Morgunblaðið - 04.04.2003, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Næring ekki
refsing
ANNAÐ kvöld
frumsýnir hinn
kunni dansflokkur
Jochens Ulrichs,
Tanz Forum, nýtt
verk eftir Katrínu
Hall, listdansstjóra
Íslenska dans-
flokksins, í Inns-
bruck í Austurríki.
„Þetta er ný út-
færsla á Stingrey, verki eftir mig sem
var frumsýnt heima í febrúar,“ segir
Katrín. „Ég vildi gera nýja útfærslu
fyrir þennan flokk, þar sem ég laga
það að dönsurunum sem hér eru.
Hugmyndin er sú sama, en verkið hef-
ur tekið breytingum að ýmsu öðru
leyti.“ Katrín segir að dansflokkurinn
sé mikill úrvalshópur, en meðal dans-
ara í honum er Hlín Diego Hjálm-
arsdóttir sem starfaði áður með Ís-
lenska dansflokknum. Katrín segir að
dansararnir hafi alltaf mikið vægi í
allri sköpun og að þeir ráði miklu um
útkomuna. „Það eru sextán dansarar í
hópnum, og ég fékk að velja þá sjö
sem mér fannst hæfa verkinu best og
mínum vinnuaðferðum.“ Mikil um-
fjöllun hefur verið í fjölmiðlum ytra
um sýninguna, bæði í blöðum og í
sjónvarpi. „Það hefur verið gert mjög
mikið úr þessu, og mikið stílað inn á
yngra fólk, enda er laugardagskvöld
kannski einmitt þeirra kvöld. Ég er
mjög ánægð með það.“
Verk eftir Katrínu Hall
frumsýnt í Innsbruck
„Mikið gert
úr þessu í
fjölmiðlum“
Katrín Hall
FYRSTU vorboðar þessa árs hafa litið dagsins
ljós í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, en þar
fæddust tveir kiðlingar í fyrradag. Hestarnir
voru afar forvitnir að kíkja á þessa nýju íbúa
garðsins sem kúrðu djúpt í fangi Berglindar
Ágústsdóttir dýrahirðis.
Huðnan Gríma bar kiðlingunum sem eru
báðir gráflekkóttir og er annar þeirra hafur
en hinn huðna.
Samkvæmt frétt frá Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum var huðnan mjög slöpp er dýra-
hirðar komu að henni. Mikið slím í önd-
unarvegi hennar orsakaði það að hún andaði
ekki en með snarræði var slímið fjarlægt með
því að sjúga úr vitum hennar og svo var blásið
í hana og hnoðað. Huðnan var þó full lífsvilja
og eftir að hafa fengið mjólkursopa úr pela
hresstist hún örlítið og er vonast til að hún nái
sér að fullu. Faðir kiðlinganna er hafurinn
Kappi en hann er líkt og vorboðarnir grá-
flekkóttur en móðirin Gríma er svartflekkótt.
Morgunblaðið/RAX
Vorboðar í Húsdýragarðinum
STEFNUSKRÁ Framsóknar-
flokksins vegna komandi kosninga
var kynnt í gær og í henni eru
skattamál eitt af forgangsmálunum.
Vill flokkurinn að tekjuskattur ein-
staklinga lækki úr 38,55% í 35,20%.
Þá vill flokkurinn að frítekjumark
barnabóta hækki, greiddar verði
ótekjutengdar barnabætur með öll-
um börnum til 16 ára aldurs að upp-
hæð 36.500 krónur en 73.000 krónur
fyrir börn undir 7 ára aldri. Þá vill
flokkurinn að persónuafsláttur
hækki og kannaðir verði kostir þess
að fella niður virðisaukaskatt af
barnafötum. Þessi skattbreyting
mun kosta ríkissjóð um 16 milljarða
króna.
Halldór Ásgrímsson segir að
markmið Framsóknarflokksins sé að
skattalækkanirnar komi til fram-
kvæmda á næsta kjörtímabili í
tengslum við gerð næstu kjarasamn-
inga. Hann segir að framsóknar-
menn vilji vinna að sínum markmið-
um smátt og smátt í samræmi við
efni og aðstæður. „Við þurfum að
taka þar mið af efnahagsástandinu
og við munum ekki setja stöðugleik-
ann í nokkra hættu og viljum þess
vegna varðveita vel stöðu ríkis-
sjóðs.“
Stefnuskrá Fram-
sóknarflokksins
Tekjuskatt-
ur einstak-
linga lækki
í 35,20%
Áhersla lögð/6
REYKJAVÍKURBORG stefnir
að því að veita þremur fyrirtækj-
um, BYKO, Rúmfatalagernum og
Mötu, vilyrði fyrir 10 hektara lóð í
Úlfarsárdal, rétt neðan Vestur-
landsvegar. Fyrirtækin hyggjast
reisa þar 40–50 þúsund fermetra
stórvöruverslunarmiðstöð sem
yrði stærsta bygging í Reykjavík
og litlu minni en Smáralind í
Kópavogi.
