Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ MarkúsínaGuðnadóttir
fæddist í Reykjavík
18. júlí 1928. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 28. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Lovísa Svava Jóns-
dóttir, f. 18. október
1896, d. 1. janúar
1933, og Guðni Jó-
hannesson sjómaður,
f. 20. mars 1893, d.
12. nóvember 1984.
Systkini Markúsínu
eru: Þóra Sigríður, f. 14. júlí 1922,
d. 2. maí 1990, Steinunn Guðrún, f.
19. september 1924, d. 30. janúar
1984, Jóhannes Páll, f. 6. nóvember
1925, Kristrún, f. 10. febrúar 1927,
Svavar Guðni, f. 25. ágúst 1930, og
Lovísa Svava, f. 31. desember 1932,
d. 7. júní 1935. Hálfsystir, samfeðra
er Svava Vilhelmína, f. 18. júlí 1948.
Markúsína giftist 18. október
1952 Sveini Ragnari Oddgeirssyni
fræðingi, f. 6. apríl 1957. Synir
þeirra eru: Sveinn Ragnar, f. 30.
janúar 1990, Gunnar Emil, f. 30.
janúar 1990 og Brynjar Geir, f. 13.
júní 1995.
Markúsína ólst upp í foreldra-
húsum til fjögurra ára aldurs eða
þar til móðir hennar lést af barns-
förum, en þá var flestum systkin-
anna komið í fóstur. Markúsínu var
komið í fóstur til föðursystur sinnar
Guðrúnar Jóhannesdóttur, f. 18.
mars 1891, d. 12. júlí 1984, og eig-
inmanns hennar, Sigurðar Egils
Hjörleifssonar múrarameistara, f.
20. október 1882, d. 31. mars 1955.
Sonur þeirra og uppeldisbróðir
Markúsínu er Garðar Sigurðsson, f.
12. febrúar 1917. Markúsína nam
hárgreiðslu við Iðnskólann í
Reykjavík og hárgreiðslustofu
Kristínar Ingimundardóttur við
Kirkjuhvol 1944-1947. Lauk hún
sveinsprófi 1947 og öðlaðist meist-
araréttindi í greininni í ágúst 1958.
Markúsína rak síðan eigin hár-
greiðslustofu á heimili sínu frá
árinu 1958 til ársins 1999. Jafnhliða
iðn sinni var Markúsína við störf
hjá BYKO frá árinu 1985 til ársins
1999.
Útför Markúsínu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
skrifstofumanni, f. 21.
maí 1927, d. 23. sept-
ember 1958. Foreldrar
hans voru Oddgeir
Hjartarson sölustjóri
og kona hans, Helene
Kummer Hjartarson
hárgreiðslumeistari.
Börn Markúsínu og
Ragnars eru: 1) Hel-
ena Alma viðskipta-
fræðingur, f. 8. mars
1954, gift Jóni Ingvari
Ragnarssyni bæklun-
arskurðlækni, f. 19.
júní 1954. Synir þeirra
eru: Ragnar, f. 29. júlí
1973, kvæntur Söru Ruth Sigur-
bergsdóttur, f. 7. júlí 1974, þau eiga
tvær dætur: Helenu Ölmu, f. 23.
desember 1999, og Dagnýju Láru,
f. 25. febrúar 2002; Ingvar Þór, f.
11. febrúar 1981, unnusta Jóhanna
Gísladóttir, f. 3. september 1981; og
Egill Örn, f. 7. maí 1983. 2) Sigurð-
ur Egill viðskiptafræðingur, f. 5.
apríl 1957, kvæntur Bryndísi Stef-
aníu Halldórsdóttur hjúkrunar-
Markúsína Guðnadóttir, tengda-
móðir mín og amma sona minna, hef-
ur fengið hvíld. Það var síðastliðinn
föstudag 28. mars sem hún kvaddi
þennan heim en hún var fædd í
Reykjavík 18. júlí 1928. Við trúum
því að nú líði henni vel.
