Morgunblaðið - 04.04.2003, Page 9

Morgunblaðið - 04.04.2003, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 9 KONUR í stjórnunarstöðum standa sig almennt ívið betur en karlar. Þær sækjast hins vegars síður eftir því að komast í stjórnunarstöður. Konur eru samviskusamari er karlar, ívið metn- aðarfyllri og liprari í samskiptum. Konur eiga erfiðara með að taka gagnrýni, eru bundnari af fjölskyldu og heimili og hafa minni tengsl utan fyrirtækis. Þær eru lengur að taka ákvarðanir er karlmenn en virðast endast lengur í starfi. Þetta eru helstu niðurstöður könnunar sem Samtök atvinnulífsins gerði meðal að- ildarfyrirtækja á ólíkum kostum og göllum kvenna og karla sem stjórn- enda. Niðurstöðurnar eru birtar í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins sem kom út í gær. Spurningarnar, sem lagðar voru fyrir 1.330 fyrirtæki sem eru aðilar að SA, voru samdar í samráði við jafn- réttisráð. Alls svöruðu 600 fyrirtæki en könnunin var gerð í mars á þessu ári. Fyrirtækin voru spurð hvort konur sæktust síður, jafnmikið eða meira eftir stjórnunarstöðum en karlar og töldu alls 370 fyrirtæki, eða um 62% fyrirtækjanna sem tóku þátt í könn- uninni, þá spurningu eiga við sig. Af þeim sögðu 209 fyrirtæki, eða 56%, að konur sæktust síður eftir stjórnunar- stöðum en karlar. Hjá 131 fyrirtæki, eða 35% þeirra sem svöruðu spurn- ingunni, sækjast konur jafnmikið eft- ir stjórnunarstöðum og karlar en að- eins hjá 30 fyrirtækjum, eða 8% þeirra, sækjast konur meira en karlar eftir stjórnunarstöðum. Konur sækja síður í stjórn- unarstöður í stórfyrirtækjum Ef svörin eru skoðuð í samhengi við stærð fyrirtækja fer hlutfall þeirra sem segja konur síður sækjast eftir stjórnunarstöðum hækkandi með aukinni stærð fyrirtækjanna. Hæst er hlutfallið meðal fyrirtækja með fleiri en 200 starfsmenn, en 40 svör bárust frá fyrirtækjum að þeirri stærð. Eitt þeirra segir spurninguna ekki eiga við, eða 2,5%, en 72,5% fyrirtækjanna segja konur síður sækjast eftir stjórnunarstörfum en karlar. Fjórð- ungur segir þær sækjast jafnmikið eftir stjórnunarstörfum og karlar en athygli vekur að ekkert stærstu fyr- irtækjanna 40 segir konur sækjast meira en karlar eftir stjórnunarstöð- um. Spurð að því hvort þau hafi hug á að fjölga konum í stjórnunarstöðum segja ívið fleiri fyrirtæki já en nei. Alls svöruðu 14% fyrirtækjanna spurningunni játandi en 11% neituðu. Langflest þeirra, eða 47%, svöruðu því til að þau veldu hæfasta einstak- linginn hverju sinni. Af þeim 600 fyr- irtækjum sem svöruðu töldu um 27% að spurningin ætti ekki við sitt fyr- irtæki og eiga þessar tölur því alls við um 440 fyrirtæki. Betri reynsla af konum sem stjórnendum Þegar svör við spurningum um ólíka kosti og galla kynjanna sem stjórnenda eru skoðuð kemur í ljós að ekki telja allir að munur sé þar á. Svörin eru þó á þá leið að betri reynsla sé af konum í stjórnunarstöð- um en körlum. Þegar spurt er hvernig konur hafi reynst sem stjórnendur svöruðu flestir, eða 51%, að þær hefðu reynst jafnvel og karlar, 11% sögðu þær hafa reynst betur en karla en 5% að þær reyndust verri stjórnendur en karlar. Þess ber að geta að 31% svar- enda, um 185 fyrirtæki, höfðu enga reynslu af kvenstjórnanda. Kostir kvenna sem stjórnenda eru helst taldir vera samviskusemi, meiri metnaður en hjá körlum og meiri lip- urð í samskiptum. Þá leiðir könnunin í ljós að konur endast lengur í sínum stjórnunarstöðum en karlar. Karlar eru taldir bera þá kosti sem stjórn- endur að vera fljótari að taka ákvarð- anir og eiga auðveldara með að taka gagnrýni en konur. Þá eru þeir ekki eins bundnir af heimili og fjölskyldu. Könnun SA á viðhorfi til kvenna sem stjórnenda Konur ívið betri stjórnendur en karlar   !          " "## "#    $    !% &'       ()  * " "%% "     $   +                                                !% &'    ()  "          $   + !"#$ %$ &!$ '($ )!$ '#$ #$ *$ %)$ ++$ !"#$ )$ ($ #$ '!$ ')$      ,                   -         . /     0   1   ,  #   -!% #   .-    !/  0   %-1  -223 %   Dökkblár gallafatnaður Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—16. Bankastræti 14, sími 552 1555 Bláar gallabuxur frá Þrjár síddir - st. 36-48 Nýr hörfatnaður Síðar skyrtur, buxur, kjólar með jökkum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Glæsilegur vorfatnaður Ný sending Opið laugardag kl. 10—16 30 - 50 % afsláttur af páskaeggjum gildir 4. og 5. apríl Listhúsinu, Engjateigi 17-19. Síminn er 552 5540 • bokabud@simnet.is Opið mán.-fös. frá kl. 11-18.30, lau. frá kl. 11-15.30. LANG ÓDÝRASTA BÓKABÚÐIN LANG ÓDÝRASTA BÓKABÚÐIN Verslun fyrir konur, Mjódd, sími 557 5900 Svarta gallalínan frá Jensen er komin aftur Pantanir óskast sóttar Laugavegi 56, sími 552 2201 NÝ SENDING FRÁ Mikið úrval af fallegum sumarfötum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.