Morgunblaðið - 04.04.2003, Page 47
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 47
NÚ um nokkurt skeið hafa Banda-
ríkjamenn haldið uppi miklum
áróðri þess efnis að Írakar réðu yfir
einhverjum vopnum sem þeim væri
ekki hollt að eiga.
Eftirlitsmenn hafa ekkert fundið
og Bandaríkjamenn hafa ekkert
lagt fram annað en eigin heilaspuna.
Nú hafa þeir í félagi við Breta ráð-
ist inn í Írak og virðast komnir í
einhvers konar fjölmiðlasirkus.
Hverjir eru svo þessir Írakar? Írak-
ar eru vel stæð menningarþjóð sem
nýtur töluverðrar virðingar í araba-
heiminum, svo mikillar virðingar að
í Jemen t.d. hanga myndir af Sadd-
am Hussein uppi í fyrirtækjum og á
heimilum. Þegar þarlendir eru
spurðir um þessar myndir er svarið
það að Saddam sé manna líkleg-
astur til að sameina araba og standa
uppi í hárinu á vesturveldunum.
Sá er þetta ritar var við störf í
Jemen árið 1992, einn af vinnufélög-
unum var íraskur rafmagnsverk-
fræðingur og hafði hann árið áður
verið viðhaldsstjóri á stóru sjúkra-
húsi í Bagdad. Þessi maður hafði
skrýtna sögu að segja. Í lok Flóa-
bardaga sló rafmagnið á kælivél-
unum í líkhúsinu út. Þegar ekki
gekk að koma vélunum í gang fór
hann inn í líkhúsið, en þar mætti
honum skrýtin sjón. Lík af þús-
undum Bandaríkjamanna í fullum
herklæðum. Þarna í Jemen sögðu
aðrir menn frá því að íraski herinn
hefði umkringt hluta þess banda-
ríska í sandbyl og þess vegna hefði
það stríð verið blásið af klukkan
þrjú að nóttu af forseta Bandaríkj-
anna.
GESTUR GUNNARSSON,
tæknifræðingur,
Flókagötu 8.
Írak
Frá Gesti Gunnarssyni:
VEGNA greinaskrifa í Frétta-
blaðinu dagana 25. og 26. mars sl.
þar sem m.a. var vitnað til ummæla
minna vil ég taka fram að grein sú er
birtist í Fréttablaðinu þann 26. mars
sl. var birt án vilja og vitundar minn-
ar og gefur þar m.a. að líta ýmis til-
vitnuð ummæli mín sem eru að mínu
viti ýmist rangfærð eða tekin úr sínu
rétta samhengi og verður að telja
mjög miður. Tel ég rétt að árétta
þetta sérstaklega sem og almennt
mikilvægi þess að leitast við að við-
hafa hlutlæga og vandaða umfjöllun
um það vandmeðfarna málefni sem
um ræðir. Ber réttlilega að geta þess
að fyrri grein blaðamanns Frétta-
blaðsins sem birtist þann 25. mars sl.
var unnin í fullu samráði við mig og
ummæli þar rétt eftir mér höfð. Hef
ég ekki frekari athugasemdir við
þetta en hafa ber jafnan það sem
sannara reynist.
PÉTUR LEIFSSON,
lögfræðingur í Héraðsdómi
Reykjavíkur og kennari í
alþjóðalögum við HÍ.
Athugasemd vegna greina-
skrifa Fréttablaðsins
Frá Pétri Leifssyni:
Laugavegi 53, s. 552 3737
Tilboð á
nærfötum og
samfellum
20%
afsláttur
L
a
n
g
u
r
la
u
g
a
rd
a
g
u
r
o
p
ið
t
il
k
l.
1
7
.0
0
Kaupþing banki hf., kt. 560882-0419, Ármúla 13,
Reykjavík, f.h. Vörðubergs ehf., kt. 600303-3250,
Austurstræti 17, Reykjavík (hér eftir einnig
nefndur tilboðsgjafi), gerir hér með hluthöfum
í Keri hf., kt. 500269-4549 (hér eftir einnig nefndir
tilboðshafar), svohljóðandi tilboð:
1. gr.
Tilboðið tekur til allra hluta í Keri hf., kt. 500269-
4549, Suðurlandsbraut 18, Reykjavik (hér eftir
einnig nefnt félagið), sem ekki eru þegar í eigu
tilboðsgjafa, en tilboðsgjafi hefur þegar tryggt
sér 59,44% hlut í félaginu.
2. gr.
Kaupþing banki hefur umsjón með tilboði
þessu f.h. tilboðsgjafa, og er heimilt að setja
fram yfirtökutilboð fyrir hans hönd.
3. gr.
Verð samkvæmt tilboði þessu miðast við
gengið 12,3 fyrir hvern hlut, sem er hærra en
hæsta gengi sem tilboðsgjafi hefur greitt fyrir
hlutabréf í félaginu síðustu sex mánuði, sem
er krónur 12,0 fyrir hlut.
Tilboðshafar (hluthafar) sem vilja samþykkja
boð þetta skulu undirrita samþykki sitt á fram-
salseyðublað sem sent verður á lögheimili
þeirra og senda aftur til Kaupþings banka hf.,
Ármúla 13, 108 Reykjavík, ásamt vörslusamningi.
Þegar Kaupþingi banka hefur borist frumrit
framsals á eignarrétti að hlutum í Keri hf. og
gerður hefur verið vörslusamningur, mun and-
virði hlutabréfa í félaginu lagt inn á banka-
reikning hluthafa sem fram kemur í vörslu-
samningi, nema hluthafi óski sérstaklega eftir
því að andvirði þeirra verði ráðstafað með
öðrum hætti. Telst framseldur hlutur frá og með
þeim degi eign tilboðsgjafa.
4. gr.
Tilboð þetta rennur út kl. 16.00, föstudaginn
2. maí 2003.
5. gr.
Gert er ráð fyrir að Ker hf. muni vinna eftir
þeirri meginstefnu að einbeita sér að olíuvið-
skiptum, fasteignarekstri og flutningastarfsemi,
en auk þess á félagið eignarhlut í Búnaðar-
banka Íslands hf. í gegnum eignarhaldsfélagið
Eglu hf. Er ekki fyrirhugað að gera breytingar
á tilgangi félagsins og ekki eru á þessu stigi
áform um að draga úr kjarnastarfsemi félagsins
eða nýta fjármunalegar eignir í öðrum tilgangi.
Hér eftir sem hingað til verður leitað allra leiða
til að reka félagið á sem hagkvæmastan máta.
Engar breytingar eru fyrirhugaðar á sam-
þykktum félagsins meðan það er skráð í Kaup-
höll Íslands, en tilboðsgjafi hyggst hlutast til
um að félagið verði afskráð af Aðallista Kaup-
hallar Íslands. Þá er vakin athygli á því að skv.
24. og 25. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög
getur hluthafi sem á meira en 9/10 hluta hlutafjár
í félagi krafist þess að aðrir hluthafar sæti inn-
lausn á hlutum sínum í félaginu.
6. gr.
Tilboð þetta er sett fram til samræmis við
V. kafla laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla
og skipulegra tilboðsmarkaða, sbr. reglugerð
nr. 432/1999 um yfirtökutilboð.
Reykjavík, 4. apríl 2003.
F.h. Vörðubergs ehf.
Kaupþing banki hf.
Yfirtökutilboð
Opinbert tilboðsyfirlit
Kaupþing banki hf. • Ármúla 13 • 108 Reykjavík
sími 515 1500 • fax 515 1509 • www.kaupthing.is
A
B
X