Morgunblaðið - 23.03.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 23.03.2003, Síða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 43 Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 5-900-800. KÓPAVOGSBRAUT 2 - EINBÝLI Fallegt vel skipulagt 150 fm ein- býlishús ásamt 40 fm bílskúr á stórri lóð á einum besta stað í Kópavogi. Stórar stofur. Arinn. Fimm góð svefnherbergi. Gott baðherbergi með góðri innréttingu. Hellulagður suðursólpallur. Búið að endurnýja húsið að hluta m.a. þak og flestar lagnir. Áhv. 8,8 millj. (bygg.sj. og húsbr.) Verð 22 millj. Svanhvít tekur vel á móti þér og þínum í dag. KAPLASKJÓLSVEGUR 27 - LAUS STRAX Mjög góð og mikið endurnýjuð 3ja herb. 85 fm íbúð með risherbergi (íbúðin er stærri en skráðir fm). ÍBÚÐIN ER ÖLL ENDURNÝJUÐ. Ný gólfefni, innréttingar, tæki og gler. Verið er að laga og mála húsið að utan og greiðist það af seljanda. Tvö baðherbergi eru í íbúðinni, bæði flísalögð í hólf og gólf. Góðar suðursvalir með miklu útsýni yfir vesturbæinn og KR-völlinn. Íbúðin er mjög björt og góð með stórum gluggum. Áhv. 5,4 millj. húsbr. Verð 12,9 millj. Gunnar sölumaður Fasteign.is tekur vel á móti þér og þínum í dag. HAUKSHÓLAR 2 - 2ja herb. - LAUS BRÁÐLEGA Mjög góð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð (ekki kjallari) í góðu tvíbýlishúsi. Parket og flísar á gólfum. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Eldhús með góðri hvítri innréttingu. Stór stofa með útg. á stóran sólpall. Allar innréttingar og gólfefni eru nýleg. Áhv. 5 millj. húsbréf. Verð 8,9 millj. Leiknir tekur vel á móti þér og þínum í dag. KRUMMAHÓLAR 6 - ÚTSÝNI - LAUS STRAX Vel skipulögð og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi með miklu útsýni til suðurs, ásamt stæði í bílageymslu. Parket og flísar á flestum gólfum, nýleg eldhúsinnrétting og stórar suður- svalir. Húsið var allt lagað og málað fyrir um tveimur árum. Áhv. 5,4 millj. húsbr. Verð 10,2 millj. Jakob tekur vel á móti þér og þínum í dag. Bjalla 6b Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 á eftirtöldum stöðum Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali Opið hús í dag KÁRSNESBRAUT 85, NEÐRI HÆÐ Skemmtileg mikið endurnýjuð 96 fm neðri hæð í góðu húsi í vesturbæ Kópavogs auk 30 fm bílskúrs, nýtt eldhús, nýtt bað, gólfefni o.fl. 3-4 herbergi og stofa, þetta er björt og góð eign á rólegum stað. Verð 14,4 millj. Áhv. ca 4 millj. Húseigendur taka á móti ykkur á milli kl. 14 og 16 í dag. Opið virka daga kl. 9-18 laugard. kl. 12-14 Skúlagata 17 Sími 595 9000 Fax 595 9001 holl@holl.is www.holl.is Allar nánari upplýsingar gefur Halldór í síma 897 3196. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 FURUGRUND 79, KÓPAVOGI Í einkas. mjög falleg og mikið end- urnýjuð 3ja herb. íbúð á fyrstu hæð í fjölbýli. Parket og flísar á gólfum, nýleg mjög falleg eldhús- innrétting. Gott skipulag og góð og snyrtileg sameign. Sjón er sögu ríkari. Bjalla merkt 1a. Verð kr. 11,5 millj. Opið hús í dag frá kl. 14-16. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 VESTURBRAUT 24, HF. Í einkasölu lítil en mjög hugguleg íbúð, 37 fm, á jarðhæð í þríbýli. Íbúðin er laus. Gott eldhús og sérherbergi. Frá- bær sem fyrstu kaup unga fólksins. Lára og Atli taka vel á móti gestum. Gott verð kr. 6,3 millj. Áhvílandi hús- bréf. Opin hús í dag frá kl. 14-16 Reynimelur 74 Mjög góð 77 fm íb. á 1. hæð í fallegu fjölbýlishúsi á þessum vinsæla stað. Stór stofa, 2 svefnherbergi. Rúmgott eldhús með glugga. Stórar vestur- svalir. Stutt í skóla og verslun, 10 mín. gangur í miðbæinn. Parket. Íbúðin er laus strax. Verð 10,8 millj. Verið vel- komin í dag frá kl. 14-16. Básbryggja 19 Glæsileg 105 fm íbúð á 1. hæð með sérinngangi í þessum vinsæla stað. Samliggjandi stofur. 2 rúmgóð svefn- herbergi. Vandaðar innréttingar úr kirsuberjaviði. Parket. Sérlóð. Myndir á netinu. Íbúðin gæti hentað vel fyrir barnafólk eða fólk í hjólastól. Áhv. 8,6 millj. húsbréf. Verð 15,0 millj. Verið velkomin í dag frá kl. 14-16. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Álftamýri 69 Sérstaklega skemmtilegt og mikið endurnýjað 282 fm raðhús á þessum frábæra stað. Stórar stofur með arni, gengið út á timburpall úr stofu. 5 svefnherbergi. 2 baðherbergi og gestasalerni. Nýleg sérsmíðuð eldhús- innrétting. Parket og flísar á gólfum. Möguleiki að gera séríbúð í kjallara. 