Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 25. mars 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað B Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Tilfyrri virðingar Ingólfsstræti 1 26 Ungt f́ólk Innbrot ogöryggi Í Sólarsölum 34 Bæklingur 5 UM þessar mundir er verið að skipu- leggja nýja íbúðarbyggð á Laugum í Þingeyjarsveit. „Um er að ræða alls níu íbúðarhús sem geta verið allt frá einbýlishúsum upp í fjórbýlishús, hvert og eitt þeirra,“ sagði Jóhann Guðni Reyn- isson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. „Þetta eru tvö parhús, eitt raðhús með þremur íbúðum og sex lóðir að auki fyrir einbýli eða fjölbýli. Deili- skipulag svæðisins er í kynningu og reiknað er með að úthlutun hefjist í júní ef ekki berast alvarlegar at- hugasemdir. “ Hver hefur skipulagt þetta bygg- ingarsvæði? „Landslag ehf. hefur gert það. Verkið á sér um þriggja ára aðdrag- anda með skipulagningu á mun stærra svæði í landi Hóla og Lauta í Reykjadal. Þessi skipulagsreitur var tekinn út úr þeirri skipulagsvinnu til þess að flýta mögulegum fram- kvæmdum á þessu svæði.“ Er mikil þörf fyrir nýtt íbúðar- svæði í Þingeyjarsveit? „Já, tvímælalaust. Hér stendur t.d. eitt gamalt hús og bíður eftir að komast á nýjan grunn á þessu svæði og verið er að byggja á öðrum lóðum á Laugum tvö íbúðarhús og hið þriðja er nýbyggt. Sjá má uppdrátt af byggingarsvæðinu á slóðinni www.thingeyjarsveit.is.“ Hvað veldur þessum mikla bygg- ingaráhuga núna? „Það er atvinnustarfsemin á svæð- inu, hún er blómleg og hér eru burð- arásar sveitarfélagsins, svo sem Laugafiskur, sem um 30 manns starfa hjá, og svo Framhaldsskólinn á Laugum, þar sem annað eins af fólki vinnur, og loks er sveitarfélagið sjálft nokkuð stór atvinnurekandi. Hér eru líka sparisjóður, verslun og veitingahús og vélaverkstæði og önnur starfsemi sem veitir talsverða vinnu og þjónustu. Loks ber að nefna hinn hefðbundna landbúnað í sveit- unum í kring, sem er ein af undir- stöðum sveitarfélagsins. Við njótum að auki nálægðarinnar við Akureyri og Húsavík, hér búa ýmsir sem starfa og njóta þjónustu þar. Hér búa um 730 manns á 5.000 fer- kílómetrum. Sveitarfélagið var ný- lega stofnað á grunni Hálshrepps, Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps og Reykdælahrepps.“ Eru hin nýju íbúðarhús á Laugum steinsteypt eða úr timbri? „Það er ýmist, sum eru steypt upp á lóðinni en önnur flutt á staðinn eða byggð hér úr timbri. Hér er mikil veðursæld og það er einn megin- styrkur Þingeyjarsveitar hvað mörg sumarhús eru á svæðinu, einkum í Fnjóskadal. Þess má geta að til stendur að byggja ný íbúðarhús á bújörðum í Þingeyjarsveit.“ Er þetta nýja svæði á Laugum í fjarlægð frá annarri byggð? „Nei, þetta er hluti af eldri byggðakjarna með níu einbýlishús- um og fjórum íbúðum í parhúsum. Hverfið heitir Laugar og þaðan er stutt í alla þjónustu, svo sem grunn- skóla, framhaldsskóla, tónlistarskóla og leikskóla, einnig heilsugæslu- útibú, verslun og veitingahús með bensínsölu, sparisjóð, pósthús, hár- greiðslustofu og verkstæðisþjón- ustu. Hér er einnig öflugt trésmíða- verkstæði og byggingarverktaki. Skrifstofur sveitarfélagsins eru og hér rétt hjá. Byggðarkjarninn er rétt við hringveginn þannig að meg- insamgönguæðin er steinsnar frá byggðinni. Loks skal nefna að verið er að vinna að undirbúningi að gerð ganga í gegnum Vaðlaheiði sem styttir vegalengd frá Laugum til Ak- ureyrar um 15 til 20 kílómetra.“ Ný íbúðarhúsabyggð á Laugum Deiliskipulag nýrrar íbúðarhúsabyggðar á Laugum. Hluti af nýbyggingarsvæðinu og afstaða til þjónustukjarna. Sparnaður, öryggi, þægindi                            "# $ % &' # (& ) & # (# && ) & # # " $ % ' " $ '& & # # % # (( ) * ! !  + & !  +    ,-.  /  ,-. /  0   ! "#$ %&$! %&&' 12+3+ $3 & 4 567 .38 94 -:! $ ;!+!< & ;!+!< )+2 ;!+!< & ;!+!<   ! (   . / ( +  &+= / >>>!!   ? 3@ A B !  !  !  ! ! ! !" !0 #$   )*  +% 3@ A B  "&- ' ' %. "/ - " "0. %$'.& "#1% / /%12 "&10 )7 B  3 ! 4  ! $ ".$ %'$! %&&' 9  + , (  % %   "  ! !         ! !  ! ! $ $ 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.