Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 27
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 27
LÍKLEGT er að Hitaveita Egils-
staða og Fella (HEF) taki bæði
vatnsveitu og fráveitu Austur-Hér-
aðs og Fellahrepps inn í rekstur
sinn. Mjög hagkvæmt er talið að
samreka vatnsveitu og hitaveitu fyr-
ir svæðið og eru sveitarstjórnirnar
nú með málið í frekari vinnslu. Hugs-
anlega mun HEF yfirtaka vatnsveit-
una þegar um næstu áramót. Vatns-
sala HEF það sem af er þessu ári er
9% minni en árið áður, vegna hlýs
veðurfars, en notendum hefur hins-
vegar fjölgað.
Hagnaður af rekstri HEF á síð-
astliðnu ári varð 2,5 milljónir króna,
en fyrir fjármagnsliði og afskriftir
nam hagnaðurinn 35,7 milljónum
króna. Rekstrartekjur ársins námu
72,6 milljónum, sem er um 5,3 millj-
ónum króna hærri gjöld en árið áður.
Tekjur veitunnar jukust um rúmar 5
milljónir árið 2002 vegna aukinnar
heitavatnssölu.
Guðmundur Davíðsson, fram-
kvæmdastjóri HEF, segir rekstur
hitaveitunnar ganga vel. „Við ætlum
að ljúka við að virkja nýjustu holuna
okkar í sumar og setja hana inn í
kerfið“ segir Guðmundur. „Það verð-
ur með þeim hætti að aðalaflið á þá
dælu verður frá díselstöð en varaafl
frá RARIK til að spara peninga. Það
er leiðinlegt að segja frá því að það
skuli vera ódýrara að keyra með
dísel heldur að kaupa RARIK toppa,
en það er veruleikinn.“
Sameiginlegt útboð með
RARIK og Landssímanum
Guðmundur segir að hitastiguls-
rannsóknum við Urriðavatn og
Breiðavað verði haldið áfram, en við
Breiðavað gæti verið framtíðar-
vinnslusvæði HEF. „Við þurfum þó
ekki meira eins og er, holan sem við
boruðum 2001 er fullnýtt miðað við
þúsund manna byggð í viðbót, sem
gæti orðið innan tíðar. Nú er verið að
leggja í Dalbrún, nýrri götu í Fella-
bæ og við erum að fara í sameig-
inlegt útboð með Landssímanum og
RARIK, en það höfum við gert einu
sinni áður og gekk vel.“ Þá stendur
til að koma snjóbræðslukerfi Vil-
hjálmsvallar í gang með haustinu.
Guðmundur segir að samkvæmt
skýrslu Neytendasamtakanna frá 4.
desember sl. sé ódýrast á öllu land-
inu að kynda hús í Fellabæ og á Eg-
ilsstöðum. „Þetta er mjög ánægju-
legt fyrir HEF og við reynum að
gera allt til þess að þurfa ekki að
hækka.“
Tíðarfarið dreg-
ur úr sölu vatns
Hitaveita Egilsstaða stendur vel
Egilsstaðir
SKRIFAÐ hefur verið undir samn-
ing á milli Ungmennafélags Ís-
lands og fimm héraðssambanda um
áframhaldandi rekstur þjónustu-
miðstöðva UMFÍ á landsbyggðinni.
Þjónustumiðstöðvar UMFÍ hafa
nú verið reknar í eitt ár í tilrauna-
skyni og eru á vegum Ungmenna-
og íþróttasambands Austurlands,
Héraðssambandsins Skarphéðins,
Ungmennasambands Eyjafjarðar,
Ungmennasambands Borgarfjarð-
ar og Héraðssambands Vestfirð-
inga. Hlutverk miðstöðvanna er
einkum að þjónusta félagsmenn og
stýra verkefnum UMFÍ á svæðum
héraðssambandanna, auk þess að
miðla upplýsingum til félaga og
deilda og sjá um kynningar til fjöl-
miðla.
Hvert héraðssamband fær eina
milljón króna til rekstrar þjónustu-
miðstöðvar frá UMFÍ. Samningur-
inn er talinn munu styrkja héraðs-
samböndin og stuðla að því að þau
geti haldið úti starfsmanni og
skrifstofu á heilsársgrundvelli. Þá
tengja þjónustumiðstöðvarnar
starfsemi héraðssambandanna enn
frekar um land allt. Þjónustumið-
stöðvar UMFÍ og viðkomandi hér-
aðssambanda eru á Egilsstöðum,
Ísafirði, Akureyri, Selfossi og í
Borgarnesi.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Gerður hefur verið samningur milli UMFÍ og fimm héraðssambanda um rekstur miðstöðva á landsbyggðinni. Frá
vinstri: Guðmundur Sigurðsson, UMSB, Árni Arnsteinsson, UMSE, Sæmundur Runólfsson, UMFÍ, Arngrímur Við-
ar Ásgeirsson, ÚÍA, Karl Jónsson, HSV, Hildur Aðalsteinsdóttir, UMSE, og Engilbert Olgeirsson, HSK.
Héraðssamböndin reka þjón-
ustumiðstöðvar fyrir UMFÍ
Egilsstaðir
KARLAKÓRINN Hreimur verður með vorfagnað í Ýdöl-
um annað kvöld. Þar verða meðal annarra gesta: Elma
Atladóttir og Katrín Sigurðardóttir sópransöngkonur,
einnig Ásgeir Hermann Steingrímsson trompetleikari.
