Morgunblaðið - 23.03.2003, Side 34

Morgunblaðið - 23.03.2003, Side 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lovísa Kristjánsdóttir, löggiltur fasteignasali. Þorsteinn Thorlacius, viðskiptafræðingur. Helgi Hákon Jónsson, viðskiptafræðingur. Nesapótek á Neskaupstað er til sölu. Apótekið er í góðum rekstri í eigin húsnæði og fylgir með í sölunni 124 fm íbúð og 40 fm bílskúr. Fjórðungssjúkrahús Austfjarða er á staðnum og þjónustar apótekið sjúkrahúsið. Sem kunnugt er stendur fyrir dyrum gríðarleg atvinnuuppbygging á svæðinu, þannig að hér er um einstakt tækifæri að ræða. Stórkostlegt tækifæri fyrir lyfjafræðinga til að hefja eigin rekstur óháðir. Apótekið er eitt örfárra á landinu sem enn er rekið óháð lyfsölukeðjunum. Allt selst í einu lagi, þ.e. atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, rekstur og góður lager. Góð velta og góð framlegð. Ásett verð á öllum pakkanum er 32.000.000. Fasteignaþjónustan sími 552 6600. Upplýsingar gefur: Helgi Hákon Jónsson viðskfr. GSM 899 6877 Fasteignaþjónustan Skúlagötu 30, 3. h., 101 Reykjavík, sími 552 6600 – fax 552 6666 APÓTEK SÁ skilningur að á Íslandi sé samfélag manna þar sem menn- ingin skipar veigamikinn sess er út- breiddur, bæði lítum við svo á sjálf og eins er ímynd okkar útávið sam- ofin menningararfleifðinni og í seinni tíð einnig lifandi og öflugu listalífi. Það verður því að teljast nokkuð undarlegt hve veigalítinn sess menningin skipar í raun í hinni pólitísku umræðu, ekki síst í að- draganda kosninga. Menningarstefna íslenskra stjórnvalda er ekki aðgengileg. Hana er helst að finna í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarflokkanna og menningarályktunum lands- funda og flokksþinga þessara sömu flokka. Stjórnarsáttmáli núverandi ríkis- stjórnar er þó samkvæmt hefð fá- orður um málaflokkinn. Þar er helst að finna almennar stefnumót- andi yfirlýsingar, svo sem þá að ríkisstjórnin vilji standa vörð um ís- lenska tungu og þjóðmenningu og stuðla eins og kostur er að öflugu lista- og menningarlífi sem aðgengi- legt sé öllum landsmönnum. Einnig er lýst vilja til að treysta menning- arstarf á landsbyggðinni, styðja frumkvöðlastarf og örva starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Svo til ekkert er þar að finna um sértækar aðgerðir í menningarmál- um nema í eftirfarandi tilvitnun, sem hlýtur því að vega nokkuð þungt, en hún hljóðar svo; „að auka fjölbreytni atvinnulífs og útflutn- ingsgreina, með eflingu þeirra vaxt- arsprota sem byggjast á menntun og þekkingu, svo sem í tónlistar- og kvikmyndagerð“. Viðameiri viljayfirlýsingar er síð- an að finna í menningarályktunum landsfunda og flokksþinga. Flokks- þing Framsóknarflokksins er nýaf- staðið, en fyrir dyrum stendur landsfundur Sjálfstæðisflokksins. Landsfundurinn hlýtur að hafa um- talsvert vægi í þessu tilliti, þar sem þar talar sá flokkur sem farið hefur með forræði málaflokksins um ára- bil. Haldi stjórnin meirihluta eftir kosningar og Sjálfstæðisflokkurinn menningarmálunum má ætla að ályktanir væntanlegs landsfundar verði stefnumótandi til næstu ára, á sama hátt og ætla má að fyrri landsfundaályktanir hafi markað stefnu flokksins í menningarmálum til þessa. En skoðum þetta ögn nánar og berum saman