Morgunblaðið - 05.05.2003, Síða 4
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„VERJANDI verður að fá að flytja
þetta. Þú færð þitt tækifæri á eftir,“
sagði Pétur Guðgeirsson dómsfor-
maður við Jónas Freydal Þorsteins-
son, annan ákærða í stóra málverka-
fölsunarmálinu, en Jónas hafði þá
nokkrum sinnum komið með ábend-
ingar eða bætt við varnarræðu verj-
anda síns og virtist dómarinn hafa
talið að nóg væri komið af slíku.
Þriggja vikna aðalmeðferð lauk á
laugardaginn með því að báðir
ákærðu ávörpuðu dóminn en þeir
hafa ávallt haldið fram sakleysi sínu.
Áður höfðu föst skeyti gengið á milli
saksóknara og verjanda.
Karl Georg Sigurbjörnsson hrl.,
verjandi Jónasar Freydal, gagn-
rýndi rannsókn lögreglu og sérfræð-
inga hennar harkalega og sagði
rannsóknina á köflum líkjast hálf-
gerðum nornaveiðum. Lögregla
hefði frá upphafi gefið sér að Jónas
Freydal væri sekur og rannsóknin
beinst að því að sanna sekt en horft
fram hjá þeim atriðum sem bentu til
sýknu.
Karl varði drjúgum tíma í að fjalla
um álitamál sem varða alkýð enda
mikilvægt atriði í málinu. Lögregla
byggir m.a. á að listmálararnir hafi
ekki getað notað alkýðefni sem sér-
fræðingar hafa fundið í flestum
hinna kærðu verka. Karl sagði sterk-
ar vísbendingar um að listamennirn-
ir gætu hafa notað alkýð fljótlega
eftir að það var fundið upp árið 1927.
Það væri a.m.k. skynsamlegur vafi
um þá fullyrðingu ákæruvaldsins að
miða yrði við 1968 og 1976 þegar efn-
ið var notað í svokallaða listamanna-
liti. Þess vafa ættu hinir ákærðu að
njóta.
Í málinu er tekist á um sannleiks-
gildi eigendasagna myndanna en
Karl Georg sagði lögreglu ekki hafa
tekist að hrekja eigendasögur Jón-
asar. Það væri t.d. ekki skrítið þó
eigendur uppboðshúsa könnuðust
ekki við að hafa selt honum mynd-
irnar enda færu þúsundir slíkra
verka þar um. Það væri einnig hæpið
að byggja á fullyrðingum vitna um
að látnir ættingjar þeirra gætu alls
ekki hafa átt myndir sem Jónas segir
að þeir hafi selt honum. Hvað vissu
þeir t.d. um það sem leyndist í
geymslum?
Og jafnvel þó að myndirnar yrðu
dæmdar falsaðar væri ekki búið að
sanna ásetning. Karl minnti á að
margar myndanna hefðu verið
keyptar af listasöfnum. „Hvernig
átti minn maður að sjá að þær voru
falsanir úr því þær fóru fram hjá sér-
fræðingunum?“ spurði hann.
Skeyti á báða bóga
Jón H. Snorrason, saksóknari rík-
islögreglulstjóra, var ómyrkur í máli
þegar röðin kom að andsvörum hans.
Hann sagði málflutning verjanda um
að gert hefði verið „sameiginlegt
átak um að sanna falsanir“ og um
„nornaveiðar“ í besta falli óviður-
kvæmilegan og um leið ótrúverðug-
an. Ýjað væri að tengslum milli sér-
fræðinga og kærenda sem ekki væru
fyrir hendi og hringlað með stað-
reyndir. Verjendur höfnuðu þessu
og sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir
hdl., verjandi Péturs, margt beinlínis
rangt í ræðu saksóknarans og gagn-
rýni hans væri ómálefnaleg.
Samkvæmt lögum skal að jafnaði
kveða upp dóm innan þriggja vikna
frá því aðalmeðferð lýkur og mál er
tekið til dóms.
Aðalmeðferð í héraðsdómi lokið í stóra málverkafölsunarmálinu
Skynsamlegan vafa á
að túlka ákærðu í vil
Mynd sem eignuð er Jóhannesi S. Kjarval. Saksóknari byggir m.a. á því að pappírinn hafi ekki verið framleiddur
fyrr en eftir 1960 en Jónas Freydal Þorsteinsson hafi haldið því fram að hann hafi keypt myndina af ættingja fólks
sem fékk myndina í brúðkaupsgjöf árið 1918. Þessu hafnaði verjandi Jónasar og sagði að Jónas hefði sagt mynd-
ina eina fimm sem keyptar voru af ættingjanum en þrjár þeirra verið brúðkaupsgjöf.
Segir lögreglu
hafa verið
beitta pólitísk-
um þrýstingi
UM SJÖ ára löng rannsókn,
dómsmeðferð og gríðarleg um-
fjöllun í fjölmiðlum telur Pétur
Þór Gunnarsson að sé meira en
nægileg refsing fyrir þær meintu
falsanir sem hann er ákærður
fyrir. Málið hafi haft gríðarleg
áhrif á líf sitt og fjölskyldu sinn-
ar og þeir sex mánuðir sem hann
sat á Kvíabryggju vegna fyrra
fölsunarmálsins hafi alls ekki
verið versti tíminn.
Pétur Þór sagði að í rekstri
Gallerís Borgar hafi hann ekki
haft vaðið fyrir neðan sig varð-
andi varðveislu ýmissa gagna. Ef
myndirnar væru falsaðar, sem
hann taldi ekki sannað, þá hefði
hann verið blekktur af óprúttnum
aðilum. En það gerði hann ekki
að málverkafalsara. Þá hlytu
menn að velta því fyrir sér hvað
hafi orðið um hinn meinta gróða,
ekki hefði hann borist á og ætti
hann falinn sjóð hefði hann vænt-
anlega notað hann til að forða
sér frá gjaldþroti.
Pétur Þór gerði hina löngu og
dýru rannsókn að umtalsefni og
sagði að lögregla hefði tjáð sér
að rannsakendur hefðu verið
undir pólitískri pressu um að
ljúka rannsókninni sem fyrst. Það
yrði enda gríðarlegt áfall fyrir
ákæruvaldið ef ekki fengist sú
niðurstaða sem lögregla vonaðist
til.
Jónas Freydal Þorsteinsson
kom víða við í sinni ræðu og
bætti ýmsu við sem hann taldi að
ekki hefði komið fram í aðal-
meðferðinni s.s. um rannsókn á
alkýði og um hæfni sérfræðing-
anna. Kvaðst hann hafa kynnt sér
gögnin til hlítar og borið rann-
sóknir undir erlenda sérfræðinga
sem hefði talið sumar þeirra frá-
leitar. Hann kvaðst ekki enn
skilja hví hann hefði verið ákærð-
ur enda bentu gögnin ekki til
sektar. „Skiptir meira máli að
réttlæta 100 milljóna króna rann-
sókn rétt fyrir kosningar en að
finna sannleikann?“ spurði hann.
Könnun Gallup í
Suðvesturkjördæmi
Samfylking
tapar –
D-listi
vinnur á
SAMFYLKING tapar fylgi og
Sjálfstæðisflokkur vinnur á
samkvæmt nýrri könnun Gallup
í Suðvesturkjördæmi, borið
saman við fylgistölur flokkanna
í könnun Gallup í apríl. Fylgi
annarra flokka breytist lítið.
Samkvæmt henni fengi Sjálf-
stæðisflokkur 42,4% og 5 þing-
menn og Samfylking 32,8% og 4
þingmenn kjörna. Framsóknar-
flokkurinn mælist með 9,4% og
fengi 1 þingmann, frjálslyndir
eru með 8,3% fylgi og fengju eitt
þingsæti. Vinstri grænir fengju
6,2% og engan mann kjörinn.
Nýtt afl fengi 0,8%.
Helstu breytingar frá því í
Þjóðarpúlsi Gallup 1. maí sl. eru
að fylgi Sjálfstæðisflokks hækk-
ar um rúmlega prósentustig en
Samfylking tapar um fimm pró-
sentustigum.
Könnunin var gerð dagana
28. apríl – 3. maí. Úrtakið var
800 manns, 18 ára og eldri, valið
af handahófi úr þjóðskránni.
Svarhlutfall var 67,9%. Rösk-
lega 86% gáfu upp hvað þau
myndu kjósa í dag, 2% ætluðu
að skila auðu eða ekki kjósa, 3%
neituðu að gefa upp afstöðu sína
og 8% sögðust óákveðin.
„ÉG hef alltaf haft mikinn áhuga á tækjum eins og bíl-
um, vélsleðum og vinnuvélum svo þegar ég sá nám-
skeiðið auglýst ákvað ég að skella mér,“ segir Berglind
Guttormsdóttir en hún fór á vinnuvélanámskeið sem
haldið var fyrir skömmu á Egilsstöðum. Þar var hún
ásamt vinkonu sinni í hópi 30 stráka.
Berglind tók námið með skóla en hún er að ljúka námi
í Hússtjórnarskólanum í Hallormsstað. Hún segir nám-
skeiðið hafa verið bæði skemmtilegt og gagnlegt, prófið
gefi hærri laun og auðveldara sé að fá vinnu. Hún segist
vera nokkuð viss um að vera búin að fá sumarvinnu á
valtara út á námskeiðið. „Við fórum tvær vinkonur sem
vorum á námskeiðinu og töluðum við nokkra karla í leit
að svona vinnu. Þeir virtust varla nenna að tala við okk-
ur fyrst en þegar við sögðum að við værum með vinnu-
vélapróf tóku þeir okkur mjög vel. Ég tel bara mjög lík-
legt að við fáum vinnuna.“ Hún segir að í framtíðinni
hafi hún mikinn áhuga á að vinna við vinnuvélar af ein-
hverju tagi. „Þegar ég á nógan pening ætla ég mér að
halda áfram og taka líka meiraprófið.“
Mikil aðsókn á námskeiðin
Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins heldur mörg
námskeið fyrir atvinnulausa og undanfarnar vikur hef-
ur verið mikil aðsókn á vinnuvélanámskeið, en í kjölfar-
ið sjá menn aukin atvinnutækifæri, að sögn Hugrúnar
Jóhannesdóttur, forstöðumanns Vinnumiðlunarinnar.
Iðntæknistofnun sér um þessi vinnuvélanámskeið.
Um 80 stunda réttindanám er að ræða, sem kostar
venjulega 49.900 kr., en atvinnulausir fá þau ókeypis.
Hugrún segir að almenna reglan sé sú að því lengur sem
viðkomandi hafi verið atvinnulaus því meiri aðgang hafi
hann að námskeiðum. Vinnuvélanámskeiðið hafi verið
auglýst fyrir um einum og hálfum mánuði. Sumir hefðu
lokið því og aðrir væru enn að, en samtals hefðu 60
manns tekið þátt í því á vegum Vinnumiðlunarinnar.
Markmið námskeiðsins er að búa nemendur undir
bóklegt próf og verkþjálfun til að öðlast réttindi til að
stjórna vinnuvélum. Hugrún segir ljóst að umræða um
fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir hafi haft mikil
áhrif á aðsókn að þessum vinnuvélanámskeiðum. Eins
séu margir úr byggingariðnaðinum á atvinnuleysisskrá,
ófaglærðir og tiltölulega ungir karlmenn, og þetta nám-
skeið höfði til þeirra.
Mikil aðsókn var á vinnuvélanámskeiði á Egilsstöðum
Tók vinnuvélanámskeið
með hússtjórnarskólanum
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Berglind Guttormsdóttir lauk nýlega vinnuvéla-
námskeiði sem haldið var á Egilsstöðum.
Áfrýjar kynferðisbrota-
dómi til Hæstaréttar
Segir rann-
sóknina ófull-
nægjandi
FYRRVERANDI rannsóknarlög-
reglumaður sem vikið var úr starfi
vegna dóms fyrir kynferðisbrot telur
að brottvikningin hafi verið algjör-
lega ótímabær enda hafi dómnum
verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Að sögn Sveins Andra Sveinsson-
ar hrl., verjanda mannsins, byggist
áfrýjunin m.a. á því að rannsókn
málsins hafi verið algjörlega ófull-
nægjandi. Rannsakendur hafi t.a.m.
neitað að taka skýrslu af vitnum sem
upplifað hafi málsatvik með öðrum
hætti en kærendur og ekki kannað
til hlítar vísbendingar um sýknu.
Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða
fangelsi fyrir kynferðisbrot tveimur
hálfsystrum sambýliskonu hans og
þriðju stúlkunni sem einnig er tengd
honum fjölskylduböndum.
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunn-
ar, var væntanleg til Reykjavíkur
eftir miðnætti með þýskan sjómann
sem talið var að hefði höfuðkúpu-
brotnað þegar verið var að hífa troll-
ið í gærkvöldi. Skip hans er að veið-
um á Reykjaneshrygg, um 240
sjómílur frá landi.
Sjúkraflug á
Reykjanes-
hrygg
♦ ♦ ♦