Fjölbreyttur undirleikur en veislustjóri verður Hjálmar
Freysteinsson hagyrðingur frá Vagnbrekku. Að venju á
vorfagnaði Hreims þá er boðið upp á kaffihlaðborð.
Kvöldinu líkur síðan á dansleik með Strákabandinu.
Hreimur fagnar vori í Ýdölum
Suður-Þingeyjarsýsla
FYRIR skömmu afhenti starfs-
hópur, undir stjórn Guðlaugs
Bergmann, verkefnisstjóra Stað-
ardagskrár 21 í Snæfellsbæ,
Kristni Jónassyni bæjarstjóra
skýrslu með úttekt á merkingum
í bæjarfélaginu.
Forsögu þessa máls má rekja
til fundar með forsvarsmönnum
Vegagerðarinnar á Vesturlandi í
Snæfellsbæ sl. ár og tillögu frá
Ásbirni Óttarssyni, forseta bæj-
arstjórnar, í október sl. ár um að
skipa starfshóp til að gera úttekt
á merkingum í Snæfellsbæ.
Starfshópinn skipuðu auk Guð-
laugs, þau Björn Jónsson, rekstr-
arstjóri Vegagerðarinnar á Snæ-
fellsnesi, Guðbjörg Gunnarsdóttir
þjóðgarðsvörður og Ragnhildur
Siguðardóttir umhverfisstjórnun-
arfræðingur. Vegna forfalla
Ragnhildar þegar kom að verk-
efninu tók Guðrún G. Bergmann
ferðamálafræðingur sæti hennar
í hópnum. Úttektin fólst í því að
kanna allar merkingar í bæjar-
félaginu, skrá núverandi merk-
ingar og þær sem vantar, skrá
niður tillögur að merkingum á
áfangastöðum ferðamanna og
þeim þjónustumerkingum sem
þarf að koma fyrir í bæjarfélag-
inu svo öll þjónusta þar sé að-
gengileg fyrir innlenda sem er-
lenda ferðamenn, jafnt og
heimamenn.
Starfshópurinn leitaði liðsinnis
ýmissa innan bæjarfélagsins og
kom m.a. með tillögur um að sett
yrðu upp söguskilti við merka
sögustaði í bæjarfélaginu og að
útskotum og aðstöðu fyrir ferða-
menn til að stoppa og njóta út-
sýnis eða hins mikla fuglalífs í
bæjarfélaginu yrði fjölgað. Gert
er ráð fyrir því að úrvinnsla
þessa verkefnis verði samstarfs-
verkefni milli bæjarstjórnar
Snæfellsbæjar, Framfarafélaga
bæjarfélagsins og Vegagerðar-
innar.
Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann
Frá afhendingu skýrslunnar. F.v. Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjar-
stjórnar Snæfellsbæjar, Guðlaugur Bergmann, verkefnisstjóri Stað-
ardagskrár 21, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Björn Jónsson,
rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Snæfellsnesi.
Úttekt á
merkingum
í Snæfellsbæ
Hellnar
KAUPFÉLAG Borgfirðinga var
valið fyrirtæki ársins 2002 í Borg-
arbyggð auk þess sem Þór Odds-
son apótekari og Katrín Magn-
úsdóttir, frumkvöðull í
ferðaþjónustu, fengu viðurkenn-
ingar fyrir að hafa lagt drjúgan
skerf að uppbyggingu og velmeg-
un atvinnulífs í sveitarfélaginu.
Óskað var eftir tilnefningum frá
bæjarbúum og enn fremur voru
Atvinnuráðgjöf Vesturlands og
Verkalýðsfélag Borgarness bæj-
arráði innan handar við valið.
Veðlaunaafhendingin fór fram í
liðinni viku á Búðarkletti. Páll S.
Brynjarsson bæjarstjóri ávarpaði
viðstadda og veitti viðurkenning-
arnar fyrir hönd bæjarstjórnar
Borgarbyggðar. Páll sagði meðal
annars í ávarpi sínu að hverju
sveitarfélagi væri nauðsynlegt að
innan þess störfuðu öflug fyr-
irtæki sem væru leiðandi í at-
vinnulífi. Vöxtur og viðgangur
sveitarfélaga skýrðist að stórum
hluta af því hvernig atvinnulífið
væri uppbyggt og hvernig áraði
hjá fyrirtækjunum. Hann sagði að
Kaupfélag Borgfirðinga hefði
lengi verið burðarás í atvinnu- og
menningarlífi í héraðinu og af-
koma fyrirtækisins á síðustu árum
sýndi að félaginu hefði tekist að
snúa vörn í sókn. Með byggingu
verslunarmiðstöðvarinnar Hyrnu-
torgs á árinu 2000 og með bygg-
ingu á nýrri byggingarvöruversl-
un sem á að taka í notkun í vor er
félagið orðið samkeppnisfærara í
verslun. Það ýtir undir að heima-
menn versli í heimabyggð og aðrir
íbúar á Vesturlandi leiti í auknum
mæli til verslunar í Borgarnesi.
Fyrir hönd Kaupfélagsins tók
Guðsteinn Einarsson kaupfélags-
stjóri við verðlaunagripnum.
Fyrirtæki
ársins
í Borgar-
byggð
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri, Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri,
Haraldur Jóhannsson og Þór Oddsson apótekari.
Borgarnes