orð og efndir. Ef við skoðum þær tvær list- greinar sem nefndar eru sérstak- lega í stjórnarsáttmálanum er ljóst að vaxtarsprota er víða að finna í tónlistar- og kvikmyndagerð. Í tónlistinni væri ef til vill áþreif- anlegast að hlúa að vaxtarsprotum með því að byggja yfir listgreinina og veita henni þannig bæði skjól og aðstöðu, en ótrúlegur seinagangur hefur einkennt allan undirbúning að byggingu tónlistarhúss, allt frá því að fyrsta opinbera nefndin var stofnuð um málefnið árið 1995. Ástandið er það sama í dag og það var árið 1995 þegar Vladimir Ashkenazy lét hafa eftir sér í viðtali í Morgunblaðinu um aðstöðu Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Háskóla- bíói: „Þetta er kvikmyndahús. Ég hef spilað í hundruðum slíkra um dagana og hljómburðurinn í þeim öllum er hræðilegur.“ Þrátt fyrir viðleitni áhugasam- taka, þrýsting tónlistarfólks og listamanna, undirritun viljayfirlýs- inga og samkomulags, samkeppni um skipulag fyrirhugaðs bygging- arsvæðis og nú síðast stofnun einkahlutafélags um byggingu og rekstur tónlistarhúss í Reykjavík bólar ekkert á framkvæmdum. Núna er beðið eftir því að sögn að áhugasamir fjárfestar komi til skjalanna og hver veit hversu löng sú bið getur orðið. Það er nokkuð uggvænlegt að hugsa til þess hve víðtæk einkavæðingaráform núver- andi ríkisstjórnar eru. Það er í raun búið að einkavæða byggingu og rekstur tónlistarhúss fyrirfram, meðan sú krafa ætti þó að vera bæði sjálfsögð og eðlileg að ríki og borg axli þá skyldu sína og ábyrgð að standa straum af byggingu og rekstri tónlistarhúss í höfuðborg- inni. Gjarnan hefur verið vísað í þá þumalputtareglu að það sé eðlilegt að ríkið standi að rekstri a.m.k. einnar listastofnunar á hverju sviði, sem sé þá einskonar flaggskip í við- komandi grein. Þannig þykir eðli- legt að ríkið standi að og fjármagni rekstur stofnana á borð við Lista- safn Íslands, Þjóðminjasafn, Lands- bókasafn og Þjóðleikhús. Tónlistin virðist þó eiga að verða útundan í þessu tilliti. Það verður að segjast að meiri reisn var yfir þeim mönnum sem hrintu af stað byggingu Þjóðleik- húss á sínum tíma, enda þótti þeim sjálfsagt að byggja yfir leiklistina musteri, svo almenningur fengi not- ið þeirrar listgreinar við bestu að- stæður. Á þessum tíma var sam- félagið þó mun fátækara, enda kreppa í heiminum. Stjórnmálmenn dagsins í dag forgangsraða ekki af sama metnaði og fyrirrennarar þeirra, nema þeir séu hugsanlega farnir að tapa heyrn, eða hverju sætir það að þeim finnst það ekkert tiltökumál að bjóða almenningi upp á það áratug eftir áratug að njóta þeirrar listar, sem sumir vilja meina að sé öllum listum æðri, í kvikmyndahúsi með „hræðilegan“ hljómburð eða stefna öllum í íþróttahöll þegar mikið liggur við og breyta henni í hálfgildings tón- listarhús með ærnum tilkostnaði í hvert sinn. Hugmyndir um sérstakan út- flutningssjóð tónlistarinnar hafa verið að velkjast milli ráðuneyta iðnaðar og menntamála, en ætla má að slíkur sjóður væri í anda vilja- yfirlýsingar stjórnarsáttmálans. Mikið er um vaxtarsprota í öflugu nýsköpunarstarfi tónlistarmanna, ekki síst í nýgildri tónlist og nægir þar að benda á þá athygli sem hljómsveitir eins og Sigurrós hafa vakið erlendis. Þarna eru svo sann- arlega