Morgunblaðið - 26.03.2003, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2003 B 15
vinnuvélar
ÞEIR sem vinna á þungum vinnu-
vélum hafa allflestir lent í því að
það springur á dekki. Það kostar
talsverða vinnu og fyrirhöfn að
skipta um og auk þess hefur þetta
óhjákvæmilega í för með sér vinnu-
tap. Bandaríska fyrirtækið Arnco
hefur sérhæft sig í því að koma í
veg fyrir að það geti sprungið á
dekkjum. Þeirra aðferð er sú að
sprauta úreþani inn í dekkin og
gera þau massíf með efninu. Dekkin
halda engu að síður fjöðrunareig-
inleikum eins og þau væru með
lofti. Íslenskir umboðsmenn þess-
arar tækni hafa hafið störf á
Smiðjuvegi 34 og hafa fengið þó
nokkur verkefni, m.a. frá ÍSAL og
Skipalyftunni í Vestmannaeyjum.
Auk þess að koma í veg fyrir vinnu-
tap sem hlýst af því þegar springur
á dekki hefur þessi tækni í för með
sér að fjöðrunareiginleikar batna og
ending dekkja stóreykst. Úreþan-
efnið er í vökvaformi og er sprautað
með sérstakri dælu inn í dekkin.
Þar tekur það sig og verður eins og
gúmmí. Kevin Hauksson, umboðs-
maður Arnco á Íslandi, segir að
kostnaður við að fylla í dekk sé
svipaður og kostnaður við nýtt
dekk. Á hinn bóginn verði ending
dekksins margfalt meiri og ekki
þurfi að hafa áhyggjur af vinnutapi
þótt springi. Hægt er að fylla öll
venjuleg slöngudekk með efninu.
Tækin þyngjast við þetta en eru
sögð fá aukinn stöðugleika og veg-
grip. Þeim vilja kynna sér þessa
tækni er bent á umboðsmenn Arnco
á Smiðjuvegi 34.
Brynjur
Fyrirtækið Hvellur hefur verið
með á markaðnum svokallaðar
brynjur sem hlífa dekkjum vinnu-
véla og auka endingu þeirra. Brynj-
urnar nota verktakar í stærri verk
og þá fyrst og fremst til að hlífa
dekkjum. Áætla má að vinnuvél
sem vinnur í hvössu grjóti (sprengi-
grjóti) eyðileggi dekk á u.þ.b. 2.000
tímum. Sagt er að nota megi dekk í
10.000 tíma með brynju.
Slöngudekk
gerð massíf
eða brynjur
Eins og sjá má skiptir ekki máli þótt
oddhvassir hlutir stingist í dekkið þeg-
ar það hefur verið fyllt með úreþani.
MARGIR þurfa á lítilli gröfu, trakt-
orsgröfu eða öðrum áhöldum að
halda þegar gera á breytingar og
endurbætur á garðinum. Það kostar
sitt að fá tæki með manni en ódýrara
er að leigja tækið og vinna verkið
sjálfur. Hjá Kraftvélaleigunni er
fjöldi tækja til leigu, allt frá hekkk-
lippum og keðjusögum til traktors-
grafa. Tækin eru leigð allt frá hálfum
degi og upp í mánuð, allt eftir þörf-
um hvers og eins. Sem dæmi má
nefna að hekkklippur sem ganga fyr-
ir bensíni eru leigðar á 2.210 kr. fyrir
hálfan dag og 3.400 kr. fyrir heilan
dag. Vikan kostar 17.000 kr. Mini-
grafa af Komatsu-gerð kostar frá
8.368 kr. hálfur dagur og upp í 16.373
kr. Dagurinn kostar þá 16.736 kr.
fyrir minni gröfuna og 32.746 kr. fyr-
ir þá stærri. Traktorsgrafa kostar
15.217 kr. hálfur dagur og 30.433 kr.
heill dagur.
Að sögn Sigurðar Jónssonar hjá
Kraftvélaleigunni er reyndar allur
gangur á því hvort fólk kann á tækin.
Lögin eru þannig að almenningur
getur fengið leigða allt að 45 tonna
gröfu án þess að hafa réttindi til að
stjórna tækinu, svo fremi sem tækið
er notað inni á lóð þess sem leigir
hana. Mikið er um að menn leigi
smágröfur og beltavagna þegar ver-
ið er að moka fyrir sólpöllum eða
gera dren í kringum hús. Smágröf-
urnar eru einfaldar í notkun og flest-
ir ráða við þær.
Kraftvélaleigan flytur tækin til
þeirra sem leigja en einnig leigir fyr-
irtækið út kerrur til að flytja þau.
Mikil eftirspurn myndast jafnan á
vorin eftir tækjunum og stundum er
bið. Þess má geta að Húsasmiðjan er
einnig með útleigu á vinnuvélum.
Minigröfur á leigu
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Nú geta garðeigendur leigt sér traktorsgröfu fyrir næstu framkvæmdir.