Morgunblaðið - 04.04.2003, Side 46

Morgunblaðið - 04.04.2003, Side 46
46 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ               2   3  .  /  ,/ .  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HVERNIG stendur á því að það er ekki byrjað að skipuleggja Geirs- svæðið við Reykjavíkurhöfn og aðra undirbúningsvinnu fyrir tónleika- og ráðstefnumiðstöð? Höfum við tónlist- armenn og unnendur góðrar tónlist- ar ekki sýnt nógu oft og vel fram á brýna þörf fyrir að reisa hús fyrir tónlistina? Í apríl í fyrra þegar Ashkenazy kom hingað var skrifað undir samn- ing á milli ríkis og borgar, en var það bara rós í hnappagatið fyrir borgar- stjórnarkosningar? Hvað hefur verið gert síðan og hvert er verið að stefna? Ein nefnd stofnuð á einu ári. Þetta er grátlegt og margir tón- listamenn búnir að bíða síðan 1983 þegar Samtök um byggingu tónlist- arhúss voru stofnuð. Það eru 20 ár síðan. Í Reykjavík eru tvö stór leikhús og fullt af listasöfnum, en enginn staður fyrir tónlistina nema bíósalir, íþrótta- salir, kirkjur, kammersalir og sam- komuhús, ekki að nefna Háskólabíó þar sem vinnuaðstaða sinfóníunnar er afar bágborin og hljómgæðin lé- leg. Reykjavík er höfuðborg Íslands og þarf að eiga eitt tónlistarhús fyrir all- ar tegundir tónlistar og hljómlistar- manna. Við vitum það öll að það er hluti af menningalífi að hlúa einnig að tónlistinni, að leyfa henni að dafna og þroskast og hvetja listamenn til dáða. Hvað segja ríkisstjórnin og borg- arfulltrúar Reykjavíkur um þetta mál? Er enginn metnaður hjá stjórn- völdum að hrinda þessu í fram- kvæmd? Nú á að vera rétti tíminn. Ég efast um að það sé ráðlegt að bíða þar til Kárahnjúkavirkjun fer af stað fyrir alvöru. Ég vonast til þess að staðið verði við að verkframkvæmdir hefjist í árs- byrjun 2004 og ljúki árið 2006. Stjórnmálamenn, látið verkin tala, við viljum ekki fleiri fölnaðar rósir í hnappagöt ykkar. Virðingarfyllst, ÓLÖF ÞORVARÐSDÓTTIR, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Rétti tíminn til að byggja tónlistarhús Frá Ólöfu Þorvarðsdóttur: MIG langaði að koma á framfæri skoðun minni á því ástandi sem nú er, og hefur allt of lengi verið, í sam- skiptum Ísraela og Palestínumanna. Diplómatískar umræður hafa siglt í strand æ ofan í æ og ég held að allir sem á annað borð hafa áhuga á heimsmálum og heimsfriði hljóti að sjá að friður mun ekki verða á milli þessara þjóða. Við megum sitja undir fréttum af árásum ísraelskra hersins á palest- ínska borgara sem ekki er heimilt að verja sig með öðru en grjóti. Fréttir segja okkur frá árásum ísraelskra hermanna á þorp í Palestínu og svo á hinn bóginn sjálfsmorðsárásum pal- estínskra vígamanna á saklausa borgara í Ísrael sem margir for- dæma – ég þar á meðal. Auðvitað eru óbreyttir borgarar alltaf saklaus fórnarlömb, hverrar þjóðar sem þeir eru. En við gætum spurt okkur hvað við myndum gera ef við hefðum alist upp við svipaðar aðstæður og stór hluti Palestínumanna og ísraelskir hermenn væru að sprengja okkar hús og okkar vini og ættingja í loft upp án þess að við gætum gert annað en að fylgjast þegjandi með … Það er með öllu óþolandi að ís- lensk stjórnvöld skuli ekki rísa á fæt- ur og heimta aðgerðir að hálfu Sam- einuðu þjóðanna til að stöðva ófrið- inn, með góðu eða illu, án tafar. Eina færa leiðin til að friður verði tryggð- ur er að mínu mati að sjálfstæðar þjóðir knýi Bandaríkjamenn til stuðnings við að dregin verði ný landamæri fyrir Ísrael og að í beinu framhaldi verði sent herlið á vegum Sameinuðu þjóðanna inn í Palestínu sem hafi það hlutverk að loka landa- mærum að Ísrael til frambúðar. Í framhaldinu þyrfti að koma til fjárhagsstuðningur við uppbyggingu Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Það voru jú Sameinuðu þjóðirnar sem úthlutuðu gyðingum Ísrael fyrir rúmum fimmtíu árum og því hlýtur að standa upp á þær og engan annan að endurskoða og framfylgja álykt- uninni. Ísraelsmenn eru enn þann dag í dag þyrnir í augum arabaþjóðanna á alla vegu og lokunin myndi hvort tveggja í senn tryggja öryggi Ísr- aelskra borgara, sem og fyrirbyggja útþenslu Ísraels til frambúðar. Í kaupbæti myndu Ísraelsmenn hugsanlega vinna til baka eitthvað af samúðinni vegna afdrifa forfeðra þeirra, sem þeir hafa smátt og smátt verið að glata alþjóðlega með út- þenslustefnu sinni gagnvart Palest- ínu. Sameinuðu þjóðirnar og Banda- ríkjamenn þar af leiðandi myndu sömuleiðis vinna sér inn stig hjá Arababandalaginu og myndu þar af leiðandi eiga auðveldara með að ná samstöðu um samhæfðar aðferðir í alþjóðlegri baráttu gegn hryðju- verkum. Að mínum dómi er tímaspursmál hvenær ein eða fleiri arabaþjóðanna – hugsanlega arabaþjóðirnar allar með samþykki Arababandalagsins – ákveður að skakka leikinn á eigin spýtur. Ímyndum okkur óhjákvæmilegar afleiðingar þess. Með þökk fyrir athyglina. INGI KARLSSON, prentsmiður, Garðarsbraut 73, Húsavík. Ísrael og Palestína – nóg komið Frá Inga Karlssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.