Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTI formaður Sjálfstæðis- flokksins Jón Þorláksson skrifaði í Heimdall, blað félags ungra sjálf- stæðismanna árið 1930 eftirfarandi: „Einstaklingsfrelsi og atvinnu- frelsi er einn höfuðþátta stefnu Sjálfstæðisflokksins.“ Um sósíalista skrifar Jón hins vegar. „Þeirra hugsjón er að velja fáeina til að hafa vit og forræði fyrir allan fjöldann. Ófrelsi og ósjálfstæði einstaklinganna er höfuðeinkenni þeirrar stefnu. Frá henni er stutt í einræðið.“ Erum við frelsis verð? „Til eru og til hafa verið þjóðir, þar sem manndómur einstakling- anna sýndist svo lítill að ófrelsi virt- ist hæfa þeim best. En stundum hefur þetta verið misskilningur valdhafanna, manndómurinn hefur sprottið upp jafnskjótt og þeir hafa fengið frelsið. Góð dæmi eru við- reisn danskra bænda eftir ánauð í lok átjándu aldar og afnám einok- unarverslunar á Íslandi um líkt leyti. Frelsi og sjálfstæði eru þau hnoss sem hver heilbrigður maður á æskualdri þráir mest.“ Svo mörg voru þau orð á þeim tíma sögð og í fullu gildi hafandi enn. Þetta var rit- að ári eftir sameiningu flokks Frjálslyndra og Íhaldsflokks sem úr varð Sjálfstæðisflokkur árið 1929. Ríkir jafnrétti í raun? Frá fyrstu vitneskju minni hafa undirstöður tilvistar þessarar þjóð- ar, sem kallar sig Íslendinga,verið landbúnaður og sjósókn. Frá fyrstu tilfinningu minni hefur ofstýring valdhafanna orðið æ skýr- ari. Með öllum mögulegum og ómögulegum hætti hafa þráhyggju- fullir samlandar okkar reist skorður við öllu eðlilegu frelsi og búsetu í okkar ástkæra landi. Nú er svo komið að flótti landsbyggðarfólks er að breyta áferð okkar í borgarsam- félag með þeim félagslegu vanda- málum sem blasa við öllum sem sjá vilja. Sagan segir okkur að í borg- unum vex og jafnframt dylst fá- tæktin, misréttið, spillingin, glæp- irnir. Fyrr eða síðar hefur soðið upp úr. Margir farast. Íslensk þjóðskipan er á villigötum. Efla þarf dreifbýlið, sveitina, þorpin smábæina til siðbót- ar spilltu borgarsamfélagi. Styrkja þarf umönnunarþátt uppeldis borg- ríkisins. Margir nýtustu þegnar þessa lands hafa komið frá dreifbýl- inu og unnið af tryggð við sína vinnuveitendur og hófsemd í kröfum um upphefð. Þessu gera atvinnurek- endur sér grein fyrir og einnig þeim breytingum sem eru að verða. Til að tryggja dreifbýlinu mögu- leika þarf að efla með því frum- kvæði, færa því aftur það sem tekið hefur verið frá því – auka frelsið í meðferð afurða sinna – efla mennt- unarmöguleika – bæta samgöngur – styrkja fjölskyldur – gera búsetu að góðum kosti. Þéttbýlisbúar, margir í æðstu embættum, verða að skilja að meðan íslenska þjóðin var að brjót- ast frá fátækt til bjargálna bar dreifbýlið hitann og þungann af verðmætasköpun landsins sem byggt hefur það ríkulega samfélag sem við búum við. Þetta sama ágæta fólk norpar nú margt hvað sem beiningalið við bótakerfi, lítinn uppsafnaðan lífeyri ásamt samveru sinni við hið kostnaðarvitaða heil- brigðiskerfi. Þetta var ekki sú hugmynd sem það hafði frá uppeldi sínu um gest- risni í sínum heimahögum. Þétt- býlisbúar verða einnig að horfa til þess að á meðan þeir, margir hverj- ir sátu á sömu þúfunni alla ævi og muldu undir sig möguleikum sem dreifbýlisbúinn sem flúði mögu- leikaskort sinnar heimabyggðar í nánast öllu, hafði ekki tök á. Í þessu tilliti búa tvær þjóðir í þéttbýlinu. Þéttbýlisbúinn styrkir sig í klúbbn- um sínum á meðan sá aðflutti leitar sáluhjálpar í átthagafélaginu. Eflum með okkur bræðralag. Að endingu. – Sumir telja sig út- valda meðal þjóðar og gala hátt. Meðal þess sem þeir gala er eign- arréttur þessa og hins, með fasi kattarins og heitu grautarskálarinn- ar. Mikið skulda þessir útvöldu nána skilgreiningu á þessu mikilvæga hugtaki. Er það til dæmis komið til einhverra útvaldra frá Almættinu, og hvar má finna gögn um það? Er þetta eitthhvað sem menn skapa með hugviti – svita, blóði og tárum? eða er þetta arfur einhvers ofríkis frá fyrri tíð? Ég tel nauðsyn- legt að þjóðinni sé gerð grein fyrir þessu svo hún öðlist hugarró. Það er til dæmis eiginlega útilokað að til- vist okkar byggist í grunninn á of- beldi, er ekki svo? Betra Ísland – frelsi – jafnrétti – bræðralag Eftir Trausta Hólm Jónasson „Þétt- býlisbúinn styrkir sig í klúbbnum sínum á meðan sá aðflutti leitar sáluhjálpar í átthaga- félaginu.