Morgunblaðið - 04.04.2003, Side 36
UMRÆÐAN
36 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
V
ið lítum gamla fólkið
hornauga í sam-
félaginu og gleym-
um að við stöndum í
þakkarskuld við það.
Feður okkar og mæður, afar og
ömmur, langömmur og langafar,
hafa stutt okkur dyggilega og
komið okkur á legg. Allan lær-
dóm höfum við frá þeim. Þetta
fólk hefur byggt upp atvinnulífið
og unnið hörðum höndum allt
sitt líf.
Við gleymum því líka, að ein-
hvern tímann verðum við sjálf
gömul. Einhvern tímann flytjum
við ef til vill á Hrafnistu, eða í
þjónustuíbúð í Efstaleitinu. Vilj-
um við þá vera afskrifuð í æsku-
dýrkunarþjóðfélaginu?
Fjölmiðl-
arnir eru full-
ir af fréttum
af ungu fólki.
Ungu og
reynslulitlu
fólki, sem er
að stíga sín fyrstu spor í lífinu.
Britney Spears hefur ekki öðlast
þann þroska sem fylgir því að
eldast og læra kúnstina að lifa.
Með fullri virðingu fyrir henni
hefur hún litla speki fram að
færa. Aðallega vegna ungs ald-
urs.
Auðvitað viljum við flest halda
í æskuna. Æskunni fylgir slétt
húð og ljómi. Æskan er hálfgert
ævintýri, því ungur maður er sí-
fellt að prófa sig áfram og reyna
eitthvað nýtt. Það er gaman að
læra. Það er gaman að eiga allt
lífið framundan. Handan hvers
horns er ný lífsreynsla, nýir
staðir og nýjar tilfinningar.
Æskan er þó meira spennandi
í minningunni, en þegar við upp-
lifum hana. Fæstir hafa vit á að
njóta æskunnar á meðan hún er,
drekka í sig upplifunina og
fagna lífinu. Þegar við eldumst
hugsum við hins vegar til liðinna
tíma með söknuði og vildum svo
gjarnan vera orðin tvítug á ný.
Við eigum ekki að hugsa
svona. Við eigum að fagna
reynslunni og þroskanum, sem
fylgja árunum. Lífið er rétt að
hefjast um fimmtugt. Ævilíkur
þjóðarinnar aukast með hverju
árinu sem líður og gæði lífsins
um leið. Við eigum að halda út í
óvissuna, óhrædd við breytingar
og byltingar. Við eigum að vera
opin fyrir nýjum hugmyndum.
Kannski ekki síst þeirri hug-
mynd, að við gætum skipt um
skoðun. Við megum ekki hafna
þeim möguleika, að heimsmynd
okkar geti verið skökk. Kannski
er hún ekki byggð á skynsemi
og hlutlægri hugsun. Hver veit?
Við eigum að skoða hug okkar
og vera gagnrýnin á sjálf okkur.
Eldra fólk getur líka orðið
ástfangið. Sú ást er ekki síðri,
jafnvel oft og tíðum þroskaðri en
ást unglinganna, sem stundum
byggist meira á útliti og inni-
haldslausu sjálfstrausti en hin-
um sanna kjarna mannsins; per-
sónuleika og lífssýn. Þroskinn
felur í sér djúpstæðar og heitar
tilfinningar, sem byggjast ekki á
sandi, heldur því sem raunveru-
lega skiptir máli í lífinu. Það
lærum við með árunum.
Ekki má þó gleyma því, að
eldra fólk hefur holdlegar fýsnir,
ekki síður en andlegar. Ef
marka má umfjöllun mætti hins
vegar halda, að um fimmtugt
hætti fólk að lifa kynlífi. Auðvit-
að er sú ekki raunin. Þetta verð-
ur að segja umbúðalaust: Aldr-
aðir lifa kynlífi.
Almennt viðhorf í þjóðfélaginu
viðurkennir það ekki. Þar ríkir
æskudýrkunin sem aldrei fyrr. Í
fjölmiðlum eru sýndir lögulegir
og stinnir kroppar fólks á þrí-
tugsaldrinum. Þeim dettur ekki í
hug að birta mynd af áttræðum
karlmanni á nærklæðunum ein-
um fata. Það kemur bara ekki til
greina.
Unga fólkið lítur einfaldlega
ekki á eldri borgara sem kyn-
verur. Ætli það hafi til að
mynda nokkru sinni gerst, að
hópur einhleypra vinkvenna á
þrítugsaldri hafi farið á elliheim-
ili á föstudagskvöldi í leit að
mökum? Aldraðir eru ógjarnan
afklæddir með augunum vegna
fordóma samfélagsins og æsku-
dýrkunar.
