Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR
52 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR Bjarnason
verður næsti þjálfari
karlaliðs Stjörnunnar í
handknattleik í stað Sig-
urðar Gunnarssonar sem
þjálfað hefur Garðabæj-
arliðið undanfarin tvö
ár.
„Það er svo til frá-
gengið að Sigurður komi
til okkar og verði spil-
andi þjálfari liðsins á
næsta tímabili. Okkur finnst
heppilegt að skipta um þjálfara þó
svo að Sigurður Gunnarsson hafi
gert mjög góða hluti og við verið
ánægðir með störf hans. Við telj-
um okkur vera með góðan efnivið
og við stefnum á að bæta um-
gjörðina í kringum liðið,“ sagði
Halldór Ingólfsson, formaður
handknattleiksdeildar
Stjörnunnar, við Morg-
unblaðið.
Sigurður er fæddur og
uppalinn Stjörnumaður
og lék með þeim áður en
hann fór í víking. Hann
er á
heimleið úr atvinnu-
mennsku í sumar en
undanfarin ár hefur
hann leikið í Þýskalandi
með Wetzlar síðustu fjögur árin
og þar áður með Grosswallstadt,
Minden og Bad Schwartau. Sig-
urður er meiddur sem stendur og
verður frá næsta hálfa árið en
hann varð fyrir því óláni að slíta
krossband í hné og gekkst undir
aðgerð í Þýskalandi í síðasta mán-
uði.
MARCEL Desailly, fyrirliði
Chelsea, segist vel geta hugsað
sér að spila með Chelsea á næstu
leiktíð fyrir lítinn sem engan pen-
ing til að hjálpa félaginu í þeim
fjárhagsvanda sem það á við að
glíma. Desailly þiggur í laun á
viku 40.000 pund eða um 5 millj-
ónir króna en hann segist alveg
geta spilað fyrir 500 pund á á mán-
uði þar sem knattspyrnan á hans
hug allan.
DESAILLY hefur ekkert getað
leikið með Chelsea eða franska
landsliðinu vegna meiðsla síðan 12.
febrúar en reiknað er með að hann
komi inn í Chelsea-liðið um
helgina er það mætir Sunderland.
STEFAN Effenberg, þýski
vandræðagemlingurinn sem leikið
hefur með Wolfsburg í Þýskalandi
í vetur, er hættur hjá félaginu.
Effenberg lenti upp á kant við
Jörg Röber, þjálfara Wolfsburg, í
vikunni og hefur ekki látið sjá sig
á æfingum liðsins síðan.
MARCUS Allbäck vonast til að
frammistaða hans með sænska
landsliðinu í leiknum við Ungverja
í fyrrakvöld verði til þess að Gra-
ham Taylor, knattspyrnustjóri
Aston Villa, gefi sér tækifæri með
liði Villa en Allbäck hefur fá tæki-
færi fengið undir stjórn Taylors.
Allbäck, sem var hetja Svíanna og
skoraði bæði mörkin í 2:1 sigrinum
á Ungverjum, hefur ekkert fengið
að spreyta sig með Aston Villa
síðan í nóvember.
MICHAEL Owen, framherji Liv-
erpool og enska landsliðsins, verð-
ur mjög líklega ekki með liði Liv-
erpool sem sækir Manchester
United heim á Old Trafford í
fyrramálið í ensku úrvalsdeildinni.
Owen varð fyrir meiðslum í baki í
leiknum við Tyrki og þurfti að fara
af leikvelli í síðari hálfleik.
SVEN Göran Eriksson lands-
liðsþjálfari Englendinga segir
Wayne Rooney hafa stimplað sig
inn með glæsilegum hætti í enska
landsliðið og erfitt verði fyrir sig
að taka hann út úr liði sínu. Roon-
ey, sem er 17 ára gamall, var í
byrjunarliði Englendinga í leikn-
um við Tyrki í fyrrakvöld og var
besti maður vallarins. „Ef hann
heldur áfram að leika með þessum
hætti þá get ég ekki tekið hann út
úr liðinu. Rooney sýndi mér að
hann er tilbúinn að mæta hvaða
liði sem er,“ segir Eriksson.
DAVID Beckham, fyrirliði Eng-
lendinga, er mjög ósáttur með
framkomu tyrknesku leikmann-
anna í leiknum við Englendinga og
segir Beckham að einn þeirra hafi
gengið svo langt að kalla sig
homma.
