Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 B 39HeimiliFasteignir Austurberg - gott verð Rúmgóð 95 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi. Sólskáli og suðursvalir. Sam- eign í góðu standi og Steni-klætt. Stutt í skóla, sund o.fl. V. 11,3 m. 3386 Kórsalir - með bílskýli. Laus strax Mjög góð ca 110 fm íbúð á 5. hæð ásamt innbyggðu bílskýli. Suðursvalir. Íbúð afhendist strax fullbúin án gólfefna með vönduðum innréttingum. Áhv. húsbréf ca 9 m. V. 16,9 m. 3299 Hlíðar - laus við samning Góð og mikið endurnýjuð ca 105 fm íbúð á 2. hæð neðarlega í Hlíðunum. Íbúðin er öll nýlega endurnýjuð þ.m.t. nýjar hurðir fram á gang. V. 13,7 m. 1078 3ja herb. Tungusel - stór 3ja Mjög rúmgóð 3ja herbergja 85,4 fm íbúð á 3ju hæð í góðu fjölbýli á barnvænum stað sem skiptist í: Hol, stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, bað- herbergi og sérgeymslu. Parket, flísar og dúkur á gólfum. V. 10,7 m. 3599 Hraunteigur - miðhæð Góð 3ja her- bergja íbúð á 1. hæð, sem er miðhæð í góðu þríbýlishúsi. Húsið er forskallað timb- urhús á steyptum kjallara. Gólf 1. hæðar er þar með steinsteypt. Fyrir ca 20 árum var húsið tekið í geng að utan, m.a. skipt um glugga og gler, klætt utan með lituðu áli o.fl. Rafmagnstafla í sameign er nýleg. Góður garður umhverfis húsið. V. 9,5 m. 3596 Nökkvavogur - sérinngangur Björt og rúmgóð 3ja herbergja íbúð í kjallara í góðu tvíbýlishúsi. Sérinngangur. Mikið endurnýjað, m.a. nýtt gler að mestu, nýtt rafmagn o.fl. V. 11,9 m. 3582 Framnesvegur - vestan Hring- brautar 3ja herbergja ca 75 fm íbúð á 3ju hæð (efstu) ásamt ca 7fm herbergi og góðri geymslu í kjallara. áhv. ca 8,6 m. húsbréf og viðbótrarlán V. 10,5 m. 3550 Stíflusel m. sérgarði Vel skipulögð og snyrtileg ca 74 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð ásamt ca 18 fm sérgeymslu í kjallara. Baðherbergi nýlega endurnýjað. Verönd og sérgarður út úr stofu. Sam- eign í ágætu ástandi og snyrtileg. V. 10,5 m. 3483 Vegghamrar - stór 3ja - frábær staðsetning 92,4 fm mjög góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð með sérinngangi af svölum Tvö stór svefnherb. stofa með sólskála. Parket og flísar á gólfum. Stutt í skóla og alla þjónustu. Barnvænn staður. V. 12,4 m. 3565 Háskólinn - Hjarðarhagi Góð 3ja herbergja íbúð á 3. hæð sem er efsta hæð í lítilli blokk, örstutt frá Háskólanum. M.a allt nýlegt á baði. Stórar suðursvalir. Sam- eign öll að utan sem að innan er í góðu standi m.a. nýlega viðgert og Steni-klætt. V. 10,9 m. 3232 Þórufell - útsýni Rúmgóð 78 fm í búð á efstu hæð í góðu fjölbýli fremst og vest- ast í Fellahverfi. Íbúðin hefur töluvert verið endurnýjuð m.a. eldhús, innihurðir, gólfefni o.fl. Góð sameign. Stórar suð-vestursvalir. Frábært útsýni. V. 8,9 m. 3518 Möðrufell - laus Rúmgóð 3ja her- bergja íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í hol, stóra stofu með vest- ursvölum, stórt baðherbergi, gott eldhús með ágætum innréttingum og borðkrók og 2 rúmgóð svefnherbergi. Áhv. ca 6,4 m. í