Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STARFSHÓPUR Alþýðusambands
Íslands (ASÍ) í húsnæðismálum telur
að staða hinna tekjulægri á húsnæð-
ismarkaði, hvort heldur um er að
ræða ungt fólk eða gamalt, fatlaða
eða ófatlaða, sé með þeim hætti að
hún krefjist brýnna aðgerða. „Núver-
andi kerfi í húsnæðismálum hentar
ekki ákveðnum hópum, þ.e. þeim
tekjulægstu,“ segir Þorbjörn Guð-
mundsson, formaður velferðarnefnd-
ar ASÍ. „Það er því ljóst að það þarf
að finna aðrar lausnir handa þeim.“
Umfjöllun starfshópsins um hús-
næðismál og tillögur til úrbóta í þeim
málaflokki koma fram skýrslu ASÍ
um velferðarmál. Í skýrslunni eru
einnig kynntar tillögur starfshópa um
fátækt, tryggingamál og heilbrigðis-
mál.
Ein helsta niðurstaða starfshóps-
ins um húsnæðismál er að þær breyt-
ingar sem gerðar voru á húsnæðis-
lögum árið 1998 hafi ekki nýst
tekjulægstu hópunum. Af þeim sök-
um miðast tillögur starfshópsins að
því að bæta stöðu þeirra hópa, m.a.
með því að lækka húsaleigu á fé-
lagslega leigumarkaðnum, fjölga
íbúðum á þeim markaði og auka rétt-
aröryggi leigjenda. Þar þurfi hið op-
inbera að koma til sögunnar. „Til að
tryggja nýsköpun og endurnýjun
húsnæðiskerfisins, sérstaklega hvað
varðar hinn félagslega húsaleigu-
markað, þarf að treysta hlutverk og
ábyrgð hins opinbera á húsnæðismál-
um þeirra sem þurfa aðstoð til þess að
njóta þess félagslega öryggis sem
örugg og mannsæmandi búsetuúr-
ræði eru,“ segir hópurinn m.a. í
skýrslu ASÍ. Tillögurnar miðast
m.ö.o. að því að gera tekjulægsta
hópnum kleift að komast í ódýrara
leiguhúsnæði en gengur og gerist á
hinum almenna markaði.
Gallar á húsnæðiskerfinu
Samþykkt núgildandi laga um hús-
næðismál árið 1998 fól m.a. í sér að
hið félagslega eignaríbúðakerfi, í
þeirri mynd sem það var, var lagt nið-
ur. Með lögunum var til að mynda
tekin sú ákvörðun að hætta niður-
greiðslu vaxta til kaupa og byggingar
á félagslegu eignar- og leiguhúsnæði
til tekjulágra og sérhópa. „Á móti
þessum breytingum skyldi unnið með
veitingu viðbótarlána til kaupa á eign-
aríbúðum og eflingu vaxtabóta- og
húsaleigubótakerfisins,“ segir í vel-
ferðarskýrslu ASÍ, þar sem farið er
yfir nýju lögin og afleiðingar þeirra.
Í sömu skýrslu kemur fram að
ýmsir gallar hafi verið á hinu fé-
lagslega eignaríbúðarkerfi en á það
bent að ASÍ hafi þó lagst gegn því að
kerfið yrði lagt niður vegna þess að
ný og nægjanleg úrræði hafi ekki
komið í staðinn. Um afleiðingar þess
að kerfið var lagt niður segir starfs-
hópurinn: „Hundruðum fjölskyldna
sem áður fengu úrlausn í félagslega
eignaríbúðakerfinu […] var vísað á
almennan og vanþroskaðan leigu-
markað eða á almennan húsnæðis-
markað með fyrirheitum um fyrir-
greiðslu í húsbréfa- og
vaxtabótakerfinu.“
Fasteignaverð hækkaði
Starfshópurinn ítrekar að engin til-
raun hafi verið gerð til þess að meta
eða milda áhrif lagabreytinganna.
Hann tekur þó fram að hann telji að
ekki sé ástæða til þess að taka kerfið
óbreytt upp að nýju.
Starfshópurinn bendir á að fyrir
setningu umræddra húsnæðislaga
hafi ríkisstjórnin og Alþingi m.a. stór-
lega dregið úr framlögum til bygg-
ingar á nýju félagslegu-, eignar- og
leiguhúsnæði. Af þeim ástæðum sem
og þeim að tekin voru upp viðbótarlán
í í kjölfar laganna, þ.e. 90% húsnæð-
islán, hafi kaupendum fjölgað á al-
mennum húsnæðismarkaði. Það hafi
„sprengt upp bæði fasteignaverð og
húsbréfavexti“. Er á það bent að fast-
eignaverð hafi hækkað þrefalt á síð-
ustu sex árum miðað við almennt
verðlag, eða um 63% á móti 21%
hækkun almenns verðlags. „Á síðustu
12 mánuðum hefur húsnæðisliður
vísitölu neysluverðs hækkað um 7,1%
á sama tíma og annað verðlag hefur
hækkað um 0,3%,“ segir í skýrslu
ASÍ.
