Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.03.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sviðið er Faxaskjól og árið er 1983. Fjaran er ósnortin. Þúfur og njólar handan götunn- ar og hátt grasið bærist í vindi. Austurkot og skemman á sín- um stað. Ung hjón hafa fest kaup á húsi í götunni og nú á að láta drauma rætast. Þau hafa hætt sér inn á yf- irráðasvæði frumbyggja í hverfinu sem með elju og dugnaði komu yfir sig þaki þegar seinna stríð var að renna sitt skeið. Þar hafa litlar eig- endabreytingar orðið á húsunum og er parinu ljóst að þeirra hús er það fyrsta í götunni sem skiptir um eig- endur síðan 1945. Þau eru því spennt að vita hvernig þeim verður tekið. Flestir nágrannarnir eru einni til tveimur kynslóðum eldri en þau og ljóst að þessi tímamót marka þátta- skil í lífi frumbyggjanna. Endurnýj- unin er hafin. Þessi óumflýjanlega hringrás lífsins þar sem allt á sér upphaf og endi. Það er skemmst frá því að segja að kvíðinn reyndist með öllu ástæðu- laus. Okkur þessu unga pari var tekið af einstakri hlýju. Fóru þar fremst í flokki Þorsteinn Davíðsson og Stella ÞORSTEINN DAVÍÐSSON ✝ Þorsteinn Dav-íðsson fæddist á Þórshöfn á Langa- nesi 12. febrúar 1918. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 20. mars. kona hans. Þau voru okkar næstu nágrann- ar og voru fljót að bjóða okkur velkomin í götuna. Ætíð síðan voru þau vakin og sofin yfir velferð ungu fjöl- skyldunnar og fylgdust grannt með uppvexti og þroska barnanna. Tóku þátt í gleði okkar og sorgum. Þau voru einstök, samhent og af- skaplega ljúfar mann- eskjur en umfram allt góðir grannar. Það var gaman að sitja með þeim og hlusta á frásagnir þeirra frá byggingartíma götunnar. Þau voru hafsjór af fróðleik og nú er skarð fyrir skildi að hafa ekki skráð hjá sér frásagnir þeirra. Mikil var útsjónasemi ungra húsbyggjenda þegar ekkert var til af almennilegu byggingarefni. Þá voru kröfurnar ekki eins miklar og í dag þegar öllum finnst sjálfsagt að eiga allt af öllu. Flestir þeir sem hér byggðu leigðu út frá sér og bjuggu jafnvel bara í tveimur til þremur herbergjum sjálf- ir. Það þurfti að fjármagna byggingu hússins, drauma þeirra rétt eins og unga parsins. Það var útsjónarsemin sem dugði. Stella lést árið 1992 eftir erfið veikindi. Þorsteinn stóð sem klettur við hlið hennar og var söknuðurinn mikill þegar hún fór. Síðan hefur hann búið einn í húsi sínu, en seinni árin hefur Áslaug sonardóttur hans búið niðri hjá honum ásamt lítilli Stellu. Þorsteinn var glæsilegur maður. Hann var mikill smekkmaður og ávallt einstaklega vel til fara hvort sem haldið var í gönguferð um hverf- ið, í brids eða í bíltúr. Það var eftir honum tekið. Sannkallaður herra- maður. Hann rak heimilið einn af stakri prýði. Eldaði sjálfur og bakaði sem er einstakt af manni af hans kynslóð enda var hann höfðingi heim að sækja. Hann hugsaði um garðinn og naut þess meðan hann gat, vildi hafa allt snyrtilegt. Hann var sjálfstæður og sjálfbjarga. Það var hans lífsstíll. Hann var hnyttinn í tilsvörum og skemmtilegur viðræðu. Við vorum ekki ávallt sammála, sérílagi varð- andi