Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrri umsóknarfrestur
er til 15. apríl
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
H
IR
2
05
75
03
/2
00
3
www.ru.is
Lagadeild • Viðskiptadeild • Tölvunarfræðideild
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
leggur áherslu á fjölskylduna og
velferð hennar vegna komandi al-
þingiskosninga undir kjörorðunum
vinna, vöxtur, velferð. Hann vill
lækka tekjuskatt, tryggja stöðugt
framboð atvinnutækifæra, berjast
gegn launamun kynjanna og
hækka lánshlutfall almennra
íbúðalána auk þess sem hann legg-
ur áherslu á sterka heilbrigðis- og
félagsþjónustu og styrka stjórnun
efnahagsmála og viðhald stöðug-
leika.
Þetta kom fram í gær á kynn-
ingarfundi í kosningamiðstöð
flokksins í Reykjavík. Halldór Ás-
grímsson, formaður Framsóknar-
flokksins og utanríkisráðherra,
kynnti þá stefnuskrána ásamt leið-
togum flokksins í hinum kjördæm-
unum fimm, þeim Guðna Ágústs-
syni, Siv Friðleifsdóttur, Jónínu
Bjartmarz, Magnúsi Stefánssyni
og Valgerði Sverrisdóttur.
Ótekjutengdar
barnabætur
Í stefnuskránni kemur fram að
Framsóknarflokkurinn vill að
tekjuskattur einstaklinga lækki úr
38,55% í 35,20%. Hann vill að
greiddar verði ótekjutengdar
barnabætur, 36.500 kr. með öllum
börnum að 16 ára aldri en 73.000
kr. fyrir börn undir 7 ára aldri og
að frítekjumark barnabóta hækki.
Persónuafsláttur hækki og kann-
aðir verði kostir þess að fella niður
virðisaukaskatt af barnafötum.
Halldór Ásgrímsson segir að
það sé svigrúm til að lækka tekju-
skattinn á næsta kjörtímabili
vegna aukinna umsvifa í efnahags-
lífinu. Mikilvægt sé að kaupmátt-
araukning á næsta kjörtímabili
verði ekki síst með skattalækk-
unum, þannig að ekki þurfi að
koma til verulegra launahækkana,
en stöðugleikinn verði best tryggð-
ur með skattalækkunum í sam-
vinnu við aðila vinnumarkaðarins.
„Við gerum ráð fyrir því að
þessi skattbreyting kosti um það
bil 16 milljarða króna,“ segir hann
og bendir á að ráðstöfunartekjur
einstaklings með 200.000 kr. mán-
aðarlaun aukist t.d. um 4,4%, um
7,9% hjá einstæðu foreldri með
eitt barn og sömu laun, um 9,2%
hjá einstæðu foreldri með tvö börn
og um 11,7% hjá einstæðu foreldri
með þrjú börn.
Allt að 90% lánshlutfall
Í menntamálum er markmið
framsóknarmanna að engin skóla-
gjöld verði í grunnskólum, fram-
haldsskólum eða ríkisreknum há-
skólum auk þess sem hann vill að
komið verði á skólaskyldu á síð-
asta ári leikskólans í samvinnu við
sveitarfélögin.
Flokkurinn vill að opinber fram-
lög til Nýsköpunarsjóðs náms-
manna verði tvöfölduð og náms-
menn hvattir til rannsókna og
vísindastarfs en sérstaklega verði
litið til atvinnuskapandi verkefna
sem höfða til kvenna. Ennfremur
er lögð áhersla á að endurgreiðsla
lána LÍN verði lækkuð til sam-
ræmis við eldri lánaflokk og hluti
lána þeirra sem ljúka fullu námi
innan tilskilins tíma breytist við
það í styrk.
Í húsnæðismálum er lögð
áhersla á að ungu fólki og efna-
minna verði auðveldað að eignast
húsnæði og áhersla verði áfram
lögð á félagsleg lán frekar en fé-
lagslegt húsnæði, en lagt er til að
lánshlutfall almennra íbúðalána
verði hækkað í allt að 90% af verð-
gildi eigna, að ákveðnu hámarki.
Aukin atvinna
Framsóknarflokkurinn leggur
áherslu á að halda áfram að efla
heilsugæsluna og hann vill bæta
þjónustu við geðfatlaða og lang-
veika.
Framsóknarmenn vilja að ör-
orkulífeyrir yngri öryrkja verði
sérstaklega hækkaður og að dreg-
ið verði úr skerðingum bóta ör-
yrkja vegna atvinnutekna. Sjúkra-
tryggingar taki sambærilegan þátt
í kostnaði vegna tannviðgerða og
annarrar heibrigðisþjónustu og
stefnt verði að því að atvinnuleys-
isbætur verði ekki lægri en lægstu
launataxtar.
Halldór Ásgrímsson segir að
framsóknarmenn leggi áherslu á
að skapa atvinnu fyrir sem flesta.
Það sé gleðilegt að allt bendi til
þess að atvinnuleysi fari minnk-
andi og það sé ekki síst vegna
þeirra miklu framkvæmda sem
hafi verið undirbúnar.
Framsóknarmenn vilja auka
heimaþjónustu fyrir aldraða og
efla samvinnu lífeyrissjóða og al-
mannatryggingakerfisins auk þess
sem mikilvægt sé að lífeyrisrétt-
indi skiptist jafnt á milli hjóna um
leið og þau verði til. Ennfremur er
lagt til að lög um starfslok rík-
isstarfsmanna verði endurskoðuð
og þau gerð sveigjanlegri.