Kynni okkar Sínu, en það var hún
jafnan kölluð, ná aftur til ársins
1977, þegar sonur hennar kynnti mig
fyrir henni sem vinkonu sína. Sam-
bandið þróaðist hratt og varð ég
brátt heimagangur á heimili hennar.
Minningarnar eru margar og ævi
Sínu, sem var borgarbarn, er mótuð
af styrk hennar og jákvæðu hugar-
fari. Fjögurra ára missti hún móður
sína en systkinin voru mörg, faðir
þeirra sjómaður og var því flestum
börnunum komið í fóstur. Hún
geymdi í barnsminninu myndir af
móður sinni sem hún sagði að hefði
bæði sungið og hlegið mikið. Sína fór
í fóstur til föðursystur sinnar Guð-
rúnar Jóhannesdóttur sem reyndist
henni besta móðir. Guðrún var
húsfrú í Mávahlíð 4 og þar óx Sína
upp hjá henni og eiginmanni hennar,
Sigurði Agli Hjörleifssyni múrara-
meistara. Á heimili þeirra og son-
arins Garðars átti hún góða daga.
Síðar bjó þar líka eiginkona Garðars,
Sigrid Karlsdóttir eða Núdda, og
börn þeirra sex. Sína sagði frá því
sjálf að þó hún hefði aðeins verið 4
ára þegar hún missti móður sína og
flutti til frænku sinnar og fóstru var
hún ákveðin stúlka og neitaði alfarið
að kalla fóstru sína mömmu, þess í
stað voru Guðrún og Sigurður alltaf
frændi og frænka.
Borgardaman hóf nám í hár-
greiðslu í Iðnskólanum í Reykjavík
og útskrifaðist þaðan með sveinspróf
1947. Meistari hennar var Kristín
Ingimundardóttir sem rak stóra og
virta hárgreiðslustofu. Á nemaárun-
um var margt skemmtilegt gert og á
þessum árum myndaðist vinskapur
meðal vinnufélaganna sem Sína mat
alla tíð mikils og ræktaði vel. Í skól-
anum var líka Lilja Margrét Odd-
geirsdóttir, vinkona hennar frá
æskuárunum og síðar mágkona.
Ástin í lífi Sínu var Sveinn Ragnar
Oddgeirsson, sonur Oddgeirs Hjart-
arsonar skrifstofumanns og Helene
Kummer hárgreiðslumeistara. Lífið
blasti við þeim og 18. október 1952
gengu þau í hjónaband. Búskapur
var hafinn á háaloftinu í Mávahlíð 4
og 1957 voru börnin orðin tvö, Hel-
ena Alma fædd 1954 og Sigurður
Egill fæddur 1957. Ungu hjónin voru
að undirbúa kaup á íbúð í Gnoðar-
vogi þegar Ragnar veiktist. Veikind-
in reyndust alvarleg og lést Ragnar í
september 1958. Sína var þá þrítug
með tvö ung börn. Áfallið var gíf-
urlegt og næstu ár urðu henni erfið.
Umkringd góðri fjölskyldu og vinum
flutti hún inn í íbúðina og hóf þar
rekstur hárgreiðslustofu. Með að-
stoð ættingja og vina gerði hún íbúð-
ina í stand og veit ég að hún var allt-
af þakklát fyrir þann mikla stuðning
sem þetta fólk veitti henni. Íbúðin
var tveggja herbergja, þannig að
svefnherbergi litlu fjölskyldunnar
breyttist á daginn í hárgreiðslustofu.
Þetta gerði henni kleift að vinna
heima og hugsa um börnin sín. Vel-
ferð barnanna var hennar aðal
markmið í lífinu, að gera þau að
sjálfstæðum einstaklingum sem
gætu séð sér farborða. Það var henni
því mikilvægt að þau stunduðu vel
sitt nám og lærðu að vinna sam-
viskusamlega. Persónueinkenni
hennar, ákveðin og glaðvær lund,
hjálpuðu henni mikið. Þannig mótaði
hún líf sitt og barnanna, allt var í
föstum skorðum og minnast þau
ákveðinna siða sem ekki var breytt
út af eins og kirkjuferðum og köku-
bakstri á sunnudögum og eftir að
sjónvarpið kom var keypt Prince
polo og gos á laugardögum. Hún
sagði sjálf að hún hefði nú stundum
þurft að kaupa börnin þegar hún var
með kúnna. Það var nefnilega alveg
skýrt í hennar huga að kúnninn gekk
fyrir og að það þurfti að þjóna hon-
um þannig að hann væri ánægður.