Þá segir að biðlistar eftir leiguhús-
næði hafi vaxið á sama tíma og að
hækkun vaxta af lánum til byggingar
félagslegra leiguíbúða hafi orsakað
stórfellda hækkun á húsaleigu. Því
hafi á hinn bóginn ekki verið mætt
með fullnægjandi hækkun húsaleigu-
bóta.
Ekki forgangsverkefni
Til að meta heildarþörf fyrir fé-
lagslegt húsnæði hér á landi taldi
starfshópurinn nauðsynlegt að afla
upplýsinga um fjölda umsækjenda á
biðlistum eftir slíku húsnæði hjá
nokkrum samtökum, s.s. Öryrkja-
bandalagi Íslands, sem og hjá
stærstu sveitarfélögunum, þ.e. hjá
Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði,
Ísafjarðarbæ, Akureyri, Austur-Hér-
aði og Vestmannaeyjum. Athugunin
leiddi í ljós að a.m.k. 2.761 var á bið-
lista eftir einhvers konar félagslegu
húsnæði í lok síðasta árs. Þar af voru
1.681 á biðlista eftir félagslegu hús-
næði og 1.064 á biðlista eftir að kom-
ast í sambýli, þjónustuíbúðir eða
hjúkrunarrými.
Starfshópurinn fór í vinnu sinni
einnig yfir almenna húsnæðislána-
kerfið, þ.e. húsbréfakerfið, sem og al-
menna leiguíbúðakerfið. „Staðan á
hinum almenna eignar- og leigu-
markaði er ekki forgangsverkefni í
húsnæðismálum,“ segir starfshópur-
inn. „Þær lausnir sem þar hafa verið
fundnar þjóna allflestum og krefjast
ekki brýnna og tafarlaustra úrbóta.“
Hópurinn bendir hins vegar á, eins og
áður sagði, að staða hinna tekjulægri
á húsnæðismarkaði geri kröfu til þess
að gripið verði til aðgerða. „Til þess
að leysa úr þeim bráða vanda sem við
er að glíma er ljóst að bæta verður úr
á skömmum tíma.“
Hópurinn tekur þó fram að staða
„hinna tekjulægri“ sé mismunandi.
Þar séu til að mynda sjúkir og aldr-
aðir sem þarfnist mikillar umönnun-
ar. Húsnæðisúrræði fyrir þá hvíli
hins vegar á herðum heilbrigðisyfir-
valda. Þeim sem eftir standi megi síð-
an skipta gróflega í tvo hópa. Í öðrum
hópnum séu einna helst þeir sem eru
fatlaðir, þ.e. þeir sem hafa ekki verið
og verði líklega ekki á vinnumarkaði.
Og í hinum hópnum séu þeir sem eru
á vinnumarkaði. Báðir þessir hópar
séu efnalitlir en seinni hópurinn hafi
það þó fram yfir hinn fyrri að aðstæð-
ur hans geta verið breytilegar, þ.e.
aðstæður hans gætu versnað en þær
gætu líka breyst til hins betra. Tekur
starfshópurinn fram að þessir tveir
hópar þurfi því ólík úrræði.
Starfshópurinn leggur fram nokkr-
ar tillögur til að koma til móts við
þarfir tekjulægstu hópanna. Það
verði gert með auknum framlögum
ríkisins, annaðhvort í formi niður-
greiðslna á vöxtum eða í formi stofn-
styrkja. Hefur ASÍ reiknað það út að
alls myndu úrbæturnar, sem starfs-
hópurinn leggur til, kosta ríkissjóð
um 1,6 milljarða kr.
Biðlistum verði eytt
Hópurinn leggur áherslu á, áður en
hann fer yfir tillögur sínar, að engin
einföld lausn sé til. En þau úrræði
sem skapa þurfi þurfi þó fyrst og
fremst að skapa íbúum félagslegt ör-
yggi, vera sniðin að ólíkri framfærslu-
getu, vera sveigjanleg, loka ekki íbúa
í gildru fátæktar og síðast en ekki síst
vera skipulagslega og félagslega
samþætt hinum almenna húsnæðis-
markaði.