FÓLK
KNATTSPYRNA
Deildabikarkeppni kvenna
EFRI DEILD:
KR - Stjarnan ............................................5:2
Ásthildur Helgadóttir 3, Sólveig Þórarins-
dóttir 2 - Björk Gunnarsdóttir 2.
Staðan:
Valur 2 2 0 0 11:4 6
ÍBV 2 1 0 1 6:5 3
Breiðablik 1 1 0 0 3:2 3
KR 2 1 0 1 6:9 3
Stjarnan 3 1 0 2 4:8 3
Þór/KA/KS 2 0 0 2 2:4 0
NEÐRI DEILD:
HK/Víkingur - FH.................................... 0:5
Deildabikarkeppni karla
Neðri deild, A-riðill:
Reynir S. - Fjölnir .................................... 2:3
Staðan:
Breiðablik 2 2 0 0 10:0 6
ÍR 2 1 1 0 9:0 4
Fjölnir 3 1 1 1 3:4 4
Reynir S. 3 1 0 2 5:13 3
Víðir 2 0 2 0 0:0 2
Árborg 2 0 0 2 2:12 0
Vináttulandsleikir
Venesúela - Jamaíka ................................ 2:0
Perú - Chile ............................................... 3:0
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Boston - Miami ..................................... 90:62
Philadelphia - Chicago ..................... 108:101
Milwaukee - Houston ......................... 106:99
Washington - Sacramento ................. 99:105
New Orleans - New Jersey................ 106:97
Cleveland - Indiana ............................ 82:103
Detroit - Toronto .................................. 78:89
Minnesota - Seattle .............................. 91:86
Memphis - San Antonio ..................... 87:105
Denver - New York .............................. 75:83
BLAK
1. deild kvenna
Fylkir - Þróttur R. ................................... 3:0
(25:18, 25:15, 25:22)
ÚRSLIT
FRANSKI handknattleiksmað-
urinn Stephane Stoecklin er um
þessar mundir sterklega orðaður
sem arftaki Ólafs Stefánssonar hjá
Magdeburg þegar Ólafur heldur
til liðs við Ciudad Real á Spáni í
sumar. Alfreð Gíslason, þjálfari
Magdeburg, hefur undanfarna
mánuði leitað dyrum og dyngjum
að eftirmanni Ólafs en ekki haft
erindi sem erfiði. Nú er líkum að
því leitt að Stoecklin gæti verið
lausn á þeim vanda sem Magde-
burg stendur frammi fyrir að fylla
vandfyllt skarð sem Ólafur skilur
eftir sig.
Stoecklin hefur undanfarin
fimm ár leikið með Honda Suzuka
í Japan en er nú laus mála þar og
hyggst ljúka ferlinum í Evrópu,
helst í Þýskalandi, eins og fram
kom í samtali við hann á netmiðl-
inum sport1.de. Hann er 34 ára
gamall en telur sig vel geta leikið
handknattleik í hæsta gæðaflokki í
tvö ár auk þess að vera öllum
hnútum kunnugur í þýskum hand-
knattleik eftir að hafa leikið árum
saman með GWD Minden áður en
hann hélt til Japans. Auk þess að
komast að í Þýskalandi hyggst
Stoecklin endurheimta sæti sitt í
franska landsliðinu í handknatt-
leik og leika með því á Ólympíu-
leikunum í Aþenu á næsta ári. Sto-
ecklin hefur ekki leikið með
franska landsliðinu í nokkur ár en
hann var ein helsta stjarna þess
ásamt Frederick Volle og Jackson
Richardson þegar Frakkar urðu
heimsmeistarar hér á landi fyrir
átta árum.
Stoecklin í stað Ólafs?
liðinu frá falli.
Aðeins 1⁄3 af erlendum leikmönn-
um deildarinnar lék 22 leiki eða
fleiri í deildarkeppninni á sl.
keppnistímabili. „Með öðrum orð-
um, aðeins 30% af erlendum leik-
mönnum í norsku deildinni eru
svokallaðir „lykilmenn“ hjá sínum
liðum. Þeir sem eftir eru hafa að-
eins slæm áhrif á framfarir hjá
ungum norskum leikmönnum,“
segir Frode Ohr sem stýrði rann-
sókninni.