Hún sýndi þetta meðal annars með
því að taka sér sjaldan og lítið frí,
það var ekki gott fyrir viðskiptin.
Aldrei minnist ég þess að hún talaði
um þessa tíma sem erfiða eða kvart-
aði yfirleitt yfir örlögum sínum í líf-
inu. Henni var eðlilegra að vera af-
skaplega ánægð með allt sitt en þó
ekki á kostnað annarra. Þannig var
litli bíllinn hennar alveg æðislegur,
gott ef hann var ekki flottasti bíllinn
í bænum, og hún var afar stolt af
börnunum sínum.
Þegar ég kom inn í líf hennar var
hún orðin 49 ára, lífið í föstum skorð-
um, Helena gift Jóni Ingvari Ragn-
arssyni, flutt að heiman og búin að
gefa henni fyrsta barnabarnið Ragn-
ar. Sonurinn að verða tvítugur og að
ljúka menntaskóla. Ég veit að hún
hafði bent Sigga á velja sér nú stúlku
sem líka ætlaði eitthvað að læra, hún
taldi að það tryggði betur gagn-
kvæman skilning og gott samband.
Framundan voru góð ár sem færðu
henni fimm barnabörn í viðbót, allt
drengi og var hún afar stolt af þeim
öllum. Seinna eignaðist hún litlar
prinsessur í dætrum Ragnars og
Söru Ruthar, Helenu Ölmu og Dag-
nýju Láru. Sína naut góðrar heilsu
og þess að hafa tekið bílpróf, komin
yfir fertugt. Henni fannst hún vera
frjáls og engum háð. Hún keyrði
saumaklúbbssystur sínar, fór í
sjúkravitjanir og heimsóknir, en allt-
af var hún komin heim til að sofa á
eigin kodda. Hún var nefnilega afar
heimakær og fór helst ekki í löng
ferðalög. Hún hafði ásamt vinkonu
sinni og mágkonu, Lilju Margréti
Oddgeirsdóttur, siglt til Glasgow og
Edinborgar þegar báðar voru ungar
og ólofaðar og hafði gaman af. En fór
ekki í langt ferðalag aftur fyrr en
einkadóttirin Helena flutti með fjöl-
skyldu sinni til Svíþjóðar. Þá varð
það hluti af hennar lífi að ferðast til
þeirra þau sumur sem þau komu
ekki heim. Síðar, þegar þau bjuggu á
Akureyri, dvaldi hún hjá þeim öll jól
og áramót.
Sína hafði unnið við ræstingar
samhliða hárgreiðslunni og 1985 hóf
hún störf í BYKO. Þar kynntist hún
fjölmörgu fólki og myndaði við það
tengsl, gagnkvæm virðing virtist
einkenna þau samskipti. Hún naut
þess að spjalla við vinnufélagana í
morgunkaffinu og mætti helst hálf-
tíma fyrr til að ná þessum sopa. En
það er einmitt áberandi í öllum sam-
skiptum hennar við ættingja og vini,
að tryggð var henni eðlislæg. Hún
átti margar góða vini og langar mig
að minnast vinskapar hennar við
Kristínu Jónsdóttur sem bjó í sama
húsi, einnig við Guðrúnu Sturludótt-
ur sem býr á Sogaveginum en sam-
skipti þeirra einkenndust af þessari
sömu virðingu og var þá gaman fyrir
mig að fylgjast með. Hún bauð til sín
systkinum sínum sem hún hélt alltaf
góðu sambandi við þótt þau hefðu
ekki alist upp saman, eldaði mat sem
henni fórst vel úr hendi og síðan var
spilað og mikið hlegið. Frænka
hennar og nafna, sem lést háöldruð á
Skjóli úr sama sjúkdómi, naut líka
umhyggju hennar í mörg ár. Sína
heimsótti hana vikulega lengi vel og
sá um allt sem hana vanhagaði um.