stjórnmál en þau urðu oftar en ekki efni í glettnislegar umræður. Bæði höfðu gaman af. Hann fylgdist af alúð með fram- kvæmdum okkar í og við húsið og lét uppi álit sitt á ýmsu þar að lútandi. Hann var eins áhugasamur og væri hann sjálfur á kafi í framkvæmdum. Það eru góðar minningar. Í sumar var ætlunin að skála í kampavíni á nýju stéttinni okkar þegar allt yrði tilbúið. Nú er ljóst að svo verður ekki. Sviðið er enn Faxaskjól. Margt hefur breyst sem sannarlega er söknuður að. Fjörukamburinn manngerður, þúfurnar og njólinn hafa vikið fyrir sléttu grasinu. Aust- urkot og skemman sömuleiðis. Gömlu nágrannarnir horfnir af svið- inu. Breytingar eru tákn framrásar tímans. Nú er nýr kafli hafinn með nýju fólki og hringrásin heldur áfram. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt í öll þessi ár samfylgd með Þorsteini og Stellu. Ár sem hefðu orðið um svo margt fátæklegri ef þeirra hefði ekki notið við. Hafi þau þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þeirra sæmdarhjóna. Margrét, Ólafur Jón og börn. ✝ Sigríður MaríaKonráðsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 9. september 1916. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 16. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Konráð Ingimundarsson, f. 26. júní 1886 í Vest- mannaeyjum, d. 6. júlí 1957 í Reykjavík, og Guðrún Sigríður Einarsdóttir, f. 12. ágúst 1886 á Húsavík í Borgarfirði eystra, d. 3. febr. 1967 í Reykjavík. María ólst upp hjá Jó- hanni Guðmundssyni og Guðnýju Stefánsdóttur í Vestmanneyjum. Systkini Maríu eru: Jón Einar Kon- ráðsson, f. 10. okt. 1909 í Vest- mannaeyjum, d. 28. júlí 1985 í Reykjavík; Nikólína Guðfinna Kon- ráðsdóttir, f. 12. maí 1912 í Vest- mannaeyjum, d. 9. jan. 1991 í Reykjavík; Konkordía Konráðs- dóttir Nielsson, f. 28. apríl 1915 í Vestmannaeyjum; Pálína Konráðs- dóttir, f. 1917, d. 1921; Símon Ingv- ar Konráðsson, f. 17. júní 1919 í Vestmannaeyjum; Sigurveig Stella Konráðsdóttir, f. 28. febr. 1922 í Reykjavík; Ágúst Ingimundur Kon- ráðsson, f. 2. júlí 1923, d. 4. febr. 1982; og Elínberg Sveinbjörn Kon- Óskar Elíasson, f. 8. ágúst 1947. Börn þeirra eru Elías, f. 25. júní 1970, maki Gaenor Marie Evans, f. 24. jan. 1972. Börn þeirra eru: Kay- leigh Erin og Óskar Ywan; María, f. 3. júlí 1972, maki Kristófer Elías Bjarnason, f. 28. febr. 1970. Börn þeirra eru Selma Dröfn, Rakel Ósk og Nökkvi Már; og Daði Óskarsson, f. 17. nóv. 1981. 3) Sigurður Guð- jónsson, f. 1. maí 1952, maki Ólöf Geirmundsdóttir, f. 22. nóv. 1953. Börn þeirra eru: Geirmundur, f. 28. mars 1975, maki Margrét Guð- mundsdóttir, f. 23. nóv. 1976. Barn þeirra er Valgeir Hugberg; Helga, f. 25. maí 1977; Fjóla Dögg, f. 22. júní 1989. 