Morgunblaðið - 04.04.2003, Síða 21
STRÍÐ Í ÍRAK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 21
Laugavegi 87
Sími 511 2004
www.dunogfidur.is
ALÞJÓÐA kjarnorkumálastofnun-
in IAEA sendi frá sér yfirlýsingu í
gær, þar sem yfirmaður hennar,
Mohamed ElBaradei, áréttaði að
það væri hennar hlutverk að
ganga úr skugga um hvort kjarn-
orkuvopn væri að finna í Írak, ekki
Bandaríkjamanna. Yfirlýsingin var
gefin út í kjölfar fregna þess efnis,
að bandarísk stjórnvöld hefðu í
hyggju að setja á fót eigið vopna-
eftirlit.
„Heimurinn hefur lært á síðustu
áratugum að aðeins óhlutdrægt,
alþjóðlegt eftirlit er fært um að
vinna það traust sem nauðsynlegt
er. Írak er engin undantekning frá
þessu,“ segir í yfirlýsingunni.
Áréttar
eftirlits-
hlutverk
Vínarborg. AFP.
JAMES Woolsey, fyrrverandi yfir-
maður bandarísku leyniþjónustunn-
ar, CIA, sagði í fyrradag, að Banda-
ríkjamenn ættu nú í fjórðu
heimsstyrjöldinni, sem staðið gæti í
langan tíma.
Á fundi með um 300 námsmönnum
við Kaliforníuháskóla í Los Angeles
sagði Woolsey, að kalda stríðið hefði í
raun verið þriðja heimsstyrjöldin:
„Ég tel, að þessi fjórða heimsstyrj-
öld muni standa miklu lengur en þær
fyrstu tvær en vonandi ekki í fjóra
áratugi eins og kalda stríðið,“ sagði
Woolsey að því er fram kemur hjá
sjónvarpsstöðinni CNN. Fjölmiðlar
hafa orðað Woolsey við mikilvægt
embætti í Írak að stríði loknu.
Woolsey sagði, að stríðið stæði í
raun gegn þremur óvinum, klerka-
stjórninni í Íran, „fasistunum“ í Írak
og Sýrlandi og íslömskum öfgahópum
eins og al-Qaeda. Hefðu þessir hópar
barist við Bandaríkin árum saman en
nú loks væru þau að taka við sér.
„Þegar hin nýju Miðausturlönd
fara að taka á sig mynd, á næstu árum
og áratugum, munum við valda ótta
meðal margra manna,“ sagði Woolsey
og bætti við, að það væri lýðræðið,
sem þeir óttuðust.
Í máli sínu tók Woolsey sérstak-
lega fyrir Hosni Mubarak, forseta
Egyptalands, og konungsfjölskyld-
una í Sádi-Arabíu:
„Við viljum gera ykkur tauga-
óstyrka. Við viljum, að þið gerið ykk-
ur grein fyrir því, að í fjórða sinn á
einni öld eru Bandaríkin og banda-
lagsríki þeirra lögð af stað í herför og
við styðjum þá, sem þið óttist, ykkar
eigin þegna,“ sagði Woolsey.
Woolsey segir að „fjórða
heimsstyrjöldin“ sé hafin
ÞÚSUNDIR bandarískra her-
manna, sem nú eru í Persaflóanum,
fengu í hendur dreifibréf, sem ber
heitið „Skylda hins kristna manns á
stríðstímum“ og er þar mælst til
þess að þeir biðji fyrir George W.
Bush Bandaríkjaforseta.
Hægt er að rífa miða af dreifi-
bréfinu og senda í Hvíta húsið þar
sem sendandi heitir því að biðja
fyrir forsetanum, fjölskyldu hans,
starfsliði og bandarískum hermönn-
um.
„Það sem rétt er, hvað
sem gagnrýni líður“
Í dreifibréfinu, sem gefið er út af
trúfélaginu In Touch Ministries, er
einnig að finna tillögu að því hvern-
ig eigi að haga daglegum bænum
vikunnar. Undir sunnudegi stendur:
„Biðjið fyrir því að forsetinn og
ráðgjafar hans leiti til Guðs og
visku hans daglega og treysti ekki
á eigin skilning.“ Bænatillaga
mánudags hljóðar svo: „Biðjið fyrir
því að forsetinn og ráðgjafar hans
hafi styrk og hugrekki til að gera
það, sem rétt er, hvað sem gagn-
rýni líður.“
Beðnir um að
biðja fyrir
forsetanum
♦ ♦ ♦