Morgunblaðið - 04.04.2003, Side 4

Morgunblaðið - 04.04.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær verulega refsinguna yfir Sigurði Guð- mundssyni sem var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa með hristingi eða öðrum hætti valdið dauða níu mánaða gamals drengs sem hann hafði í daggæslu í Kópavogi. Hæstiréttur dæmdi hann í 18 mánaða fangelsi en í Héraðsdómi Reykjaness hlaut hann þriggja ára fangelsi og var dæmdur til að greiða eina milljón í sekt til ríkissjóðs. Miskabætur til for- eldra drengsins voru jafnframt lækk- aðar um 600.000 krónur. Undir gríðarlegu álagi Hæstiréttur féllst á niðurstöðu hér- aðsdóms um að áverkar drengsins hefðu samsvarað svonefndu „shaken- baby syndrome“. Eftir að hafa hlotið þessa áverka hefði drengurinn verið ófær um að sýna eðlilega hegðun og misst meðvitund samstundis. Ákærði hélt sig staðfastlega við þann fram- burð að drengurinn hefði verið eðli- legur í háttum þar til hann lagði hann í barnavagn nokkru eftir klukkan 14, miðvikudaginn 2. maí 2001, en ekkert kom fram í málinu um að aðrir hefðu haft afskipti af drengnum þar til hann fannst meðvitundarlaus síðar um daginn. „Er þá engum öðrum til að dreifa en ákærða, Sigurði sjálfum, er hefði getað veitt [drengnum] hina banvænu áverka,“ segir í dómnum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hafði tekið að sér að gæta drengsins og brugðist þeim trúnaðarskyldum sem því fylgdu. Taka yrði tillit til þess að hann hefði ekki haft fulla stjórn á gerðum sínum vegna gríðarlegs álags þar sem 21 barn var í daggæslu þennan dag og sambýliskona hans langt gengin með barn. Sigurður og sambýliskona hans voru einnig dæmd fyrir að taka mun fleiri börn í daggæslu en þau höfðu leyfi fyrir. Deilt um orsakir Í málinu lágu m.a. fyrir tvær um- sagnir læknaráðs og álitsgerðir er- lendra sérfræðinga sem Sveinn Andri Sveinsson hrl., verjandi ákærða, afl- aði. Tekið er fram í dómnum að af hálfu ákærða hafi ekki verið neytt þeirra réttarfarsúrræða að fá dóm- kvadda kunnáttumenn til að fram- kvæma matsgerð í því skyni að hnekkja þeim læknisfræðilegu álykt- unum sem lágu fyrir í málinu. Af hálfu ákærða var því haldið fram að fullkominn vafi væri á dánarorsök drengsins og læknisfræðilega algjör- lega ósannað að um „shaken-baby syndrome“ væri að ræða. Vísaði hann til álitsgerða átta erlendra sérfræð- inga sem fengu gögn um krufningu og heilsufar drengsins. Eftir að álit erlendu sérfræðinganna lá fyrir beindi Hæstiréttur einnig tíu spurn- ingum til ráðsins en í dómnum segir að þann úrkost hafi dómstólar til að fá fram sérfræðilegar umsagnir um læknisfræðileg efni. Ennfremur var Þóra Steffensen réttarmeinafræðing- ur spurð hvort álitsgerðirnar breyttu einhverju um niðurstöður krufningar. Áður hafði ríkissaksóknari beint tíu spurningum um málið til læknaráðs. Bæði læknaráð og Þóra komust að sömu niðurstöðu og fyrr, að önnur dánarorsök hefði verið útilokuð. Sigurður var dæmdur til að greiða foreldrum drengsins 1,2 milljónir hvorum um sig í miskabætur. Bogi Nilsson ríkissaksóknari sótti málið en Jóhannes Albert Sævarsson hrl. var verjandi sambýliskonu Sig- urðar. Refsing milduð vegna gáleysisdráps á barni „ALLAR leiðir verða kannaðar til að fá þessum dómi hnekkt,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hrl., verjandi Sig- urðar Guðmundssonar sem Hæstiréttur dæmdi fyrir að hafa orðið níu mánaða gömlum dreng að bana fyrir gá- leysi. Hann segir að með því að hafna álitum erlendu sér- fræðinganna hafi Hæstiréttur gengið gegn fyrra for- dæmi. Í svonefndu prófessorsmáli hafi álit geðlæknis ráðið úrslitum en læknirinn