margháttuð sóknarfæri, enda má segja að Björk hafi með tónlist sinni unnið ómetanlegt markaðsstarf og plægt akur sem gæti skilað mikilli uppskeru ef hlúð væri að þessu starfi með mynd- arlegum hætti, en slíkt er því miður ekki í sjónmáli. Á þessu sviði má ætla að um verulegar tekjur gæti verið að ræða fyrir þjóðarbúið, enda sýna dæmi frá öðrum löndum að útflutningstekjur af tónlist geta verið umtalsverðar. Tekjur af tón- listarútflutningi eru til dæmis veru- legar í Svíþjóð. Vaxtarsprota í tónlist má líka rækta með beinum stuðningi við tónlistarmenn, til dæmis í formi starfslauna, en tillögur starfshóps sem skipaður var af fyrrverandi ráðherra, Birni Bjarnasyni, árið 2001, um endurskoðun á lögum um listamannalaun, hafa legið inni á borði í ráðuneytinu um nokkurt skeið án þess að við þeim hafi verið brugðist. Í niðurstöðum starfshóps- ins kemur meðal annars fram að þótt listamannalaun séu og hafi verið markvert og mikilsvert fram- lag hins opinbera til að efla nýsköp- un í listum í samfélaginu sé brýnt og nauðsynlegt að endurskoða fjölda mánaðarlauna í öllum sjóðum með það að markmiði að fjölga þeim og leiðrétta um leið óréttlátt misvægi milli greina, en það hefur ekki verið gert frá því að ramminn var markaður með lögum árið 1991. Allir vita hver þróunin hefur orðið síðan þá og ljóst að þörfin er allt önnur í dag en menn sáu fyrir á þeim tíma. Í áliti starfshópsins kemur einnig fram að nauðsynlegt er að fjölga sjóðum og stofna meðal annars sérgreindan starfslaunasjóð fyrir tónlistarfólk. Í tónlistarstarfi í þágu barna og unglinga í skólum landsins er einn- ig mikið um vaxtarsprota. Í ályktun landsfundar Sjálfstæð- isflokksins frá 2001 er áréttaður sá ávinningur sem samfélagið hefur af því að; „leggja aukna áherslu á menningarlegt uppeldi barna og unglinga sem meðal annars felst í því að kenna þeim að meta listir og bókmenntir og taka þátt í listrænni sköpun. Markvisst þarf að vinna að því að skapa listum stöðu og svig- rúm í skólum til jafns við aðrar námsgreinar“. Það er ekki hægt annað en að taka heilshugar undir þessi orð, enda er hlutur listgreinanáms í skyldunámi ekki veigamikill og hef- ur heldur farið minnkandi sem hlutfall af heildarstundafjölda í skyldunámi. Það er ærið tilefni til að blása til sameiginlegs átaks allra þeirra sem að málinu koma, bæði frá ríki og borg, um nauðsynlegar úrbætur og átak í þágu barna og ungmenna. Hvað varðar listkynningar í skól- um er ástandið ekki burðugt. Til dæmis hefur ekki tekist að koma fótum undir verkefnið „Tónlist fyrir alla“ þrátt fyrir bæði hvatningu og fjármagn að utan, – nema ef vera skyldi brauðfótum. Forsaga málsins er sú að Norðmenn gáfu okkur þjóðargjöf í tilefni lýðsveldisafmæl- isins árið 1994, jafnvirði 10 milljóna króna, sem skyldi nýta til að hrinda af stað sérstöku verkefni til að kynna tónlist í grunnskólum, að norskri fyrirmynd. Gjöfin átti að duga til að koma verkefninu af stað og fjármagna það fyrsta árið, en síðan að hluta næstu tvö ár þar á eftir, eða þar til Íslendingar tækju alfarið við verkefninu sjálfir og mótuðu það til framtíðar. Skemmst er frá því að segja að íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru. Að vísu veita þau fjármagn til þessarar starfsemi, en í