Til samanburðar má nefna að
Kringlan er 36 þúsund fermetrar
og hið nýja vöruhótel Eimskips er
23.500 fermetrar að stærð eða nær
helmingi minna en fyrirhuguð
bygging. Málið verður tekið fyrir á
borgarráðsfundi eftir helgina.
„Mikil og jákvæð tíðindi
fyrir Reykjavík“
Þórólfur Árnason borgarstjóri
greindi frá þessu á borgarstjórn-
arfundi í gær og kom m.a. fram í
máli hans að ætla mætti að borgin
fengi á bilinu 400–500 milljónir
króna fyrir byggingarréttinn auk
tekna í framtíðinni af þeirri starf-
semi sem þarna yrði.
Borgarstjóri sagði að fyrirtæk-
in þrjú hefðu hvert í sínu lagi verið
að þreifa fyrir sér með lóðir og
embættismenn borgarinnar hefðu
leitt þau saman, en fyrirtækin
hefðu ekki unnið saman áður.
þeir geti unnið nánar með okkur
að skipulagsmálum og útfærslu
hugmyndarinnar. Það er tak-
markað sem við getum farið fram
á að þeir leggi fram af fé og tíma ef
þeir svo missa réttinn.“
Þórólfur segir að ekki sé horft
langt fram í tímann, rætt sé um að
undirbúningur og framkvæmdir
gætu hafist eftir tvö til þrjú ár.
„Mér finnst þetta afskaplega góð-
ar fréttir fyrir Reykjavík og um
leið atvinnulífið í borginni.“
Í samtali við Morgunblaðið
sagði borgarstjóri þetta vera mikil
og ákaflega jákvæð tíðindi fyrir
Reykjavík.
„Við sjáum fyrir okkur að fólk
geri þarna innkaup á stórvöru og
því þarf aðkoman að vera góð. Við
munum leggja mikla áherslu á að
þarna verði fagurt umhverfi og vel
gengið frá þessu því miðstöðin
mun blasa við frá Vesturlands-
vegi. Það liggur auðvitað á fyrir
þessa aðila að fá vilyrði til þess að
Þrjú fyrirtæki áforma að reisa 40–50 þúsund fermetra
stórvöruverslunarmiðstöð neðan Vesturlandsvegar
Yrði stærsta bygg-
ing í Reykjavík
()*+%(","- +(#$./0
$%+1/")&,*+(.*$)
#
$
% &
#
'
(
&
&*
),
7
(1
89
)&
*
7
(
)$*
+,*
KARLAR virðast vera nýjustu sóknarfæri
auglýsenda og ímyndarhönnuða á Vestur-
löndum. Ásýnd ungra íslenskra karla er
líka að breytast og
þeir eru vaxandi
viðskiptavinahópur
snyrtivöruverslana.
Þeir kaupa raka-
krem, hreinsivörur,
ilmvötn og krem og
dæmi eru um að
þeir kaupi bauga-
hyljara og sólar-
púður. Margir fara
reglulega í húðmeð-
ferð, ljós og handsnyrtingu og heimsækja
heilsulindir. Þá eru þeir æ minni eftir-
bátar kvenna í hárlitun og klippingu sam-
kvæmt nýjustu tískustraumum.
„Fyrir nokkrum árum hefðu strákar
verið litnir hornauga fyrir að fara í húð-
hreinsun á snyrtistofu. En það þykir alveg
sjálfsagt núna, eins að strákar láti plokka
á sér augabrúnirnar. […] Þeir eru farnir
að raka sig víða um líkamann, til dæmis
undir höndunum og á fótleggjum og hand-
leggjum,“ segir Böðvar Sigurbjörnsson,
tvítugur nemi og starfsmaður í tískuversl-
un. Hann er þeirrar skoðunar að karlar og
konur séu í raun jafnpjöttuð en karlarnir
bara orðnir ófeimnari. Hins vegar vilji
sumir ekki viðurkenna að fótboltakappinn
David Beckham og kvikmyndaleikarinn
Brad Pitt séu fyrirmyndir þeirra þótt sú sé
oft raunin. „Það er í tísku hjá strákum að
snyrta sig og það er í tísku að vera eins og
David Beckham,“ segir Böðvar.
Ásýnd ungra
karla að
breytast
Daglegt líf/B2