Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 33
ð frekar að þörfum
verknámi og fram-
brautum aðlögðuðu
ari stöðlun fram-
egur tæpast úr brott-
erður sam-
töðu háskóla
árum hafa fjölmargir
menntaflóru okkar Ís-
eir skilað góðu starfi.
ólastigi er af hinu
ún hleypt kappi í rík-
alda enn samkeppn-
m að gæta að sam-
ólanna.
Samkeppnishæf framhaldsmenntun á að
standa öllum opin óháð stöðu, efnahag
eða búsetu. Ríkisreknir háskólar mega
ekki fara halloka í samkeppninni þannig
að það komi að því að samkeppnishæfa
menntun eigi einungis þeir efnameiri
kost á að sækja. Í ljósi slæmrar fjár-
hagsstöðu t.d. Háskóla Íslands svo og
allnokkurra framhaldsskóla er ljóst að
það verður að veita meira fjármagn til
menntakerfisins. Á sama tíma verður að
gera þá kröfu að menntastofnanir fari
vel með fé, tíma nemenda og eignir sín-
ar.
Menntamál fái þann
sess sem þau eiga skilið
Við framsóknarmenn leggjum mikla
áherslu á gott brautargengi í kosningum
10. maí svo við fáum tækifæri til að beita
okkur í menntamálum. Jafnrétti til náms
er víða ógnað. Við verðum að veita
menntamálum þann sess í þjóðfélaginu
sem þau eiga skilið. Framsóknarflokk-
urinn er með skýra stefnu í mennta-
málum og er tilbúinn til að axla þá
ábyrgð sem menntamálunum fylgir.
a er stefnt í
rófum er verið
nir bjóða upp
undir fjöl-
Höfundur er viðskiptafræðinemi við Há-
skóla Íslands og skipar 4. sæti á lista fram-
sóknarmanna í Reykjavík norður.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 33
AF ÞEIM málaflokkum sem ég sem land-
búnaðarráðherra hef haft með höndum sl.
fjögur ár hef ég fáum haft jafn mikla ánægju
af að sinna og skógræktarmálum. Koma þar
nokkur atriði til sem ég vil nefna.
Skógrækt á Íslandi stendur á tímamótum.
Liðinn er tími úrtölumanna sem héldu því
fram að hér á landi myndi ekki þrífast skóg-
ur. Aldarstarf duglegra framsýnna ein-
staklinga, félagasamtaka og ekki síst Skóg-
ræktar ríkisins sannaði hið gagnstæða.
Kominn var tími breytinga með það að
markmiði að hefja skipulegt skógrækt-
arstarf á öllu landinu með tilheyrandi breyt-
ingum; klæða landið skógi að nýju, skapa
nýja auðlind. Ég átti því láni að fagna að
geta þar lagt hönd á plóg.
Bjartsýni ríkjandi
Mörgu þurfti að sinna. Eitt var það að
samfagna með skógræktarmönnum ald-
arafmæli skógræktar í landinu og taka þátt í
stórafmælum hjá Skógræktarfélagi Íslands
og öðrum skógræktarfélögum. Á fjölmörg-
um fundum og samkomum hef ég flutt ávörp
og hvatningarræður til skógræktarfólks þar
sem merkra tímamóta hefur verið minnst.
Mér voru þessar samkomur, ráðstefnur og
fundir í senn hvatning og lærdómsríkir. Alls
staðar ríkti bjartsýni og horft til framtíðar.
Ljóst var að starfsemi Skógræktar rík-
isins varð að laga að nýjum og breyttum að-
stæðum. Eitt var það að stofnunin hætti
framleiðslu trjáplantna sem var í ríkisrek-
inni samkeppni við einstaklinga. Nú eru út-
boð á þessum markaði og framleiðslan kom-
in á hendur einstaklinga og fyrirtækja.
Skógræktarinnar biðu auknar rannsóknir,
áætlanagerð, tilraunir og leiðbeiningar
vegna þeirra mörg hundruð einstaklinga
víðs vegar um landið sem biðu þess að hefja
nytjaskógrækt á jörðum sínum. Í þessu
sambandi er mér ljúft að minnast þess að í
einni af fyrstu ræðum mínum til skógrækt-
arfólks tók ég það skýrt fram að ég liti á
skógrækt sem landbúnað. Áður kunna menn
að hafa velkst í vafa og einhverjir haldið að
hér væri einungis um eitthvert tóm-
stundagaman að ræða. Eftir þessum orðum
mínum var tekið. Skógrækt er landbúnaður,
nýr atvinnuvegur til sveita, sem án efa mun
efla allt mannlíf þar, hleypa nýju blóði í fjöl-
margar stéttir atvinnulífsins og skapa, –
ekki aðeins skógræktandanum og viðkom-
andi héraði tekjur, heldur þjóðinni allri.
Fjögur ný verkefni í landshlutum
Þá var að huga að landshlutaverkefn-
unum. Héraðsskógar voru með öfluga starf-
semi og til þeirra var litið. Suðurlands-
skógar höfðu nýlega verið stofnaðir og á
grundvelli nýrra laga samþykkti ég stofnun
fjögurra nýrra landshlutabundinna verk-
efna í skógrækt; Norðurlandsskóga, Vest-
urlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum og
Austurlandsskóga. Þá var starfssvæði Suð-
urlandsskóga stækkað og ná þeir nú yfir allt
Suðurkjördæmið. Þetta eru allt öflug verk-
efni sem lúta stjórn heimamanna. Í hverjum
landshluta eru skrifstofur verkefnanna, hjá
þeim starfar fjöldi háskólamenntaðs fólks
sem annars hefði ekki fengið þar vinnu við
sitt hæfi. Rétt er að benda á þessa stað-
reynd á tímum þegar sífellt er verið að tala
um að flytja ríkisstofnanir út á land með rót-
um með tilheyrandi erfiðleikum. Þessi verk-
efni munu þróast og þeim vaxa fiskur um
hrygg í samræmi við aukna starfsemi. Þeim
munu fylgja enn fleiri störf sem hvergi eiga
betur heima en á landsbyggðinni sjálfri.
Allri umræðu um sameiningu þeirra með
það að markmiði að fækka starfsmönnum
þeirra og draga úr ímyndaðri yfirbyggingu
verkefnanna hef ég skilyrðislaust hafnað og
tel hana ekki á rökum reista.
En það voru fleiri en bændur sem vildu
planta trjám í miklum mæli. Skógrækt-
arfélögin vildu halda áfram starfsemi Land-
græðsluskóga en samningur þar að lútandi
við ríkið var að renna út. Það verkefni hófst
1990 og nauðsynlegt var að tryggja því fjár-
magn næstu árin ef það átti að halda áfram.
Verkefnið hefur margsannað gildi sitt og
stuðlað að kröftugu uppgræðslustarfi skóg-
ræktarfélaganna í landinu. Gerður var nýr
samningur, undirritaður af mér og fjár-
málaráðherra, við Skógræktarfélag Íslands
um 20 mkr. árlegan styrk næstu fimm ár til
landgræðsluskóga.
Tímamót í skógræktarsögunni
Ánægjulegast þó var að á lokadegi þingsins
fékk ég samþykkta skógræktaráætlun, þá
fyrstu sem um getur, þar sem kveðið er á um
fjárveitingar til skógræktarverkefnanna og
Skógræktar ríkisins til næstu fimm ára eða til
ársins 2009. Samþykkt Alþingis í þessu máli
markar tímamót í skógræktarsögunni. Aldrei
hefur Alþingi samþykkt framkvæmdir í skóg-
ræktarmálum til jafn langs tíma og aldrei hef-
ur verið samþykkt jafn mikið fjármagn til
þessa málaflokks. Með samþykkt þessarar til-
lögu er staðfestur vilji Alþingis um stórfellda
skógrækt á öllu Íslandi og sömuleiðis og ekki
síður eru verkefnunum og Skógrækt ríkisins
nú skapaðar forsendur til að byggja starf sitt
á. Plöntukaup þarf að ákveða fram í tímann,
auka þarf rannsóknir og mikil vinna liggur
fyrir varðandi áætlanagerð í skógrækt. Skóg-
ræktarstarfinu var því nauðsyn að vita með
vissu hvaða fjármagni væri úr að spila nokkur
ár fram í tímann.
Eins og ég gat um í upphafi greinar minn-
ar, sem fjalla átti um skógræktarmál, var fátt
mér kærara en að sinna þeim. Skógrækt-
arfólk er framsýnt og glatt á þeirra fundum.
