Morgunblaðið - 23.03.2003, Qupperneq 38
UMRÆÐAN
38 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GRILLSTAÐUR - ÞEKKT NAFN Góður vel út-
búinn staður. Opið frá kl. 11.30-20.30.
SÖLUTURN Í ÍBÚÐAHVERFI Velta um 32
millj. Góðar innrétt., áberandi staðsetn.
KAFFIHÚS Á LAUGAVEGI Fallegur nýlegur
staður með mikla möguleika.
GLÆSILEG - LJÓSASTOFA - 12 BEKKIR
Góð og traust afkoma. Gott verð.
MATSALA - OPIÐ 8-16 Vinsæll staður á
uppbyggingarstað. Mjög góð afkoma.
SPORTVERSLUN - EIN SÚ ÞEKKTASTA
Skór, fatn., búnaður, eigin innfl. að hluta.
HÁRSNYRTISTOFA Í ÍBÚÐAHVERFI Vegna
veikinda er þessi góða stofa föl.
BÍLASALA Á AUSTURLANDI Gott að búa á
Austurlandi og reka þar öflugt fyrirtæki.
ÞJÓNUSTUSÍÐA Á NETINU Nú er tíminn.
Sölumenn! Hér er tækifærið. Verð 2,5 millj.
SÍÐUMÚLA 15 • SÍMI 588 5160
FYRIRTÆKI TIL SÖLU
LÍTIÐ SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ
BÍLAVERKSTÆÐI Góð staðsetning, 3 lyftur,
góður búnaður, húsaleiga 90 þús.
SNYRTISTOFA Í MIÐBÆNUM Eigin innflutn-
ingur á efni, glæsilegt húsnæði.
RENNIVERKSTÆÐI/VÉLSMIÐJA Traustur
vandaður búnaður.
BLÓMA- OG GJAFAVÖRUVERSLUN 12 ár
sami eigandi, traust vel rekið fyrirtæki.
ÚTGÁFUÞJÓNUSTA ÞEKKT RIT Í 60 ÁR
Nægt efni, fjölbr. möguleikar, áskriftarlisti.
FRAMKÖLLUNAR- & LJÓSMYNDAST. Vel
tækjum búið, þekkt og rótgróið fyrirtæki.
SÓLSTOFA & NAGLASTOFA Rótgróin stað-
setning, traustur rekstur, nýlegur búnaður.
Mikill fjöldi fyrirtækja á skrá
MIKIL SALA - MIKIL SALA
Nú er mikil eftirspurn eftir gisti-
og ferðaþjónustu
ATVINNUHÚSNÆÐI
Fjöldi húsnæðis á skrá
Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is
FYRIRTÆKJASALA
ÍSLANDS Gunnar Jón Yngvasonsölu- og framkvæmdastjóri
GSM 896 8232
KJARRMÓAR 9 - GBÆ
Ingvar og Arna taka vel á móti áhuga-
sömum og sýna hús sitt í dag sem er
fallegt 140 fm (auk 20 fm millilofts)
endaraðhús með innbyggðum bílskúr.
Fjögur svefnherbergi. Gott hús á góð-
um stað. Stutt í alla þjónustu. Verið
velkomin.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
husavik@husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Gvendargeisli 70 - Grafarholt
Fallegt og vel staðsett 193 fm
einbýlishús á einni hæð með rúm-
góðum innbyggðum bílskúr á góðum
stað í Grafarholtinu. Húsið er
staðsett í lokaðri götu og er á
byggingastigi (fokhelt í dag). Húsið
skiptist í stofu, borðstofu, sjón-
varpshol, eldhús, þvottahús, forstofu, herbergisálmu með fjórum
svefnherbergjum og baðherbergi. Bílskúr er 34 fm. Eignin skilast
fullbúin að utan með grófjafnaðri lóð og fokheld að innan, möguleiki
að fá lengra komið. Verð 16,9 millj. (47)
Reynir sölumaður og byggingaraðili bjóða gesti velkomna í dag frá kl.
