Morgunblaðið - 04.04.2003, Síða 45
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 45
komust að þeirri niðurstöðu að
þessi aðferð við verðmerkingar
væri ólögleg og lögðu stjórnsýslu-
sekt á fyrirtækið. Heilsa ehf. höfð-
aði síðan mál til ógildingar á úr-
skurðinum. Ákvörðun
áfrýjunarnefndar var staðfest af
héraðsdómi og lögð 400 þúsund
króna stjórnsýslusekt á fyrirtækið.
„Niðurstöður þessa dóms koma
á óvart og virðist af dómnum sem
allar nýjungar varðandi verðmerk-
ingar í verslunum og innleiddar
eru neytendum til hægðarauka séu
nær útilokaðar.
Það er ekki síst rökstuðningur
dómarans fyrir niðurstöðu sinni
sem vekur furðu, þar sem af
dómnum má ráða að nær allar
merkingar á vörum í verslunum
hér á landi séu ólöglegar og að
nauðsynlegt sé að líma merkimiða
á hverja einustu vöru í verslunum,
en ekki sé hægt að hafa verðmerk-
ingar í hillum eins og almennt
tíðkast,“ segir í fréttatilkynningu
frá samtökunum.
SAMTÖK verslunarinnar lýsa
furðu sinni á nýlegum dómi Hér-
aðsdóms Reykjavíkur um verð-
merkingar í verslunum. Samtökin
telja mjög mikilvægt að málinu
verði skotið til Hæstaréttar í
þeirri von að þar verði þeirri
óvissu eytt sem dómur héraðs-
dóms hefur í för með sér.
Dómur héraðsdóms er í máli
sem Heilsa ehf. höfðaði gegn Sam-
keppnisráði vegna þeirrar ákvörð-
unar ráðsins að sekta fyrirtækið
vegna ófullnægjandi verðmerkinga
í verslunum þess. Í nýrri verslun
fyrirtækisins hafði verið tekin upp
sú nýbreytni að í stað verðmerk-
inga á hillur eða vöruna sjálfa voru
settir upp strikamerkjaskannar og
gátu viðskiptavinir verslunarinnar
séð verð vörunnar með því að bera
strikamerki á henni undir skann-
ann. Samkeppnisstofnun taldi að
hér væri um brot að ræða á sam-
keppnislögum og reglum um verð-
merkingar. Samkeppnisstofnun og
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
DILBERT mbl.is
Við nám á Bifröst en
ekki í Reykjavík
Í frétt um framlag ungs fólks á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem
birtist sl. laugardag, var ranglega
sagt að Birgir Stefánsson stundaði
nám við Háskólann í Reykjavík. Hið
rétta er að hann stundar nám við
Viðskiptaháskólann á Bifröst. Beðist
er velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
Stígamót gangast fyrir opnum
fundi með frambjóðendum flokk-
anna í Hlaðvarpanum í dag, föstu-
daginn 4. apríl, kl.12. Á dagskrá
verða málefni kynjanna með sér-
stakri áherslu á kynferðisofbeldi.
Gestir verða: Sólveig Pétursdóttir,
dóms- og kirkjumálaráðherra, Jón-
ína Bjartmarz og Árni Magnússon
frá Framsóknarflokki, Þórunn
Sveinbjarnardóttir og Ágúst Ólafur
frá Samfylkingunni, Kolbrún Hall-
dórsdóttir frá VG og Sigurður Ingi
Jónsson fyrir Frjálslynda. Boðið
verður upp á súpu og brauð.
Aðalfundur FENÚR, Fagráð um
endurnýtingu og úrgang, verður
haldinn í Hlégarði, Mosfellsbæ, í
dag, föstudaginn 4. apríl, kl. 11.
Hvatningarverðlaun FENÚR verða
veitt í lok aðalfundar en það er um-
hverfisráðherra, Sif Friðleifsdóttir,
sem veitir þau. Í framhaldi af aðal-
fundi eða kl. 13 verður haldin ráð-
stefna þar sem fjallað verður um
endurvinnslu- og úrgangsmál sem
efst eru á baugi í dag. Dagskrá ráð-
stefnunnar má finna á heimasíðu
FENÚR www.fenur.is. Ráðstefnu-
gjald er 3.500 kr. fyrir félagsmenn
FENÚR en 5.000 kr. fyrir aðra.