30 fm innbyggður bílskúr. Eign í sérflokki. Skipti möguleg á sérhæð í sama hverfi. Verið velkomin í dag milli kl. 14 og 16. Guðrún Elín Guðlaugsdóttir Sími : 898-8716 gudrune@remax.is Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fast.sali OPIÐ HÚS Í DAG- Bergþórugata 13 Heimilisfang: Bergþórugata 13 Stærð : 51 fm Brunabótamat: 5,9 milljónir Byggingarefni: Steypt Áhvílandi: 3 milljónir Verð: 7,4 milljónir Vel staðsett íbúð á jarðhæð með sérinngangi, góðum garði og sólpalli. Íbúðin er vel skipulögð og björt með parketi og flísum á gólfi. Verið er að endurbæta húsið að utan. Góð íbúð á frábærum stað. Eignin mun verða til sýnis í dag frá kl. 14-16. Þingholt Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali sölustjóri – sverrir@eignamidlun.is Óskar Rúnar Harðarson lögfræðingur sölumaður – oskar@eignamidlun.is EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS – ATHUGIÐ – Við höfum verið beðnir um að útvega til kaups fasteignir í útleigu með traustum leigutökum á höfuðborgarsvæðinu. Eignir án leigutaka koma til greina ef seljandi er tilbúinn til að gera langtímaleigusamning um eignina. Um er að ræða trausta aðila með öruggar greiðslur og koma eignir á verð- bilinu frá 50.000.000-3.000.000.000 til skoðunar. Áhuga- samir eru beðnir um að setja sig í samband við Óskar Rún- ar Harðarson lögfræðing eða Sverri Kristinsson löggiltan fasteignasala hjá Eignamiðlun. 187 Dótturfyrirtæki Pharmaco í Danmörku Lögbann lagt á sölu Citaham UNDIRRÉTTUR í Hørsholm í Dan- mörku hefur samþykkt kröfu Lund- beck AS um lögbann sem kemur í veg fyrir að dótturfyrirtæki Pharmaco, United Nordic Pharma (UNP) AS, fái að dreifa lyfinu Citaham (Citalopram) þar í landi. Pharmaco hefur þegar áfrýjað dómnum en þangað til verður Citaham tekið af dönskum markaði. Í tilkynningu frá Pharmaco segir að dómurinn gangi þvert gegn nýlega gengnum dómum. Hann byggist á þeim forsendum að virka efnið í Citaham, sem framleitt er af ind- verska fyrirtækinu Matrix, geti verið framleitt með aðferð sem mögulega stangast á við framleiðsluferli sem Lundbeck hefur einkarétt á. „Þessi dómur í Danmörku er á önd- verðum meiði við svipaða dóma sem gengið hafa í Noregi og Finnlandi… [–] Ólíkt því sem var í Danmörku not- uðust finnskir og norskir dómstólar við mat dómkvaddra matsmanna með lyfjafræðilega og efnafræðilega sér- þekkingu til þess að komast að nið- urstöðu í þessu flókna máli. Lund- beck hefur lengi barist gegn fyrirtækjum með umdeildum aðferð- um til að koma í veg fyrir samkeppni. UNP hefur þegar áfrýjað niðurstöðu undirréttar en þangað til æðra dóm- stig hefur fellt sinn úrskurð verður Citaham tekið af dönskum markaði. Lögbannskrafan mun hafa óveruleg áhrif á afkomu Pharmaco,“ segir í til- kynningunni. Samstarfs- samningur við Mælingastofn- un Malaví FORSTJÓRI Landhelgisgæslunnar og framkvæmdastjóri Þróunarsam- vinnustofnunar hafa undirritað sam- starfssamning við Mælingastofnun Malaví um aðstoð Landhelgisgæsl- unnar við dýptarmælingar og korta- gerð af Malavívatni. Samningurinn gildir til ársloka 2004. Samkvæmt upplýsingum frá Land- helgisgæslunni hafa starfsmenn sjó- mælingasviðs Landhelgisgæslunnar unnið að verkefninu í tæp fjögur ár. „Upphaflega gerðu Þróunarsam- vinnustofnun og Landhelgisgæslan samning um hluta verkefnisins árið 2000 eftir að gerð hafði verið forkönn- un á umfangi þess. Samningurinn sem gerður var í gær er um framhald verkefnisins.“ Verkefnið er fjármagn- að af Þróunarsamvinnustofnun. Forstjóri Landhelgisgæslu og for- stöðumaður sjómælingasviðs Þróun- arsamvinnustofnunar notuðu tæki- færið við undirskriftina og afhentu yfirvöldum Malaví tvö kort af Malaví- vatni sem eru afrakstur vinnu und- anfarinna ára. Úthlutað úr Endurmennt- unarsjóði grunnskóla ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Endur- menntunarsjóði grunnskóla í fimmta sinn. Alls bárust umsóknir um styrki til u.þ.b. 136 endurmenntunarverk- efna og var samanlög upphæð þeirra um 44 milljónir. Til úthlutunar voru um 24 milljónir. Við mat á umsókn- um var miðað við að verkefnin væru til þess fallin að mæta þörfum grunn- skólans, að með þeim væri fylgt eftir skólastefnu og aðalnámskrá grunn- skóla og að verkefnin fullnægðu kröfum um fagmennsku og gæði. Tillaga sjóðstjórnar er að veittur verði styrkur til 100 verkefna sam- kvæmt umsóknum fyrir samtals um 22 milljónir. Lagt var til að veittur yrði tveggja milljón króna styrkur til verkefnis Olweusar gegn einelti. DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.