Síðustu ár hefur hún verið heilsu-
lítil og þjáðst af alzheimer-sjúkdómi.
Hún seldi íbúð sína í Goðheimum og
flutti til okkar í Hafnarfjörðinn í
rúmlega eitt ár á meðan hún byggði
með dóttur sinni og tengdasyni í
Laxalind í Kópavogi. Hún var orðin
veik þegar á byggingu hússins stóð
en var þó virkur þátttakandi í því að
velja allt inn í sína íbúð. Hún bjó þó
ekki mjög lengi í nýju íbúðinni því
fljótlega fór henni að hraka og hefur
hún notið mjög góðrar umönnunar í
Sunnuhlíð síðan í maí á síðasta ári.
Það var erfitt að horfa á hana smátt
og smátt missa hæfileikann til að
eiga samskipti við fólk og njóta lífs-
ins en fram undir það síðasta voru
það börnin sem hún breiddi faðminn
á móti og gaf sitt blíðasta bros.
Margir hafa reynst henni vel í þess-
um veikindum og að öðrum ólöstuð-
um langar mig að nefna systur henn-
ar Kristrúnu eða Dúnu og mágkonu
hennar Lilly. Þær bæði komu í heim-
sóknir og buðu henni heim til sín
part úr degi, fyrir það eru börnin
hennar og tengdabörn afar þakklát.
Eins langar okkur að færa starfs-
fólki Sunnuhlíðar innilegar þakklæt-
iskveðjur fyrir frábæra umönnun.
Synir mínir og Sigga eru þrír,
Sveinn Ragnar, Gunnar Emil og
Brynjar Geir, og þeir geyma í barns-
huganum minningu um hlýjan faðm
og gjafmilda ömmu. Þegar gist var
hjá ömmu var það ávísun á mikið
nammi og sjónvarpsgláp, henni þótti
það sjálfsagt að leyfa slíkt. Hún vann
alltaf mikið fyrir jól en eftir að synir
okkar fæddust bauð hún þeim alltaf
til sín nokkrum dögum fyrir jól. Þá
fóru mamma og pabbi í bæinn að
kaupa jólagjafir en á meðan nutu
þeir alls hins besta og fengu um leið
að skreyta jólatréð hennar ömmu.
Fjölmargar aðrar minningar koma í
hugann og verða okkur hugleiknar
um ókominn tíma.
Fjölskyldumyndirnar eru okkur
ómetanlegar og verða til gleði í
framtíðinni, sérstaklega eru þær
fjársjóður fyrir ungu mennina því á
flestum þeirra er amma með eitt-
hvert barnabarnanna við vangann
eða hvílandi á hennar hlýja barmi. Í
dag þegar amma verður lögð til
hinstu hvílu viljum viðgeyma í huga
okkar minninguna um kröftuga,
glaða og hlýja ömmu. Við þökkum
henni allt sem hún var okkur og von-
um að við náum að bera hennar góðu
eiginleika áfram til komandi kyn-
slóða.
Hvíl í friði elsku amma og tengda-
mamma.
Bryndís, Sveinn Ragnar,
Gunnar Emil og Brynjar Geir.
Fallin er frá ástkær tengdamóðir
mín. Hún lést á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópavogi hinn 28. mars
síðastliðinn. Um hríð var ljóst að
hverju stefndi og ekki að efa að hún
er nú hvíldinni fegin. Mér er ljúft að
minnast hennar nú að leiðarlokum
eftir samfylgd í yfir þrjá áratugi.
Sínu kynntist ég sem unglingur
þegar vinskapur minn og einkadótt-
ur hennar hófst. Það var með vissum
kvíða og spennu þegar komið var að
fyrstu heimsókn minni til hennar.
