Morgunblaðið - 23.03.2003, Síða 47

Morgunblaðið - 23.03.2003, Síða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 47 Það ríkti kátína þeg- ar frændfólkið frá Reykjavík kom að Stóra-Fljóti í heim- sókn. Auðfundin vænt- umþykja og frá mörgu að segja og margt rætt. Smáfólkið hafði sinn hátt á og man ég að við Elísabet stóðum undir borðstofuborðinu og skríktum. Síðar kom Junna frænka til okkar og að- stoðaði föður minn við heimilishald þegar erfiðleikar steðjuðu að. Hún annaðist okkur vel – og hvað hún frænka mín var falleg. Á tímabili átti ég heima hjá Junnu frænku og Gunnari í Mávahlíðinni. Þar var stöðugur ilmur frá bakaríinu og þar var gott að vera. Frænka mín saum- aði á okkur Elísabetu dýrindis bláar kápur með köflóttu fóðri. Við dáð- umst að frumburði Junnu og Gunn- ars, honum Nonna sem þá var á fyrsta ári. Gunnar kenndi mér að lesa og kynnti mig þar með fyrir undralandinu hennar Lísu. Þar var flygillinn hennar Junnu því tónlistin er snar þáttur í lífinu. Síðar er ég varð fósturdóttir Jóns og Sigrúnar bjuggum við á Rauðalæk og amma Aðalbjörg hjá okkur. Sterkt sam- band var á milli þeirra Junnu, ömmu og Sigrúnar. Daglegt símsamband og sífelldar heimsóknir. Nú syrgir Sigrún kæra systur sína. Fram í hugann koma heimsóknir til Junnu, hlustað á lifandi frásagnir hennar um atvik, menn og ætterni. Öll áramótin þegar við fórum í Ljós- heimana til Junnu og Gunnars, hún settist við flygilinn og við hópuðumst í kring. Hún spilaði og við sungum öll erindi áramótasálmsins. Eftir síð- ustu línurnar „gef himneskan frið fyrir lausnarans sár og eilífan unað um síðir“ voru tárin þerruð, faðm- ast, hópurinn skálaði, farið var að skjóta upp flugeldum og gleðin tók völd. Junna og Gunnar voru meira en náið frændfólk, þau voru vinir og ferðafélagar okkar Jóns. Á Heylæk leið Junnu vel, hún dáði landið, tæra loftið og yndislegan íslenskan gróð- ur. Í veikindum sínum var hún hóg- vær, fagnaði bata ef hann birtist og fékk ávallt von, lét sig dreyma um Frakklandsferð eða þó ekki væri nema að komast á Heylæk. Hún unni fólkinu sínu og vinum sínum, var næm á líðan fólks, gladdist með glöðum og var gjafmild á styrk í erf- iðleikum. Horfði djúpt í augun okkar og sagði okkur hvað hún saknaði Gunnars mikið. Kæru vandamenn og vinir Junnu, samúðarkveðjur til ykkar allra. Minningin um hana er dýrmæt og verður ávallt með okkur. Sigrún Stefánsdóttir. Við hefðum viljað að kynni okkar af Guðrúnu hefðu orðið lengri. Ævi- skeiðið var orðið langt og viðburða- ríkt og það var gaman að hlusta á hana segja frá ýmsu sem á daga hennar og Gunnars hafði drifið. Betri og vinalegri nágranna en þau hjónin hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Í samskiptum okkar var hún innileg og skemmtileg og hún bar með sér sterkan vilja og ákveðnar skoðanir. Það eru góðar minningar sem hún skilur eftir sig í huga okkar. Börnum hennar og öðr- um ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Loftur, María og dætur. Það er júní og árið er 1971. Fólk úr Reykjavík, hafnarstjórinn og kona hans, höfðu fest kaup á jörðinni Heylæk í Fljótshlíð, ásamt tveimur öðrum fjölskyldum. Ekki myndi mig GUÐRÚN J. ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Guðrún JónaÞorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. júlí 1922. Hún lést í Reykjavík 9. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 17. mars. undra að þessi fjárfest- ing þeirra hafi vakið mikið umtal í sveitinni en hitt er víst að þessi kaup urðu upphafið að góðum og sterkum vin- skap, vinskap sem lifir áfram þótt nú séu heið- urshjónin Guðrún J. Þorsteinsdóttir og Gunnar B. Guðmunds- son fallin frá. Stuttu eftir að fjöl- skyldan fór að dvelja á Heylæk kom í ljós mik- ill áhugi yngstu sona þeirra, Guðmundar Óla og Harðar, á að aðstoða okkur í Teigi við bústörfin, þótt fyrstu árin hafi viljinn verið meiri en getan því þeir voru einungis fjögurra og tíu ára þegar þeir fóru að venja komur sínar til okkar. Á unglingsárunum urðu þeir hins vegar afar duglegir vinnumenn hvor á sínum Teigsbæn- um og hafa haldið góðri tryggð við fyrrum húsbændur sína alla tíð síð- an. Mér eru minnisstæðir margir út- reiðartúrar með vinum okkar á Hey- læk um Fljótshlíðina, inn í Þórs- mörk og víðar. Sérstaklega er mér minnisstætt sem ungur strákur að Gunnar átti fallegan brúnan hest sem hét Blakkur. Hann notaði ávallt reiðhjálm þegar hann fór á hestbak og vandi börn sín á að gera það líka. Þá var notkun reiðhjálma nánast óþekkt á Íslandi, en nú um þremur áratugum síðar sést varla maður á hesti án þess að nota reiðhjálm. Gunnar og Guðrúnu voru þeim eiginleikum gædd að gefa sér tíma til að hlusta á frásagnir annarra og þegar ég hitti þau fann ég vel fyrir áhuga þeirra á að fylgjast með því sem ég var að fást við. Þá hafði ég einnig mjög gaman af að hlusta á þau segja frá viðburðaríku lífi sínu og miklum fróðleik sem þau bjuggu yfir. Ég var svo heppinn að fá inni í kjallaranum hjá þeim á Ásvallagöt- unni hluta úr vetri fyrir rúmum 20 árum. Þá kynntist ég þeim enn bet- ur og fann hversu einstök þau voru. Því miður sá ég þau allt of sjaldan hin síðari ár, en þó skrapp ég nokkr- um sinnum til þeirra á Laugarásveg- inn og fékk ávallt höfðinglegar mót- tökur. Í rúmt ár, eða allt frá því að Gunnar féll svo skyndilega frá, hélt Guðrún heimili og bjó ein á Laug- arásveginum þrátt fyrir að heilsan hafi verið farin að bila. Afkomendur hennar gerðu henni þetta kleift en hún naut mikils stuðnings þeirra. Ég tel þar hafa komið greinilega fram hversu sterk Guðrún var en hún leit aldrei á sig sem aldraða konu. Ég votta börnum og fjölskyldum Gunnars og Guðrúnar á Heylæk innilega samúð þegar þau kveðja móður sína, tengdamóður, ömmu og langömmu í hinsta sinn. Guðbjörn frá Teigi. Nú þegar þorra er lokið og vor- boðar birtast okkur einn af öðrum hefur kær vinkona, Guðrún J. Þor- steinsdóttir, kvatt. Við Guðrún kynntumst fyrir rúmum tveimur áratugum sem samkennarar við Tónlistarskóla Kópavogs. Við náðum strax mjög vel saman og var það mér mjög dýrmætt að eignast vin- áttu þessarar gáfuðu og hæfileika- ríku konu. Á milli okkar fann ég ekk- ert kynslóðabil þrátt fyrir tals- verðan aldursmun. Guðrún hafði mikla persónutöfra og fannst mér sem í henni sameinuðust glæsileiki heimskonunnar og móðurleg um- hyggja og hlýja. Guðrún var mjög vel menntuð í tónlist, hafði stundað framhaldsnám í píanóleik við Juilliard School of Music hjá Sascha Gorodnitzki og síðar við Det Kongl. Konservator- ium og hjá Haraldi Sigurðssyni í Kaupmannahöfn. Það voru ómetan- leg forréttindi að geta leitað ráða hjá henni eða fengið að spila fyrir hana, því hún hlustaði af næmi, bjó yfir mikilli þekkingu og smekkvísi og var alltaf hreinskilin en jafnframt