Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 31

Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 31 Félagsvísindadeild Umsóknarfrestur er til 1.apríl n.k. Félagsráðgjöf til starfsréttinda Miðað er við að nemendur hafi lokið eða leggi stund á nám í félagsráðgjöf til BA-prófs með starfsréttindum, BA-nám í félagsfræði, sálfræði eða uppeldis- og menntunarfræði sem aðalgrein ásamt skyldunámskeiðum í félagsráðgjöf, eða BA/BS-próf í öðrum greinum á sviði heilbrigðis- og félagsvísinda ásamt skyldunámskeiðum í félagsráðgjöf. Námsráðgjöf Um er að ræða 34 eininga nám sem unnt er að taka á einu ári eða tveimur árum. Miðað er við að nemendur hafi lokið: 1. BA-prófi í félagsfræði, sálfræði, eða uppeldis- og menntunarfræði eða 2. B.Ed.-prófi, eða 3. BA/BS-prófi í öðrum greinum ásamt kennslu- réttindanámi. Kennslufræði til kennsluréttinda Nám í kennslufræði er 15 einingar eða 30 einingar. Kröfur um einingafjölda í kennslufræði til kennsluréttinda miðast við fyrri menntun og þau réttindi sem stefnt er að, samkvæmt lögum nr. 86/1998 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskóla- kennara og skólastjóra. Ath. að nauðsynlegt getur reynst að takmarka fjölda þeirra sem komast að í ofangreint nám. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu deildar, http://www.felags.hi.is og fást einnig á skrifstofu félagsvísindadeildar. Sími 525 4502. Umsóknir um starfsnám berist fyrir 1. apríl n.k. til skrifstofu félagsvísindadeildar, Háskóla Íslands, Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík. Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Starfsnám í félagsvísindadeild Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@fiton.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Garðastræti 37 – Sími 511 2828 Kaupþing banki hf. hefur gefið út skráningar- lýsingu á íslensku vegna aukningar hlutafjár í tengslum við yfirtöku bankans á sænska fjármálafyrirtækinu JP Nordiska og samruna bankans við Hlutabréfasjóðinn Auðlind hf. Nálgast má skráningarlýsinguna í móttöku Kaupþings banka hf., að Ármúla 13, 108 Reykjavík og á heimasíðu Kaupþings banka hf. www.kaupthing.net. Skráningarlýsing Kaupþings banka hf. J. W. von GOETHE (1749–1832) er kunnastur sem eitt af höfuðskáld- um Þjóðverja. Að hætti þeirrar tíðar fékkst hann ekki aðeins við ritstörf heldur sinnti ýmsum öðrum störfum. Hann bjó um tíma í Weimar, háborg mennta og menningar, og gegndi þar meðal annars ráðherrastörfum og gaf sig að náttúrufræði. Talið er að í Ítalíuferð 1786–1788 hafi Goethe tileinkað sér klassíska fegurðarhugsjón, sem setur mark sitt á nokkur helztu verk hans. En það var fleira sem fangaði hug hans í þeirri ferð. Hann varð að eigin sögn öldungis forviða á að sjá öll tilbrigði í formi plantna og þeirri tilgátu laust niður í huga hans, að unnt væri að rekja þróun allra plantna frá einni frumplöntu (Urplanze), og hennar yrði að leita; öðru vísi væri ekki mögulegt að ákvarða ættkvíslir og tegundir nákvæmlega. Ritsmíð Gothes um myndbreyt- ingu plantna er tvímælalaust ávöxtur af leit hans af frumplöntunni en þó minnist hann hvergi á hana þar. Framsetning efnis er allsérstæð, í stuttum kjarnyrtum greinum (aphroisms), og svipar til Funda- menta Botanica eftir Linné, en hann hefur verið kunnugur þeirri bók. Goethe