hafi ekki verið dómkvaddur eða komið fyrir dóm frekar en sérfræðingarnir sem Sveinn Andri leitaði til. „Það er skelfileg tilhugsun að dómurinn skuli falla á réttarfarslegum tækniatriðum sem valda því að ekki er hægt að taka neitt tillit til sér- fræðigagna í málinu,“ segir hann en að hans áliti hafa er- lendu sérfræðingarnir mun meiri reynslu og þekkingu af sambærilegum málum en íslenskir læknar sem hafa gefið álit sitt. Spurður um hvers vegna þessir menn voru ekki dómkvaddir segist hann líta svo á að það sé ákæruvalds- ins að upplýsa mál en ekki verjanda, ríkissaksóknari hefði því átt að eiga frumkvæði að því að fá þá fyrir dóm. Sveinn Andri segir að ef Hæstarétti hafi þótt það galli í málinu að ekki voru dómkvaddir matsmenn hafi dómnum verið í lófa lagið að vísa málinu aftur heim í hérað. Segir Hæstarétt ganga gegn fordæmi „ÞETTA eru asnalegir þættir en maður horfir samt á þetta,“ segja þau Ari Freyr Oddsson, Sandra Björg Helgadóttir, Jón Arnar Tómasson og Elísabet Helga Er- lendsdóttir, 7. bekk í Seljaskóla, en þau spjölluðu við blaðamann í gær um svokallaða áhættusjónvarps- þætti sem eru afar vinsælir hjá börnum og unglingum. Þau segjast öll horfa á þætti eins og Jackass, 70 mínútur, Heimsmetabók Guinn- ess og Fear Factor, sem séu stund- um skemmtilegir. „Ég get samt oft ekki horft á Heimsmetabók Guinn- ess eða Fear Factor, því það er allt svo ógeðslegt og ég fæ bara inni- lokunarkennd,“ segir Elísabet. Þau eru sammála um að Jackass og 70 mínútur séu sérstaklega vin- sælir hjá krökkum. Ari segist allt- af horfa á 70 mínútur og stelp- urnar segja að sá þáttur sé skemmtilegur því hann gangi ekki bara út á að meiða sig eins og t.d. Jackass heldur sé fullt af öðruvísi efni líka sem sé skemmtilegt eins og falin myndavél. En hvað er svona skemmtilegt við svona þætti? „Það er stundum gaman að horfa á svona fíflagang og þetta getur oft verið fyndið. Það er líka gaman að sjá hvað þessir gaurar eru til í að fórna sér fyrir vinnuna sína,“ segir Ari. „Líka er áhugavert að sjá hvað fólk er til í að gera fyrir peninga.“ Sjálf segjast þau aldrei mundu reyna neitt af því sem þau sjá í þessum þáttum. Stelpurnar segjast þó eiga vinkonur sem hafi blandað svokallaða ógeðsdrykki eins og gert er í 70 mínútum. „Þær notuðu samt ekkert hættulegt, bara ógeðslegt, eins og mjólk, tóm- atsósu, kók og majones. Þær drukku þetta ekki en smökkuðu bara.“ Þá segjast strákarnir þekkja dæmi þess að krakkar hafi verið að mana hver annan upp í að drekka slíka drykki fyrir pening. Krakkar séu líka að leika sér að því að sitja í búðarkerrum og ýta hvert öðru niður brattar brekkur. Þau telja í lagi að unglingar horfi á svona þætti enda skilji þeir að atriðin geti verið hættuleg. Hins vegar sé ekkert ólíklegt að yngri krakkar api eftir atriðunum sem þau sjái og þau eru sammála um að þættirnir eigi að vera seinna á kvöldin. „Litlir krakkar sjá náttúrulega fullorðið fólk gera þessa hluti og halda kannski að það allt sé í lagi fyrir þau líka,“ og Elísabet bætir við að litlu systur sinni, sem er fimm ára, sé harð- bannað að horfa á slíka þætti. Ekki spennandi að horfa með kvöldmatnum Þau segja að fólk sé stundum að gera svakalega hluti eins og að láta sig hanga í lausu lofti í krók- um og stinga tíu sverðum ofan í kok. Einnig hafi þau séð fólk borða orma og kúaheila. Oft séu þraut- irnar í Fear Factor þó skemmti- legar og gjarnan eitthvað skrítið og skemmtilegt í Heimsmetabók- inni sem sé ekki ógeðslegt. „Þau áttu að borða eins mikið af kakkalökkum og þau gátu í Fear Factor um daginn og þá ég gat sko ekki horft,“ segir Sandra og Jón bætir við að kvöldmaturinn verði einmitt frekar ókræsilegur ef ver- ið er að borða við sjónvarpið. El- ísabet segist alltaf vorkenna fólk- inu sem þarf að ganga í gegnum þessar þrautir. „Svo vinna þau kannski ekki einu sinni pening- inn,“ segir Sandra. Jón bendir á að maður í Jackass hafi stokkið fram af svölum á ann- arri hæð til að ganga í augun á einhverri konu sem hann var hrif- inn af. „Maður myndi náttúrulega bara spyrja svoleiðis gaur hvað væri að honum!