Morgunblaðið - 04.04.2003, Page 10

Morgunblaðið - 04.04.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HAGFRÆÐINGARNIR Sigurður Jóhann- esson og Már Guðmundsson vöruðu við því á málfundi um efnahagsstjórn á næsta kjör- tímabili, sem Félag stjórnmálafræðinga boð- aði til á miðvikudag, að íslenzkur þjóðarhag- ur ætti mjög mikið undir því að á næsta kjörtímabili Alþingis verði ríkisfjármála- stefnunni beitt til að ná fram mótvægisá- hrifum gegn þenslunni sem þær umfangs- miklu virkjana- og álversframkvæmdir sem framundan eru munu valda. Voru viðvaranir hagfræðinganna í takt við mat sérfræðinga Efnahags- og þróunar- stofnunarinnar, OECD, sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um íslenzkt efna- hagslíf, sem birt var sama dag. Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, sagði lykilatriði við efnahagsstjórnunina vera skilvirkt samspil milli peningamálastjórnunar, sem nú er að mestu í höndum Seðlabankans, ríkisfjár- mála, sem eru í höndum stjórnmálamanna, og launaákvarðana, sem eru í höndum aðila vinnumarkaðarins. Már vakti í þessu samhengi athygli á því, að völd seðlabanka í þjóðhagkerfum Vest- urlanda væru miklu minni en kjörinna full- trúa; „allt annað er goðsögn“, sagði hann. Blikur á lofti Sagði Már það vera mat sitt að fyrsti árs- fjórðungur þessa árs sé annaðhvort fyrsti ársfjórðungurinn í nýrri uppsveiflu í efna- hagslífinu, eða þá sá síðasti í niðursveiflu. Staðan nú sé á heildina litið nokkuð góð, verðbólgan sé innan marka og nokkuð gott jafnvægi í viðskiptum við útlönd; það nei- kvæðasta við ástandið nú sé slaki á vinnu- markaði, atvinnuleysi hafi aukizt. Vegna stóriðjuframkvæmdanna sem framundan eru séu hins vegar blikur á lofti. Það séu horfur á meiri hagvexti vegna þessara um- svifa og innstreymis erlends fjármagns. En að sama skapi skapast hætta á að verðbólg- an fari aftur af stað. Samkvæmt úttekt Seðlabankans á efnahagsáhrifum virkjana- og stóriðjuframkvæmdanna frá því í febrúar sl. mætti búast við því að verðbólgan færi vel upp fyrir þolmörk, jafnvel upp fyrir sjö prósentustig, ef ekki yrði gripið til skil- virkra mótvægisaðgerða. Önnur hætta felist í því að tímabundin þensluáhrif stórfram- kvæmdanna, gengishækkun krónunnar og hækkun verðbólgu-, vaxta- og launastigs, valdi öðrum útflutnings- og samkeppnisat- vinnurekstri á Íslandi hnjaski. Hvernig ber að nýta „svigrúmið“? Fulltrúar stjórnmálaflokkanna svöruðu þá fyrirspurnum. Samantekið var tónninn sá, að talsmenn stjórnarflokkanna sögðu ábyrga efnahags- stjórn síðustu ára skapa svigrúm til skatta- lækkana, þrátt fyrir það þenslutímabil sem framundan sé; þannig verði hagvaxtaraukn- ingunni bezt skilað til vinnandi fólks í land- inu. Tónninn í málflutningi talsmanna stjórnarandstöðuflokkanna var sá, að gagn- rýna skattalækkanaloforð stjórnarflokkanna sem óábyrg, og sögðust þeir frekar vilja beita því svigrúmi sem hin hugsanlega hag- vaxtaraukning komandi ára muni skapa í til- færslur í skatta- og bótakerfinu sem sniðnar yrðu til að koma lág- og millilaunafólki bezt. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði mikla verðmætasköpun framundan í íslenzku hag- kerfi. Sagðist hann og sinn flokkur hafa trú á því að þessum tekjuauka verði hægt að ráðstafa til skattalækkunar án þess að ýta undir ofhitnun efnahagslífsins. Skynsamlegt væri við þessar aðstæður að beita skatta- lækkunum til að hjálpa til við að launahækk- anir verði hófstilltar og til að koma til móts við hagsmuni útflutningsgreinanna. Birgir Ármannsson, frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins, vísaði til þess að í nýrri skýrslu OECD um efnahagsástand á Íslandi fengju íslenzk stjórnvöld „prýðisgóða ein- kunn“ fyrir hagstjórn sína á undanförnum árum. Sjálfstæðisflokkurinn boðaði að halda beri áfram á sömu braut; nýta beri hagvöxt- inn til að bæta