Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 28
28 B ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir um tíma í húsinu. Upp úr 1970 flutti Þorlákur aftur í húsið og bjó þar á móti foreldrum sínum. Árið 1973 sækir Þorlákur um að fá að byggja við húsið, en fær synjun. Í bréfi sem hann ritar til byggingar- fulltrúa kemur fram að hann vantar nauðsynlega vinnuaðstöðu. Nokkr- um árum síðar sækir Þorlákur aftur um að fá að gera viðbyggingu og fær leyfið í maí 1981. Sama ár byggir hann vinnustofu á einni hæð og and- dyri. Í vinnustofunni eru þakgluggar, einnig eru litlir gluggar upp við þak- brún sem gefa góða birtu. Þorlákur lést 4. júní 1989. Eftir lát hans seldi sonur hans, Haldor Þor- láksson, eignina. Þá var húsið búið að vera í eigu sömu ættarinnar frá byggingu þess. Hildur Guðmundsdóttir verður eigandi Urðarstígs 3 seint á árinu 1989. Árið 1994 réðust Hildur og maður hennar Ari Arnórsson í gagngerðar endurbætur á eigninni. Leyfi fékkst N AFN götunnar Urðarstígs var samþykkt árið 1919. Gatan er heitin eftir Urði gyðju úr norrænu goða- fræðinni. Hinn 30. ágúst 1920 sækir Bjarni Þórðarson um leyfi til byggingarfull- trúa til að byggja sér íbúðarhús á lóð við Urðarstíg. Þegar Bjarni sækir um byggingarleyfið er lögheimili hans á Grettisgötu 43. Bjarni fékk meðeiganda, Haldor Johan Haldor- sen, þeir byggðu húsið saman. Árið 1922 er húsið brunavirt. Þar segir að grunnflötur þess sé 6,0 x 6,3 m, það sé byggt úr bindingi, einlyft með risi. Húsið er klætt utan með borðum og pappa, bæði á veggjum og þaki. Á hæðinni eru þrjú íbúðarherbergi, tvö eldhús og gangur. Allt þiljað og íbúð- arherbergin lögð striga og pappa á veggjum og loftum og máluð. Í út- veggjabinding er stoppað með sag- spónum. Í risi eru tvö íbúðarher- bergi, þiljuð og máluð. Annaðhvort hefur gleymst að geta um járnklæðn- ingu á húsinu þegar virðingin var gerð eða það hefur ekki hefur verið búið að klæða það bárujárni. Húsin við Urðarstíginn voru flest byggð eftir fyrri heimsstyrjöldina. Á þeim tíma var mikill skortur á bygging- arefni og allt timbur notað sem til féll. Þetta hús var ekki nein undan- tekning og sums staðar hafði verið þiljað með kassafjölum. Húsinu var skipt í miðju í tvær íbúðir en sami stigi fyrir báðar íbúðirnar var upp í risið og átti hvor íbúðin sitt herbergið í risinu. Undir húsinu er skriðkjallari. Haldor Johan Haldorsen og kona hans, Guðrún Sigurrós Þorláksdótt- ir, áttu húsið og bjuggu þar alla tíð. Haldor var sonur Ole J. Haldorsen og Else J. Haldorsen, sem bæði voru fædd og uppalin í Noregi. Oli J. Hal- dorsen byggði húsið á Laugavegi 21 sem enn stendur. (Í Morgunblaðinu 23. apríl 2002 birtist grein um það hús.) Sonur Haldors og Guðrúnar Sig- urrósar var Þorlákur Haldorsen list- málari. Kona hans var Iðunn Ingi- björg Sigurðardóttir en þau bjuggu fyrir stækkun á anddyri, einnig hækkun á veggjum á efri hæð (risi). Efri hæðin er öll ný en á neðri hæð er fátt annað en grindin upphaflegt. Skipt var um alla glugga í húsinu, þeir eru með krosspóstum svipuðum og upphaflegir gluggar hússins voru. Útveggir voru einangraðir upp á nýtt með steinull, en upphafleg einangrun var hey eða hálmur. Rifið var ofan af húsinu og veggir hækkaðir. Upphaf- legu þaksperrurnar voru númeraðar með rómverskum tölum, en þær voru of veigalitlar svo að ákveðið var að skipta um þær. Um leið og húsið var hækkað voru settir tveir glugga- kvistir, en þeir setja fallegan svip á húsið. Skipt var um allar