Þannig verða öll störf léttari og skemmtilegri
en ella.
Ég vona að mér gefist tækifæri á að geta
veitt skógræktarfólki og skógrækt í landinu
lið í framtíðinni. Forsenda þess er að Fram-
sóknarflokkurinn nái góðum árangri í kom-
andi kosningum. Ég bið um stuðning les-
enda til áframhaldandi starfa.
Skógrækt á tímamótum
Eftir Guðna
Ágústsson
„Aldrei hefur Alþingi samþykkt
framkvæmdir í skógræktarmálum
til jafn langs tíma og aldrei hefur
verið samþykkt jafn mikið fjár-
magn til þessa málaflokks.“
Höfundur er landbúnaðarráðherra.
Á NÆSTU árum þarf að eiga sér stað
markviss menntasókn á Íslandi eftir lang-
vinna stöðnun í menntunarmálum þjóð-
arinnar. Samanborið við nágrannalöndin er
menntakerfið fjársvelt og ekki varið til
þess þeim fjármunum sem þarf til að leggja
grunninn að þekkingarsamfélagi framtíð-
arinnar. Margvíslegar umbætur verða að
eiga sér stað á skólamálunum til að við
náum í fremstu röð. Á Vorþingi Samfylk-
ingarinnar um helgina verður lögð fram
metnaðarfull tillaga þess efnis.
Menntakerfi framtíðarinnar verður að
bjóða upp á sífellda menntun, opinn skóla,
þar sem einstaklingurinn á kost á að þjálfa
upp nýja hæfni til að verða gjaldgengur á
vinnumarkaði. Þetta er því brýnna sem
haft er í huga að hér á landi ljúka 40%
hvers árgangs ekki framhaldsnámi, sam-
kvæmt rannsóknum við HÍ. Færri Íslend-
ingar stunda því nám á framhaldsskólastigi
en á Norðurlöndunum, 81% af hverjum ár-
gangi hér en um 89% þar. Einungis 56% Ís-
lendinga á aldrinum 25 til 65 ára hafa lokið
framhaldsskólaprófi meðan þetta hlutfall
er 78% hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. Ís-
lendingar hafa lengi varið mun minna fé til
menntamála sem hlutfall af landsfram-
leiðslu en aðrar OECD-þjóðir. Munurinn á
okkur og næstu þjóðum hefur verið um 1%-
stig. Þegar við vorum með um 5% var 6%
algengt í nágrannalöndunum og þegar
hlutdeild okkar varð 6% þá voru aðrar
þjóðir með 7%. Það er skynsamlegt að setja
fram tölulegt markmið í aukningu útgjalda
til menntamála á næsta kjörtímabil. T.d.
um 1% aukningu á ári næstu fjögur árin.
Nýtt tækifæri til náms
Sérstaka áherslu þarf að leggja á fjar-
nám, endurmenntun og nýtt tækifæri fyrir
þá sem hafa horfið frá námi á lífsleiðinni.
Samfélagið skuldar þeim sem hafa horfið
frá námi eða vilja bæta við menntun sína að
dyrnar séu opnaðar fyrir þá til að bæta við
menntun sína eða nema eitthvað nýtt til að
öðlast fleiri tækifæri á vinnumarkaði. Nýtt
tækifæri í menntun á að byggjast á að-
gengilegu grunnnámi, framhaldsnámi,
starfsnámi eða námstilboðum fyrir þá sem
vilja bæta við sína fyrri menntun eða hasla
sér völl á nýjum sviðum. Þannig jöfnum við
tækifærin og búum til öfluga veitu inn í at-
vinnulífið.
Lækka útskriftaraldur
Brýnt er að auka samstarf á milli leik- og
grunnskóla en tengslin á milli skólastig-
anna eru of veik. Fyrstu ár grunnskólans
þarf að nýta betur með auknum áherslum á
upplýsingatækni, raungreinar og tungu-
mál. Einnig þarf sérstakt átak til að
tryggja eðlilega námsframvindu þeirra
barna sem ekki hafa íslensku sem fyrsta
mál. Fyrir lok næsta kjörtímabils þarf að
vera búið að stytta framhaldsskólann um
eitt ár með því að byrja grunnmenntun
fyrr. Það myndi leiða til að stúdentar og
aðrir sem ljúka framhaldsskóla, útskrifast
ári fyrr. Þetta er brýnt mál til að stytta
leiðina á vinnumarkaðinn og jafna að-
stöðumuninn, sem að því leyti er á íslensk-
um nemendum og erlendum.
