Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BARNAVERNDARNEFND Reykjanesbæjar setti fram ómálefna- legar fullyrðingar, braut meðalhófs- reglu, stjórnsýslu- og barnaverndar- lög og sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni þegar en hún svipti foreldra for- ræði yfir sex börnum þeirra haustið 2000. Þá var tekin um það „pólitísk“ ákvörðun af félagsmálayfirvöldum að greiða ekki götu þeirra í húsnæðis- málum en ófullnægjandi húsnæði var talið hafa ráðið miklu um ákvörðun um sviptingu. Í þessu fólst valdníðsla. Þetta kemur fram í dómi Héraðs- dóms Reykjaness sem kveðinn var upp um helgina í máli sem foreldr- arnir höfðuðu gegn Reykjanesbæ og fósturforeldrum barnanna til að fá forræðissviptingunni hnekkt. Í dómnum segir að við fyrstu sýn virðist blasa við að dómurinn fallist á þær kröfur. Á hinn bóginn verði að líta til þess að hagsmunir barnanna vegi þyngra en foreldranna. Næstum þrjú ár séu liðin frá því börnin voru tekin úr umsjá foreldra sinna og þau hafi síðan búið við góðar og þroska- vænlegar aðstæður. Að teknu tilliti til þess og með hliðsjón af skertum eig- inleikum foreldranna til að annast þau, taldi dómurinn að fyrir bestu væri að raska ekki forsjá barnanna og var kröfunum hafnað. Ekki var gerð krafa varðandi tvö elstu börnin þar sem þau urðu sjálf- ráða eftir að málið hófst. Rýr kostur á tjaldstæði Afskipti barnaverndarnefndar af fjölskyldunni hófust í maí 2000 en þá hafði hún dvalið á tjaldstæðinu í Reykjanesbæ við rýran kost í nokkra daga með sex börn, það yngsta eins árs en hið elsta 17 ára. Í ljós kom að foreldrarnir höfðu flúið til Íslands undan barnaverndaryfirvöldum í Færeyjum en þau voru grunuð um vanrækslu auk þess sem talið var að börnin yrðu fyrir ofbeldi á heimilinu, þó ekki endilega af hálfu foreldra sinna. Tvö barnanna er þroskahömluð og fjögur þeirra urðu fyrir kynferð- islegu ofbeldi af hálfu fyrri maka for- eldranna. Nefndin lét börnin í tímabundna vistun með samþykki foreldra þeirra sem veittu liðsinni sitt við könnun málsins og samþykktu vistun til 1. september. Telur dómurinn að þessi jákvæða afstaða foreldranna skipti verulegu máli og ekki megi gera of mikið úr neikvæðum samskiptum þeirra við barnaverndaryfirvöld í Færeyjum. Þann 18. september, sama dag og könnun sálfræðings um hæfi þeirra til forsjár hófst að marki, svipti nefndin foreldrana forræði og byggði „fyrst og fremst á vanhæfi“ foreldranna. Niðurstaða sálfræðingsins sem lá fyr- ir þremur vikum síðar, var á hinn bóg- inn sú að þau væru forsjárhæf, að því gefnu að þau nýttu sér öflugan stuðn- ing frá félagsmálayfirvöldum. Með þessu braut nefndin gegn rannsókn- arskyldu sinni og er málsmeðferðin sérstaklega ámælisverð, að mati dómsins. Bærinn neitaði að aðstoða við öflun húsnæðis Í dómnum kemur fram að barna- verndaryfirvöld hafi neitað að aðstoða foreldrana við útvegun húsnæðis, jafnvel til bráðabirgða, en ófullnægj- andi húsnæði var talið eiga sinn þátt í að foreldrarnir voru sviptir forræði. Í dómnum er haft eftir félagsmála- stjóra Reykjanesbæjar að það hafi verið pólitísk ákvörðun bæjaryfir- valda að greiða ekki götu þeirra í fé- lagslega húsnæðiskerfinu þar sem þau ættu hús í Færeyjum og gætu farið þangað með börnin. Í þessu fólst valdníðsla að mati dómsins og hefðu vinnubrögðin bæði verið ólögmæt og ómálefnaleg. Frumforsenda fyrir því að reyna mætti á hvort foreldrarnir væru hæfir til að fara með forræði yf- ir börnunum hefði verið að útvega fullnægjandi húsnæði. Sama dag og sviptingin var gerð lögðu foreldrarnir fram staðfestingu á því að þau höfðu tekið rúmgott ein- býlishús á leigu og taldi dómurinn að um leið hefði nefndinni borið að fresta ákvörðun í málinu. Það gerði hún ekki. Í dómnum segir að með þessum vinnubrögðum hafi verið brotið gegn barnaverndar- og stjórnsýslulögum og gegn rétti fjölskyldunnar á að hljóta félagslega þjónustu. Taldi dóm- urinn einsýnt að skilyrðum til forsjár- sviptingar hefði ekki verið fullnægt og svo alvarlegir annmarkar hefðu verið á málsmeðferð barnaverndar- nefndar að varðað hefði ógildingu. Barnaverndarráð staðfesti