14 til 16. Teikningar á staðnum.
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Mosarimi 11 - Sérinngangur
Mjög falleg 82 fm 3ja herbergja
íbúð á efri hæð í fallegu litlu
fjölbýli, byggt 1994. Sérinngang-
ur, tvö góð svefnherbergi og rúm-
góð stofa með útgang út á suður-
svalir. Baðherbergi með baðkari og
tengi fyrir þvottavél. Eldhús með
góðri innréttingu og borðkrók.
Verð 10,95 millj. (149)
Sveinn og Dagný bjóða gesti vel-
komna í dag frá kl. 14 til 16.
www.husavik.net
Um er að ræða gullfallega 3ja her-
bergja 96 fm íbúð á 1. hæð í litlu 3ja
hæða fjölbýli. Fallegar innréttingar.
Parket. Glæsilegur suðurgarður
með verönd og skjólveggjum.
Toppeign á besta stað í Kópavogi.
Gjörið svo vel að líta inn,
Hjördís og Jörgen
taka vel á móti ykkur.
Sími 568 5556
GALTALIND 10 - Kópavogi
Opið hús í dag, sunnudag, á milli kl. 14 og 16
NÚ fyrir kosningarnar hefur að
vonum verið mikil umræða um
skattamál. Meðal mikilvægra atriða
sem um hefur verið fjallað er óeðlileg
skattbyrði láglaunafólks. Ýmislegt
kemur þó á óvart í þessari umræðu
og mest kemur á óvart að alls ekki
skuli vera rætt um sum þau grund-
vallaratriði í skattamálum sem
mestu skipta um réttláta skiptingu
skattbyrðanna.
Stjórnmálabaráttan að undan-
förnu hefur ekki síst snúist um það
hvort fjármagn sé að færast með
óeðlilegum hætti á fáar hendur hér á
landi. Þess vegna kemur það á óvart
að enginn áhugi skuli vera á að bera
saman þróun skattlagningar á launa-
fólk annars vegar og fjármagnseig-
endur hins vegar. Í skattaumræðu
síðustu vikna hafa tvö hugtök verið
mjög áberandi: „einstaklings-
skattar“ og „fyrirtækjaskattar“.
Umræðan hefur verið þess eðlis að
maður gæti haldið að fyrirtækin
væru á kjörskrá við hlið einstakling-
anna! En „fyrirtækjaskattar“ eru að
sjálfsögðu skattar á einstaklinga,
þeir eru skattar á eigendur fyrir-
tækjanna. Tekjuskattarnir eru því
annaðhvort skattar á launatekjur eða
fjármagnstekjur, skattar á launþega
eða fjármagnseigendur.
Eigendur hlutafélaga og einstak-
lingshlutafélaga greiða skatta af fjár-
magnstekjum sínum annars vegar í
formi „fyrirtækjaskatts“ eins og áð-
ur segir og hins vegar í formi skatts á
útgreiddan arð eða hagnað af sölu
hlutabréfa. Eftirfarandi tafla sýnir
hvernig heildarhlutfall þessara
tekjuskatta á hluthafa hefur þróast
frá árinu 1988 í samanburði við
tekjuskatta á laun. Tölurnar sýna
skatthlutfallið á hluthafa í meginat-
riðum en ekki er unnt að setja þær
fram af fyllstu nákvæmni vegna flók-
inna lagaákvæða einkum fyrr á ár-
um.
Sjá töflu.
Á árinu 1997 varð mikil lækkun á
heildarskatthlutfalli á hluthafa eins
og taflan sýnir þar sem skattur á arð
og söluhagnað lækkaði þá í 10% en
áður voru þessar fjármagnstekjur
skattaðar eins og launatekjur. Þessi
lækkun var mjög umdeild á sínum
tíma en í reynd var verið að vinda of-
an af mikilli tvísköttun á hluthafa.