húsbr. og lsj. V. 9,8 m. 3462 Sólvallagata - rishæð - LAUS STRAX Góð ca 80 fm risíbúð í góðu þrí- býlishúsi. Þaki hefur verið lyft að hluta. Stigahús nýmálað og teppalagt. Góð stað- setning. V. 11,8 m. 2286 Smáíbúðahverfi - Bakkagerði Fal- lega innréttuð og rúmgóð 3ja herbergja ris- íbúð í þríbýlishúsi í þessu rólega og rót- gróna hverfi ofarlega á Grensásnum. Góðir kvistir og suðursvalir. Nýlega endurnýjaðar vatns-og hitalagnir, rafmagn o.fl. V. 9,9 m. 3338 Asparfell Ágæt ca 80 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Áhv. byggsj. ca 4 millj. V. 9,6 m. 3151 Veghús - jarðhæð m. bílskúr. Vorum að fá í einkasölu fallega 88 fm íbúð á jarðhæð ásamt sérgarði og 25 fm bílskúr. Áhv. bsj. ca 6,2 m. V. 13,2 m. 3527 Mosfellsbær - Miðholt Falleg og vel staðsett 3ja herbergja endaíbúð á 3ju hæð (efstu) en 1. hæðin er jarðhæð. Eldhús með góðri innréttingu, suður- svalir. Öll sameign mjög snyrtileg, sam- eiginleg hjóla- og vagnageymsla. Gott útsýni er úr ibúðinni til suðurs, vesturs og norðurs. V. 10,9 m. 3567 2ja herb. 7 Hverfisgata - Rvík Samþykkt og rúm- góð 2ja herbergja kjallaraíbúð í góðu fjór- býlis-steinhúsi. Góð sameign og rólegt sambýli. V. 7,9 m. 3569 Hjallavegur - 104 Rvík Samþykkt 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í góðu steinhúsi á rólegum og rótgrónum stað í Kleppsholti. V. 6,2 m. 3570 Eikjuvogur - sérinngangur Rúmgóð 2ja herbergja íbúð í kjallara í góðu tvíbýlis- húsi á rólegum og rótgrónum stað. Falleg- ur garður umhverfis húsið. V. 8,6 m. 3499 Æsufell - lyftublokk Snotur 56 fm 2ja herbergja íbúð á 6. hæð í góðri lyftublokk. Húsvörður í húsinu og séð er um öll þrif. V. 7,0 m. 3509 Árkvörn - Sérinngangur - bílskúr Góð vel skipulögð 63,8 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi, ásamt bílskúr. Sérgarður, parket á flestum gólfum. Áhv. húsbréf ca 5,7 miljónir. V. 11,4 m. 3472 Krummahólar-bílskýli Góð 2ja her- bergja íbúð á 2. hæð í lyftublokk. Parket og flísar á gólfum. Góð sameign. Bílskýli. V. 7,3 m. 3450 Veghús - góð lán áhv Stór og rúm- góð 72,5 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Stórar svalir. Góð sam- eign og barnvænt umhverfi. Áhv. byggsj.lán 6,1 m. m. 4,9% vöxtum 3455 Atvinnuhúsnæði o.fl Verslun/Skrifst. við Miðhraun - Garðabæ Nýtt atvinnuhúsnæði fyrir skrifstofur, verslanir eða iðnað, lager o.fl. á jarðhæð og efri hæð til sölu í einu lagi eða í einingum, frá ca 62,5 fm og að 143,5 fm (samtals 6 séreiningar). Eignin er til af- hendingar fljótlega, fullbúin að utan og að innan, flísar á neðri hæð og parket á efri hæð. Stigahús verður fullbúið með riðfríum póstum og viðarborð á milli. Lýsingarbún- aður og öryggiskerfi verður komið. Stefnt er að því eignin verði sérlega glæsileg. Eignin er mjög vel staðsett með tilliti til auglýsinga. Næg bílastæði. verð frá 6,9 m. 2185 Smiðjuvegur / laust strax Ágætt 106 fm atvinnuhúsnæði á efri hæð í EV húsinu við Smiðjuveg. Hentugt f. ýmsan smáiðnað, heildverslun og svo frv. Vinnusalur og þar innaf er skrifstofa