Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.04.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 57 K l a s s í k - D j a s s - R a f t ó n l i s t - H e i m s t ó n l i s t - R e g g í - R o k k K l a s s í k - D j a s s - R a f t ó n l i s t - H e i m s t ó n l i s t - R e g g í - R o k k 5 ára Skólavörðustíg 15 • sími 511 5656 • 12tonar@12tonar.is Fjöldi sértilboða: Heimstónlist – 3 fyrir 1000 kr. Jógatónlist – 2 geisladiskar 700 kr. Bonnie „Prince“ Billy – Master and Everyone –1500 kr. Hinir geysivinsælu Spaðar – 1500 kr. Frábær tilboð á klassískri tónlist, m.a. allar 32 píanósónötur Beethovens – 10 geisladiskar 3.000 kr. Geisladiskar með verkum Arvo Pärts – 1500 kr. Dagskrá dagsins: Kl. 16 Finnur Arnar opnar myndlistarsýningu. Kl. 17 Hljómsveitin Kitchen Motors leikur. Allir velkomnir. Þökkum ykkur samfylgdina á liðnum árum, Jóhannes, Lárus, Einar og Helgi Af því tilefni bjóðum við alla geisladiska með 20% afslætti út næstu viku. Langur laugardagur NÝJASTA tækni og vísindi breyta heiminum dag frá degi. Nú getur hvaða kvikmyndaáhugamað- ur með leikstjóradellu gert bíó- mynd – með stafrænni tækni og myndvarpa. Líkt og alvörumyndir geta þær verið í mismunandi gæða- flokkum og Hauki m hefur farið mikið fram frá (Ó)eðli, sem var frumsýnd sumarið 1999. 1. apríll er að sjálfsögðu hrá og grófari en þær sem gerðar eru með „gömlu góðu aðferðinni“, sem býður einnig staf- rænt-væddum kvikmyndagerðar- mönnum upp á þá pottþéttu afsök- un að klúður sé gert með vilja! Það er fyrst til að taka að nýja myndin hans Hauks m er aldrei leiðinleg og er meira hól en margar metnaðrfyllri geta státað af. Renn- ur ætíð bærilega í gegn, þó hún sé svo sem ekkert drepfyndin eða augnakonfekt. Hún heldur haus þar sem gálgahúmorinn er sam- kvæmur sjálfum sér frá upphafi til enda og er gegnumgangandi á öll- um sviðum. Handrit, leikstjórn, leikur, brellur, tónlist; allt á sama glaðhlakkalega kæruleysisstiginu. Viðfangsefnið unglingarnir og þeirra veröld, löggurnar, þeir einu fullorðnu sem eitthvað koma við sögu, eru flón. Grunnhugmyndin er meinfyndið 1. aprílgabb sem kemur hóp ungs fólks í skemmtilegar klípur og leið- ir það saman. Sumar hugmyndirn- ar ganga bærilega upp, líkt og bankaránið (minnir reyndar örlítið á svipaða uppákomu hjá meistara Elmore Leonard), alnæmishræðsl- an og framhjáhaldið; byssubröltið og dópmálin eru öllu vafasamari. Samtölin eru stöku sinnum bók- menntaleg en það breytir engu um að jaðarstíllinn helst óbrotinn út myndina sem er afrek út af fyrir sig. Haukur m er ungur maður á uppleið, hækkar flugið um heila stjörnu fyrir augljósar framfarir frá (Ó)eðli. Þær sýna sig í dágóðri persónusköpun, leikarastjórn, snyrtilegri fléttu og viðunandi út- komu þegar höfð er í huga lítil reynsla allra sem að myndinni koma. Hvort sem er framan eða aftan við „tökuvélina“, peninga- og tækjaleysi. 1. apríll, með sinn við- vaningslega galgopasjarma gefur áframhaldandi vonir um að við höf- um ekki enn séð það besta frá Hauki m. Allt í góðu gabbi KVIKMYNDIR Sambíóin Keflavík og landsbyggðin Leikstjórn og handrit: Haukur m.. Kvik- myndatökustjóri: Júlía Embla, o.fl. Tón- list: Dóri Ida. Aðalleikendur: Davíð Örn, Júlíus Freyr, Arnbjörg Hlíf, Snævar Darri, Haukur m, Linda Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Borgar, Ívar Örn Sverrisson, Bryndís Ás- mundsdóttir, Hilmir Steinþórsson. 80 mín. Haukur m. Í samstarfi við Íslensku kvikmyndasamsteypuna ehf. Ísland 2003. 1. apríll  1. apríll er önnur mynd Hauks M. í fullri lengd en áður hefur hann gert (Ó) eðli. Myndin nýja var frumsýnd um land allt 1. apríl (nema hvað!). Sæbjörn Valdimarsson BANDARÍSKA kvikmynda- leikkonan Liv Tyler hefur gifst breska poppsöngvaranum Royston Langdon en þau hafa verið sam- an í þrjú ár. Talsmaður Tyl- er segir að ungu hjónin hafi gift sig 25. mars á eyju í Karíba- hafi en móttaka verður haldin fyrir nánustu ættingja í New York síðar í þess- um mánuði. Tyler, sem er 25 ára gömul, hef- ur leikið í mörgum kunnum kvik- myndum, nú síðast þríleiknum Hringadróttinssögu. Langdon, sem er þrítugur, er aðalsöngvari hljómsveitarinnar Spacehog. Tyler er dóttir Steve Tylers, söngvara og aðalsprautu hljóm- sveitarinnar Aerosmith, og fyrr- verandi fyrirsætunnar Bebe Buell. Liv Tyler giftir sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.