nálgast viðfangsefnið á sér- stakan hátt, því að hann velur aðeins að lýsa lið fyrir lið vexti einærs tví- kímblöðungs, frá því að fyrstu blöð líta dagsins ljós og til þess að plantan hefur myndað fræ. Hann greinir frá myndbreytingum í plöntunni, sem geta verið reglulegar, óreglulegar og tilfallandi og leiða sumar til þrosk- unar á hlutum blómsins. Hann kemst þannig að því, sem reyndar var ekki með öllu ókunnugt, að fræflar og frævur eru ummynduð blöð. Í hugum flestra er þetta meginniðurstaða rit- gerðarinnar, sem er þó ekki alls kost- ar rétt. Hún er miklu margbrotnari en ætla má við fyrstu sýn og flestir eru þeirrar skoðunar, að megintil- gangur Goethes hafi fyrst og fremst verið að kenna mönnum aðferð til þess að fylgjast með vexti og þroska plantna, svo að þeir yrðu færir um að leita sjálfrar frumplöntunnar. Það yrði langt mál að fjalla ítar- lega um þetta verk Goethes og sakn- ar maður þess, að ekki skuli hafa ver- ið hugað að því við útgáfu á þessari þýðingu að birta vandaða ritsmíð til skýringa og frekari skilnings á verk- inu. Vissulega stendur verkið fylli- lega fyrir sínu sem slíkt, en þar sem það er komið til ára sinna, þurfa menn að vera nokkuð vel heima í fræðunum til þess að átta sig á, hvað vakir fyrir höfundi í einstökum atrið- um. Það hefur verið torvelt að þýða átjándu-aldar þýzku þessa höfuð- snillings, og það dylst jafnvel ekki fá- kunnandi mönnum í því máli að hér hefur mjög vel verið vandað til þeirra hluta. Á stöku stað má þó fetta fingur út í smáatriði, eins og að þýða Nekt- arien hunangsbera, en það eru kirtl- ar, sem blómasafi (nektar) myndast í en ekki hunang. Það kom sannast sagna talsvert á óvart að fá óvænt upp í hendur þýð- ingu á þessu fræga verki, sem maður hafði ótal sinnum heyrt talað um en aldrei lesið sjálfur. Að baki útgáfunni stendur Walther von Goethe Foundation og er ítarlega greint frá tilurð þeirrar stofnunar í bókarlok. Svo skemmtilega er gengið frá bók- inni, að frumtextinn er vinstra megin í opnu og íslenzk þýðing hægra meg- in. Útgáfan er einkar lofsamlegt framtak og hlýtur að gleðja alla þá, sem unna sögu vísindanna, og á þýð- andinn ekki sízt þakkir skildar fyrir vönduð vinnubrögð. Grasafræði Goethes BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: J. W. von Goethe (1790). Jón Bjarni Atlason þýddi. 111 bls. Útgefandi er Walther von Goethe Foundation, Berl- in – Reykjavík 2002. TILRAUN TIL AÐ SKÝRA MYNDBREYTINGU PLANTNA – VERSUCH DIE METAMORPH- OSE DER PLANZEN ZU ERKLÄREN Ágúst H. Bjarnason Johann Wolfgang Goethe FJÖLBRAUTASKÓLINN í Garðabæ blandar sér í söngleikja- samkeppnina annað árið í röð, nú með hinn sívinsæla rokksöngleik Rocky Horror. Menntaskólaleik- félög laðast mjög að þessu verki, sem er kannski ekkert skrítið, flott músík, paródískur söguþráður og persónur og tækifæri til að bregða á leik í dónalegum undirfötum. Þetta síðarnefnda reynist reyndar oftar en ekki verða sýningunum fjötur um fót, því sjaldnast ráða unglingarnir við að njóta sín fyllilega fáklædd og frygðarleg á sviðinu. En það er ein af forsendum þess að sýning á Rocky Horror takist. Garðbæingar standast þetta próf ekki alveg, þótt kynferðislegum þáttum sýningarinnar sé gert hátt undir höfði. Reyndar er Pétur Rún- ar Heimisson eins og fiskur í vatni í sínu