úrskurð barnaverndarnefndar. Dómurinn segir þá ákvörðun ráðsins ógildanlega „vegna augljósra og alvarlegra brota“ á meðalhófsreglu og að barnavernd- arráði hafi borið að ógilda úrskurð nefndarinnar. Breytir þá engu að framhaldsrannsókn hafi, að mati ráðsins, leitt í ljós alvarlega vanhæfni foreldranna. Í dómnum kemur fram að dóm- kvaddir matsmenn hafi gert verulega fyrirvara um hæfni foreldranna og talið vafasamt að þeir gætu annast nægilega vel um öll börnin, jafnvel með aðstoð. Eldri barnaverndarlög giltu um mál fjölskyldunnar en skv. nýjum lög- um sem öðluðust gildi 1. júní færðist ákvörðun um sviptingu frá barna- verndaryfirvöldum til dómstóla. Dómurinn var kveðinn upp af hér- aðsdómaranum Jónasi Jóhannssyni, Ólafi Ó. Guðmundssyni sérfræðingi í barnageðlækningum og Sæmundi Hafsteinssyni sálfræðingi. Valdníðsla og lögbrot við forsjársviptingu Héraðsdómur gerir alvarlegar athugasemdir við störf barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, segir að mergur málsins varðandi skýrslu Deloitte og Touche sé að hún sýni að Vinnslustöðin telji sig ekki geta borg- að 55 kr. fyrir þorskígildiskílóið og það sé sama niðurstaða og hjá þeim sérfræðingum sem áður hafi fjallað um þetta mál, enda segi þeir að líklegt leiguverð á markaði yrði 10–20 kr. á kílóið þegar veiðiheimildirnar verði almennt komnar á markað vegna þess að verðið muni ráðast af fram- boði og eftirspurn. Skýrsla Deloitte og Touche var kynnt á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar á föstudag. „Þetta auðvitað ræðst af því hvað útgerðin telur sig geta borgað fyrir þessar heimildir. Það er hún sem verðleggur þær, það eru ekki stjórn- völd sem verðleggja. Það eru fyrir- tækin sjálf sem ákveða hvað hægt er að bjóða í veiðiheimildirnar og miðað við þær forsendur, 10–20 kr. á kílóið, skila bæði Vinnslustöðin og önnur vel rekin fyrirtæki góðum arði,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún benti á að kvótalausu útgerð- irnar væru nú að borga 150 kr. fyrir kílóið og það væri það umhverfi sem þær byggju við í núverandi kerfi. „Þannig virkar þetta kerfi. Sum fyrirtæki fá ókeypis veiðiheimildir sem þau geta síðan leigt til annarra á 150 kr. og það hlýtur náttúrlega að teljast okurverð þegar fyrirtækin telja sig ekki geta lifað við 55 kr.,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún bætti við að hér væri um að ræða sameiginlega auðlind þjóðarinn- ar og hverjir fengju að nýta hana og hluti af því óréttlæti sem þau vildu uppræta væri sú mismunun sem nú væri á milli fyrirtækja. „Menn mega heldur ekki gleyma því að í núverandi kerfi er hægt að selja þessa lífsbjörg burt úr plássi með einu pennastriki. Það er hægt að gera það frá Vestmannaeyjum og hvaða kosti eiga menn þá.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um skýrslu Deloitte og Touche Líklegt leiguverð 10–20 kr. á þorsk- ígildiskílóið JAKOB Bjarnason, stjórnarformað- ur Vinnuslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, segist aðspurður vera andvígur fyrningarleið í sjávarút- vegi sem slíkri vegna þeirrar óvissu sem hún kalli yfir sjávarútveginn og þess vegna skipti ekki höfuðmáli hvort fyrningin sé 10% á ári, eins og gert var ráð fyrir í dæmum sem hann var með á aðalfundi Vinnslu- stöðvarinnar eða hvort fyrningin sé minni eða 1-2% á ári til dæmis. Jakob sagðist vera andvígur fyrn- ingarleiðinni vegna þeirra ófyrirsjá- anlegu afleiðinga sem hún hefði fyr- ir sjávarútveginn og sjávarbyggð- irnar í landinu og fremur vilja sjá strangari reglur um framsal og hækkun veiðiskyldu heldur en að kerfinu yrði umbylt með þessum hætti. „Ég held að það sé alveg sama við hvaða prósentutölu er miðað í fyrn- ingu, því þú veist ekkert út í hvað þú ert að fara og ég myndi frekar spyrja hagfræðingana um það hvaða áhrif óvissa samfara fyrningarleið- inni myndi hafa á hagvöxt,“ sagði Jakob ennfremur. Hann bætti því við að þeir stjórn- málamenn sem væru fylgjandi fyrn- ingarleiðinni yrðu að spyrja sig að því hvað ynnist með því að skapa óvissu og óróleika um fiskveiði- stjórnunarkerfið og hvaða áhrif það hefði á hagkerfið