Eftir þessa lagabreytingu var komið
gott samræmi milli almenns skatt-
hlutfalls á laun og heildarskatta á
hluthafa. Hafa þarf í huga að þessi
hlutföll verða aldrei fullkomlega
sambærileg. Hátekjuskatturinn stóð
hins vegar eftir sem sérstök refsing á
þá launþega sem vinna langan vinnu-
tíma eða skara fram úr að öðru leyti.
Hluthafar fengu svo mikinn glaðn-
ing með lagabreytingu í árslok 2001
þegar „fyrirtækjaskatturinn“ lækk-
aði úr 30% í 18%. Að viðbættum 10%
skatti á afganginn varð heildarskatt-
hlutfallið af fjármagnstekjunum þá
26,2%. Skattalækkunin var studd
með fullyrðingum um að íslenskir
fjármagnseigendur þyrftu á þessari
andlegu uppörvun að halda til að fara
ekki með atvinnustarfsemi sína úr
landi og að lágir skattar mundu laða
skattsára erlenda fjármagnseigend-
ur til landsins. Þessi rök voru í heild
sinni umdeilanleg og þau eiga alls
ekki við um verulegan hluta þeirrar
starfsemi sem rekin er í félagsformi
hér á landi.
Það kemur því á óvart að eftirfar-
andi atriði skuli ekki þykja verð um-
ræðu nú í aðdraganda alþingiskosn-
inga:
Samrýmist það nútímahugmynd-
um um lýðræði og jafnrétti að gíf-
urlegur munur sé á skattlagningu
á launamenn og fjármagnseigend-
ur?
Er ekki ljóst að með því að skatta
laun um allt að 43,5% en fjár-
magnstekjur hluthafa um 26,2%
er unnið gegn því að fjármagn
landsmanna dreifist á fleiri hend-
ur en nú er?
Þúsundir tekjuhárra einstaklinga
hér á landi starfa hjá fyrirtækjum
sem þeir stjórna jafnframt sem
ráðandi hluthafar. Þeir eru því
báðum megin við borðið þegar
samið er um eigin laun. Er það við-
unandi að mikill mismunur skatt-
hlutfalla og ómarkvissar skatta-
reglur leiði til þess að þessir
einstaklingar geti lækkað stórlega
í sköttum með því að koma miklu
af tekjum sínum úr flokki launa og
yfir í fjármagnstekjur?
Er viðunandi að fjöldi einstaklinga
með háar tekjur geti komið sér
undan greiðslu hátekjuskatts með
framangreindum hætti? Er stætt
á því að halda áfram álagningu há-
tekjuskatts við þessar aðstæður?
Má kannski eiga von á því að ýms-
ir tekjuháir einstaklingar, sem
hafa hingað til verið óumdeilan-
lega í hópi launþega, taki sig sam-
an og stofni einkahlutafélög og
selji vinnu sína í nafni félaganna til
að njóta lægra skatthlutfalls?
Verða kannski stofnuð forstjóra-
félög, framkvæmdastjórafélög
o.s.frv. í þessu skyni?
Götótt umræða
um skattamál
Eftir Svein
Jónsson
„Enginn
áhugi virðist
á að bera
saman þró-
un skatt-
lagningar á launafólk
og fjármagnseigendur.“
Höfundur er löggiltur
endurskoðandi.
!"#
#
#
"
$# "
% %
!"#
>
A (4
8
!""
!!
!!B
!!"
0330
033
()*(
(+*,
-.*)
-)*,
/(*/
/(*/
9A
9A
-0*/
+1*-
+1*-
-.*,
-2*0
-2*0
,
0*,
0*,
)*,
)*,
0*,
-0*/
+(*-
+(*-
+(*,
+0*0
+-*0
Alltaf á þriðjudögum Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
alltaf á föstudögum