“ Höfundur skipar 7. sæti í Suðvest- urkjördæmi – www.xF.is Í HEIMSPEKINÁMI mínu forð- um daga lærði ég ýmis grundvall- aratriði og lögmál í málefnalegum rökræðum og skynsamlegum um- ræðum. Í þeim fræðum er ein höf- uðsyndin sú að reyna að sleppa hjá sjálfri umræðunni með því að gera viðmælandann tortryggilegan. Þannig geta rökþrota einstaklingar sloppið við að takast á við sjálf mál- efnin með einföldum níðingsskap og rógburði. Skemmst frá að segja létu menn eins og Sókrates og Plató slíka „rökræðu“ sem vind um eyru þjóta og blésu á slíka hatursmang- ara. Engu að síður varð Sókrates slíkum mönnum að bráð og endaði á því að súpa seyðið af rógburði þeirra. Kaffihúsapakk í 101 Algengasta rökníðslan sem hefur gegnumsýrt umræðuna er væntan- lega hin sígilda klisja um „kaffi- húsapakkið í 101“ sem hefur, að sögn rökníðinganna, aldrei stigið út fyrir kvosina og hefur engan skiln- ing á landsbyggðinni. Er hér um að ræða listamenn, menntafólk og flottræfla sem ekkert vita í sinn haus og lifa á ölmusum ríkisins og hafa aldrei unnið stakan dag á æv- inni, heldur eytt dögum sínum og nóttum í stóðlífi og eiturlyfjaneyslu. Væri þetta satt væri væntanlega minni mótstöðu að vænta frá þess- um hópi, enda væri hann of upptek- inn við að hanga í fílabeinsturni sín- um. Ég hef orðið þeirra forrréttinda aðnjótandi að fá að umgangast „svo- nefnda og sjálfskipaða“ íslenska umhverfisverndarsinna og vinna með þeim að ýmsum verkefnum. Ég get frá fyrstu hendi sagt að lista- menn finnast sjaldnast hangandi á kaffihúsum. Þeir skrýtnu listamenn sem níðingar beina orðum sínum að eru einfaldlega of uppteknir við að vinna. Orka þessa fólks í daglegu starfi er gríðarleg og enginn skyldi efast um að það vinni fyrir laun- unum sínum. Ekki sækir þetta fólk orku sína á kaffihús, svo mikið er víst. Flestum tómstundum sínum eyðir þetta fólk uppi á hálendinu að hlaða sínar lífrænu rafhlöður. „Listamenn og menntapakk“ sækja orku sína í hálendið og eyða miklum tíma þar. Hálendið er þessu fólki eins mikilvægt og sjórinn er sjó- manninum. Í óvísindalegri tilraun sem ég gerði nýlega uppgötvaði ég að hinu raunverulega „kaffihúsa- pakki í 101“ er skítsama um lands- byggðina. Reyndar er þar lítið um listamenn og menntafólk. Þar má frekar finna efnishyggjukenndan gljálífislýð og þynnkufólk gærdags- ins, fólk sem hefur ekki enn fundið sér sess í lífinu og svalar því gerfi- þörfum sínum á hádegisbörum. Listamenn hafa sjaldnast tíma fyrir slíkt hangs. Óvinurinn illi Hin aðalrökníðslan sem finna má í umræðunni er sú að umhverfisvin- ir séu óvinir landsbyggðarinnar, að þeir séu andstæðingar framfara. Gjarnan er í því skyni varpað fram hálfkveðnum vísum um afturhalds- sama fjallagrasahippa. Ég spyr: Hvernig er hægt að halda slíkri vit- leysu fram á prenti án þess að efast hið minnsta um gildi skrifa sinna? Trúa menn því virkilega að sama- semmerki sé milli þess að vera á móti áframhaldandi stóriðjuupp- byggingu og þess að vera á móti framförum? Eru menn gengnir af göflunum? Hér er um að ræða tvær ólíkar hugmyndir um uppbyggingu at- vinnulífs. Önnur hugmyndin snýst um gríðarleg ríkisafskipti og gaml- ar aðferðir sósíalísks iðnbyltingar- samfélags, hin snýst