Morgunblaðið - 04.04.2003, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 61
þar er víst bara opið á sumrin.
Eðlilega.“
Henrik ber SXSW-hátíðinni vel
söguna. Austin segir hann vera
skemmtilega borg, ekki mjög „Tex-
as-leg“ eins og hann orðar það.
„Svo keyrðum við sem leið liggur
til New York. Bílstjórinn okkar var
hress en pabbi hans var víst í
Gentle Giant.“
Styrkur í rokkinu
Þangað komnir hittu þeir fyrir
engan annan en Bob Bert, trymbil
Sonic Youth, hér í fyrndinni en
einnig lék hann með hinni gríð-
arlega áhrifamiklu Pussy Galore, sé
litið til rokkþróunarinnar sem átt
hefur sér stað undanfarin ár (leið-
togi Pussy Galore var Jon Spencer
sem nú leiðir Jon Spencer Blues
Explosion).
„Mér fannst ég kannast eitthvað
við náungann sem keyrði okkur á
tónleikana á The Mercury Lounge,“
útskýrir Henrik. „Við vorum eitt-
hvað að tala um Sonic Youth og þá
snýr bílstjórinn sér við og segir:
„Sonic Youth? Fínt band. Ég var í
þeirri hljómsveit frá ’81 til ’86. Og
sjá! Hvar er ég nú staddur!““
Henrik segir að þeim félögum
hafi verið brugðið við þetta.
„Við gáfum honum þá disk og
hann var allsæll með það.“
En að samningnum góða.
„Þetta er lítið útgáfufyrirtæki
sem Sabrina nokkur Silverberg
rekur,“ segir Henrik. „Hún er alger
gella. Ætli hún sé ekki ca 37 ára
gömul og hún er aðallögfræðingur
MTV. Svo rekur hún þetta óháða
fyrirtæki til hliðar. Hún er voðalega
hrifin af okkur og hefur verið að
bjóða okkur á fyllerí og svoleiðis.“
Henrik segir tónleika í New York
hafa tekist vonum framar.
„Það var alveg pakkað þegar við
lékum á Mercury Lounge. Þetta er
frekar lítill staður og við vorum
fyrstir á svið. Stemningin var góð
og Brian Jonestown Massacre tóku
um 30 lög. Þeir gældu hressilega
við stút á milli laga og þetta var því
orðið ansi losaralegt undir rest.“
Þess má geta að lokum að Singa-
pore Sling fékk ýmsa ferðastyrki til
þátttöku á tónlistarhátíðinni South
by South-West. Iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytið, utanríkisráðu-
neytið, Reykjavíkurborg og
menntamálaráðuneytið sýndu það í
verki að rokk skiptir máli og
styrktu málstaðinn með fjárhags-
aðstoð.
„Nú horfum við til Bandaríkj-
anna og förum í góðan túr þangað í
sumar,“ segir Henrik að lokum og
ekki örgrannt um að votti fyrir
brosi í augunum. „Hvað gerist næst
er erfitt að segja til um. Kannski
við förum til Japan?“
TENGLAR
.....................................................
www.stinkyrecords.com
arnart@mbl.is
ÞAÐ var fremur óvenjuleg sjón
sem blasti við á Sólheimajökli, sem
er skriðjökull suður úr Mýrdals-
jökli, nýlega, en uppi á jöklinum var
stór hópur af fólki á gangi. Yfirleitt
halda ferðamenn sig við jökulrönd-
ina því að jökullinn er oftast fremur
illfær og ein svellglæra.
Þarna voru nemendur í fjallaleið-
sögumannaskólanum á æfingu og
æfðu þeir meðal annars björgun
ferðamanna. Þeir æfðu sig m.a í að
bjarga hver öðrum upp úr sprung-
um, en af þeim er nóg á jöklinum.
Fjallaleiðsögumenn æfa
á Sólheimajökli
Fagradal. Morgunblaðið.
Sýnd kl. 4 og 6. Tilboð 500 kr. / Sýnd kl. 6.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 10. B.i. 16.Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.40. B.i. 12. / Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 11.15. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12.
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10.Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal. / Sýnd kl. 4. Ísl. tal.
Sýnd kl. 6 og 8. / Sýnd kl. 6 og 8.
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
SV MBL
Radíó X
SG DV
sv mbl
Mögnuð spennumynd sem sló rækilega
í gegn við opnun í Bandaríkjunum í síðustu
viku með óskarsverðlaunahöfunum
Tommy Lee Jones og
Benicio Del Toro í aðalhlutverki.
Kvikmyndir.isi i i
FRÁ LEIKSTJÓRA “ROMEO MUST DIE” OG “EXIT WOUNDS”
INNIHELDUR FRÁBÆRA TÓNLIST MEÐ DMX, EMINEM OG 50 CENT
AKUREYRI / KEFLAVÍK
Sýnd kl. 6 og 8.
SG DV
HL MBL
Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 12. Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 4.
ÁLFABAKKI / AKUREYRI
Frábær
skemmtun fyrir
alla fjölskylduna.
Með hinum rauðhærða
Rupert Grint sem
leikur Ron Weasley í
HARRY POTTER
myndunum
ÁLFABAKKI / KRINGLAN / KEFLAVÍKÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI
Kvikmyndir.is
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.15, 8 OG 10.40. B.I. 16.
KEFLAVÍKÁLFABAKKI / AKUREYRIÁLFABAKKI / KRINGLAN
ÁLFABAKKI
ÁLFABAKKI
Sjóðheit og mögnuð stórmynd
með frábærum tæknibrellum.
Frá leikstjóranum Jon Amiel.
HILARY SWANK
AARON ECKHAR
I DELROY LINDO
STANLEY TUCCI