Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 57

Morgunblaðið - 23.03.2003, Page 57
óþægilega opinskáar og erfiðar á að hlusta því angistin var allsráðandi. Það var ekki fyrr en á þriðju plötunni, Moon Pix, að Marshall fór að róast, ná áttum og fagna lífinu. Hún segir að um það leyti sem hún hljóðritaði plöt- urnar þrjár hafi henni lið- ið eins og hún væri ut- angarðs, ófær um að stjórna eigin lífi og í raun óvelkomin. Á tónleikum í New York 1997 sauð svo uppúr; hún segist hafa hugleitt það alla tón- leikana hvernig hún ætti að fyrirfara sér á sviðinu, að djöfullinn væri á staðn- um, en áheyrendur komu í veg fyrir það. Hún dró sig í hlé frá tónlistinni um hríð og fluttist út fyrir borgina og hefur ekki búið í New York síðan; segist ekki geta ein- beitt sér að tónlist þar, meðal annars vegna þess að hún þekki of marga tónlistarmenn, enda vilji hún ekki bara vera tónlistarmaður, það sé svo margt sem hana langar til að gera annað, það hafi aldrei vakað fyrir henni að lifa af tónlist. Reyndar hlustar hún að sögn ekki mikið á tónlist þó hún kaupi sér oft plötur þá hlusti hún sjaldnast á þær og allra síst á sínar plötur. „Þegar ég hlusta á þær man ég svo vel hvernig mér leið og hvað ég var að gera á þeim tíma og það er svo margt sem mig langar einmitt ekki til að muna.“ Útlegðin frá músíkinni entist þó ekki nema nokkra mánuði því þegar fyrrverandi sambýlismaður hennar og vinur, Bill Callahan, sem kallar sig (Smog), bauð henni að koma með sér í tónleikaferð til Ástralíu þáði hún boð- ið, en Callahan söng einmitt um áfall Marshall á plötu sinni Knock Knock, sem frægt varð. Í Ástralíu kynntist Marshall þeim Dirty Three félögum Mick Turner og Jim White og þegar kom að því að hana langaði til að taka upp plötu aftur leitaði hún til þeirra og hljóðritaði Moon Pix á tveimur dögum 1998. Sú plata fékk frábæra dóma, er enda framúrskarandi. Auðveldara að leika lög eftir aðra Þrátt fyrir góðar viðtökur og ágæt- is sölu varð þó bið á plötu með nýju efni, því næsta skífa var með lögum eftir aðra; The Covers Record. Sú plata var tekin upp á þremur dögum og kom út fyrir rúmum tveimur ár- um, var aftur á móti safn laga eftir aðra, þar á meðal Bob Dylan, Rolling Stones, Bill Callahan (Smog), Velvet Underground, Moby Grape og Mich- ael Hurley, en útgáfur hennar á lög- unum voru flestar all frábrugðnar fyrirmyndunum og sumar svo frá- brugðnar að varla mátti þekkja upp- runalegt lag, nefni sem dæmi Satis- faction Rollinganna sem verður hægfara blús, en hún tekur einnig lag eftir sjálfa sig sem henni fannst aldrei hljóma rétt og breytir umtalsvert. Marshall segist hafa gefið út plötu með lögum eftir aðra vegna þess að hana langaði að leyfa fólki að heyra hvaða lög stóðu hjarta hennar næst, en einnig taldi hún að með því móti myndi hún losna við viðtöl og álíka umstang, gæti bara einbeitt sér að því að spila á tónleikum til að kynna plötuna og ætlaði þá að leika ný lög eftir sjálfa sig. Hún á það líka til á tónleikum að leika að- eins lög eftir aðra, finnst það auðveldara en að flytja eigin tónlist, auð- veldara að vera hlutlægur og hæfilega fjarlægur, og svo finnst henni ómögu- legt að fólk sé að klappa í sífellu; best væri ef allir sætu á sér þar til tónleik- arnir eru búnir og gætu þá klappað þegar hún væri farin af sviðinu. Síðan eru sem sé liðin þrjú ár og fimm ár alls frá því Marshall sendi síðast frá sér plötu með eigin frum- sömdu efni og því óneitanlega tals- verður fengur að You Are Free sem kom út í liðinni viku. Á plötunni eru tólf ný lög eftir hana en einnig lag eft- ir Michael Hurley og annað eftir John Lee Hooker, bæði svo breytt að þau gætu eins verið eftir Chan Marshall. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 57 mbl.isFRÉTTIR Komin á DVD og VHS í næstu verslun DVD útgáfan er troðfull af töff aukaefni! N† TEGUND TÖFFARA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.