Morgunblaðið - 23.03.2003, Side 59

Morgunblaðið - 23.03.2003, Side 59
plötu. Okkur finnst hún hrárri og við vorum ekki að „vinna“ hana eins mik- ið og gert var með hinar plöturnar.“ Placebo eru nú á mála hjá Virgin og segir Hewitt kostinn við það að bakhjarlinn sé nú sterkur. Að- spurður hvort erfitt sé að halda í hugsjónirnar þegar menn eru komn- ir inn í slíka „vél“ sem stór fyrirtæki geta verið, segir hann að þeir hafi lýst því hvernig þeir vildu hafa hlut- ina áður en þeir skrifuðu undir. „Allt hvað varðar ímynd og list- ræna hönnun er t.d. í okkar hönd- um.“ Dave frændi Einn af þekktari Placeboaðdáend- um heims er David nokkur Bowie. Svo mikil er aðdáunin að sveitin tók upp nýja útgáfu af titillagi plötunnar Without You I’m Nothing (’98) og gáfu út árið 1999. „Bowie er mjög áhugasamur um hvað er að gerast í tónlist í dag og hann sjálfur hefur verið duglegur við að leita nýrra leiða við sína tónlist- arsköpun,“ lýsir Hewitt. „Mér finnst það rosalegt að hann hafi sýnt okkur svona mikinn áhuga. Við hljótum þá að vera að gera eitthvað rétt (hlær). Bowie er séntilmaður fram í fing- urgóma og það liggur alltaf vel á hon- um. Það myndi alltént liggja mjög vel á mér ef ég væri David Bowie (hlær hærra). Við köllum hann Dave frænda núna.“ En hvernig ætli það sé að vera með svona „stórum“ persónuleika eins og Brian Molko í hljómsveit? „Jaa ... ég er búinn að þekkja hann í fjórtán ár þannig að ég er ónæmur fyrir því hvernig látið er með hann. Hann er vinur minn. Mér finnst hann bara skemmtilegur og það er gaman að vera með honum í hljómsveit. Vin- skapur okkar þriggja hefur reyndar vaxið í gegnum árin og við erum nán- ari en nokkru sinni eftir þessa plötu.“ Sleeping with Ghosts kemur í búðir á morgun. arnart@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2003 59 Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. besta mynd og aðalhlutverk kvenna Nicole Kidman Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 SV MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd  kvikmyndir.com Tilnefningar til Óskarsverðlauna6 il ef i ar tils ars er la a www.regnboginn.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i 16 . 9 Sýnd kl. 3 og 5.30. B.i. 12 Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. B.i 12 Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i 12 HJ MBLHK DV Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12. „Ein besta mynd ársins“Fréttablaðið  Kvikmyndir.com  SG DV HL MBL Frábær spennutryllir sem hræðir úr þér líftóruna. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! www.laugarasbio.is  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 2, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Tilboð 400 kr. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! Frábær spennutryllir sem hræðir úr þér líftóruna. Skemmti- legasta rómantíska gamanmyndin síðan Pretty Woman! Rómantík, grín og góð tónlist í frábærri mynd! BRESKI söngvarinn Robbie Will- iams hefur lýst því yfir að hann styðji hermenn bandamanna í Mið- Austurlöndum og vilji lýðræði í Írak. Söngvarinn knái gaf út þessa yfirlýsingu til að útskýra tilvonandi smáskífuna „Come Undone“. Hann sagði að lagið á B-hliðinni, „Happy Easter (War Is Over)“, sem kemur út 14. apríl, sé ekki pólitísk yfirlýs- ing gegn stríði. „Lagið var samið löngu áður en stríð braust út í Írak og sýnir því ekki mín persónulegu viðbrögð. Lagið er að engu leyti yfirlýsing af minni hálfu gegn stríði í Írak. Ef ég semdi lag gegn stríðrekstri þá færi það ekkert milli mála í textanum,“ sagði Robbie en segist samt ekki vera stuðningsmaður stríðs. Madonna er öllu beinskeyttari í yfirlýsingum sínum. Smáskífa Robbie kemur út á sama tíma og smáskífa poppdrottningarinnar, „American Life“, en myndbandið við lagið felur í sér harða gagnrýni á stríðið. Robbie Williams styður hermenn bandamanna Ekki beint gegn stríði Reuters Friður eða sigur? Robbie Williams virðist ekki geta ákveðið sig hvort hann sé með eða á móti stríði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.