Á meðal brýnustu verkefnanna er að
grípa til aðgerða sem sporna við sóuninni á
mannauð og fjármagni sem felast í miklu
brottfalli á framhaldsskólastiginu. Stór-
auka þarf námsráðgjöf og auka breiddina á
námsframboði á skólastiginu, efla iðn- og
verknám með sérstöku átaki, tækninám og
styttri námsbrautir. Sömuleiðis þarf að efla
listnám í framhaldsskólanum. Þetta fjölgar
valkostum, og dregur úr því að námsmenn
finni sér ekki nám við hæfi, sem er meg-
inástæða brottfallsins. Iðn- og tækni-
menntun á í djúpstæðum vanda sem lýsir
sér m.a. í því að aðsókn að náminu hefur
minnkað, verknámið að hluta færst af
landsbyggðinni og framboð á verkmenntun
minnkað í fjölbrautaskólum landsins. Í
kjölfarið hafa hinar hefðbundnu iðngreinar
verið að gefa eftir og má nefna sem dæmi
að sveinsprófum hefur fækkað um 14% á
liðnum árum. Þessi fjárhagsvandi verk-
námsins á rætur sínar í reiknilíkani sem
notað er til dreifingar á fjármagni til fram-
haldsskólanna. Líkanið skilar verknámi
ekki því sem eðlilegt er til að hægt sé að
halda því úti með sómasamlegum hætti.
LÍN og rannsóknir
Það þarf að móta ítarlega stefnu í mál-
efnum Lánasjóðsins. Meginatriðin eru að
námslán verði greidd fyrirfram, endur-
greiðslur námslána verði frádráttabærar
frá skatti, að hluta a.m.k., endurgreiðslu-
byrði verði minnkuð, 30% námslána geti
orðið styrkur, grunnframfærslan hækkuð
og að ábyrgðarmannakvöðinni verði aflétt.
Innan við 16% aldurshópsins 25–64 ára
hafa lokið háskólaprófi og segir allt um
mikilvægi þess að efla nám á háskólastigi.
Það þarf að styðja við samkeppni á há-
skólastigi og ýta undir bætta kennslu, auk-
ið námsframboð og auknar rannsóknir.
Enda eiga háskólastofnanir sem skara
fram úr að njóta þess í fjárframlögum. Efla
þarf rannsóknartengt framhaldsnám við
alla háskóla landsins og styrkja með aukn-
um fjárframlögum og því að auka tengslin
milli rannsóknastofnana ríkisins og viðeig-
andi háskóla og háskóladeilda. Tengt þessu
á að auka framlög til rannsóknasjóða hins
opinbera til að ýta undir möguleika ungra
fræðimanna til að hasla sér völl hér heima
að framhaldsnámi loknu. Víðtækar og
markvissar fjárfestingar í menntakerfinu,
til samræmis við það sem framsæknustu
þjóðirnar ástunda, er mál málanna í ís-
lensku samfélagi á komandi árum.
Markvissa menntasókn
Eftir Björgvin
G. Sigurðsson
„Menntakerfi framtíðarinnar verður að
bjóða upp á sífellda menntun, opinn
skóla, þar sem einstaklingurinn á kost á
að þjálfa upp nýja hæfni til að verða
gjaldgengur á vinnumarkaði.“
Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar
í Suðurkjördæmi.
ekki geta gert áætl-
vegna óvissu um afla-
rð sem þarf að greiða
gir stigvaxandi hækk-
n gera nýliðum erfitt
an sjávarútvegsgeir-
yrirtækja verður
ð heimildir verða of
og þau munu að lík-
líkt og þau sem fyrir
nu heimildir. ,,Sigur“
ví verða honum og
ðar.
eimilda eru nú á
yrningarleið mun
draga mátt úr mörgum byggðarlögum.
Líkt og aðrar atvinnugreinar er sjáv-
arútvegurinn nokkuð skuldsettur. Veð-
hæfni fyrirtækja í greininni er ekki síst
háð kvótaeign þeirra. Fyrningarleið
mun skerða veðhæfni þeirra og gera
möguleika þeirra til vaxtar og nýsköp-
unar að engu.