um að treysta fólkinu sjálfu fyrir eigin uppbygg- ingu, svo fremi sem ríkið veiti því góðan stuðning og heilbrigða upp- byggingu á tækifærum. Svo miklir óvinir eru umhverfisverndarsinnar að þeir hafa ólíkar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu og leiðir að framförum. „Jedúddamía“ hefði nú einhver sagt … Í raun má segja að upphrópanir um kaffihúsapakk og óvini framfara minni frekar á gyðingahatursmang- arana í þriðja ríkinu. Reynt er að gera saklausu fólki upp illan ásetn- ing og vont eðli. Á öndverðri 20. öldinni voru gyðingar sagðir éta börn og nærast á hjörtum þeirra á páskum. Maó foringi ól einnig á óvild gegn menntamönnum. Það er sorglegt að við skulum, sem sið- menntað samfélag, ekki geta leyst úr ágreiningi án þess að grípa til hatursáróðurs. Eitthvað annað? Að lokum má nefna hina sígildu hugmynd „eitthvað annað“. Rök- níðingar hnussa yfirlætisfullir og halda því fram að engin önnur leið sé til atvinnuuppbyggingar en bræðsla málma. Annaðhvort álauð- ur eða ánauð fátæktar. Trúa menn því virkilega að engin önnur leið sé til hagvaxtar og aukinnar velferðar en að niðurgreiða orku til erlendra málmbræðslufyrirtækja? Slæm er þá staðan og smátt hið íslenska hugvit. Sjálfur treysti ég einstaklingum betur en ríkinu til að skapa sér at- vinnu og lífsgrundvöll. Ég vil að stjórnvöld geri einstaklingum auð- veldara fyrir að skapa sína eigin framtíð. Ég trúi ekki á einfaldar pakkalausnir, heldur á flókið sam- starf og framtak einstaklinga í frjóu samfélagi. Ég þarf ekki að nefna „eitthvað annað“. Það er fólksins sjálfs að láta sér detta eitthvað ann- að í hug. Ef íslenskum stjórnvöld- um dettur hreinlega ekkert annað í hug en álver er það kannski meiri ávísun á þeirra eigin skort á ímynd- unarafli og sköpunarkrafti en mál- efnafæð umhverfissinna. Enda er það ekki hlutverk stjórnvalda að handstýra atvinnulífinu. Skömm er að snautlegum mál- flutningi þeirra sem níða og út- hrópa heilu samfélagshópana til þess að þurfa ekki að ræða vits- munalega við þá. Lítill sé þeirra sómi. Snautleg rökræða Eftir Svavar Knút Kristinsson „Skömm er að snautleg- um málflutn- ingi þeirra sem níða og úthrópa heilu sam- félagshópana til þess að þurfa ekki að ræða vitsmunalega við þá.“ Höfundur er kerfisfræðingur, heimspekingur og meistaranemi í umhverfisfræðum. HINGAÐ til hafa foreldrar ekki haft mikið val um menntunarleiðir á grunnskólastigi en þetta er að breyt- ast, valmöguleikar eru að aukast á Íslandi. Ég var mjög glöð þegar ég fékk tækifæri til að senda börnin mín í Waldorfskóla í Reykjavík, þar sem kennslufræðin, uppbygging skóla- dagsins og námsefnið var nokkuð frábrugðið því sem ég átti að venjast. Í Waldorfskólum Rudolf Steiners er námskráin sniðin að því sem við get- um kallað þroskaferðalag mannsins. Meðal þess sem Waldorfskólinn leggur áherslu á umfram hinn venju- lega grunnskóla eru listir, handverk og tónlist alla daga vikunnar, allt skólaárið. Umræða um menntun barna tengist gjarnan gagnrýni á að börnin standi sig ekki nógu vel. Þau læra ekki nógu vel það sem „mælt“ er hvort þau kunni í grunnskólanum, t.d. eru þau kannski ekki eins „góð“ í stærðfræði og börn í Ameríku eða Asíu. Hvaða hlutverki gegnir grunn- skólinn? Eiga börn að læra á tölvur frá 4 ára aldri og vera orðin stærð- fræðiséní 12 ára? Hvaða hlutverki gegna próf og einkunnir fyrir 6–14 ára börn? Flest viljum við líklega ala börnin okkar þannig upp að þeim takist að verða hamingjusamir ein- staklingar sem hafa frumkvæði og þor til að láta drauma sína rætast og geti sýnt meðbræðrum samkennd og umhverfi sínu tillitssemi. Nám er ekki bara að verða góður að læra, nám er líka að þjálfa hendur sínar við vinnu og að læra að vera góður við sjálfan sig og aðra. Skólaleiði og döpur geðheilsa