lífskjör með því að lækka skatta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, frambjóð- andi Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að allir aðilar sem mest hefðu um stjórn efna- hagsmála að segja hér á landi – kjörin stjórnvöld, peningamálayfirvöld og aðilar vinnumarkaðarins – hefðu með sér gott samráð eftir næstu kosningar um sam- ræmda hagstjórn á kjörtímabilinu, til að vinna gegn neikvæðum áhrifum stóriðju- framkvæmdanna. Sagði hún að sér sýndust skattalækkanaloforð stjórnarflokkanna kosta að minnsta kosti 30 milljarða króna. Á þenslutímum myndi slíkt ekki leiða til ann- ars en að ýta enn meir undir hækkun verð- bólgu og vaxta, og þar með yrðu skuldsett heimilin í landinu svipt hinum meinta ávinn- ingi af skattalækkununum. Sagði hún for- gangsmál að nýta hugsanlegt aukið svigrúm í ríkisfjármálunum til tekjujöfnunar í þjóð- félaginu. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði stjórnarflokkana tvo virðast vera að reyna að trompa hvor annan í skattalækkanalof- orðum og að tillögur þeirra þar að lútandi væru byggðar á „óskhyggju og líkindareikn- ingi“, sem ekki kynni góðri lukku að stýra. VG vildi standa vörð um íslenzka velferðar- og menntakerfið og sagði hugsanlegan tekjuauka ríkissjóðs eiga að nýta til að bæta kjör hinna lægstlaunuðu. Sigurður Ingi Jónsson, frambjóðandi Frjálsynda flokksins, sagði sinn flokk hafa það á stefnuskránni að viðhalda stöðugleik- anum í efnahagslífinu en gangi það eftir að aukið svigrúm skapist í ríkisfjármálunum á körtímabilinu beri að nýta það í tilfærslur sem ykju réttlæti í skattkerfinu. Lýst eftir ábyrgri hagstjórn á þenslutímum Fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru á fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga fengnir til að lýsa því hvernig viðhalda beri efnahagsstöðugleikanum á næsta kjörtímabili. Auðunn Arnórsson hlýddi á. Málþing Félags stjórnmálafræðinga um efnahagsstjórn á næsta kjörtímabili FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur sett sér það markmið að lækka skatta á næsta kjörtímabili en vill jafnframt stíga varlegar til jarðar en Sjálfstæðisflokkur hefur gert í stefnuskrá sinni. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar á lokafundi fundaher- ferðar Framsóknarflokksins um land- ið í gærkvöldi. Halldór sagði að fólkið í landinu ætti að njóta ávinningsins af þeim breytingum sem hefðu orðið á íslenskum fjármálamarkaði og þeirr- ar framleiðsluaukningar sem orðið hefði í gegnum stóriðju- og virkjunar- framkvæmdir. Hann sagði að skatta- lækkanir myndu ekki síst gagnast fjölskyldufólki. „En við viljum ekki ganga of langt. Við viljum ekki ganga lengra en við höfum sett fram vegna þess að við viljum ekki að skattalækk- anir bitni á velferðarkerfinu og við viljum ekki taka áhættu í ríkisfjár- málum og við viljum ekki taka áhættu með stöðugleikann. Við erum þess fullvissir að við erum ekki að taka áhættu. Við göngum ekki jafn langt í þessum málum og sjálfstæðismenn. Ég ætla ekki að gera grein fyrir því sem þeir eru að gera. Þeir gera það sjálfir en eitt er víst, að við erum ekki tilbúnir að taka áhættu með það að við missum tök á ríkisfjármálunum. Þess vegna viljum við ganga fram af ábyrgð, af varúð, því alltaf má ganga lengra, en það er erfitt ef menn missa tök á efnahagsmálunum að kippa hlutunum til baka.