Í tillögum sínum fer hópurinn fyrst
yfir aðgerðir til að lækka húsaleigu í
félagslega leiguhúsnæðiskerfinu. Þar
leggur starfshópurinn m.a. til að sam-
hliða auknum framlögum ríkisins í
formi vaxtaniðurgreiðslna og/eða
stofnstyrkja, til byggingar á sér-
hæfðu húsnæði, auki sveitarfélögin
niðurgreiðslur sínar með því m.a. að
nýta ekki til fulls hámarksgreiðslur
um útreikning leigu.
Starfshópurinn leggur því næst til
aðgerðir til að fjölga íbúðum í fé-
lagslega leiguíbúðakerfinu. Þar legg-
ur hann fyrst og fremst áherslu á að
sett verði það markmið að eyða bið-
listum eftir félagslegu leiguhúsnæði á
þremur árum. Ennfremur leggur
hópurinn til að „óafturkræfir stofn-
styrkir“, þ.e. föst og óafturkræf fram-
lög, sem greiddir verði út í einu lagi,
verði veittir til byggingar á fé-
lagslegu leiguhúsnæði fyrir fatlaða
og aðra þá sérstöku hópa sem lítt eða
ekki eru virkir á vinnumarkaði.
Þá leggur hópurinn til að opinber-
um framkvæmdaaðilum eða einkaað-
ilum verði veitt „skilyrt lán“ úr rík-
issjóði á niðurgreiddum lágum og
föstum vöxtum og/eða stofnstyrkir til
byggingar á félagslegu leiguhúsnæði
fyrir aðra tekjulága hópa.
Og að lokum leggur hópurinn til,
svo fjölga megi íbúðum, að rekstrar-
umhverfi fyrirtækja, sem hyggjast
eiga og reka almennt leiguhúsnæði,
verði bætt, m.a. með breyttum fyrn-
ingarreglum.
Að lokum leggur starfshópurinn til
úrræði til að auka réttaröryggi leigj-
enda. Þar leggur hann m.a. til að regl-
ur um útreikninga hámarksleigu
verði gagnsæjar og einfaldar. Einnig
leggur hópurinn til að endurskoðun
leigu til hækkunar, vegna breyttrar
fjárhagslegrar og/eða félagslegrar
stöðu leigjenda, fari ekki oftar fram
en á þriggja til fimm ára fresti. Með
þessu yrði leigjandanum tryggt hús-
næðisöryggi til langs tíma en jafn-
framt yrði komið í veg fyrir að við-
komandi byggi í niðurgreiddu
leiguhúsnæði til lengri tíma ef að-
stæður hans hefðu breyst til batnað-
ar.
Tillögur starfshóps Alþýðusambands Íslands um úrbætur í húsnæðismálum
Núverandi kerfi hentar illa
þeim sem eru tekjulægstir
Alþýðusamband
Íslands hefur kynnt
nýjar tillögur í velferð-
armálum. Hér rýnir
Arna Schram í tillögur
ASÍ um húsnæðismál.
STARFSHÓPUR Alþýðu-
sambands Íslands (ASÍ) um hús-
næðismál telur nauðsynlegt að
farið verði í eftirfarandi aðgerð-
ir til að bæta stöðuna í húsnæð-
ismálum.
Til lækkunar húsaleigu: Sam-
hliða auknum framlögum rík-
isins í formi vaxtaniðurgreiðslu
og/eða stofnstyrkja, auki sveit-
arfélögin niðurgreiðslur sínar
með því m.a. að nýta ekki til
fulls hámarksreglur um út-
reikning leigu t.d. hvað varðar
umsýslukostnað, vexti af eigin
stofnframlögum og við-
haldsprósentu.
Til fjölgunar íbúða: Biðlistum
eftir félagslegu leiguhúsnæði
verði eytt á þremur árum.
Til fjölgunar íbúða: Óaft-
urkræfir stofnstyrkir verði
veittir til byggingar á fé-
lagslegu leiguhúsnæði fyrir fatl-
aða og aðra þá sérstöku hópa
sem lítt eða ekki eru virkir á
vinnumarkaði.
Til fjölgunar íbúða: Opinber-
um framkvæmdaaðilum og
einkaaðilum verði veitt skilyrt
lán úr ríkissjóði á niðugreiddum
lánum og föstum vöxtum og/eða
stofnstyrkir til byggingar á fé-
lagslegu leiguhúsnæði fyrir
aðra tekjulága hópa.
Til fjölgunar íbúða: Til þess
að stækka hinn almenna leigu-
markað verði rekstrarumhverfi
fyrirtækja sem hyggjast eiga og
reka almennt leiguhúsnæði
bætt, m.a. með breyttum fyrn-
ingarreglum.
