Morgunblaðið - 04.04.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 04.04.2003, Síða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKRIFSTOFA borgarstjórnar hef- ur skipt kjósendum í Reykjavík í kjördeildir fyrir alþingiskosningarn- ar sem fram fara 10. maí. Miðað er við að um eitt þúsund kjósendur verði að jafnaði í hverri kjördeild, sem er nokkur aukning frá því sem áður var. Fjölgunin kemur til að mestu vegna breytingar kjörfundar þar sem Reykjavík er skipt í tvö kjördæmi, Reykjavík suður og Reykjavík norður. Kjörfundur hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Alls eru 80.699 kjósendur á kjörskrá í Reykjavík en ætla má að um 2.370 manns bætist við á kjör- skrá í hvort kjördæmi. Fjöldi kjós- enda miðast við 1. febrúar en við- miðunardagur kjörskrár er 5. apríl. Tvær breytingar á kjörstöðum Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, sagði tvær breyt- ingar á kjörstöðum að þessu sinni. „Það bætist einn nýr kjörstaður við og það er Hlíðarskóli. Kjósendur í Hlíðunum kusu áður á Kjarvals- stöðum en vegna kjördæmaskipt- ingarinnar kemur inn nýr kjörstað- ur, reyndar með aðeins þremur kjördeildum, fyrir þá sem eru sunn- an megin í Hlíðunum. Kjarvalsstað- ir eru fyrir norðurkjördæmi Hlíð- anna. Önnur breyting er sú að kjósendur í Ártúnsholti kjósa í íþróttahúsi Grafarvogs því þeir eru í norðurkjördæmi. Með þessu fæst jöfnuður á milli kjördæmanna,“ sagði Gunnar. Kjördæmaskiptin liggja um Hringbraut, Miklubraut, Ártúns- brekku, Vesturlandsveg og svo upp Suðurlandsveg. Kjósendur í Graf- arholti kjósa nú í íþróttahúsinu í Grafarvogi en kusu í Árbæjarskóla í fyrra. „Ég tek fram að landskjör- stjórn á eftir að taka endanlega af- stöðu en ég hef ekki ástæðu til að ætla að það breytist frá þessari skiptingu,“ sagði Gunnar. Að sögn Gunnars hafa kosninga- lögin verið rýmkuð þannig að nú geta fleiri kjósendur kosið á hverj- um klukkutíma. Ný tækni og rýmri lög valda því að kosningarnar geta gengið hraðar fyrir sig. „Við höfum verið að smá fikra okkur upp í meiri fjölda. Á sínum tíma voru 100 kjör- deildir í Reykjavík en nú eru þær 83,“ sagði Gunnar. Kosning utan kjörstaða hafin Kosning utan kjörstaða hófst 15. mars og stendur til kjördags. Hún fer fram hjá sýslumönnum um land allt. Í Reykjavík fer utankjörstað- arkosning nú öll fram hjá Sýslu- manninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6. Þar er opið kl. 9-15:30 virka daga og 10-14 um helgar. Frá og með 14. apríl verður opið frá 10-22, fyrir ut- an að lokað verður á páskadag og föstudaginn langa. Úlfar Lúðvíksson, deildarstjóri þinglýsingar- og skráningardeildar, sagði það koma sér vel fyrir kjós- endur að hafa nú alla utankjör- staðakosningu hjá Sýslumanninum í Reykjavík, en í borgarstjórnarkosn- ingum í fyrra fór utankjörstaða- kosning til að mynda fram í Fjöl- brautaskólanum í Ármúla. Kjósendum skipt í kjördeildir Morgunblaðið/RAX Úlfar Lúðvíksson, deildarstjóri þinglýsinga- og skráningardeildar, tekur við utankjörskráratkvæði í húsnæði sýslumannsins í Reykjavík. Um eitt þúsund í hverri kjördeild Reykjavík .0F -%- (G%40$(4$ 7#/4'##/  (  GEH.!,.GI:G 74-.7 &  3& .   48 ,   - " # * 3& 9   ( 8!  .6   # :; #  ,  (   GEH.!,.:I:G 9 #  3& .   48 9 -  ; - # -  <   :8!  . - -0   # = 2  (   3*  ,*  :       >:   : : >              VEGAGERÐIN hefur framlengt skilafrest tilboða í útboð á nýjum kafla Reykjanesbrautar, á milli Lækjargötu og Ásbrautar í Hafnar- firði, til 28. apríl næstkomandi. Er það gert að ósk verktaka. Verkið er boðið út á evrópska efnhagssvæðinu og skal því vera lokið í júlí árið 2004. Vegagerðin gefur ekki upp kostnað- aráætlun fyrr en tilboð liggja fyrir en ætla má að kostnaðurinn vegna breytinganna á þessum kafla Reykjanesbrautar liggi að breyttu breytanda á bilinu 700 milljónir króna til eitt þúsund milljónir. Veruleg breyting verður á legu Reykjanesbrautar á þessum kafla. Brautin mun liggja sunnan við kirkjugarðinn og verða tvær akrein- ar í hvora átt á meginhluta vegarins en vestast verður ein akrein og teng- ist kaflinn þannig við núverandi veg til bráðabirgða uns framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar vestan Hafnarfjarðar hefjast. Kaldársels- vegur verður lagður frá núverandi Ásbraut og síðan á brú yfir Reykja- nesbrautina. Brúin verður 62 metra löng og 16 metra breið steinsteypt plötubrú, með tveimur höfum með steyptum miðstöpli og endastöplum. Tvær slaufur og rampar munu síðan tengja Kaldárselsveg við Reykjanes- brautina. Vestan við kirkjugarðinn verður reist 73 metra og fjögurra metra breið steinsteypt göngubrú með fjórum höfum yfir Reykjanes- brautina. Þá verða steinsteypt und- irgöng undir brautina fyrir Hamar- kotslæk og gangandi umferð. Flutningur Reykjanesbrautar í Hafnarfirði undirbúinn Útboðsfrestur lengd- ur að ósk verktaka Hafnarfjörður Tölvugerð mynd af því hvar Reykjanesbrautin mun liggja eftir að hún verður flutt til í Hafnarfirði. SKÓLASKRIFSTOFA Seltjarnar- ness stendur fyrir fjölskyldudegi í Gróttu á morgun þar sem hægt er að komast fótgangandi út í eyju á fjör- unni kl. 13–16. Fjörurnar sunnan við Gróttu, Sel- tjörn og Bakkavík, eru auðugar af lífi sem bjóða upp á mikla náttúrufeg- urð. Hægt verður að fara upp í vit- ann og skoða myndlist frá börnum úr Mýrarhúsaskóla. Börnin geta kannað fjöruna, skoð- að sjávardýra- og fuglabækur á loft- inu og margt fleira. Boðið verður upp á veitingar í Setrinu. Yfir 100 fuglategundir hafa sést á Seltjarnarnesi ásamt um 140 plöntu- tegundum yfir hásumarið. Björgunarsveitin Ársæll verður á staðnum og ekur þeim sem ekki treysta sér til að ganga út í eyju. Fjöl- skylduhátíð í Gróttu Morgunblaðið/Golli Frá Gróttudeginum í fyrra. Seltjarnarnes ÞÓRÓLFUR Árnason borg- arstjóri hefur opnað Upplýs- ingaskála skipulags- og bygging- arsviðs Reykjavíkurborgar. Upplýsingaskálanum er ætlað að veita viðskiptavinum þjónustu varðandi byggingar- og skipu- lagsmál í borginni. Hann verður opinn almenningi og þar geta borgarbúar, fagaðilar og allir sem vilja leitað eftir samskiptum eða upplýsingum. Hrönn Svansdóttir hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi og mun hún hafa umsjón með skálanum. Sú þjónusta sem boðið verður uppá er annars vegar upplýs- ingagjöf og hins vegar móttaka á ýmsum gögnum, erindum og fyr- irspurnum. Fólk getur einnig m.a. skoðað módel af nýjum hverfum, skipulag miðborg- arinnar og fengið svör við spurn- ingum er varða skipulags- og byggingamál. „Hér fær fólk úrlausn sinna mála,“ sagði Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og bygging- arsjóðs. Hún sagði að húsið væri öllum opið og að opnunartíminn væri 8:20-16:15, nema á fimmtu- dögum, en þá er opið til 18. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þórólfur Árnason opnaði upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs. Upplýsingaskáli Reykjavíkur opnaður Miðborg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.