skólp- og vatns- lagnir innanhúss og út í götu. Einnig voru allar rafleiðslur settar nýjar. Á hæðinni eru tvær stofur, eldhús, bað, hol, herbergi og anddyri. Hæðin er öll klædd með panel og á gólfum eru borð úr kastaníuvið sem fengin voru frá Frakklandi. Í eldhúsinu er upphaflegur panill í lofti. Millihurðir eru allar nýjar og margra fulninga. Aðalstofan er í viðbyggingunni sem Þorlákur listmálari byggði og þar sem hann málaði mörg af sínum verkum, hún er lítið breytt. Í risi eru tvö herbergi og framloft. Þar eru gólf lögð breiðum furuborðum sem fengin voru frá Norður-Noregi. Þar uppi eru veggir og súð klædd með panel. Svalir eru ofan á anddyrinu og er gengið út á þær frá framloftinu. Stig- inn, sem er smíðaður úr hlyn, er breiður, með renndum rimum í hand- riðinu, sem er málað rústrautt. Góð birta er í húsinu og gott útsýni frá herbergjum í risi. Mjög hefur verið vandað til end- urbyggingarinnar og hönnun öll sér- staklega falleg. Húsið stendur á klöpp og sagt er að í klöppinni búi huldufólk. Vel ræktaður og skjólgóður garður er í kringum húsið. Þar eru tvö tré sem gróðursett voru á þriðja áratugnum af þeim sem húsið byggðu. Urðarstígur 3 Urðarstígur 3. Húsið stendur á klöpp sem sagt er að huldufólk búi. Freyja Jónsdóttir segir frá Urðarstíg 3. 4RA HERB. REYRENGI - GRAFARVOGUR Falleg og björt 103,2 fm endaíb. á 3ju hæð hægri með sérinng. af svölum, ásamt sérbílskýli. Gólfefni eru Linolineum-dúkur og flísar. Þvottaherb. innan íbúðar. Áhv. 8,8 m. Verð 13,9 m. BARÐASTAÐIR - GRAFARVOGI Virki- lega falleg 4ra herb. íbúð sem er 113,4 fm á 2. hæð í fallegu 3ja hæða fjölbýli. Allar innrétt. eru úr kissuberjavið. Gólfefni eru parket og flísar. Þvottaherb. innan íbúðar. Sjávarútsýni. Suð-vestursvalir. Áhv 9,2 m. Verð 14,9 m. BARÐASTAÐIR - GRAFARVOGUR Mjög falleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð í nýlegu litlu fjölbýli 136,5 fm þar af bíl- skúr 27,6 fm sem er með flísum á gólfi og sjálfv. hurðaop. Íbúðin er með fallegum amerískum innrétt. úr hun- angseik. Gólfefni eru parket og flísar. Áhv. 14 m. Verð 16,6 m. GULLSMÁRI - KÓPAVOGUR Vor- um að fá í einkasölu fallega 95 fm vel staðsetta 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Hol með innb. fataskáp, stórt hjóna- berb, ásamt 2 rúmgóðum svefnherb, stór geymsla er í íbúðinni sem nýta mætti sem fjórða herbergið. Eigninni fylgir 20 fm geymsla í risi. Góð stað- setning - stutt í alla þjónustu. Fyrsta- flokks íb.. Áhv. 10,8 m. Verð 14,5 m. 3JA HERB. MOSGERÐI - REYKJAVÍK vorum að fá á einkasölu frábæra ósamþykkta kjallara- íbúð með sérinngangi á þessum eftirsótta stað í bænum, skráð 51 fm en er ca 70 fm vegna viðbyggingar. Áhv. 3,5 m. Verð 9,5 m. ÞVERHOLT - REYKJAVÍK Mjög glæsileg 3ja herb. íbúð 90,8 fm á 2. hæð í fallegu lyftuhúsi. Gólfefni eru parket og flísar. Fallegar innréttingar. Stæði í bílageymslu. Flísalagðar vest- ursvalir. Verð 13,9 m. HRINGBRAUT - REYKJAVÍK Virki- lega falleg 3ja herb. 74,4 fm ásamt bílskýli sem er 31,4 fm, samtals 105,8 fm. Beikiparket og flísar á gólfum. Íb. í góðu ástandi. Gott og fallegt útsýni. Áhv. 5,2 m. V. 10,9 m. SIGTÚN RVÍK Um er að ræða glæsilega nýuppgerða 3ja herb. íbúð í Sigtúni. Íbúðin skiptist í 2 svefnherbergi m. parketi. Glæsilegt eldhús - allt nýtt. Baðherbegi m. flísum - baðkar - upphengt klósett. Glæsi- leg eign á besta stað. Verð 13,3 millj. 