Varðandi sjávarútvegsmál er
markmiðið að í stjórnarskrá verði
sett ákvæði þess efnis að fiski-
stofnarnir við landið séu sameign
þjóðarinnar og innheimtum tekjum
af veiðigjaldi verði varið til upp-
byggingar í sjávarbyggðum. Lagt
er til að byggðakvóti verði aukinn
og að línuívilnun fyrir dagróðr-
arbáta verði tekin upp.
Í landbúnaðarmálum er lögð
áhersla á að áætlun um verulega
aukinn stuðning við landshluta-
bundin skógræktarverkefni verði
fylgt eftir, að nýsköpun til sveita
verði efld og að lánasjóði landbún-
aðarins verði falið að skoða leiðir
til að efla nýliðun í sveitum.
Alþjóðamál mikilvæg
Framsóknarflokkurinn vill að
upplýst og fordómalaus umræða
um kosti og galla aðildar að Evr-
ópusambandinu haldi áfram. Hann
leggur áherslu á að viðskiptaþjón-
usta utanríkisráðuneytisins verði
efld enn frekar og að Ísland skipi
sér í fremstu röð þeirra þjóða sem
standa vörð um mannréttindi.
Framsóknarmenn leggja áherslu
á að Íslendingar haldi lykilstöðu
sinni í baráttunni gegn mengun
hafsins og vilja kanna möguleika á
því að skrifstofa Sameinuðu þjóð-
anna fyrir úttektir á mengun hafs-
ins verði hérlendis. Þeir vilja verja
auknu fjármagni til uppbyggingar
á þjóðgörðum landsins, stofna nýj-
an þjóðgarð norðan Vatnajökuls og
vilja að náttúruverndaráætlun
verði unnin.
Samgöngumál eru forgangsmál
hjá Framsóknarflokknum, ekki
síst með umferðaröryggi í huga,
og vill flokkurinn afnema þunga-
skatt en taka upp olíugjald í stað-
inn.
Þá vilja framsóknarmenn
styrkja áfram Samkeppnisstofnun
og Fjármálaeftirlitið, setja lög um
innheimtustarfsemi og afnema
verðtryggingu lána til skemmri
tíma en 20 ára.
Framsóknarflokkurinn kynnir stefnuskrá sína fyrir komandi alþingiskosningar
Áhersla lögð
á fjölskyld-
una og vel-
ferð hennar Morgunblaðið/Árni SæbergEfstu menn Framsóknarflokksins í öllum kjördæmum kynna stefnuskrá flokksins. Frá vinstri: Magnús Stefánsson,Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ágústsson, Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmarz.
’ Upplýst og fordómalaus
umræða um kosti og
galla aðildar að
Evrópusambandinu
haldi áfram. ‘
Á NOKKRUM dögum í marsmán-
uði, um það leyti sem Íraksstríðið
braust út, lækkaði hráolía á heims-
markaði um nærri 30% og hefur frá
því um 20. mars verið að sveiflast
milli 25 og 27 dollara á tunnu.
Bensínverð hefur verið óbreytt
hér frá miðjum febrúar sl. þegar Ol-
íufélagið hf. reið á vaðið með hækkun
um tæpar þrjár krónur á lítra.
Fylgdu hin félögin í kjölfarið. Var
ákvörðunin þá rökstudd með hækk-
un á heimsmarkaðsverði frá áramót-
um. Síðan varð hækkun á dísel- og
skipaolíu um þarsíðustu mánaðamót.
Magnús Ásgeirsson hjá Olíufélag-
inu var spurður af hverju ekki væri
gripið til verðlækkana nú. Hann vís-
aði til óvissuástands vegna Íraks-
stríðsins og sagði að fylgst væri
grannt með þróun mála dag frá degi.
Verðið væri að sveiflast til og frá, allt
eftir því hvað gerðist í Írak og væri
sagt í óstaðfestum fréttum að hefði
gerst.
„Það eru allir á tánum og titringur
á markaðnum er greinilegur. Við
viljum hafa fast land undir fótum í
okkar ákvörðunum,“ sagði Magnús
og bætti við að hann myndi ekki eftir
jafn miklum sviptingum á markaðn-
um frá því að hann hóf störf hjá Olíu-
félaginu fyrir margt löngu.
Yfirlýsing Donalds Rumsfelds,
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
í síðustu viku um að átökin gætu
dregist á langinn hefði aukið enn á
óvissuna á olíumörkuðum.
– Er þetta ekki samt ágætt dæmi
um hve olíufélögin eru fljót að hækka
bensínverð en sein að bregðast við
lækkunum á heimsmarkaði?
„Nei, ekki í ljósi þeirra aðstæðna
sem ríkja núna. Hér á bæ höfum við
fylgst náið með þróuninni. Þannig
hefðum við átt að hækka verðið í
kringum 10. mars, þegar töluverð
hækkun varð á heimsmarkaði. Við
slepptum því að hækka en þetta er
alltaf spurning um hvaða tímapunkt
maður tekur. Við höfum haldið að
okkur höndum núna. Allur andar-
dráttur í Írak hefur áhrif.“
– Þið teljið ekki ástæðu til að
lækka verðið og fylgjast svo með
þróuninni?
„Við skoðum þetta og metum frá
degi til dags. Verðviðmiðunin 1.
mars var til dæmis miklu lægri en
sveiflan sem varð innan marsmán-
aðar. Ef við hefðum fylgt öllum
sveiflum hefðu verðbreytingar orðið
margar. Við erum að leita eftir föstu
landi.“
– Hvað ætliði að gefa þessu langan
tíma?
„Við erum með hitamælinn uppi á
hverjum degi. Við þurfum að vera
vissir um að við séum að taka rétta
ákvörðun þegar hún verður tekin,“
sagði Magnús.
Bensín lækkar ekki þrátt fyrir lækkun á heimsmarkaði
„Viljum hafa fast
land undir fótum“
! "# $% & '("
#)$
*+ (
%#(#$% ,#-
!