Hvað er óeðlilegt við að átt-
ræð kona taki saman við þrítug-
an karlmann? Bæði eru fullveðja
einstaklingar. Þetta er falleg til-
hugsun, þótt einhverjum kunni
að þykja hún óeðlileg, vegna
þeirrar gegndarlausu forritunar
og æskuáróðurs sem dunið hefur
á þjóðinni áratugum saman.
Við þurfum að breyta hugs-
unarhætti okkar. Brjóta niður
þessi ósýnilegu en torfæru
landamæri kynslóðanna. Þessi
landamæri eru órökrétt. Þau
byggjast á órökstuddum tilfinn-
ingum.
Fegurð líkamans er í raun af-
ar ómerkilegt hugtak við hliðina
á fegurð sálarinnar. Fegurð sál-
arinnar eykst veldisvexti með
árunum og það er einmitt mæli-
stika á þroska einstaklingsins,
hversu vel hann getur horft
framhjá hrörnun líkamans og
dæmt aðra af því sem máli
skiptir í veröldinni; innsæi,
skynsemi og þroska. Með því að
einblína á þennan andlega þátt
tilverunnar öðlast hann innri
sálarfrið. Í kaupbæti fær hann
hina fullkomnu, skilyrðislausu
ást hins aldraða einstaklings.
Hvað skal þá gera? Hvernig
skal leiðrétta þennan misskiln-
ing samfélagsins? Kallar þetta á
aðgerðir hins opinbera? Er
nema von að spurt sé.
Nú nálgast kjördagur. Hver
og einn stjórnmálamaður verður
að fylgja sannfæringu sinni.
Hann verður að líta í eigin barm
og skynja þær tilfinningar, sem
bærast í brjósti hans. Er hann
fylgismaður andlegs þroska og
samfélagsjöfnunar? Vill hann
brjóta niður þennan félagslega
Berlínarmúr, sem aðeins hinir
hugrökkustu hafa þorað að
stökkva yfir, oft með geigvæn-
legum afleiðingum fyrir stöðu
þeirra í samfélaginu?
Nú ríður á að samviskan
stjórni för. Við erum öll fólk. Við
eldumst. Við erum fólk sem á
eftir að verða gamalt. Þetta
verða þeir, sem sækjast eftir
umboði þjóðar sinnar til stjórn-
arstarfa, að hafa í huga. Þá farn-
ast þeim vel.
Við
eldumst
Æskan er þó meira spennandi í
minningunni, en þegar við upplifum
hana. Fæstir hafa vit á að njóta æsk-
unnar á meðan hún er, drekka í sig
upplifunina og fagna lífinu.
VIÐHORF
eftir Ívar Pál
Jónsson
ivarpall@mbl.is
ÞAÐ má með sanni segja að á
undanförnum árum hafi innlend
ferðaþjónusta tekið miklum fram-
förum, bæði hvað gæði þjónustunn-
ar varðar og breiddina sem í boði er
í ferðamöguleikum og afþreyingu.
Náttúra, menning og saga Íslands
hafa upp á svo margt að bjóða og
valkostir skipta hundruðum.
Vandamálið sem innlend ferða-
þjónusta glímir við er að lands-
menn hafa enn ekki uppgötvað það
sem í boði er um land allt. Erlendir
ferðamenn hafa aftur á móti betur
gert sér grein fyrir valkostunum í
ferðaþjónustunni. Alltof algengt er
að landinn kaupi sér far til útlanda í
þeim tilgangi að skemmta sér í frí-
um og yfir langar fríhelgar en
gleymi að kanna afþreyingarmögu-
leikana og ferðirnar um Ísland sem
eru oft mun ódýrari.
Þeir sem hafa lifibrauð af inn-
lendri ferðaþjónustu hafa því miður
ekki ótakmarkað fjármagn til að
eyða í kynningar- og markaðsmál. Í
fyrra tóku Ferðamálasamtök Ís-
lands og Ferðamálaráð Íslands
saman höndum og héldu sýninguna
Ferðatorg 2002 með stuðningi sam-
gönguráðuneytisins. Ferðatorgið er
eins konar markaðstorg innlendra
ferðamála þar sem fólk getur aflað
sér upplýsinga um afþreyingar-
möguleika um allt land. Öll lands-
hlutasamtök ferðaþjónustunnar
tóku þátt í Ferðatorginu, ásamt
fleiri fyrirtækjum, og alls komu
rúmlega tuttugu þúsund manns til
að fræðast um það sem í boði er á
ævintýralandinu Íslandi. Móttökur
almennings sýndu að grundvöllur
er fyrir að slíkt markaðstorg verði
að árvissum markaðsviðburði.