Við fyrsta handtak var hins vegar
eins og ég hefði alltaf þekkt hana,
handtakið þétt og hlýtt og hún mjög
alúðleg í öllu fasi. Ekki var annað að
finna en að ég væri þá og ævinlega
síðar velkominn. Það var mjög auð-
velt að umgangast Sínu. Glaðværð
einkenndi allt hennar fas þótt hún
hefði fengið sinn skerf af áföllum um
ævina. Móður sína missti hún strax á
barnsaldri. Við það tvístraðist systk-
inahópurinn eins og títt var á þess-
um árum við aðstæður sem þessar.
Henni var komið í fóstur hjá föður-
systur sinni og manni hennar og ólst
þar upp við mikla kærleika og ástríki
þeirra og sonar þeirra. Sjálf missti
hún mann sinn snemma og varð þá
ein með tvö ung börn. Börnum sín-
um varð hún bæði sem móðir og fað-
ir og leit á það sem frumskyldu sína
að sinna þeim af alúð. Hárgreiðslu-
meistarastarfið auðveldaði henni
þetta þar sem hún gat sinnt því á
heimili sínu jafnhliða uppeldinu og
án þeirrar samfélagshjálpar sem í
boði er nú á dögum. Starfi sínu og
barnauppeldi sinnti hún af mikilli
natni og með sínu lagi. Barngóð var
hún með afbrigðum. Þessa naut
fyrsta barnabarnið í ríkum mæli er
dóttursonur hennar fæddist meðan
dóttirin og tengdasonurinn tilvon-
andi voru enn við nám. Sú hjálp sem
hún veitti okkur þá verður aldrei
hægt að fullþakka. Það var henni ef-
laust erfitt þegar við fluttum síðar til
náms erlendis, komin með tvö barn-
börn til viðbótar sem þá voru hennar
einu barnabörn. Þeim mun meiri var
gleðin að fá ömmu út í heimsókn og
heimsækja hana á Íslandi. Ekki var
gleði hennar minni er fyrsta barna-
barnið flutti heim að loknu grunn-
skólanámi erlendis og hóf nám í
framhaldsskóla hérlendis og kaus þá
að búa með ömmu sinni. Hófst þá
annar kafli hennar við uppeldi hans
sem henni fórst vel úr hendi eins og
allt annað sem hún kom nálægt.
Sína var heimakær með afbrigð-
um. Hún undi sér hvergi betur en
með sitt dót eins og hún kallaði það.
Alltaf var hún ánægð með sitt, taldi
sig ætíð ríka og öfundaðist aldrei út í
aðra af veraldlegum eigum og lagði
aldrei illt orð til nokkurs manns.
Hún var kappsöm, eljusöm og oft
átti verkum helst að vera lokið í gær.
Ekki leist mér meira en svo á það, að
mála íbúð hennar þegar það bar
fyrst á góma meðan ég var enn
óharðnaður unglingur og hafði þá
aldrei komið nálægt slíkri vinnu.
Þetta varð þó ekki umflúið enda
aldrei um það að ræða í huga tengda-
móður minnar að það væru til vanda-
mál. Litið var á allt sem verkefni
sem ætti að leysa sem best af hendi
og gleðjast að verki loknu og eftir því
lifði hún í orði og athöfnum.
Ræktarsemi var henni eðlislæg.
Hún var dugleg að bjóða sínum ætt-
mennum og vinum til fagnaðar, ým-
ist í stórum eða litlum hópum, og
naut sín vel á slíkum stundum.
Reyndist henni auðvelt að slá upp
glæsilegum veislum enda kokkur og
bakari góður. Aldnir og lasburða
ættingjar og vinir fengu reglulegar
heimsóknir og gleymdust henni aldr-
ei. Frá henni stafaði ætíð hlýju og
einlægni og virtist sem hún lifði æv-
inlega fyrir aðra en sjálfa sig. Því
voru hin síðari ár tengdamóður
minni og hennar nánustu erfið eftir
að hún greindist með heilabilunar-
sjúkdóminn alzheimer. Henni reynd-
ist það vafalaust erfitt að þurfa að
þiggja hjálp sem hún hafði svo ríku-
lega veitt öðrum gegnum tíðina.