hvetj- andi í umsögn sinni. Ég minnist með gleði og þakklæti ánægjustunda á heimili þeirra Gunnars, þar sem skemmtilegum samræðum fylgdi ávallt tónlist, hvort sem tekið var í flygilinn eða hlustað á plötur. Guð- rún gat því miður ekki notið hæfi- leika sinna til fulls sem píanóleikari, þar sem tíð og oft alvarleg veikindi settu mark sitt á líf hennar. Hún fann þó jafnframt aðrar leiðir til list- sköpunar; var mikilhæfur kennari, samdi bæði lög og ljóð og gaf út sína eigin ljóðabók, „Þankar á flugi“, árið 1988. Það var Guðrúnu óvænt og mikið áfall að missa ástríkan eiginmann sinn, Gunnar, þegar hann féll skyndilega frá fyrir rúmu ári síðan. Þá missti hún besta vin sinn og stoð sína og styttu. Hún reyndi af hug- rekki að halda baráttunni áfram, með hjálp góðrar fjölskyldu og vina. Ást hennar á tónlist var ávallt heit og einlæg og sýndi hún það m.a. með því að sækja tónleika þrátt fyrir að kraftar hennar væru á þrotum, nú síðast tónleika okkar Hlífar Sigur- jónsdóttur viku fyrir andlát sitt. Það er með söknuði og eftirsjá sem ég kveð kæra vinkonu, með þakklæti í hjarta fyrir hlýhug og gestrisni þeirra hjóna beggja um áratugaskeið og fyrir trygga vináttu sem var mér svo mikils virði. Ég votta börnunum og öllum aðstand- endum mína dýpstu samúð. Anna Málfríður Sigurðardóttir. Ástkær faðir okkar og vinur, ÞORGEIR JÓNSSON læknir, Sunnubraut 29, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu- daginn 24. mars kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, María Þorgeirsdóttir, Guðrún Þorgeirsdóttir, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Margrét Sigurðardóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur stuðning og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar dóttur okkar, sambýliskonu, móður og systur, ÍSFOLDAR ELÍNAR HELGADÓTTUR kjólameistara, Sléttuvegi 9, áður Hraunbæ 66. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut. Jóhanna Soffía Jóhannesdóttir, Björgvin Erlendsson, Helgi Jóhann Björgvinsson, Fannar Freyr Björgvinsson, Monika S. Helgadóttir, Jóhannes G. Helgason, Sigurbjörg Jónsdóttir, Ásgerður M. Helgadóttir, Marteinn J. Stefánsson, A. Hrönn Helgadóttir, Halldór B. Jónsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar systur minnar og frænku okkar, GUÐRÚNAR GUÐBRANDSDÓTTUR fyrrv. ljósmóður frá Spágilsstöðum. Guðríður Guðbrandsdóttir, Sigríður Markúsdóttir, Jón Markússon. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BJÖRN EINARSSON frá Mýnesi, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju þriðju- daginn 25. mars kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að hringja í SÁÁ. Einar Örn Björnsson, Björn Björnsson, Jónína Eyja Þórðardóttir, Hjörleifur Björnsson, barnabörn og systkini. Bróðir okkar, HALLDÓR MAGNÚSSON, Mikladalsvegi 5, Patreksfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar miðviku- daginn 19. mars. Jarðarförin fer fram frá Patrekskirkju laugar- daginn 29. mars kl. 14.00. Systkini hins látna. Okkar ástkæra, JÓHANNA JAKOBSDÓTTIR, Skipasundi 48, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 11. mars sl. á hágæslu- deild B7, Landspítalanum Fossvogi. Útför hennar fór fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 20. þ.m. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks hágæslu. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.