Í DAG
T-listi Óháðra opnar kosn-
ingaskrifstofu T-listi Óháðra í Suð-
urkjördæmi opnar kosningaskrif-
stofu sína í dag, föstudaginn 4. apríl,
milli kl. 17 og 19 að Hafnargötu 35,
Reykjanesbæ. Söngatriði og léttar
veitingar. Allir velkomnir.
Frambjóðendur B-listans í Norð-
vesturkjördæmi opna kosn-
ingaskrifstofu sína að Sunnubraut
21, Akranesi, á morgun, laugardag-
inn 5. apríl, kl. 14. Einnig verður B–
listinn ásamt ungum framsókn-
armönnum með uppákomu í fram-
sóknarhúsinu að Sunnubraut 21,
Akranesi, kl. 20.30 sama dag. Rapp-
arinn Iceberg frá Borgarnesi
skemmtir.
STJÓRNMÁL
Íslensk ættleiðing heldur mál-
þing í tilefni af 25 ára afmæli fé-
lagsins laugardaginn 5. apríl kl.
13–17, í safnaðarsal Hallgríms-
kirkju. Tilgangur málþingsins er
að efla fræðslu og skapa umræðu
um ættleiðingar, en félagið hefur
haft milligöngu um ættleiðingu 400
barna erlendis frá. Málþingið hefst
með ávarpi dómsmálaráðherra,
Sólveigar Pétursdóttur. Erindi
halda: Margrét Hauksdóttir, for-
maður ættleiðingarnefndar, Gestur
Pálsson barnalæknir og Baldur
Kristjánsson, lektor í þróun-
arsálfræði við Kennaraháskóla Ís-
lands. Gestur á málþinginu er
Monica Dalen prófessor við sér-
kennsludeild Háskólans í Osló.
Einnig koma fram á málþinginu
sjónarmið foreldra og þeirra sem
um árabil hafa starfað að ættleið-
ingum á vettvangi Íslenskrar ætt-
leiðingar.
Málþing um tungumál og at-
vinnulífið verður haldið á vegum
Stofnunar Vigdísar Finnbogadótt-
ur í erlendum tungumálum við HÍ
laugardaginn 5. apríl kl. 10–13, í
Háskóla Íslands, Odda stofu 101.
Fjallað verður um árangursríka ís-
lenskukennslu á vinnustöðum.
Frummælendur á málþinginu
verða: Birna Arnbjörnsdóttir, lekt-
or í enskum og íslenskum málvís-
indum við HÍ, Ingibjörg Hafstað,
forstjóri Fjölmenningar ehf., Skúli
Thoroddsen, forstöðumaður mið-
stöðvar símenntunar á Suð-
urnesjum og Svavar Svavarsson,
framleiðslustjóri Granda hf. Að
loknu málþinginu verða umræður.
Leikskólar í Grafarvogi með op-
ið hús Eftirtaldir leikskólar í
Grafarvogi verða með opið hús á
morgun, laugardaginn 5. apríl, kl.
10–12: Brekkuborg, Engjaborg,
Fífuborg, Foldaborg, Funaborg,
Klettaborg, Lyngheimar og Sjón-
arhóll. Þá gefst tækifæri til að
skoða leikskólana og kynna sér
starfsemi og menningu þeirra.
Börn þurfa að mæta í fylgd með
fullorðnum.
Líknar- og vinafélagið Bergmál
heldur árshátíð á morgun, laug-
ardaginn 5. apríl, í safnaðarheimili
Háteigskirkju. Húsið verður opnað
kl. 18.30 og borðhald hefst kl. 19.
Boðið verður upp á þríréttaða mál-
tíð. Þátttaka tilkynnist til stjórnar.
Leikskólarnir í Bakkahverfi í
Breiðholti, Arnarborg, Bakkaborg
og Fálkaborg hafa opið hús á
morgun, laugardaginn 5. apríl.
Starfsfólk og börn þessara leik-
skóla taka á móti gestum kl. 10–14.
Arnarborg v/ Maríubakka kl. 10–
12, Bakkaborg v/Blöndubakka kl.
1–13 og Fálkaborg v/Fálkabakka
kl.12–14.
Bindindissamtökin IOGT efna til
opins kynningar- og skemmti-
fundar í leikhússal Iðnó við Tjörn-
ina laugardaginn 5. apríl kl. 13.30–
15.30. Þar verða flutt ávörp auk
tónlistar og danssýningar o.fl.
Fundurinn er öllum opinn.
Á MORGUN
Samtök verslunarinnar
Lýsa furðu sinni
á dómi um
verðmerkingar