Til að auka réttaröryggi
leigjenda: Bættu rekstr-
arumhverfi vegna útleigu íbúð-
arhúsnæðis í atvinnuskyni og
niðurgreiðslu lána eða kostn-
aðar fylgi gagnsæjar og einfald-
ar reglur um útreikning há-
marksleigu, öflugt
verðlagseftirlit og bætt rétt-
arstaða leigjenda.
Til að auka réttaröryggi
leigjenda: Endurskoðun leigu til
hækkunar, vegna breyttrar fjár-
hagslegrar og/eða félagslegrar
stöðu leigjenda, fari ekki oftar
fram en á 3 til 5 ára fresti.
Tillögur ASÍ
Morgunblaðið/Ásdís
Þær breytingar sem gerðar voru á húsnæðislögum árið 1998 hafa ekki nýst tekjulægstu hópunum.
arna@mbl.is
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í dag 15
mánaða fangelsisdóm yfir manni
sem braust inn á heimili konu og
hafði samræði við hana en hún gat
ekki spornað við verknaðinum sök-
um svefndrunga. Dómurinn lækkaði
á hinn bóginn skaðabætur úr 700.000
í 500.000 krónur.
Maðurinn og konan bjuggu saman
um þriggja ára skeið en þeirri sam-
búð lauk árið 1987. Maðurinn var
ákærður fyrir kynferðisbrot og hús-
brot með því að hafa ruðst heimild-
arlaust inn í íbúð konunnar og lagst
ofan á hana og haft við hana samræði
sem hún gat ekki spornað við sökum
svefndrunga. Í dómi Héraðsdóms
Norðurlands eystra segir að ekkert
hafi komið fram sem bendi til þess að
maðurinn hafi mátt búast við að vera
velkominn á heimili konunnar enda
hafi konan aldrei gefið í skyn að hún
bæri nokkrar slíkar tilfinningar í
hans garð. Var maðurinn því sak-
felldur fyrir að brjóta gegn friðhelgi
heimilis konunnar og kynfrelsi henn-
ar. Þóttu brot hans gróf.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Markús Sigurbjörnsson, Árni
Kolbeinsson, Haraldur Henrysson,
Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf-
stein. Ragnheiður Harðardóttir sak-
sóknari flutti málið f.h. ákæruvalds-
ins en Kristján Stefánsson hrl. var til
varnar.
15 mánaða
fangelsi
fyrir kyn-
ferðisbrot
SÝSLUMAÐURINN á Keflavíkur-
flugvelli hefur krafist þess að gæslu-
varðhald yfir bandarískum ríkis-
borgara sem grunaður er um mansal
verði framlengt en það átti að renna
út í gær. Héraðsdómur Reykjaness
mun væntanlega kveða upp úrskurð
sinn í dag.
Jóhann R. Benediktsson sýslu-
maður segir rannsókn málsins í full-
um gangi. Í gæsluvarðhaldsúrskurði
yfir manninum er m.a. fjallað um tíð
ferðalög hans þrátt fyrir að hann sé
skráður atvinnulaus auk þess sem
hann hafði 600.000 krónur í fórum
sínum þegar hann var handtekinn á
Keflavíkurflugvelli. Í gögnum máls-
ins kemur fram að Kínverjarnir fjór-
ir sem hann er talinn hafa komið
ólöglega til landsins, eða fjölskyldur
þeirra, hafi ætlað að greiða jafnvirði
4,7 milljóna króna fyrir flutning til
Bandaríkjanna. Einn þeirra hefur
borið að hann hafi átt að vinna á veit-
ingastað í Bandaríkjunum fyrir far-
gjaldinu. Innflytjendayfirvöld í
Bandaríkjunum, þýska lögreglan og
Interpol hafa aðstoðað við rannsókn-
ina.
Krefjast
lengra gæslu-
varðhalds
ÍSLENSKIR aðalverktakar munu
sjá um smíði á nýrri herbergjaálmu
með 28 rúmum fyrir Heilsustofnun
Náttúrulækningafélags Íslands í
Hveragerði samkvæmt samningi
sem undirritaður var í gær. Verkinu
á að ljúka 31. nóvember nk. Jafn-
framt fá ÍAV byggingarétt vegna
fyrirhugaðrar smíði á allt að 100
þjónustuíbúðum í litlum sérbýlum
við Heilsustofnunina.
Í fréttatilkynningu frá ÍAV kemur
fram að íbúar húsanna eigi kost á
margvíslegri þjónustu frá Heilsu-
stofnuninni, þ.á m. heilsu- og örygg-
isþjónustu. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdir hefjist næsta haust. ÍAV
munu sjá um sölu á húsunum.
ÍAV fá bygg-
ingarrétt fyrir
100 húsum
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