Sanngjarnar leikreglur
Það verður að skapast sátt um grund-
vallarstarfsskilyrði fyrir sjávarútveginn
í heild. Það verður að endurvekja tiltrú
fjárfesta á greininni og leggja grunn að
nýju vaxtarskeiði. Stjórnendur sjávar-
útvegsfyrirtækja hafa í gegnum tíðina
sýnt að þeim er ágætlega treystandi til
að sinna sínum rekstri. Þannig hafa fyr-
irtækin staðið af sér boðaföll og slæma
tíð með því að draga saman seglin en
sótt fram þegar betur hefur árað með
mikilli nýsköpun og fjárfestingum í ýms-
um hliðargreinum, svo sem með fiskeldi
og fullvinnslu ýmiskonar og þannig skot-
ið traustari stoðum undir sína starfsemi
og eflt allt umhverfi sitt.
Hlutverk stjórnvalda er að skapa sjár-
varútveginum góða umgjörð og sann-
gjarnar leikreglur svo hægt sé að horfa
til framtíðar og gera honum kleift að
vera, hér eftir sem hingað til, sá und-
irstöðuatvinnuvegur sem ekki síst skap-
ar okkar góðu lífskjör.
i
ða grafið
m og þeim
uta af
ða sífellt
Höfundur er alþingismaður og skipar 4.
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðaust-
urkjördæmi.
ra Halldór Ásgríms-
ð rétt mál í grein
26. mars sl. þegar
etinn raki til sín fé
kefni. Þessi fullyrðing
til þess fallin að kasta
Þ í Írak fram að þessu,
maklegt. Þessi rang-
er þó ekki hið alvar-
ví eftir að ljóst var að
g Bretar myndu ráð-
starfsmenn verkefn-
olíu“ kallaðir heim og
il allrar hamingju er
a til að halda verkefn-
á vera að stríðið gerir
uppi þeirri mann-
eitt hefur verið í land-
r sem styðja þetta
að axla sinn skerf af
ingum þess að enn
lparstarfi í Írak.
byrgð
gisráðsins
matur fyrir olíu“ hafi
örnum frá hung-
um mæli verður að
ð það hefur einungis
náð að slá á sárustu afleiðingar við-
skiptabannsins. Stofnanir SÞ, t.d. Mat-
vælastofnunin, Barnahjálpin og Heil-
brigðisstofnunin, hafa ítrekað bent á
hrikalegar afleiðingar bannsins fyrir al-
menning í Írak og þótt starfsmenn þess-
ara stofnana geti ekki – af skiljanlegum
ástæðum – sakað Öryggisráðið op-
inberlega um að hafa valdið dauða
500.000 barna í landinu hafa þeir hvað
eftir annað beðið Öryggisráðið að aflétta
þessum þvingunum. Stofnanirnar hafa
bent á nauðsyn þess að hefja markvissar
aðgerðir til að endurreisa efnahagslíf
landsins til þess að tryggja velferð al-
mennings. Þannig hafa starfsmenn þess-
ara stofnana undirstrikað ábyrgð Ör-
yggisráðsins og aðstandenda þess fyrir
því neyðarástandi sem ríkt hefur í Írak.
Ábyrgð Íslendinga
En nú er allt breytt í Írak. Þetta
stríðshrjáða land sætir nú grimmilegum
árásum mesta herveldis sögunnar og allt
tal um mannúðaraðstoð að stríðinu
loknu er hræðilega hjáróma enda gefur
það ekki annað til kynna en vonda sam-
visku þeirra sem standa að baki árás-
arherjunum. Íslensk stjórnvöld studdu á
sínum tíma viðskiptabannið á Írak og
tóku reyndar beinan þátt í því og nú
styðja þau ólögmætt árásarstríð gegn
þessari þjökuðu þjóð. Með afstöðu sinni
hefur ríkisstjórnin vissulega bakað sér
bæði siðferðilega og pólitíska ábyrgð
gagnvart fórnarlömbum stríðsins en það
er jafnframt nauðsynlegt að landsmenn
geri sér grein fyrir því að sú ábyrgð hvíl-
ir á herðum okkar allra.
ns
stjórn-
og
n-
ðin
lra.“
Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs og skipar 1. sæti
á lista flokksins í Reykjavík norður.