Starfsfólk hjúkrunarheimilisins
Sunnuhlíðar í Kópavogi annaðist
hana af hlýju og nærgætni undan-
gengið ár og verður það seint nóg-
samlega þakkað.
Blessuð sé minning tengdamóður
minnar. Megi hún hvíla í friði.
Jón Ingvar Ragnarsson.
Við bræðurnir minnumst ömmu
eins og hún var áður en hún veiktist.
Kraftmikil kona sem tók á móti dótt-
ursonum sínum efst í kjallaratröpp-
unum, brosandi út að eyrum og með
útbreiddan faðm í hvert sinn sem við
komum í heimsókn. Þegar við yngri
bræðurnir gistum á stofugólfinu hjá
Sínu ömmu, eins og við kölluðum
hana, byrjuðu dagarnir yfirleitt á því
að við fórum með henni í Laugar-
dalslaugina, því amma var vön að
fara í sund á hverjum morgni á þeim
árum. Við lékum okkur svo í garð-
inum í Goðheimunum eða horfðum á
teiknimyndir á meðan amma sinnti
vinnunni. Stundum fylgdum við
ömmu meira að segja í BYKO þegar
hún vann þar. Amma kenndi okkur
báðum að leggja kapal og spila
rommý sem við höfðum mjög gaman
af. Það virtist sem ekkert skipti
ömmu meira máli en barnabörnin og
tilhlökkunin við að fara að heim-
sækja ömmu er okkur enn í fersku
minni hvort sem við komum frá Sví-
þjóð eða Akureyri. Hún var alltaf
himinlifandi yfir að fá okkur í heim-
sókn og ferðaðist sjálf til Svíþjóðar
til að passa okkur bræður þar. Við
minnumst hversu spennandi var að
fá senda þangað kassa, fulla af ís-
lensku góðgæti frá ömmu.
Lengi vel voru barnabörnin aðeins
þrjú, við þrír bræðurnir, og kallaði
amma okkur konung, prins og lá-
varð. Síðar bættust frændur okkar
þrír við og hirðin hennar ömmu
stækkaði, prinsarnir og lávarðarnir
voru orðnir ansi margir en engar
prinsessur fyrr en dætur elsta bróð-
ur okkar fæddust. Alltaf gátum við
séð bros á vörum ömmu þegar eitt-
hvert okkar var nálægt, einnig nú á
síðasta æviári hennar þótt lífskraft-
ur hennar væri á þrotum. Við erum
þakklátir fyrir að hafa getað glatt
ömmu og er það okkur mikil huggun.
Blessuð sé minning elsku Sínu
ömmu.
Ingvar og Egill.
Það er líkt og það hafi gerst í gær.
Þú keyrðir mig í kerrunni eftir
brotnum gangstéttarhellum við
Langholtskirkju á leið í leikskólann.
Þótt vetur kæmi og færi breyttist
umhverfið lítið og alltaf birtust sömu
hellubrotin undan snjónum á vorin.
Dagarnir voru áhyggjulausir og
lengi að líða. Lífið virtist endalaust,
jafnvel öruggt og óhagganlegt. En
það er ekkert öruggt og óhagganlegt
við lífið. Nú ert þú horfin frá okkur
amma, en ekki án þess að hafa mark-
að djúp spor í líf okkar sem eftir sitja
og sakna þín.
Það er skrýtið að kveðja einhvern
sem hefur verið til staðar alla tíð;
kveðja órjúfanlegan part af tilveru
manns. Á barnsaldri var heimili
ömmu í Goðheimum annað heimili
mitt. Amma starfaði heimavið sem
hárgreiðslumeistari og því hægt um
vik að fá að vera í pössun. Þegar kom
að skólagöngu kom fátt annað til
greina en Langholtsskóli og vera
áfram hjá henni á daginn. Eftir dvöl
erlendis í nokkur ár var einnig auð-
sótt að fá að koma heim og búa hjá
ömmu til að ganga í menntaskóla og
síðar háskóla. Fæ ég henni seint
þakkað fyrir þessa vist og allt það
dekur og hjálpsemi sem henni fylgdi.
MARKÚSÍNA
GUÐNADÓTTIR