Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 13 KÍNAKLÚBBUR Unnar mun ekki hætta við fyrirhugaða ferð til Kína í maí vegna lungnabólgufaraldurs- ins sem þar hefur geisað, að sögn Unnar Guðjónsdóttur. Í Morgun- blaðinu á miðvikudag kom fram að Úrval-Útsýn hefði hætt við fyrir- hugaða hópferð til Peking. Unnur bendir á að ekki verði farið í héraðið Guangdong þar sem veikin hefur komið upp. Þá segist hún taka mið af ráðleggingum Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar, WHO, sem hafi ekki séð ástæðu til að takmarka ferðalög á þessar slóðir. „Eins og staðan er nú sjáum við enga ástæðu til að hætta við en við munum auðvitað fylgjast vel með fréttum.“ Hún segir að enginn hafi afpantað en einn hafi haft áhyggj- ur og því haft samband við sig. Sá hafi hins vegar ákveðið að fara eft- ir að hafa fengið nánari fréttir af gangi mála. Hætt við ferð til Víetnam Heimsklúbbur Ingólfs og Prima mun ekki að svo komnu aflýsa ferðum til þeirra landa í Asíu sem ferðir eru áætlaðar til, að sögn Ingólfs Guðbrandssonar forstjóra. Hann bendir á að engin sýking hafi komið upp í þeim löndum sem Heimsklúbburinn fer til, og eftirlit sé þar mjög strangt. Hins vegar hafi verið hætt við ferð til Víetnam af því að sýking- artilfelli hafi komið upp þar í landi. Hann segir viðskiptavini vilja halda sínu striki og hann verði ekki var við áhyggjur. „Sjálfur er ég á leið til Taílands eftir nokkra daga og er alveg óttalaus,“ sagði Ingólfur. Hætta ekki við Kínaferð NEYTENDASAMTÖKIN krefjast á heimasíðu sinni taf- arlausrar lækkunar á ábyrgð- artryggingum bifreiða í ljósi frétta af hagnaði trygginga- félaganna af slíkum trygging- um, eða 1,2 milljörðum króna samanlagt á síðasta ári. Segir á heimasíðunni, að verði félögin ekki við kröfu Neytendasamtakanna beri stjórnvöldum að knýja þau til að lækka tryggingarnar í ljósi þess að þau starfi á fákeppn- ismarkaði og séu greinilega að misnota sér þá stöðu til að há- marka hagnað sinn á kostnað viðskiptavina. Minna Neyt- endasamtökin á í þessu sam- bandi að um skyldutryggingar er að ræða. Krefjast lækkunar bifreiða- trygginga alltaf á fimmtudögumVIÐSKIPTABLAÐ Númer eitt, ertu kraftmikill? fiegar flú hefur vali› draumabílinn a›sto›ar Glitnir flig vi› a› eignast hann e›a leigja. fia› hefur aldrei veri› au›veldara fyrir einstaklinga og rekstrara›ila a› vera á rétta bílnum. Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn fiú velur flá fjármögnunarlei› sem flér hentar best Vi› bjó›um hagkvæm kjör fiú ræ›ur hvar flú tryggir Ábyrg›armenn alla jafna óflarfir Einfalt, fljótlegt og flægilegt Bílalán - Bílasamningur - Einkaleiga - Rekstrarleiga – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i tn i r er h lut i a f Í s landsbanka K i rk jusand i 155 Reyk javík g l i tn i r . i s s ími 440 4400
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.