Með Ferðatorginu er kominn
mikilvægur vettvangur sem ferða-
þjónustan getur nýtt sér til að
stuðla að auknum ferðalögum
landsmanna innanlands. Í ár ætlum
við að halda Ferðatorg 2003 í Vetr-
argarði Smáralindar fyrstu helgina
í maí til þess að kynna ferðaflóruna
og benda fólki á að aka ekki um
sveitir landsins án þess að nýta sér
það sem í boði er á hverjum stað.
Árlega bætist ýmislegt forvitnilegt
við eins og kletta- og ísklifur, fjalla-
skokk, hellaskoðun, útsýnissigling-
ar og fleira mætti nefna. Ekki má
gleyma söfnum eins og drauga-
safni, hvalasafni, Njálusafni, síld-
arminjasafni, byggða- og sögusöfn-
um.
Landinn ekur oft landshorna á
milli í einum hvelli án þess að gefa
sér tíma til að stoppa smástund á
áhugaverðum stöðum og njóta
þeirrar margbreytilegu afþreying-
ar sem í boði er. Auk þess leita Ís-
lendingar of oft langt yfir skammt.
Það er löngu tímabært að lands-
menn hægi aðeins ferðina og skoði
landið sitt með aðstoð þeirra sem
sérhæfa sig í þjónustu við ferða-
menn.
Stórstígar framfarir
í ferðaþjónustu
Eftir Eyju Þóru
Einarsdóttur
„Með Ferða-
torginu er
kominn mik-
ilvægur vett-
vangur sem
ferðaþjónustan getur
nýtt sér.“
Höfundur situr í framkvæmdastjórn
Ferðamálasamtaka Íslands og er
hótelstjóri.
KAUPMÁTTUR hefur aukist á
undanförnum árum segja þeir sem
ekki vilja ræða skattahækkanir nú-
verandi ríkisstjórnar. Nú er það
þannig að kaupmáttur er ævinlega
kaupmáttur einhverra og meðaltals-
kaupmátturinn segir harla lítið um
kaupmátt minn eða þinn. Það er svo
skrítið með meðaltalskaupmátt eins
og meðalskóstærðina að hún þarf
ekki að passa neinum og enginn
gæti gengið í án þess að fá tá- eða
hælsæri. Því er ekki undarlegt þó
spurt sé, kaupmáttur hverra hefur
aukist? Er átt við lífeyrisþega,
bændur, opinbera starfsmenn eða
forstjóra ónefndra stórfyrirtækja,
banka- og fjármálafyrirtækja? Er
átt við kaupmátt þeirra launamanna
sem hafa fengið að finna fyrir vax-
andi skattbyrði stjórnvalda eða alla
forstjórana sem hafa haft 10 til 15
faldar tekjur á við hina? Allir þessir
einstaklingar eru jú inni í meðaltali
fjármálaráðherra svo meðaltalsraus
segir ekkert um raunverulega út-
komu með tilliti til hvers og eins.
Hafa forstjórar tapað kaup-
mætti miðað við lífeyrisþega?
Skoðum ögn nánar þetta meðal-
tal. Segjum sem svo að kaupmáttur
allra hafi aukist samkvæmt meðal-
talsniðurstöðu sem segir ekkert um
aukningu kaupmáttar forstjóra
Kaupþings eða ellilífeyrisþeganna
foreldra minna, svo dæmi séu tekin.
Fjármálaráðherra viðurkenndi í
fréttaþætti sjónvarps miðvikudag-
inn 12. mars sl. að skattar hefðu
aukist samkvæmt meðaltalsútreikn-
ingi. Hann bætti því við að það
skipti þó í raun ekki máli heldur
væri það kaupmáttaraukningin sem
væri aðalatriðið. Þá spyr ég hvor
hópanna, lífeyrisþegarnir eða for-
stjórarnir, hefur komið betur út úr
kaupmáttardæminu að teknu tilliti
til skattanna? Hefur forstjóraliðið
tapað kaupmætti samanborið við líf-
eyrisþegana eða öfugt? Kaupmáttur
hverra, að teknu tilliti til skattanna,
hefur í raun aukist mest miðað við
aðra tekjuhópa í þjóðfélaginu? Er
fjármálaráðherrann tilbúinn að
leggja fram sundurliðaðan útreikn-
ing á þessu fyrir þjóðina svo hún
geti sjálf metið hvers virði meðal-
talsútreikningurinn er? Það er ekki
að ófyrirsynju að almenningur tekur
upplýsingum ríkisstjórnarinnar og
forsvarsmanna hennar með var-
kárni þessa dagana.