engu hlut- falli við mikilvægi þess, eða þá þjónustu sem því er ætlað að veita. Á fjárlögum fyrir árið 2003 eru ætl- aðar 4,5 milljónir króna til verkefn- isins, sem á þó að þjóna grunn- skólabörnum á öllu landinu. Það sér hver sem vill að þetta fjármagn dugar skammt, það má mikið vera ef það dekkar laun verkefnisstjóra og bílakostnað og þá er eftir að standa straum af öllum öðrum kostnaði, svo sem launum til þeirra listamanna sem ætlað er að búa til dagskrár og fara í skólana. Hitt er annað mál að þarna sem víða annars staðar hefur íslenskum listamönnum tekist að gera mikið úr litlu og verkefnið sem slíkt nýtur mikillar hylli í skólum landsins. Í raun er verkefnið frábær fyr- irmynd um það hvernig móta mætti kynningar á öðrum listgreinum í skólum landsins með þátttöku lista- manna og barnanna sjálfra og ástæða til að hvetja stjórnvöld til að fylgja fast eftir yfirlýstum vilja og gera átak í þessum málaflokki. Í yfirlýsingu sama landsfundar og áður er vitnað til er lögð áhersla á að auka beri vægi innlendrar list- sköpunar í ríkisfjölmiðlum, en þar hefur átt sér stað átakanleg öf- ugþróun á síðari árum. Hlutur inn- lendrar tónsköpunar hefur til dæm- is stöðugt verið að dragast saman og er nú svo komið að þar er ekki einu sinni starfandi tónlistarstjóri lengur. Þessi tilmæli eru því vissu- lega tímabær og eins þau tilmæli úr sömu ályktun að auka beri og vanda umfjöllun um menningu og listir í ríkisfjölmiðlum, enda hafi þeir ákveðum skyldum að gegna á þessu sviði. Það er á ábyrgð stjórnvalda að hlutast til um að ríkisútvarpið sinni menningarhlutverki sínu í sam- félaginu, en það hlýtur einnig að vera á ábyrgð stjórnvalda að stofn- uninni sé sniðinn stakkur eftir vexti og hún hafi fjárhagslegt bolmagn til að fylgja eftir yfirlýstum vilja stjórnvalda í þessum efnum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í málefnum ríkisútvarpsins mótað þá stefnu að gera beri það að hluta- félagi í eigu ríkisins og virðist flokkurinn líta á það sem forsendu þess að hægt sé að taka á fjárhags- legum rekstrarvanda stofnunarinn- ar, sem er umtalsverður, að þau áform nái fram að ganga. Þeirri að- ferðafræði er satt að segja erfitt að átta sig á og læðist að manni sá grunur að hinn raunverulegi ásetn- ingur sé að fella rekstur ríkisút- varpsins að einkavæðingaráformum Sjálfstæðisflokksins. Sé svo væri það vægast sagt stórslys. Hvað varðar vaxtarsprota í kvik- myndagerð skiptir Kvikmyndasjóð- ur og sterk staða hans öllu máli. Árið 1998 urðu ákveðin kaflaskil í starfsemi sjóðsins, en þá var gert samkomulag milli þáverandi menntamálaráðherra, Björns Bjarnasonar, og hagsmunaaðila í kvikmyndagerð um markvissa upp- byggingu greinarinnar með auknu fjármagni til næstu fjögurra ára. Þetta samkomulag reyndist vissulega mikilvægt þótt enn hafi ekki tekist að styrkja framleiðend- ur í því hlutfalli sem samkomulagið þó fól í sér. Stærstan hluta, eða að jafnaði um 75% framleiðslukostn- aðar hafa menn, enn sem fyrr, þurft að sækja til erlendra sjóða og fyrirtækja og hafa ekki alltaf erindi sem erfiði þótt fast hafi verið sótt og víða leitað. Ný kvikmyndalög hafa nú verið samþykkt á Alþingi og forstöðu- maður nýrrar Kvikmyndamiðstöðv- ar verið skipaður, ekki hefur þó enn