4) Margrét Guðjónsdótt- ir, f. 21. sept. 1955, maki Ómar Halldórsson, f. 22. febr. 1954. Börn þeirra: Kristín Ósk, f. 17. febr. 1981, Hjalti, f. 6. júlí 1984, og Guð- geir Óskar, f. 16. nóv. 1992. Þegar María hafði aldur til fór hún í vist m.a. til Grindavíkur og í Reykjavík. Um tvítugt fór hún ásamt Díu systur sinni til Dan- merkur til að vinna á Skodsborg og vann þar um tíma, en kom heim áð- ur en stríðið lokaði öllum heim- komuleiðum. Vann hún við versl- unarstörf í Reykjavík þar til hún giftir sig og flytur að Reykjavöllum í Biskupstungum 1947, þar sem þau ráku garðyrkjustöð til ársins 1953, voru um tvö ár í Víðigerði í Reyk- holti í Biskupstungum, en 1955 fara þau til Hveragerðis og bjó hún þar til dánardags. Um tíma þegar börn- in voru vaxin úr grasi, vann hún verslunarstörf og seinna hjá Kjörís. María var jarðsungin frá Hvera- gerðiskirkju 22. mars. ráðsson, f. 28. nóv. 1928. Dóttir Maríu og Kjartans Benjamíns- sonar, f. 2. sept. 1920 í Reykjavík, d. 31. mars 1996 í Reykjavík, er Guðný Jóhanna, f. 13. febr. 1945, maki Ólaf- ur Hannes Kornelíus- son, f. 5. sept. 1945. Synir þeirra eru: Guð- jón, f. 19. jan. 1966, og Helgi, f. 22. febr. 1970, maki Þórhildur Guð- mundsdóttir, f. 11. nóvember 1970, barn þeirra er Elfur. Hinn 8. febr. 1947 giftist María Guðjóni Hugberg Björnssyni, f. 19. des. 1919 í Reykjavík, d. 1. ágúst 1997 á Selfosssi. Foreldrar hans eru Björn Jóhannsson, f. 27. nóv. 1866 á Selnesi á Skaga, d. 23. des. 1947 í Reykjavík og k.h. Margrét Vigfúsdóttir, f. 24. nóv. 1881 í Mið- húsum í Reykjavík, d. 19. júní 1942 í Reykjavík. Börn Maríu og Guð- jóns eru: 1) Björn Guðjónsson, f. 10. okt. 1947, maki Ásta Gunnlaugs- dóttir, f. 9. febr. 1955. Börn þeirra: eru Gunnlaugur, f. 8. nóv. 1977, maki Þorbjörg Hlín Sigurðardótt- ir, f. 24. júlí 1979, Guðjón Hugberg, f. 1. maí 1982, og Hafþór Vilberg, f. 7. des. 1987. 2) Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir, f. 6. okt. 1950, maki Hinn 16. mars síðastliðinn dó hún amma mín. Eftir er mikill söknuður, en ég veit að núna líður henni vel. Hún er kominn á betri stað, eða eins og níu ára dóttir mín sagði: „Mamma mín, þetta er allt í lagi, hann afi tók á móti henni ömmu.“ Þetta er svo einfalt og fallegt. Hún amma átti góða ævi, eignaðist fimm börn, fimmtán barnabörn og sjö barnabarnabörn. Ég sit hér heima við eldhúsborðið á Heiðmörk 5 og hugsa til þín, ég fæ stóran kökk í hálsinn og það þrýstir fast á augnlokin. Ég er nefnilega í eldhúsinu þínu, í húsinu sem þú og hann afi minn keyptuð og bjugguð í mestallan ykkar tíma í Hveragerði. Ég læt hugann reika til þess tíma þegar ég kom til þín í lummur eftir skóla. Þá sátum við saman og spjöll- uðum um allt milli himins og jarðar. Ef ég var þreytt gat ég lagt mig á dívaninn hans afa. Það var alltaf hægt að leita til þín ef eitthvað bjátaði á, bara til að spjalla og jafnvel þiggja smáráð. Það var alltaf svo mikill friður yfir heimilinu hjá ykkur afa. Heimili ykkar var mitt annað heimili á með- an ég bjó í Hveragerði og seinna þegar við hjónin fluttum aftur til baka keyptum við húsið ykkar afa. Ég tók ekki eftir því að aldurinn var farinn að segja til sín því hug- urinn var alltaf skýr þó svo að kroppurinn væri farinn að gefa sig. Maður ætlast líka til þess að ömmur verði alltaf til. Ég á góðar minningar og þær varðveiti ég í hjarta mér. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) María Óskarsdóttir. MARÍA KONRÁÐSDÓTTIR ✝ Sigrún JohnsenLangelyth fædd- ist 8. júlí 1936 í Kaup- mannahöfn. