Morgunblaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 30
S
AMTÖK aldraðra eiga sér
þegar all langa og árang-
ursríka sögu. Samtökin
voru stofnuð 29. marz 1973
í þeim tilgangi að vinna að ýmsum
hagsmunamálum aldraðra og bar þar
hæst byggingu hentugs íbúðarhús-
næðis fyrir aldrað fólk.
Fyrst eftir að samtökin voru stofn-
uð fór mesti kraftur félagsmanna í að
móta starfið og vinna þeirri hugmynd
fylgis að aldraðir gætu og ættu sjálfir
að hafa frumkvæðið að því að skipu-
leggja og láta byggja húsnæði er
hentaði þeim á efri árum æfinnar.
Samtökin hafa ávallt átt mikinn
hljómgrunn meðal eldra fólks, sem
lýsir sér í því, að á stofnfundi þeirra
fyrir þrjátíu árum gengu strax 450
manns í samtökin. Nú eru félagar um
1.600.
Til að gerast félagi þarf fólk að hafa
náð fimmtugs aldri en sextugs aldri til
þess að geta keypt íbúðir, sem byggð-
ar eru á vegum samtakanna. Árgjald-
ið nú er 2.800 kr. fyrir félaga en hjón
eru skráð sem einn félagi. Samtökin
eru ekki tengd neinum stjórnmála-
flokki og aðild að þeim er öllum opin,
en flestir meðlimir eru úr Reykjavík.
Árið 1981 var stofnað byggingar-
samvinnufélagið Samtök aldraðra.
Var þegar hafizt handa við að að leita
fyrir sér um lóðir og tryggja fjár-
magn til byggingar íbúða fyrir aldr-
aða. Árið 1982 fengu samtökin sína
fyrstu lóð og létu byggja fyrsta húsið,
sem stendur við Aðalland í Fossvogi.
Síðan hafa verið byggð átta fjöl-
býlishús til viðbótar á vegum samtak-
anna. Alls eru íbúðirnar orðnar um
270 og nú er tíunda húsið í byggingu
við Dalbraut 14, en í því verða 27 íbúð-
ir.
Reykjavíkurborg hefur reist
nokkrar þjónustumiðstöðvar við hús
félagsins og er það til hagræðis fyrir
bæði íbúa húsanna og Félagsþjónustu
Reykjavíkurborgar.
Vilja búa í
eigin húsnæði
„Yfirleitt er það eindreginn vilji
aldraðra að búa eins lengi og kostur
er í eigin húsnæði,“ segir Guðmundur
Gunnarsson, núverandi formaður
Samtaka aldraðra, en hann er bygg-
ingaverkfræðingur.
„Að því kemur oftast, að fólk sem
komið er á efri ár, vill breyta um hús-
næði, af því að húsnæðið þar sem það
bjó áður hentar ekki lengur. Kröfurn-
ar eru orðnar aðrar. Eitt megin
markmið samtakanna er einmitt að
gera þessu fólki kleift að fá hentugra
húsnæði og á viðráðanlegu verði.
Allar íbúðirnar eru þannig hannað-
ar að eldra fólk kemst um þær í hjóla-
stól, ef vill og öll aðkoma að húsunum
og íbúðunum er mjög greið. Bruna-
varnir eru góðar og húsin eru mjög
viðhaldslítil.“
„Það var hugsjónafólk, sem stóð að
stofnun þessara samtaka í upphafi og
í röðum þeirra voru margir þekktir
borgarar,“ heldur Guðmundur áfram.
„Fyrsti formaður samtakanna var
Auðunn Hermannsson, en aðrir í
stjórn voru Ólöf Konráðsdóttir, Barði
Friðriksson, Geirþrúður Bernhöft,
Böðvar Jónsson, Friðrik Einarsson,
Jónas Rafnar, Sólveig Pálsdóttir,
Hersteinn Pálsson og Gyða Jóhann-
esdóttir.
Meginstarf Samtaka aldraðra er
sjálfboðastarf, félagsgjöldum er stillt
í hóf og allur kostnaður við skrifstofu
hafður í lámarki. Eignir félagsins eru
takmarkaðar en við eigum eigið hús-
næði fyrir starfsemi okkar skuldlaust
og höfum starfsmann í hálfu starfi.“
Guðmundur segir, að stjórn sam-
takanna hafi gert stjórnvöldum bæði
ríkis og borgar grein fyrir þeim mikla
sparnaði sem hlýst af íbúðum byggð-
um á vegum samtakanna og bætir
við: „Með þeim hefur verið létt veru-
lega á þeirri þjónustu sem ríki og
borg er ætlað að veita öldruðu fólki,
en meðalaldur þeirra sem búa í þess-
um íbúðum er næstum sá sami og
þeirra sem búa á dvalarheimilum
aldraðra.“
Guðmundur leggur áherzlu á, að
íbúðir reistar á vegum Samtaka aldr-
aðra eru ekki byggðar í hagnaðar-
skyni. „Íbúðarverð er hagstætt hjá
samtökunum, þegar miðað er við
markaðsverð á nýbyggingum,“ segir
hann. „Svo er að sjá sem aukin
reynsla, lágur stjórnunarkostnaður
sem og vandað val á góðum hönnuð-
um og verktökum, strangt eftirlit og
góð fjármálastjórn skili sér vel.“
Sú kvöð er á íbúðunum, að við eig-
endaskipti seljast þær eingöngu til fé-
laga í Samtökum aldraðra og þær
mega ekki seljast á hærra verði en
Morgunblaðið/RAX
Á byggingarsvæði Samtaka aldraðra við Dalbraut eru þegar risin mörg fjölbýlishús. Þetta hús stendur við Dalbraut 18-20. Það var reist 1988 og í því eru 47 íbúðir.
Morgunblaðið/RAX
Frá vinstri: Magnús Guðjónsson byggingameistari, Ingólfur Antonsson eftirlitsmaður, Guðfinna Thordarson arkitekt, Guðmundur Gunnarsson, form. Samtaka aldraðra, meðstjórnendurnir Sigurður Óskarsson,
Dóra Sif Wiium, Jakobína Guðmundsdóttir og Páll Jónsson, Jón Aðalsteinn Jónasson gjaldkeri og Páll Jónsson ritari. Myndin er tekin fyrir framan fjölbýlishús Samtaka aldraðra, sem er í smíðum við Dalbraut
14, en í því verða 27 íbúðir. Nú er verið að steypa upp fjórðu hæðina, en áformað er að afhenda íbúðirnar 15. september. Húsið verður fjórar hæðir og með lyftu og í því verða 2ja og 3ja herb. íbúðir.
Samtök aldraðra hafa staðið
fyrir byggingu um 300 íbúða
Samtök aldraðra áttu
þrjátíu ára afmæli nú um
helgina, en helzta mark-
mið þeirra hefur verið
smíði hentugra og hag-
kvæmra íbúða fyrir aldr-
aða. Magnús Sigurðsson
kynnti sér starfsemi
samtakanna.
30 B ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir