Morgunblaðið - 05.05.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.05.2003, Qupperneq 2
2003  MÁNUDAGUR 5. MAÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A EFNIHÉR KEMUR TEXTI AUSTURRÍSKU landsliðskon- urnar í handknattleik, Sylvia Strass og Birgit Engl, munu leika áfram með Íslandsmeisturum ÍBV á næstu leiktíð en þær gengu frá nýjum eins árs samningi við meist- arana um helgina. Anna Yakova og Alla Gorkorian verða sömuleið- is báðar um kyrrt í Eyjum en þær eiga tvö ár eftir af samningum sín- um við liðið. Einu breytingarnar sem fyrirséðar á Eyjaliðinu á næstu leiktíð eru þær að fyrirlið- Strass og Engl áfram með ÍBV ÍSLENDINGAR unnu til tvennra gullverðlauna á Norðurlanda- mótinu í júdó sem fram fór í Stokkhólmi í Svíþjóð og lauk í gær. Bjarni Skúlason sigraði í -90 kg. flokki og Anna Soffía Vík- ingsdóttir gerði slíkt hið sama í -78 kg. flokki. Gígja Guðbrandsdóttir keppti í -70 kg. flokki og vann til brons- verðlauna líkt og Þormóður Jóns- son en hann tók þátt í +100 kg. flokki. Í opnum flokki kvenna bætti Gígja um betur og krækti í silfrið en Anna Soffía varð þriðja í þeim flokki. Íslensku keppendurnir fengu því tvenn gullverðlaun, ein silf- urverðlaun og þrenn brons- verðlaun. Svíar, Norðmenn, Finnar, Dan- ir og Íslendingar tóku þátt í liða- keppni samhliða einstaklings- keppninni og þar stóðu Finnar sig best. Svíar fengu silfur og ís- lenska sveitin fékk bronsið. Danir enduðu í fjórða sæti og Norð- menn í fimmta og neðsta sæti. Bjarni og Anna Soffía með gull Reuters Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United gat leyft sér að fagna í gær en með sigri Leeds á Arsenal urðu hans menn Englandsmeistarar í 15. sinn. Ferguson sprautar hér kampavíni í höfuðstöðvum Manchester United á Old Trafford í gær. Kampavínsflöskurnar eru átta eða jafn- margar og liðið hefur unnið titilinn undir hans stjórn á síðustu 11 árum. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik mun á þriðjudag tilkynna landsliðshóp sinn sem tekur þátt í undirbúningi liðsins fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara á Möltu í byrjun júní. Friðrik Ingi sagði í gær að nokkrir leikmenn sem hann hafði hug á að velja í hópinn hefðu helst úr lestinni og má þar nefna besta leikmann Ís- landsmótsins í vetur, Helga Jónas Guðfinnsson, sem ætlar sér að leika knattspyrnu í sum- ar með Grindvíkingum líkt og í fyrra. „Ég virði ákvörðun Helga Jónasar en ég er ekki ánægður með hans val og vildi geta valið hann í liðið sem fer til Möltu,“ sagði Friðrik í gær en auk Helga Jónasar er ljóst að Sæv- ar Sigmundsson, Ingvaldur Magni Hafsteinsson, Hreggvið- ur Magnússon og Jakob Sig- urðarson munu ekki verða í leikmannhópi Íslands að þessu sinni. „Það eru ýmsar ástæður fyrir því að þessir leikmenn geta ekki gefið kost á sér,“ bætti Friðrik við. Reglur fyrir Smáþjóðaleik- ana eru rýmri hvað varðar leik- menn sem eru með tvöfalt rík- isfang og þar með getur Friðrik Ingi valið alla þá leikmenn sem hann telur eiga heima í liðinu og fræðilega séð má hann velja þá Damon Johnson, Brenton Birmingham, Keith Vassell, Kevin Grandberg og Leon Purdue. Hinsvegar er ljóst að Keith Vassell mun ekki gefa kost á sér í verkefnið og allt eins gæti farið svo að Brenton væri enn að leika með liði sínu Rueil í frönsku 2. deildinni. Eins og áður segir verður leik- mannahópurinn tilkynntur á Helgi Jónas gefur ekki kost á sér BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS LANDSLIÐSMAÐURINN Jón Arnór Stef- ánsson sem leikið hefur með þýska 1. deild- arliðinu Trier í vetur mun ekki leika fleiri leiki með liðinu í umspili sex liða um fjögur laus sæti í 1. deild. Jón Arnór er meiddur á hné og mun fara í speglun af þeim sökum á næstu dögum, annað hvort hér á Íslandi eða í Þýskalandi. Trier á enn eftir að leika sex leiki í um- spilinu en Jón Arnór lék í tvær mínútur í tap- leik liðsins s.l. föstudag en var ekki með í sig- urleik þess í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ætlar Jón Arnór að reyna að ná sér góðum af meiðslunum áður en Smáþjóðaleikarnir hefj- ast á Möltu sem hefjast í byrjun júní. Samn- ingur hans við Trier gildir aðeins út leiktíð- ina í Þýskalandi og mun Jón Arnór leita fyrir sér á öðrum vígstöðvum í atvinnumennsk- unni og verða án vafa margir útsendarar er- lendra liða á Möltu. Frá Möltu til Dallas Þess má geta að Jón Arnór og Helgi Magn- ússon fyrrverandi félagi hans úr KR sem nú Jón Arnór í aðgerð á hné Ljósmyndari/Hér kemur texti Myndatexti hér SKATTUR JAFNAÐUR Í 20% BSRB leggur til að skattar á laun, fjármagn og fyrirtæki verði jafnaðir út og að þeir verði 20%, samkvæmt skattahugmyndum sem hagfræð- ingur BSRB hefur útfært og unnið að síðastliðið ár. Markmiðið er að auka ráðstöfunartekjur láglauna- og millitekjufólks. Samkvæmt hug- myndum BSRB er m.a. lagt til að skattleysismörk verði lækkuð niður í allt að 50 þúsund krónur. Samningi við ÍMS sagt upp Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti í gær að segja upp samn- ingi við Íslensku menntasamtökin um rekstur leikskólans Tjarnaráss. og tekur bærinn við rekstri leikskól- ans í dag. Bæjarstjóri segist sáttur við að geta uppfyllt kröfur foreldra. Hópar verða afvopnaðir Forsætisráðherra Palestínu- stjórnar, Mahmud Abbas, hvetur ísraelskan starfsbróður sinn, Ariel Sharon, til eiga með sér fund sem fyrst. Abbas heitir að afvopna herská samtök og hópa úr röðum Palestínumanna. GE-forstjóri til Íslands Jack Welch, fyrrverandi forstjóri General Electric, er væntanlegur til landsins á næstu dögum til að ræða hugmyndir sínar um rekstur fyr- irtækja. Welch var forstjóri GE í 20 ár og jók markaðsvirði fyrirtækisins úr 12 milljörðum dala í 280 milljarða. Kaupþing og Baugur standa að komu hans hingað. HABL smitast með saur Vísindamenn hafa komist að því að veira bráðalungnabólgunnar HABL getur lifað utan mannslíkam- ans í a.m.k. sólarhring. Hún er ekki síst talin smitast með saur og er því fólki ráðlagt að þvo hendur sínar oft. Um 450 manns hafa látist af völdum veirunnar í heiminum. Aðalmeðferð lokið Aðalmeðferð er lokið í héraðsdómi í stóra málverkafölsunarmálinu. Samkvæmt lögum skal að jafnaði kveða upp dóm innan þriggja vikna frá því dómsmeðferð lýkur. Sak- sóknari krefst tveggja og hálfs árs fangelsis yfir Pétri Þór Gunnarssyni en sex mánaða fangelsisdóms yfir Jónasi Freydal Þorsteinssyni fyrir þátt þeirra í málinu. Y f i r l i t FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Sigmund 8 Bréf 26 Viðskipti 11 Þjónusta 27 Erlent 12 Dagbók 28/29 Listir 14 Fólk 30/33 Umræðan 15/16 Bíó 30/33 Forystugrein 18 Ljósvakar 34 Minningar 20/24 Veður 35 * * * Mikill reykur frá þvottaherberginu NOKKRAR skemmdir urðu vegna sóts og reyks í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss við Krummahóla þegar eldur kviknaði í þvotta- herbergi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins stefndi miklu liði á staðinn enda var tilkynnt um mikinn eld og reyk og að fólk væri komið út á svalir. Fólkið hafði sjálft náð að færa sig yfir á næstu svalir þegar slökkvilið kom á vettvang en alls voru átta manns í íbúðinni. Vel gekk að slökkva eldinn. Einn var flutt- ur með sjúkrabifreið vegna gruns um reyk- eitrun. FÁMENNUR hópur fólks safn- aðist saman við klettinn Einbúa á Hellnum að kvöldi þess 30. apríl. Tilefnið var að hlýða á hörpuleik Austurríkismannsins Norberts Maier. Norbert er bæði hörpuleikari og hörpu- smiður og er sú harpa sem hann spilaði á smíðuð af honum úr perutrjáviði og aski. Að auki er hann mikill áhugamaður um sögu víkingatímans og allt það efni sem Tolkien hefur ritað og er í stjórn nýstofnaðs áhuga- mannafélags um Tolkien í Aust- urríki. Vegna áhuga síns á Hringadróttinssögu og Miðgarði og þeirra álfasagna sem hann hafði heyrt frá Íslandi var hann ekki seinn á sér að þekkjast boð myndlistakonunnar Ellu Magg þegar hún bauð honum að spila við opnun sýningar sinnar í Reykjavík þann 1. maí. Elín beindi honum síðan vest- ur á Snæfellsnes til að finna þar álfastaði svo hann gæti spilað fyrir álfana aðfaranótt 1. maí, en á miðöldum var sá dagur haldinn hátíðlegur með Beltaine hátíðarhöldum á Írlandi. Nor- bert spilar einmitt á keltneska hörpu og er eini íbúi meginlands Evrópu sem sækir árlega Hátíð keltnesku hörpunnar í Edin- borg, en þar hittast hörpuleik- arar frá Englandi, Skotlandi og Írlandi. Þótt Norbert sæti í skjóli undir álfaklettinum Ein- búa náði vindurinn að sveigja í kringum klettinn og slá á strengi hörpunnar með honum. Sagði Norbert að þetta væri í fyrsta sinn sem vindurinn hefði spilað með honum tvíleik á hörp- una, þótt hann hefði áður spilað utandyra. Eftir tónleikana við Einbúa færði Norbert sig um set inn í Gistiheimilið Brekkubæ á Hellnum, spilaði þar fleiri lög og fræddi áheyrendur um sögu hörpunnar. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Norbert Maier spilaði fyrir álfana í Einbúa á Hellnum. Spilað fyrir álfana STEFNT er að því að gera endurbætur á for- sal Alþingis í sumar og færa hann í sem næst upprunalegt horf. Þá er áætlað að ráðast í ut- anhússviðgerðir á suðurhlið gamla þinghúss- ins upp úr miðjum maí. Að sögn Karls M. Kristjánssonar, fjár- málastjóra Alþingis, hefur aldrei verið gert við steinveggi þinghússins frá því lokið var við byggingu þess árið 1881. Gera á við fúgur milli grágrýtissteina þar sem þess er þörf og skipta út steinum sem kunna að hafa veðrast mikið. Stefnt er að því að gera við allt húsið að utan og að því verki ljúki á 2-3 árum en í sumar verður eingöngu unnið við suðurhlið hússins. Heildarkostnaður er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. Auglýst hefur verið eftir verktökum til að annast framkvæmdina og hafa þegar nokkrir gefið sig fram, að sögn Karls. Hálfsúlur á veggi og bekkir í forsal Um helgina var auglýst eftir verktökum til að taka þátt í útboði vegna endurbóta á forsal gamla þinghússins. Rífa á eikarklæðningu í anddyri, skipta um gólfefni og salerni og smíða hálfsúlur á veggi og bekki í forsal. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir en gera má ráð fyrir að verkið kosti 8-10 milljónir, að sögn Karls. Stefnt er að því að hefjast handa við framkvæmdir innanhúss að loknu sum- arþingi og á endurbótum að verða lokið fyrir þingsetningu í október. Karl segir ýmsar breytingar hafa verið gerðar á forsal Alþingishússins í gegnum ár- in, t.d. hafi anddyri og fatahengi það sem nú er við aðaldyr ekki verið í húsinu í upphafi en til stendur að rífa það niður. Hann bendir á að með tilkomu nýja þjón- ustuskálans hafi leiðir um Alþingishúsið breyst nokkuð. Framvegis sé gert ráð fyrir að aðalinngangur í gamla þinghúsið verði not- aður sem viðhafnarinngangur, svo sem við setningu Alþingis, móttöku erlendra gesta, o.s.frv. Fyrsta utanhússviðgerð á grágrýtishleðslunni frá 1881 hefst í maí Forsalur Alþingishússins færður í upprunalegt horf í sumar SUÐURLEIÐIR, sem annast hafa fólksflutninga milli Reykjavíkur og Siglufjarðar í um 50 ár, hafa ekki fengið sérleyfi til flutninga endur- nýjað. Samgönguráðuneytið gerði fyrirtækinu að hætta fólksflutning- um mánuði áður en leyfið rann út í september í fyrra. Suðurleiðir hafa verið með þrjár ferðir í viku fjóra mánuði yfir sum- artímann. Á ársgrundvelli starfa 7-8 manns hjá fyrirtækinu. Jón Sigurðsson á Sleitustöðum, sem rekur Suðurleiðir, er ekki ánægður með afstöðu samgöngu- ráðuneytisins. „Skýringin sem þeir gefa er sú að það eigi ekki að vera tveir sérleyfishafar á sömu leið. Í þessu tilfelli ökum við sömu leið og Akureyrarrútan frá Varmahlíð til Reykjavíkur,“ sagði Jón. Hann benti jafnframt á að á Suðurnesjum aka þrír sérleyfishafar sömu leið og aðrir tveir sömu leið í gegnum Borgarnes. „Kannski eru önnur sjónarmið sem liggja að baki hjá samgöngu- ráðuneytinu. Maður rennir alveg blint í sjóinn með framhaldið. Þetta er afar mikilvægt fyrir ferðaþjón- ustu í Austur-Skagafirði og til Siglu- fjarðar,“ sagði Jón og benti á að sér þætti óvissan verst. Í dag eru 32 sérleyfi til fólksflutn- inga í gildi. Sérleyfunum fylgir nokk- ur styrkur úr ríkissjóði til að tryggja þjónustuna. Stefnt er að heildar- endurskipulagningu á fólksflutning- um með áætlunarbílum árið 2005. Akstur Suðurleiða til Reykjavíkur Fá sérleyfið ekki endurnýjað Sýslumaðurinn í Reykjavík 3 þúsund greitt at- kvæði utan kjörfundar TÆPLEGA 3.000 manns hafa kosið utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík. Samkvæmt reynslu af fyrri kosningum má búast við að allt að tíu þús- und manns greiði atkvæði utan kjörfundar hjá embættinu fram að kosningum. Að sögn Þóris Hallgrímssonar, aðstoð- ardeildarstjóra hjá sýslumanninum í Reykjavík, höfðu 2.915 greitt atkvæði um miðjan dag í gær. Skrifstofa sýslumanns að Skógarhlíð 6 er opin frá 10-22 alla daga og á kjördag, fyrir þá sem eru á kjörskrá annars staðar en í Reykjavík, frá 10-18. Þórir hvetur fólk sem sér fram á að verða í burtu á kjördag til að mæta sem fyrst því jafnan sé örtröð síðustu dagana. Einnig hafi þess misskilnings stundum gætt að íbúar Reykjavíkur geti kosið utan kjörfundar á kosningadag en svo sé ekki. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.