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru John Mauritz Langelyth sjúkra- þjálfari, f. í Dan- mörku 1905, d. 1976, og Dagbjört Jóns- dóttir Langelyth sjúkraþjálfari, f. á Ís- landi 1904, d. 1974. Sigrún giftist 23.5. 1959 Vigni B. Árnasyni, hús- gagnasmíðameistara og kennara, f. 15.8. 1934. Börn þeirra eru: 1) Helena, f. 21.9. 1959, maki Hjálm- ar Hjálmarsson, f. 16.8. 1960, þau skildu, börn þeirra eru Sigrún Rut, f. 19.1. 1983, og Helgi Hreinn, f. 6.1. 1986. 2) Hreinn, f. 5.9. 1961, d. 15.2. 1962. 3) Arnar B., f. 24.9. 1965, sambýliskona Hallfríður Hrund Jónsdóttir, f. 8.7. 1967, börn þeirra eru Kristján Örn, f. 17.1. 1990, og Hall- fríður Jónína, f. 22.12. 1998. Sigrún fæddist í Kaupmannahöfn og ólst þar upp til rúm- lega tvítugs. Hún hóf hjúkrunarfræðinám í Kaupmannahöfn, en nam ¾ hluta þess við H.S.Í. og lauk þaðan námi í apríl 1959. Sigrún starfaði síðan á Fæðingar- deild Landspítalans, St. Jósepsspítala í Reykjavík og Land- spítalanum v. Hringbraut til 1964. Hún hóf störf hjá Krabbameins- félagi Íslands 1967 og starfaði þar í 12 ár. Þar næst á Vistheimilinu að Vífilsstöðum og lungnadeild- inni á Vífilsstöðum. Sigrún var síð- an deildarstjóri á göngudeild syk- ursjúkra frá 2. febrúar 1986 þar til hún varð frá að hverfa vegna veik- inda í lok árs 2001. Útför Sigrúnar var gerð frá Fossvogskirkju 13. mars. Kveðja frá samstarfsfólki við göngudeild sykursjúkra Látin er Sigrún Johnsen Lang- elyth, hjúkrunarfræðingur, eftir langa og erfiða sjúkdómsbaráttu. Sigrún var hjúkrunarfræðingur „af gamla skólanum“ í bestu merk- ingu þeirra orða. Allt hennar starf einkenndist af samviskusemi, nákvæmni og trú- mennsku ásamt einlægum vilja til þess að hjálpa og líkna. Sigrún var deildarstjóri göngu- deildar sykursjúkra á Landspítala frá febrúar 1986 og gegndi því starfi þar til í nóvember 2000, þegar ill- vígur sjúkdómur tók yfirhöndina. Einn af hornsteinunum í meðferð sykursjúkra er að hjálpa þeim að takast á við sjúkdóm sinn þannig að þeir geti lifað sem eðlilegustu lífi og helst verið jafn heilsuhraustir og hver annar. Hér gegnir hjúkrunar- fræðingurinn lykilhlutverki. Þetta hlutverk tók Sigrún mjög alvarlega og lagði metnað í að sem bestum ár- angri væri náð. Hvort sem hún var að þjálfa sykursjúka manneskju í því að sprauta sig með insúlíni, í blóðsykurmælingum eða að öðru leyti kenna réttu tökin á sjúkdómn- um og hvetja til dáða, var allt gert með sömu alúðinni og vandvirkn- inni. Í starfi var Sigrún kröfuhörð, þó kannske mest við sjálfa sig. Hún var viðkvæm og skapmikil og það gat gustað í kringum hana. Henni var umhugað að allt væri í röð og reglu og hún stóð ætíð dyggilega vörð um göngudeildina og vildi veg hennar sem mestan með hagsmuni hinna sykursjúku að leiðarljósi. Sigrún lagði mikla áherslu á að viðhalda faglegri þekkingu sinni og sótti ráðstefnur og námskeið um sykursýki bæði heima og erlendis. Við samstarfsfólk Sigrúnar við Göngudeild sykursjúkra þökkum henni samfylgdina og sendum ást- vinum hennar hlýjar samúðarkveðj- ur. Ástráður B. Hreiðarsson. SIGRÚN JOHNSEN LANGELYTH ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.