMASMIÐJUNNI hefur verið boðið að sýna leikritið Trúða eftir Margréti Pétursdóttur á alþjóðlegri leiklistarhátíð leikhúss heyrnar- lausra í Vínarborg dagana 4.–12. apr- íl. Þetta er í ellefta sinn sem þessi há- tíð er haldin og í annað sinn sem Draumasmiðjunni er boðið að taka þátt í henni, en á síðasta ári sýndi leikhúsið Ég sé …, einnig eftir Mar- gréti. Alls eru áætlaðar tíu sýningar á Trúðum í Vínarborg en jafnframt því að sýna leikritið á sjálfri hátíðinni verður farið með það í leikskóla og grunnskóla á svæðinu. Leikritið Trúðar var frumsýnt á Menningarnótt á síðasta ári og hefur verið sýnt á leikskólum í vetur. Leik- ritið fjallar um tvo trúða sem eru að fara að setja upp leikrit. Þeim gengur brösulega að eiga samskipti sín á milli þar sem annar trúðurinn talar bara táknmál og skapar það vanda- mál í samskiptum þeirra á milli. Draumasmiðjan hefur undanfarin tvö ár verið aðili að verkefni sem styrkt er af Evrópuráðinu þar sem verið er að koma á fót tengslaneti fyr- ir leikhús heyrnarlausra í Evrópu. Draumasmiðjan á förum á leiklistarhátíð Morgunblaðið/Jim Smart Trúðarnir Kolbrún Anna og Elsa Guðbjörg ásamt Margréti Péturs- dóttur höfundi. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Verð með hádegisverði er 2.800 kr. fyrir félagsmenn og 3.800 kr. fyrir aðra. Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317. Pétur Blöndal Friðjón R. Sigurðsson Rósa Jónasardóttir Hjördís Ásberg Eru lífeyrissjóðir að sólunda fjármunum þínum? Hádegisverðarfundur Félags viðskipta- og hagfræðinga verður haldinn þriðjudaginn 25. mars nk. í Hvammi Grand Hótel Reykjavík kl. 12.00-13.30. • Slök ávöxtun - hverju er um að kenna? • Er fjárfestingarstefna lífeyrissjóðanna of áhættusöm? • Fyrir hverja eru lífeyrissjóðirnir? • Hverjir „eiga“ lífeyrissjóðina? • Hvernig eru stjórnir lífeyrissjóðanna mannaðar? • Langtíma- eða skammtíma ávinningur? Fyrirlesarar: Pétur Blöndal, alþingismaður. Friðjón Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Lífiðn. Rósa Jónasardóttir, deildarstjóri á Lífeyrissviði Íslandsbanka. Fundarstjóri: Hjördís Ásberg, löggiltur endurskoðandi. Bjóðum margar gerðir og verðflokka af heyrnartækjum Stafræn forritanleg heyrnartæki sem gefa tæran hljóm án aukahljóða Auðvelda talgreiningu við erfiðar hlustunaraðstæður Sniðin að þinni heyrn og þörfum Stilla sjálfvirkt hljóðstyrk og deyfa bakgrunnshávaða Veita vörn gegn skyndilegum háværum hljóðum Við þjónum þér: Innifalið í verði er 2 ára ábyrgð, endurkomur og fínstillingar Bjóðum einnig viðvörunar- og hjálpartæki Nánari upplýsingar: www.heyrnartaekni.is Viltu heyra? Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu Reykjavík: Lágmúla 5 Sími: 568 6880 Akureyri: Tryggvabraut 22 Sími: 893 5960

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.