“ segir Elísabet og Sandra bætir við: „Ég myndi alla vega ekki falla fyrir honum.“ Nemendur í Seljaskóla segja stundum gaman að horfa á fíflalæti „Myndi ekki falla fyrir honum“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Elísabet Helga Erlendsdóttir, Sandra Björg Helgadóttir, Ari Freyr Oddsson og Jón Arnar Tómasson eru öll í sjö- unda bekk SW í Seljaskóla. Þau horfa öll á áhættusjónvarpsþætti en segja þá þó misjafnlega skemmtilega. „VIÐ erum búin að sýna alla Jack- ass-þætti sem framleiddir hafa ver- ið og Heimsmetabókar Guinness- þáttunum er líka að ljúka svo við förum ekki að gera breytingar héð- an af,“ segir Helgi Hermannsson, dagskrárstjóri hjá Skjá 1, þegar hann er spurður hvort til greina komi að setja þættina á dagskrá seinna á kvöldin til að koma í veg fyrir að börn horfi á þá. Þættinir tveir sem Skjár 1 sýnir eru á meðal þeirra áhættuþátta sem talið er að grunnskólabörn hafi ver- ið að herma eftir en aðrir slíkir þættir sem nefndir hafa verið eru 70 mínútur á Popptíví og Fear fact- or á Stöð 2. Helgi segir þó að auð- vitað sé umhugsunarvert og alvar- legt mál ef upp komi slys vegna slíkra þátta. Þátturinn 70 mínútur á Popptíví er sýndur klukkan 10 á kvöldin en stöðin hefur fengið fjölda beiðna frá foreldrum um að þeir verði sýndir fyrr, að sögn Steins Kára Ragn- arssonar dagskrárstjóra. „Við höf- um fengið fjöldann allan af tölvu- pósti og símhringingum þar sem foreldrar biðja okkur að hafa þátt- inn fyrr af því krakkarnir neiti að fara að sofa á meðan hann er.“ Hann segir að í þættinum sé léttur fíflagangur, ekki sé gert neitt hættulegt og enginn meiði sig. Hjá Stöð 2 er þátturinn Fear Factor sýndur klukkan níu á kvöldin og stendur ekki til hafa hann seinna á dagskrá, að sögn Hermanns Her- mannssonar, framkvæmdastjóra sjónvarpssviðs Norðurljósa. Hann tekur fram að í þættinum sé marg- oft tekið skýrt fram að atriði séu ekki til eftirbreytni. Börn herma eftir sjónvarpsþáttum Breyta ekki sýn- ingartíma GEÐLÆKNIR hefur í skýringum sínum til umboðsmanns Alþingis við- urkennt mistök þegar hann brást ekki við beiðni gæsluvarðhaldsfanga sem settur var í einangrun á Litla- Hrauni. Kvartaði fanginn til um- boðsmanns yfir framkvæmd vistun- ar sinnar og m.a. yfir því að beiðni hans um aðstoð geðlæknis hefði ekki verið sinnt. Umboðsmaður lauk mál- inu ekki með áliti heldur bréfum til fangans, Fangelsismálastofnunar, heilbrigðisráðuneytisins og land- læknis. Í bréfunum til Fangelsis- málastofnunar og ráðuneytisins von- ast hann til þess að ráðstafanir verði gerðar til að koma á framfæri upp- lýsingum við starfsfólk fangelsa og heilbrigðisstofnana um viðbrögð þegar beiðnum fanga um aðstoð læknis er ekki sinnt, eins og raunin varð. Umboðsmaður aflaði upplýs- inga frá fangelsisyfirvöldum um at- vik málsins. Þá hafi komið í ljós að fangaverðir höfðu á umræddum tíma haft samband við geðlækninn vegna beiðni fangans. Geðlæknirinn hafi þá sagst ætla að hafa samband við fang- ann í gegnum síma sama dag en ekki hafi orðið úr því. Beiðni fanga um lækni ekki sinnt Geðlæknir viðurkennir að hafa gert mistök

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.