2JA HERB. FRAMNESVEGUR - RVÍK Falleg krútt- leg 2ja herb. 44 fm risíbúð, möguleiki á að stækka íbúðina. Rafmagn hefur verið end- urnýjað. Nýlegir Velux-veltigluggar. Risloft yfir allri íbúðinni. Útsýni. Áhv. 4 m. Verð 7,5 m. GRETTISGATA - 2JA HERB. - SÉRINNGANGUR Íbúðin er rúmgóð fal- leg og mikið endurnýjuð. Mikil lofthæð, kirsjuberjaparket á gólfum. Áhugaverð íbúð sem vert er að skoða. V. 7,5 m. LANGHOLTSVEGUR - RVÍK Falleg og snyrtileg, mjög rúmgóð 2ja herb íbúð 75 fm m. sérinng. á jarðhæð m. fallegri lóð m. háum trjám. Mikið end- urnýjað s.s. raflagnir, tafla, gler, ofnar, járn á þaki og skólplögn að hluta. Áhv. 4,2 m. Verð 9,7 m. GRETTISGATA Nýuppgerð og skemmtileg 47,5 fm íbúð vel stað- sett. Íbúðin er á jarðhæð með sér- inng. eign sem vert er að skoða. Forst., stofan og svefnherb. er með birki-parketi. Baðherb. er með flísum. Allt nýlegt. Verð 7,8 m. NÝBYGGINGAR EINBÝLI M/AUKAÍBÚÐ HÁTRÖÐ - KÓPAVOGUR Mjög mikið endurnýjað einbýli m. bílskúr og aukaíb. samtals um 228,1 fm miðsvæðis í Kóp. Endurnýjað hefur verið t.d. lagnir, ofnar, gólfefni, innréttingar, hurðir. Fallegur stór garður með verönd m. heitum potti, garð- húsi og skjólveggjum. Stúdíó-íb. er í hluta af bílskúr, góðar leigutekjur. Áhv. 7,5 m. Verð 24,9 m. GVENDARGEISLI - GRAFARHOLT - SÉRINNGANGUR Vorum að fá í sölu vel skipulagðar 2-4 herbergja íbúðir í vel staðsettu, stílhreinu og vönduðu húsi. Allar íbúðir eru m. sérinngangi. Þetta er næsti bær við sérbýli. Íbúðirnar verða afhentar til- búnar til innréttinga eða fullbúnar án gólfefna. Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu. Verð frá 13,5 millj. Góð kaup. OKKAR METNAÐUR - ÞINN ÁRANGUR EINBÝLI RAUÐAGERÐI - RVÍK. Mjög fallegt 190,5 fm einbýli á þremur hæðum m. innb. 24 fm bílskúr. 5 svefnherb. Sána og arinn. Fallegur garður með miklum gróðri, suður- svalir. Áhv.12,4 m. Verð 23,8 m. ÞRÁNDARSEL - ÚTSÝNI Vorum að fá í sölu 242 fm 2ja hæða vel byggt einbýli með innbyggðum bílskúr á þessum eftir- sótta stað í Seljahverfi í Breiðholti. Hiti í plani og við inngang. Möguleiki á auka- íbúð. Verð 29,9 m. RAÐ- OG PARHÚS VÆTTABORGIR - GRAFARVOGUR Í sölu 178 fm parhús á 2 hæðum með innb. bílskúr, á rólegum útsýnisstað í Borgar- hverfi. Húsinu verður skilað nánast fullb. Stutt í skóla og verslun. Verð 22,5 m. 5 TIL 7 HERB. 4RA - 5 HERB. VESTURBERG - BREIÐHOLT Vorum að fá í einkasölu 4ra herb. 102 fm íb. á jarð- hæð. Falleg íb., með 32 fm verönd. Þvhús innan íb., parket á gólfum. Verð 12,9 m. HVASSALEITI - RVÍK M. BÍL- SKÚR Til sölu björt og falleg 169 fm 5-6 herb. íbúð í góðu fjölbýli. Innifalið í fm er 20 fm bílskúr. Herbergi í kjall- ara hentugt til útleigu. ÍBÚÐIN ER LAUS!!! Verð 16,4 m. SJÁVARGATA - ÁLFTANESI Virki- lega vandað og fallegt einb., heild 231,4 fm sem stendur við stóra tjörn, með stórfenglegu útsýni yfir alla höf- uðborgina. Innréttingar (kissuberja), hurðar (mahóní) og parket (prynkató, merbau og eik) sérstaklega vandað. Hurðaropin eru 2,20 m. Bílskúr 50 fm með gryfju, inn frá henni er geymslu- kjallari undir öllu húsinu. Lofth. í stofu og eldhúsi er um 5 m. Verð 26 m. VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ SKOÐUM SAMDÆGURS - EKKERT SKOÐUNAR- GJALD Félagasamtök leita að nýlegum sumarbústað í Árnes- sýslu sem er í skipulögðu sumarbústaðahverfi. Bú- staðurinn þarf að hafa a.m.k. tvö svefnherbergi, raf- magn og hitaveitu. Gott væri að heitur pottur fylgdi. Upplýsingum skal skilað merktum: „Sumarbústaður í Árnessýslu,“ Pósthólf 140, 802 Selfoss. SUMARBÚSTAÐUR ÓSKAST TIL KAUPS!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.