“ Í ávarpi sínu gerði Jónína Bjart- marz alþingiskona jafnrétti til náms m.a. að umræðuefni. Hún sagði að framsóknarmenn ætluðu áfram að vera varðmenn réttlætis og jafnræðis í íslensku samfélagi. „Við ætlum áfram sem hingað til að standa vörð um að skólagjöld verði ekki tekin upp í grunnskólum, framhaldsskólum eða ríkisreknum háskólum og við viljum með öllum ráðum tryggja jafnan rétt allra til náms, óháð fjárhag og fé- lagslegri stöðu. Við viljum leggja aukna áherslu á verkmenntun og styttri námsleiðir til starfsréttinda og tryggja með því að allir eigi kost á framhaldsmenntun við hæfi og auka bæði samkeppnishæfni íslenskrar menntunar og samkeppnishæfni ís- lensks atvinnulífs,“ sagði Jónína. Morgunblaðið/Golli Halldór Ásgrímsson ávarpar fundarmenn á kosningafundi Framsóknar. Skattamál til um- ræðu á kosninga- fundi Framsóknar TÆPLEGA eitt þúsund íslenskir ní- undu bekkingar taka þátt í Kapp- Abel-stærðfræðikeppninni sem lýk- ur með lokakeppni í Háskólabíói í dag milli kl. 10.30 og 12. Sýning á verkefnum nemendanna stendur einnig yfir í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvatötu 15, fram á sunnudag. Keppnin fer þannig fram að hver bekkur vinnur saman að lausnum ákveðinna verkefna, þar sem þau rökræða og komast að samkomulagi um leiðir og lausnir. Verkefnin eru bæði spennandi og óvenjuleg og hafa stundum margar lausnir. Keppnin hófst í nóvember með því að bekkirnir unnu stórt þema- verkefni um stærðfærði og tækni, skiluðu faglegri skýrslu og framvinduskýrslu, útbjuggu efni á sýningu og kynntu verkefnið munn- lega. Keppnin miðar að því að höfða til allra nemenda, ekki einungis þeirra sem hafa gaman af stærðfræði. Með því að vinna þemaverkefnin segjast nemendur skilja betur hvernig stærðfræði er notuð og hve víða hún kemur við. Keppnin dregur nafn sitt af Niels Henrik Abel sem var norskur stærð- fræðingur sem var uppi rétt eftir ár- ið 1800. Hann vann afreksverk í stærðfræði þrátt fyrir að deyja að- eins 26 ára gamall. Keppnin á upp- tök sín í Noregi þar sem áhuga- samur kennari vildi bregðast við slökum stærðfræðiáhuga nemenda sinna. Norska ríkið veitti 200 millj- ónum norskra króna í sjóð til styrkt- ar verkefninu. Stefnt er að því að gera verkefnið að norrænni stærð- fræðikeppni. Í fyrra fór sigurveg- arinn frá Íslandi, 9.F í Digranes- skóla, og keppti í lokakeppninni í Noregi og hafnaði í öðru sæti. Þeir sem að keppninni standa vilja sýna að stærðfræði snýst ekki aðeins um að finna rétt svör heldur að uppgötva, beita hugkvæmni, hrífast og vinna saman. Glæðir áhuga á stærðfræði Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Nemendur skoða verkefni sem samnemar þeirra gerðu í tengslum við stærðfræðikeppnina en henni lýkur í Háskólabíói í dag. Um þúsund ungmenni taka þátt í KappAbel-keppninni DRÖG að stefnuskrá stjórnmála- samtakanna Nýs afls voru sam- þykkt án breytinga á stofnfundi samtakanna í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Gert er ráð fyrir að fram- boðslistar í Reykjavíkurkjördæm- unum liggi fyrir um miðja næstu viku. Guðmundur G. Þórarinsson var kjörinn formaður og Jón Magn- ússon varaformaður. Aðrir sem skipa stjórn eru Hildur Helga Sig- urðardóttir, Ingi Björn Alberts- son, Ragnheiður Hauksdóttir, Tryggvi Agnarsson og Valdimar Jóhannesson. Í samtali við Morg- unblaðið sagðist Jón Magnússon gera ráð fyrir að framboðslistar fyrir Reykjavíkurkjördæmin yrðu kynntir um miðja næstu viku. Hann kvaðst ánægður með fund- inn, á þriðja hundrað manns hefðu mætt, sem hefði verið meira en ráð var fyrir gert. Stofnfundur samtakanna Nýs afls Guðmundur kjörinn formaður samtakanna TENGLAR ........................................... www.nu.is. EKKI náðist að leysa ágreining milli starfsmanna Heimahjúkrunar og stjórnenda Heilsugæslunnar á fundi þeirra í gær og að öllu óbreyttu munu 55 starfsmenn Heimahjúkrun- ar láta af störfum um næstu mán- aðamót. Stjórnendur Heilsugæsl- unnar segja að eingöngu sé verið að fara að reglum ráðuneytisins um akstursgreiðslur. Gísli Tryggvason, lögmaður og framkvæmdastjóri Bandalags há- skólamanna, segir að uppsögn á samningum sem fela í sér kostnaðar- greiðslur og í sumum tilvikum veru- lega kjarabót geti hver og einn túlk- að sem uppsögn. Aðilar munu hittast fljótlega aftur. Enn deilt um heimahjúkrun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.