barna eru einkenni skólakerfis sem ekki nær því mark- miði að nemendur blómstri og sjálfs- mynd þeirra styrkist. Slakt líkam- legt ástand er líka hluti af því að við nærum ekki börnin okkar á réttan hátt og gefum þeim ekki tækifæri til að nota líkamlega krafta við leik og störf. Þannig komum við að þeim þætti sem snertir grundvallaratriði skólagöngu. Maðurinn er marg- slungið fyrirbæri og þroski og mann- legar dyggðir nást varla fram án þess að hafa heildarmyndina í huga en ekki eingöngu einstaka þætti eins og þá sem snerta hugsun og vits- muni. Þjóðfélagið er með miklar væntingar og setur í raun mikla pressu á að börn læri á bókina og snemmalærdómur þar sem börn nið- ur í fjögurra ára aldur eru sett inn í „skólakerfi“ virðist höfða til ein- hverra uppalenda. Til hvers að fara að kenna stafi og lestur í leikskóla þegar börn þurfa ekki að nota lestr- arkunnáttu fyrr en þau geta lesið bækur sér til gagns og gleði. Það má segja að miðað við heildarþroska sé eðlilegt að fyrst við 8–10 ára aldur geti nemandi farið að beita hugsun sinni og athygli inn á ritað mál, bæk- ur og tölvur, þó er ég ekki að mæla með tölvum fyrir þennan aldurshóp. Í raun er það áhyggjuefni hvað börn sjá lítið til foreldra eða fullorðinna (t.d. á leikskólum og í skólum) sem fást við raunverulegt handverk – margs konar vinnu með höndunum, allt frá daglegum störfum svo sem matargerð eða uppþvotti til skap- andi handverks eins og trévinnu og hefðbundinnar handavinnu. Eldri börn fá of sjaldan tækifæri til að þjálfa hendur sínar m.a. vegna þess að skólinn býður sífellt minna upp á handverk í daglegri stundaskrá sinni. Nútímamaðurinn með allri sinni vísinda- og tæknihyggju hefur fjarlægst kjarna mannsins og nátt- úruna og margir eiga erfitt með að greina hin rauverulegu gildi í lífinu. Það er ekki nóg að gildi tengist bók- legri námsgetu og að siðferðileg gildi og fyrirmyndir komi úr fjölmiðlum. Við vitum að mikið af efni, misjöfnu að innihaldi og gæðum, streymir frá fjölmiðlunum. Á skjánum birtast fyr- irmyndir í röðum. Börn meðtaka boðskapinn og geta ekki annað, þau líta til hetjanna úr teiknimyndum og úr tölvuleikjum. Það er athyglisvert að skoða hvaða raunveruleiki, fyrir- myndir og gildi birtast í því efni sem síast inn í börnin okkar gegnum fjöl- miðla og ýmsa rafmiðla. Við þurfum að standa vörð um réttindi barna okkar til að vaxa sem litskrúðugir einstaklingar þar sem fjölþættir hæfileikar hugans, hjartans og handa fá að njóta sín. Fyrir nokkrum árum fór Waldorfsýning á vegum Sameinuðu þjóðanna um heiminn og kallaðist hún á íslensku „Hugur, hjarta og hönd“. Þessi hugtök gefa mynd af kjarna hugmyndafræðinnar og kennsluaðferðum Waldorfskól- ans. Á fyrstu skólastigum er m.a. áhersla á leik barnsins og félagsleg samskipti, á skapandi starf og handavinnu. Sérstök áhersla er á að kennarinn segi ævintýri og sögur með kröftugum fyrirmyndum þar sem siðferðisgildin spretta fram í samræmi við hin sérstöku aldurs- og þroskaskeið barnsins. Ég er sérstak- lega þakklát fyrir hönd barna minna fyrir allt það skapandi námsefni sem skólinn hefur boðið uppá og fyrir það að engin próf eru á grunnskólastigi. Waldorfskólinn Sólstafir í Reykja- vík býður upp á lífrænt grænmet- isfæði og leggur áherslu á tengsl við náttúruna enda er staðsetning hans frábær við Hraunberg í Breiðholti þar sem stutt er í Elliðaárdalinn. Waldorfskólinn verður með opið hús laugardaginn 5. apríl þar sem áhugasamir foreldrar og nemendur eru boðnir velkomnir. Eftir Lilju Oddsdóttur „Þroski og mannlegar dyggðir nást varla fram án þess að hafa heildarmyndina í huga.“ Höfundur er Waldorf-leikskóla- kennari og í Foreldrafélagi Waldorfskólans Sólstafa. Þroskaferða- lag í skóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.