og geymsla. Snyrting. Góð aðkoma er að húsinu, næg bílastæði og húsnæðið vel staðsett með tilliti til auglýsinga. V. 7,9 m. 3535 Ásbraut - Kópavogi - Laus Í einkasölu vel staðsett og mjög notar- leg ca 41 fm einstaklingsíbúð á 3. hæð. Stórar suðursvalir. Laus strax. V. 6,5 m. 3372 Landið. Grímsnes - Öndverðarnes Rúmlega fokheldur 54 fm bústaður í landi Múrarafé- lagsins. Frábær aðstaða, m.a golfvöllur, sundlaug o.fl. Gott staðgreiðsluverð. V. 3,9 m. 3214 Jarðlangsstaðir - við Langá Ný- legur og vandaður 55 fm sumarbústaður á 7800 fm eingarlóð úr landi Jarðlangsstaða, í grennd við Langá. Landið þarna er kjarri vaxið. Bústaðurinn hefur verið í byggingu síðustu 4-5 árin og hefur verið vandað til alls. Hann er nú fullbúinn með köldu vatni úr borholu frá nágranna. V. 8,7 m. 3586 Vogar - Ægisgata Nýlega innréttað og nánast algjörlega endurnýjað 141 fm ein- býlishús á einni hæð ásamt rúmgóðum ca 38 fm bilskúr. Suðurgarður með heitum potti og skjólveggjum. Bílskúrinn er rúm- góður með öllum búnaði. V. 19,1 m. 3441 Breiðamörk - Hveragerði Í þessu vandaða og vel byggða húsi er öll efri hæðin til sölu. Um er að ræða þrjár fallega innréttaðar íbúðir, tvær 3ja herbergja 78 fm og eina 2ja herbergja 44 fm. Vandaðar inn- réttingar. Stórar svalir. Gott tækifæri til að eignast ódýrt húsnæði í Hveragerði. Verð frá 6,9 millj. 3572 Siglufjörður - gott og ódýrt Frá- bært tækifæri fyrir burtflutta Siglfirð- inga.4ra herbergja ca 78 fm efri hæð í fal- legu eldra steinhúsi í síldarbænum Siglu- firði. V. 1,7 m. 3511 Brekkugerði - Vatnsleysustr. - Nýbygging - Skipti Í einkasölu nýtt einbýlishús á tveimur hæðum (u.þ.b. tilb. undir tréverk ) samtals ca 215 fm ásamt ca 39 fm bílskúr. Skipti á eign á stór Reykjavíkursvæðinu. TILBOÐ. 2839 Sumarbústaðaland ásamt litlu húsi Sumarbústaðaland 50 fm X 50 fm í landi Þúfu í Kjós ásamt gömlu sumar- húsi sem er á landinu. Stutt er í rafmagn og vatn. Húsið sem er á landinu er 29 fm V. 1,7 m. 2444 Hveragerði-Kambahraun Gott einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr á góðum stað í bænum. Vandaðar innrétt- ingar og gólfefni. Arinn í stofu. Fallegur garður. Verönd og heitur pottur. 3349 Sumarhús í Svínadal (Akur 63) Höfum til sölumeðferðar fyrir Trésmiðj- una Akur á Akranesi, 63 m2 glæsilegt sumarhús í Svínadal Húsið er í kjarrivöx- nu landi með frábæru útsýni. Stutt er í afþreyingu (innan við 15 mín. akstur) t.d. silungsveiði, golf og sund. Verð miðast við að húsið sé fullbúið að innan með innréttingum og innhurðum, en á gólf- efna. V. 5,9 m. 3507 Hæðarendi - Grímsnesi Sumar- bústaðaland 1 hektari í landi Hæðar- enda í Grímsnesi. V. 500 þ. 1990 Tryggvagata - Vesturgata Gott ca 215 fm skrifstofu- og lagerhúsnæði, húshæðið er á 2. hæð Tryggvagötumeg- in en á jarðhæð Vesturgötumegin. V. 16,7 m. 3074 Útreikn- ingar á greiðslu- mati GREIÐSLUMATIÐ sýnir há- marksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækj- enda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. lífeyrissjóðslánum eða