korseletti í hlutverki Frank N’Further. Hann syngur líka for- kunnarvel en skortir aðeins leik- reynslu og kannski ekki síst dans- reynslu til að njóta sín til fulls. Þá eru Elísa Arnarsdóttir og Einir Guðlaugsson alveg stórfín sem púkalega parið sem lendir í klóm hinnar gröðu geimveru. En kórinn hvílir ekki alveg nógu rólegur í net- sokkunum til að við trúum því að þeim líði vel. Eins og við mátti búast er dans og tónlistarflutningur næsta lýtalaus og sviðsetning Ara Matthíassonar flæðir vel. Þó saknaði ég þess að meira væri dvalið við tvö lykilatriði: uppvakningu Rockys og afhjúpun líks Eddies. Það síðarnefnda hef ég ekki séð gert áður eins og hér var, en því miður var farið of hratt yfir sögu og þessi snjalla hugmynd missti marks, kannski var frumsýn- ingarskjálftinn að verki. Allavega, býsna góð sýning sem kemst lang- leiðina með þetta lúmskt erfiða verk. Gauragangur Vaxtarverkir hins sjálfskipaða upprennandi snillings Orms Óðins- sonar er ekki síður vinsælt viðfangs- efni en raunir kynóðu geimverunnar hr. Further. Nú er það leikfélag Vestmannaeyja með liðsauka úr Framhaldsskólanum sem segir þessa sögu og tekst dável upp. Agnar Jón Egilsson er skemmti- legur og hugmyndaríkur leikstjóri og nýtast þeir hæfileikar vel hér. Sýningin er mjög fjörug og fyndin, en alvarlegri þættir verksins skila sér verr, verða nánast undir í barátt- unni við galgopaskapinn og grínið. En það fyrirgefst að mestu af því grínið er svo gott. Ber það ekki síst að þakka Guðmundi Lúðvíki Þor- valdssyni í aðalhlutverkinu. Hann er mjög sannfærandi sem Ormur, hvíl- ir vel í hlutverkinu og skilar fyndn- um textanum frábærlega. Guð- mundur átti í dálitlum brösum með sönginn á köflum en er þegar á heildina er litið besti Ormur sem ég hef séð. Það hefði verið gaman að sjá hann glíma af meiri alvöru við þroskann sem Ormur neyðist til að taka út í verkinu, en túlkun leik- stjórans stendur í vegi fyrir því, ekki síst sú sérkennilega ráðstöfun að sleppa óléttu og fóstureyðingu Lindu og viðbrögðum Orms við því. Af öðrum leikurum verður að nefna Sindra Ragnarsson sem er kostulegur Ranúr og Ernu Björk Einarsdóttur með frumlega og skemmtilega túlkun á draumastúlk- unni Lindu, Gauragangur Agnars Jóns og Eyjamanna er mikil skemmtun, vel sviðsett og vaðandi í snjöllum lausnum og skemmtileg- heitum. Tónlist er að mestu leyti ágætlega flutt og dansatriðin skila sínu þótt ekki séu allir jafn langt komnir í þeirri mennt. Umfram allt er hér vel unnin leiksýning sem skil- ar áhorfendum út með bros á vör. Gauragangur og undirföt LEIKLIST Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ Höfundur: Richard O’Brien, þýðendur: Björn Jörundur Jónsson, Davíð Þór Jóns- son og Veturliði Guðnason, leikstjóri: Ari Matthíasson, danshöfundar: Guðfinna og Selma Björnsdætur, tónlistarstjóri: Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson, lýsing: Magn- ús Helgi Kristjánsson. Á sal fjölbrauta- skólans 13. mars. ROCKY HORROR Þorgeir Tryggvason Leikfélag Vestmannaeyja, í samvinnu við Framhalds- skólann í Vestmannaeyjum Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson, tónlist: Ný dönsk, leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. Leikhúsinu Vestmannaeyjum 15. mars. GAURAGANGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.