verið gengið frá endurnýjun samningsins um áframhaldandi uppbyggingu kvikmyndagerðar. Það mál liggur nú inni í mennta- málaráðuneytinu og bíður þess að tekið verði á því, á meðan ríkir óvissa um rekstrargrundvöll kvik- myndasjóðs. Þess ber að geta sérstaklega að greinin hefur frá upphafi skilað mun meira fjármagni inn í íslenskt efnahagslíf en til hefur verið kostað af hálfu þess opinbera, eða um fimm krónum fyrir hverja eina, svo vitnað sé í úttekt ráðgjafarfyrir- tækisins Aflvaka frá árinu 1998. Fyrrnefndur landsfundur árið 2001 ályktaði einnig um nauðsyn þess að efla kvikmyndagerð og þátt leikins efnis fyrir sjónvarp. Sú ályktun er mikilsverð, þar sem hér er um víðtækt hagsmunamál að ræða auk þess ávinnings sem landið allt gæti haft af því að efla menn- ingarframleiðslu á þessu sviði. Sjónvarpið er á sína vísu „Þjóð- arleikhús“ þar sem það nær inn á hvert heimili án tillits til búsetu. Hugmyndir um sérstakan sjón- varpsmyndasjóð voru kynntar fyrir nýskipuðum ráðherra menningar- mála, Tómasi Inga Olrich, síðast- liðið vor fyrir tilstuðlan Bandalags- ins og hagsmunaaðila í kvikmynda- gerð og sýndi ráðherra málinu strax áhuga. Það stóð enda ekki á efndum og er sjóðurinn nú orðinn til á papp- írunum sem einn þriggja sjóða í nýjum lögum um kvikmyndasjóð. Ekkert fjármagn hefur þó verið ætlað í sjóðinn á yfirstandandi ári svo útlitið er ekki eins bjart og menn leyfðu sér að vona. Í landsfundarályktuninni kemur einnig eftirfarandi fram: „Huga þarf að því hvort sú árangursríka stefna, sem mörkuð hefur verið um stuðning stjórnvalda við íslenska kvikmyndagerð, geti orðið fyrir- mynd að stuðningi við aðrar list- greinar.“ Þessi tilmæli hafa ekki verið gripin á lofti af ríkisstjórninni þótt ærin tilefni hafi gefist. Inni á borði menntamálráðherra hafa til dæmis legið í nokkur ár stefnumótandi tillögur frá stjórn bandalagsins um uppbyggingu á starfsemi sjálfstæðra leikhúsa og sviðslistarhópa. Í því tilfelli hefði verið borðleggj- andi að fara sömu leið og gera sam- komulag við hagsmunaaðila um uppbyggingu greinarinnar til nokk- urra ára, enda búið að leggja allan grunn að slíku. Þær hugmyndir fengu ekki hljómgrunn innan ráðu- neytisins. Fjármagn til þessarar starfsemi stendur nú í stað. Sérstaklega var þó tekið á mál- efnum sjálfstætt starfandi lista- manna í öllum greinum í menning- arályktuninni en þar segir: „Við hlið opinberra menningarstofnana hafa á undanförnum árum komið til sögu margvísleg ný einkarekin fyr- irtæki listamanna og menningar- frömuða, svo sem á sviði leiklistar, tónlistar, sjónlista, hönnunar, sýn- inga- og kvikmyndagerðar og hvers kyns miðlunar. Flokkurinn hefur þá stefnu að styðja og styrkja framtak einstaklinga í menningarlífinu, meðal annars með opinberum fjár- veitingum og með því að skapa þessu starfi hvetjandi umhverfi.“ Svo vísað sé í það orðalag „að skapa listunum hvetjandi umhverfi“ verður að segjast að þeim almennu aðstæðum sem móta umhverfi lista- manna á Íslandi er ábótavant. AÐ LÁTA VERKIN TALA Eftir Tinnu Gunnlaugsdóttur „Í tilefni komandi kosninga í vor vil ég leyfa mér að hvetja stjórnmálamenn í öllum flokkum til að stefna að því að virkja mannauðinn í land- inu …“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.