Engar eða villandi upplýsingar
eru versti óvinur lýðræðisins
Kaupmáttur og skattar eru ekki
að öllu leyti gagnsæ né samhverf
hugtök. Kaupmáttur getur aukist án
þess að skattar eða skattbyrði
breytist, t.d. vegna verðlækkana og
aukinnar vinnu einstaklinga. Og
kaupmáttur getur minnkað vegna
verðhækkana og minni vinnu ein-
staklinga. Skattbyrðin aftur á móti
ákvarðast alfarið af ákvörðunum
stjórnvalda. Hún getur breyst án
þess að valda almennum kaupmátt-
arbreytingum, t.d. skattar á vörur
og þjónustu sem einungis tilteknir
hópar neyta, t.d. lífeyrisþegar eða
hátekjufólk. Skattbyrði getur enn-
fremur aukist almennt án þess að
valda almennri kaupmáttarskerð-
ingu sem ræðst af samspili skatta
og kaupmáttar. Kaupmáttur þorra
neytenda eða einungis tiltekinna
hópa getur m.ö.o. breyst með skatt-
breytingum stjórnvalda eða af öðr-
um ástæðum. Niðurstaðan ræðst þó
fyrst og fremst af eðli skattalegu
breytinganna, tekjuskiptingunni í
þjóðfélaginu og neyslumunstrinu.
Skattalegar breytingar og tekju-
skiptingin byggjast á eða eru að
stórum hluta afleiðing pólitískra
ákvarðana stjórnvalda. Neyslu-
munstrið aftur á móti ræðst af öðr-
um og persónulegri forsendum.
Neyslan er samt sem áður afleidd
stærð m.t.t. teknanna og kaupmátt-
arins og vissulega gagnast t.d.
lækkaðir skattar á jeppum og rauð-
víni ákveðnum tekjuhópum umfram
aðra, svo dæmi séu tekin.
Þegar skatta- og kaupmáttarmál
eru rædd og ráðstafanir stjórnvalda
m.t.t. þessara mála skiptir því öllu
máli hvort átt er við kaupmátt til-
tekinna einstaklinga og tekjuhópa
eða kaupmátt allra yfirleitt. Almenn
kaupmáttaraukning kann m.ö.o. ein-
ungis að gagnast fáum. Þegar rætt
er um skattbyrði og kaupmáttar-
aukningu er nauðsynlegt að ræða
einnig skiptingu skattbyrðinnar og
kaupmáttarins með tilliti til ólíkra
tekjuhópa, annars er einungis hálf
sagan sögð. Gagnast slík málfærsla
einhverjum?
Samspil skatta og kaupmáttar er
oft flókið og almenningur á heimt-
ingu á ítarlegum og sönnum upplýs-
ingum um raunveruleg áhrif skatta-
legra breytinga, þótt ekki væri
nema vegna upplýsingaskyldu
stjórnvalda í lýðræðisþjóðfélagi.
Versti óvinur lýðræðisins er engar
eða villandi upplýsingar stjórnvalda
í eigin þágu eða þeirra flokka sem
sitja í ríkisstjórn.
Grundvallarregla jafnaðar-
og félagshyggju
Það er ekkert nema sjálfsagt og
eðlilegt að kaupmáttur allra aukist
þegar framleiðni eykst í atvinnulíf-
inu. Það er aftur á móti alls ekki
eðlilegt né ásættanlegt að kaup-
máttur þeirra sem betur mega sín
aukist á kostnað þeirra sem minna
mega sín í þjóðfélaginu. Það er ekki
heldur ásættanlegt að aukin skatt-
byrði flytjist af breiðum bökum
eignamanna yfir á bök launamanna,
lífeyrisþega og annarra sem af ein-
hverjum ástæðum standa höllum
fæti miðað við aðra hópa. Þetta er
grundvallarregla og leiðarljós jafn-
aðar- og félagshyggju, sem ekki
verður frá hvikað hvorki í aðdrag-
anda kosninga né að þeim loknum.
Kaupmáttur hverra
hefur aukist?
Eftir Hermann
Óskarsson
„Versti óvin-
ur lýðræð-
isins er eng-
ar eða
villandi upp-
lýsingar stjórnvalda í
eigin þágu eða þeirra
flokka sem sitja í rík-
isstjórn.“
Höfundur er formaður
kjördæmisráðs Samfylkingarinnar
í Norðausturkjördæmi.