og sjávarbyggð- irnar í landinu. Hann benti á að í Fiskiðjusam- félagi Húsavíkur, þar sem hann væri einnig stjórnarformaður, væri leitun að stafsmönnum sem hefðu minna en tíu ára starfsreynslu. Það væri þó fyrst núna sem hægt væri að tryggja fólkinu vinnu árið um kring og spurningin væri hvað myndi ger- ast ef óvissa kæmi inn í kerfið. Stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar Andvígur fyrningar- leiðinni sem slíkri HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra afhenti í gær Snorra- stofu í Reykholti málverk eftir Finn Jónsson, en myndin sýnir Reyk- holtsstað eins og hann leit út áður en Héraðsskólinn var byggður. Bergur Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Snorrastofu, telur lík- legt að bæjarstæðið, sem myndin sýnir, sé bæjarstæði Snorra Sturlu- sonar. Halldór rakti sögu málverksins við athöfnina í Reykholti í gær. Brunabótafélag Íslands færði norska tryggingafélaginu Store Brand málverkið að gjöf árið 1947 í tilefni aldarafmælis norska félags- ins það ár. Mikið samstarf var á milli þessara tryggingafélaga á árum áð- ur. Á síðasta ári ákvað norska tryggingafélagið að færa íslenska utanríkisráðuneytinu málverkið að gjöf, kvaðalaust. Halldór sagði að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ver- ið sammála um að besti staðurinn fyrir myndina væri Reykholt. Myndin er stór eða 2,57 metrar á lengd og tæplega 2 metrar á hæð. Framkvæmdastjóri Snorrastofu, Bergur Þorgeirsson, þakkaði utan- ríkisráðuneytinu gjöfina. Einnig bæri að þakka hlut Norðmanna í gjöfinni og hann minnti í því sam- bandi á þann höfðingsskap sem Norðmenn hefðu áður sýnt Reyk- hyltingum. Bergur sagði að málverk Finns Jónssonar væri mikilvæg heimild um byggingasögu Reykholts. „Mál- verkið endurspeglar byggingarlegt samhengi hér í Reykholti. Í langan tíma, eða þar til Héraðskólinn var reistur var hér einvörðungu bær og kirkja, auk Snorralaugar. En bæj- arstæðið er blasir við hér á mynd- inni er hið forna bæjarstæði Reyk- holts og að öllum líkindum bæjarstæði Snorra Sturlusonar sjálfs.“ Byggt yfir minjar um bæ Snorra Bergur sagði að uppgröftur á bæjarstæði Snorra í Reykholti ætti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir staðinn. „Að öllum líkindum blasir við okkur veglegur bær Snorra og við sem rekum Snorrastofu stöndum frammi fyrir því að láta moka eða byggja yfir hann. Og að sjálfsögðu er það skylda okkar að sjá til þess að bær þessa e.t.v. merkasta sagnfræð- ings og rithöfundar evrópskra mið- alda verði gerður sýnilegur með glæsilegum hætti öllum almenningi. Það er markmið okkar að byggt verði yfir bæjarstæðið, er blasir við á málverki Finns. Samkvæmt fram- tíðarsýninni verður uppgraftar- svæðið tengt Snorrastofu með und- irgangi inn í sérstakan neðan- jarðarsal í porti milli kirkjunnar og Snorrastofu. Þar verður aðstaða fyrir margmiðlunarsýningar. Gestir munu síðan geta farið í gegn í fasta- sýningu í safnaðarsal og móttökusal Reykholtskirkju–Snorrastofu og beint að fornleifunum í gegnum neð- anjarðarsalinn og undirganginn, og komist þannig í bein tengsl við sög- una. Byggt verður yfir fornleifar, þ.e. bæ Snorra, göng út að Snorra- laug og kirkjurústir og gengið frá fornminjum og umhverfi. Heita- vatns- og gufustokkar og vegleg smiðja frá miðöldum verða einnig gerð aðgengileg. Þannig verða minjarnar og niðurstöður viðamik- illa fornleifarannsókna undanfarin ár gerðar sýnilegar almenningi. Frumhönnun þessarar yfirbygg- ingar er nú tilbúin og verður hún kynnt á næstunni,“ sagði Bergur. Í ferð sinni í Reykholt færði Hall- dór Ásgrímsson sóknarnefnd Reyk- holts 1,5 milljónir króna, en það er framlag ríkisstjórnarinnar til að styðja við uppsetningu hins gamla pípuorgels Dómkirkjunnar í Reykjavík í Reykholtskirkju. Mynd af bæjarstæði Snorra í Reykholti Morgunblaðið/Davíð Pétursson Myndin sýnir bæjarstæðið í Reykholti áður en Héraðsskólinn var byggður. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tók ákvörðun um að gefa Snorra- stofu málverkið eftir að það komst í umsjón utanríkisráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.