banka- lánum til fjármögnunar útborgun- ar séu eigið fé umsækjenda og séu 10, 30 eða 35% heildarkaupanna. Síðan eru hámarksfjármögnunar- möguleikar hjá Íbúðalánasjóði reiknaðir út miðað við eigið fé, há- marksgreiðslugetu til að greiða af íbúðalánum og vaxtabætur. Útreikningur á greiðslugetu: Heildartekjur -skattar -lífeyrissjóður og félagsgjöld -framfærslukostnaður -kostnaður við rekstur bifreiðar -afborganir annarra lána -kostnaður við rekstur fasteign- ar =Ráðstöfunartekjur/hámarks- geta til að greiða af íbúðalánum Á greiðslumatsskýrslu kemur fram hámarksgreiðslugeta um- sækjenda til að greiða af íbúða- lánum og eigið fé umsækjenda. Þegar umsóknin kemur til Íbúða- lánasjóðs fylgir henni yfirlit yfir greiðslubyrði af yfirteknum og nýj- um lánum í kauptilboði. Hámarks- greiðslugeta skv. greiðslumats- skýrslunni er þá borin saman við raun greiðslubyrði á kauptilboði og eigið fé í greiðslumatsskýrslu borið saman við útborgun skv. kauptil- boði. Eftir atvikum getur þurft að reikna vaxtabætur m.v. raunveru- legt kauptilboð aftur þegar um- sókn er skilað til Íbúðalánasjóðs. Verð eignarinnar og samsetning fjármögnunar getur svo verið önn- ur en gert er ráð fyrir í greiðslu- mati eftir því hvaða mögulega skuldasamsetningu hin keypta eign býður upp á. Ekki er gert ráð fyrir að umsækjendur endurtaki greiðslumatið ef aðrar fjármögn- unarleiðir eru farnar en gengið er út frá í greiðslumati. Tökum dæmi: Umsækjandi sem er að kaupa sína fyrstu eign gæti t.d. fengið greiðslumat sem sýnir hámarks- verð til viðmiðunar 7.000.000 kr. miðað við 2.100.000 í eigið fé og há- marksgreiðslugeta hans væri 40.000 kr. þegar allir kostnaðarlið- ir hafa verið dregnir frá tekjunum. Þessi umsækjandi gæti svo keypt íbúð fyrir 8.000.000 án þess að fara í nýtt greiðslumat ef for- sendur hans um eignir og greiðslu- getu ganga upp miðað við nýja lánasamsetningu. Dæmi: Kaupverð 8.000.000 Útborgun 2.080.000 Fasteignaveðbréf 5.600.000 (70%, greiðslubyrði m.v. 25 ára lán = 33.000 á mánuði) Bankalán 320.000 (greiðslubyrði t.d. 10.000 á mánuði) Það er ljóst ef kauptilboð, yfirlit yfir greiðslubyrði yfirtekinna og nýrra lána í kauptilboði og greiðslumatsskýrsla er borin sam- an án þess að farið sé í nýtt greiðslumat að þessi kaup eru inn- an ramma greiðslumatsins þrátt fyrir að stungið hafi verið upp á 7.000.000 íbúðarverði m.v. upphaf- legar forsendur. Útborgunin er innan marka eigin fjár hans og greiðslubyrði lánanna innan marka greiðslugetunnar. Fyrsta greiðsla er að jafnaði talsvert hærri en síðari greiðslur, hún er á þriðja reglulega gjalddaga frá útgáfu fasteignaveðbréfsins (sé um mánaðarlega gjalddaga að ræða) og samanstendur af einnar mánaðar afborgun, vöxtum frá fyrsta vaxtadegi (a.m.k. þrír mán- uðir) og vísitölu frá grunnvísitölu- mánuði (a.m.k. þrír mánuðir). Gjalddagar húsbréfalána Íbúða- lánasjóðs geta verið mánaðarlega eða ársfjórðungslega. Hægt er að breyta gjalddögum lánanna eftir útgáfu þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.