Per Ravn Ohmdal formaður
norska knattspyrnusambandsins
hefur áhyggjur af þróuninni og
segir m.a. að meðalgóður Finni
eigi ekki að fá tækifæri á kostnað
19 ára gamals Norðmanns sem
telja megi jafngóðan ef ekki betri.
Ohr segir að norskir leikmenn
verði ekki eins góðir ef erlendir
leikmenn í efstu deildunum eru
margir og það hafi áhrif á árangur
norska landsliðsins til lengri tíma
litið. Ohr telur að gríðarlegar
tekjur norskra liða af sölu leik-
manna á árunum 1990–1998 hafi
gert það að verkum að norska
deildin hafi dregið til sín erlenda
leikmenn. Launin hafi hækkað í
kjölfarið og kemst Ohr að þeirri
niðurstöðu að „heimamönnum“ í
hverju liði fyrir sig fækki þegar
laun leikmanna í norsku deildinni
hækki!
„Norskum leikmönnum á aldr-
inum 19–21 árs í efstu deild sl.
þrjú ár hefur fækkað til muna. Ég
er sannfærður um að dæmið eigi
eftir að snúast við á næstu árum
þar sem norsk lið hafa átt í fjár-
hagsvandræðum og munu draga
saman seglin á næstu misserum.
Þá munu ungir norskir leikmenn
fá tækifæri á ný og það er gott
fyrir norska landsliðið,“ segir Ohr
og bætir því við að félagsliðin þurfi
að taka á sig ábyrgð hvað varðar
norska landsliðið í framtíðinni.
„Norska landsliðinu verður að
ganga vel ætli félagsliðin að selja
norska landsliðsmenn til landa á
borð við England eða Þýskaland.“
Það er tilgangslaust að fylla uppí götin með „meðalmennsku“ í
stað þess að láta yngri leikmenn
frá Noregi fá tækifæri. Þessi þró-
un á eftir að hafa áhrif á norska
landsliðið þegar til lengri tíma er
litið,“ segir Semb í viðtali við
norska dagblaðið Aftenposten.
Í rannsókn sem gerð hefur verið
á áhrifum erlendra leikmanna á
norska knattspyrnu kemur í ljós
að 25% af leikmönnum deildarinn-
ar í fyrra voru erlendir, alls 76
leikmenn, og nú hálfum mánuði
fyrir upphaf keppnistímabilsins er
hlutfallið aðeins lægra en í fyrra
eða 22%.
Það hefur sýnt sig á undanförn-
um árum að norsk lið hafa fengið
til sín erlenda leikmenn á loka-
sprettinum í deildarkeppninni til
þess að ná settu marki eða bjarga
Ljósmynd/Ingar Storfjell
Níu erlendir leikmenn leika
með Molde: David Ljung
(Svíþjóð) sem er lengst til
vinstri í aftari röð, Tobias
Carlsson (Svíþjóð), Andri
Sigþórsson, Bjarni Þor-
steinsson. Fremri röð: Jak-
up Mikkelsen (Færeyjum),
Magnus Kihlberg (Svíþjóð),
Fredrik Gustafsson (Sví-
þjóð) og Ólafur Stígsson. Á
myndina vantar Svíann
Eddie Gustafsson.
Landsliðsþjálfari Norðmanna segir erlenda „miðlungsleikmenn“ skaða norska knattspyrnu
„Ungir leikmenn í skugga
meðalmennskunnar“
FJÓRÐI hver leikmaður í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er út-
lendingur og segir landsliðsþjálfari Norðmanna Nils Johan Semb að
þessi þróun hafi slæm áhrif á unga og efnilega norska leikmenn.
Semb segir að afburðaleikmenn frá öðrum löndum séu góður kost-
ur fyrir norska knattspyrnu og slíkir leikmenn séu nauðsynlegir
hverju liði sem vill ná árangri en hann er ekki eins hrifinn af þeirri
þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum þar sem „miðl-
ungsgóðir“ erlendir leikmenn fái tækifæri í stað ungra og efnilegra
Norðmanna.
Sigurður Bjarnason
næsti þjálfari Stjörnunnar
BLAK
Bikarkeppni kvenna
Undanúrslit:
Kársnesskóli: HK – ÍK .........................20:15
Í KVÖLD