Morgunblaðið - 04.04.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 04.04.2003, Síða 26
SUÐURNES 26 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMARGAR hugmyndir eru settar fram í niðurstöðum áhuga- hóps um atvinnu- og búsetuupp- byggingu á Suðurnesjum sem kynnt- ar voru í gær. Rætt er um leiðir til að bæta ímynd svæðisins, auka mennt- un, mikilvægi stoðkerfis og nýsköp- unar og bent á sérstök tækifæri sem hægt væri að nýta strax. Starf þessa áhugahóps hófst eftir fund um atvinnumál sem Sandgerð- islistinn efndi til á dögunum. Fram kom á kynningarfundinum í gær að Hjálmar Árnason alþingismaður sem raunar titlar sig sem fyrrver- andi skólameistara í þessu samhengi til að leggja áherslu á að hópurinn sé ótengdur stjórnmálaflokkum, kallaði saman hóp fólks til að fylgja eftir umræðum á fundinum í Sandgerði. Í hópnum voru um tuttugu Suður- nesjamenn, ýmist brottfluttir eða búsettir á svæðinu. Bæta þarf ímynd Suðurnesja Í skýrslu um niðurstöður hópsins er lögð áhersla á mikilvægi þess að efla ímynd Suðurnesja í heild sinni. Með því myndi færast aukinn kraft- ur í íbúana og fýsilegra yrði fyrir nýja að flytjast á staðinn. Nefnd eru nokkur atriði í þessu sambandi, með- al annars að farið verði í sérstakt ný- sköpunarátak undir vinnuheitinu „Auður í krafti Suðurnesja“. Lögð er áhersla á að bæta þurfi menntun fólks á svæðinu svo það standi jafnfætis öðrum. Í því sam- bandi er meðal annars lagt til að stofnaðar verði 70 nýjar starfs- menntabrautir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hafið átak um eflingu háskólanáms á Suðurnesjum. Vakin er athygli á því að frum- kvöðlar og lítil fyrirtæki þarfnist oft ráðgjafar, handleiðslu og aðstoðar við að þróa nýjar hugmyndir, sækja um styrki og lán og gera viðskipta- áætlanir. Meðal annars er lögð áhersla á að efla stoðkerfi á þessu sviði, kortleggja tækifærin og stofna áhættufjármagnssjóð til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Loks er farið yfir ýmis tækifæri sem séu á Reykjanesi og sem hægt sé að nýta strax. Keflavíkurflugvöll- ur og orkan eru sérstaklega nefnd svo og tækifæri í ferðamennsku. Lagt er til að komið verði á fót stofn- anasetri fyrir deildir opinberra stofnana sem tengjast sérkennum svæðisins, svo sem Flugmálastjórn, Orkustofnun, Landhelgisgæslu, Orkuskóla Sameinuðu þjóðanna og rannsóknastofnunum. Öllum tillögunum er vísað til til- tekinna aðila, svo sem Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fyrir- tækja eða stofnana. Hjálmar Árna- son lagði á það áherslu í ávarpi á kynningarfundinum að þetta væru ekki patentlausnir heldur framlag hópsins til umræðunnar og tilraun til að hefja aðgerðir vegna þess vanda sem nú steðjar að í atvinnumálum. Þeir sem skráðir væru sem ábyrgð- araðilar fyrir einstökum verkum þyrftu nú að taka við og koma hug- myndunum í framkvæmd. ÞEGAR vorfuglarnir byrja að kvaka fer Karlakór Keflavíkur á kreik. Kórinn mun kveða við raust um helgina á tónleikum í Grindavík og Reykjanesbæ og fleiri tónleikar fylgja í kjölfarið. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, föstudag, í Grindavíkur- kirkju og hefjast þeir klukkan 20.30. Á morgun syngur kórinn í Ytri-Njarðvíkurkirkju klukk- an 17. Fimmtudaginn 10. apríl kl. 20.30 verða tónleikar í Bústaða- kirkju í Reykjavík og síðustu skipulögðu tónleikarnir þetta vor verða föstudaginn 11. apríl í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 20.30. Að vanda er efnisskrá kórs- ins fjölbreytt, hún samanstend- ur af íslenskum og erlendum al- þýðulögum. Stjórnandi er Vilberg Viggósson. Undirleikari á pí- anó er Ester Ólafsdóttir og þar að auki annast undirleik Ásgeir Gunnarsson á harmonikku, Þórólfur Þórsson og Rebekka B. Björnsdóttir á bassa. Einsöngvarar á tónleikunum eru Steinn Erlingsson barítón og Haukur Ingimarsson tenór. Karkakór Keflavíkur verður fimmtugur á þessu ári en hann var stofnaður 1. desember 1953. Í fréttatilkynningu sem send var út vegna tónleikanna kemur fram að hann sé þó enn ungur í anda og þess látið getið að aldur kórsins sé nú í fyrsta skipti sá sami og meðalaldur kórfélaga. Í kórnum eru 45 söngvarar um þessar mundir. Formaður Karlakórs Keflavíkur er Steinn Erlingsson. Karlakór- inn með tvenna tónleika Grindavík/Reykjanesbær NEMENDUR í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja þróuðu í vetur viðskipta- hugmynd og stofnuðu um hana fyr- irtæki. Fyrirtækið varð Local – markaðsfyrirtækið þitt, og gaf það út Local afsláttarkort sem gilda í sextán verslunum og þjónustufyr- irtækjum á Suðurnesjum. Local varð til í námsáfanga sem byggist á námsefni frá Junior Achievement. Nemendurnir fara í gegnum fjölbreytt ferli við þróun á hugmynd að þjónustu eða vöru. Þeir þurfa að afla fjármagns, meðal ann- ars með sölu hlutabréfa, og ráða í störf innan fyrirtækisins. Guðmundur Árnason, forstjóri Local, kynnti árangurinn á fundi áhugahóps um atvinnumál í gær. Þar kom fram að afsláttarkortið, sem einkum er ætlað nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hefði slegið í gegn. Fyrirtækin veita hand- höfum kortsins afslátt sem kynntur er í bæklingi sem gefinn hefur verið út. Fram kom hjá Guðmundi að kort- ið væri mikið notað, nemendur sæju sér hag í að nýta afslætti og fyr- irtækin að ná sér í aukin viðskipti hjá þessum góða viðskipta- mannahópi. Áfanganum er að ljúka og kom fram hjá Guðmundi að hagnaður hefði orðið um 180 þúsund krónur sem er tvöfalt meira en áætlað var. Lét hann þess getið að þessi góða byrjun hvetti þá félagana sem stjórnuðu fyrirtækinu til að halda áfram að þróa þessa hugmynd á eig- in vegum. Þeir hefðu nú ákveðna reynslu sem þeir vildi reyna að nýta. Nemendur stofna mark- aðsfyrirtæki VINNA greiningu á hag- kvæmni þess að sameina sveit- arfélögin á Suðurnesjum. Minnka þarf aðskiln- aðarstefnu sveitarfélaganna og byrja strax að greina hag- kvæmni þess að sameina sveit- arfélögin á svæðinu og gera það ljóst að Suðurnesin eru eitt atvinnusvæði ásamt höf- uðborgarsvæðinu. Tillögunni er vísað til Sam- bands sveitarfélaga á Suð- urnesjum. Sveitarfélögin sameinuð FJÁRMÁLASTOFNANIR og sveitarfélög kaupa hlut rík- isins í ÍAV [Íslenskum að- alverktökum hf.]. Ráðandi hlutur verður seld- ur á næstu dögum. Kanna þyrfti hvort þessum eign- arhluta væri betur varið í eigu aðila á Suðurnesjum. Tillögunni er vísað til fjár- málastofnana. Vilja kaupa ÍAV Hópur áhugafólks um atvinnu- og búsetuuppbyggingu kynnir hugmyndir sínar Mörg tækifæri sem hægt er að nýta strax Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Guðmundur Árnason segir frá Local og þrír úr hópnum fylgjast með, Helga Sigrún Harðardóttir, Hjálmar Árnason og Guðmundur Pétursson. Reykjanes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.