Morgunblaðið - 05.05.2003, Síða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 11
Framsóknarflokkurinn:
Hvað: Lækka endur-
greiðsluhlutfallið um 1 pró-
sentustig, úr
4,75% í 3,75% af heildar-
tekjum - einnig fyrir þann
hóp sem tekið hefur lán
frá lagabreytingunni 1992.
Hvernig: Ekkert því til fyrir-
stöðu að skipa nefnd með
fulltrúum hlutaðeigandi
hagsmunasamtaka.
Hvenær: Á kjörtímabilinu.
Frjálslyndi flokkurinn:
Hvað: Endurgreiðslubyrðin
verði lækkuð. Flokkurinn
vill
afnema verðtryggingu
námslána.
Hvernig: Æskilegt að ríkis-
stjórnin skipi nefnd sem
vinni tillögur til að létta
endurgreiðslubyrði.
Hvenær: Fljótlega eftir að
ný stjórn tekur við völdum.
Samfylkingin:
Hvað: Fjórðungur endur-
greiðslu verði frádráttarbær
frá skatti í 7 ár eftir
að námi lýkur, þ.e. 5 fyrstu
endurgreiðsluárin.
Hvernig: Í samráði við
hlutaðeigandi hagsmuna-
samtök.
Hvenær: Á fyrsta ári nýrrar
stjórnar.
Sjálfstæðisflokkurinn:
Hvað: Sjálfstæðisflokkurinn
er opinn fyrir því að ræða
endurskoðun endur-
greiðsluhlutfallsins.
Hvernig: Í samstarfi við
hagsmunasamtök.
Hvenær: Á kjörtímabilinu.
Vinstrihreyfingin-
grænt framboð:
Hvað: Fylgjandi lækkun
endurgreiðslubyrði náms-
lána og telur koma til
greina að endurgreiðslur
verði að hluta til frádráttar-
bærar frá skatti.
Hvernig: Í samstarfi við
samráðshóp um léttari
endurgreiðslubyrði.
Hvenær: Strax
DUGA ÞÉR LAUN 11 MÁNUÐI ÁRSINS?
Samkvæmt gildandi reglum þurfa flestir sem tekið hafa lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna
að greiða til baka sem nemur einum útborguðum mánaðarlaunum á ári til sjóðsins.
• Bandalag háskólamanna (BHM)
• Bandalag íslenskra sérskólanema (BÍSN)
• BSRB
• Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH)
• Félag prófessora
• Félag unglækna
• Iðnnemasamband Íslands (INSÍ)
• Kennarasamband Íslands (KÍ)
• Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands (KTFÍ)
• Lyfjafræðingafélag Íslands
• Prestafélag Íslands
• Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE)
• Starfsmannafélag Ríkisendurskoðunar
• Stéttarfélag verkfræðinga (SV)
• Tannlæknafélag Íslands (TFÍ)
• Vélstjórafélag Íslands (VSFÍ)
HVAÐ ÆTLAR ÞINN FLOKKUR AÐ GERA Í MÁLINU?
Eftirfarandi samtök hafa tekið höndum saman um að berjast fyrir léttari endurgreiðslubyrði námslána:
SAMKEPPNISSTAÐA íslenskra
sjávarafurða hefur versnað stöð-
ugt síðustu misseri og ef fram
heldur sem horfir gætu næstu
fimm ár orðið greininni í heild
mjög erfið. Þetta er mat Guð-
mundar Ingasonar, fram-
kvæmdastjóra fiskútflutningsfyr-
irtæksins G. Ingasonar hf. Hann
segir að vaxandi samkeppni frá
fiskiðnaði í Kína og óhagstæð
gengisþróun krónunnar valdi því
að aldrei hafi verið eins erfitt að
selja íslenskan fisk og einmitt nú.
Guðmundur segir að staða ís-
lensku krónunnar sé farin að
valda útflutningsfyrirtækjunum
verulegum erfiðleikum. „Fjár-
magnsmarkaðurinn er orðinn svo
sterkur, það flæðir inn gjaldeyrir
og lækkar um leið í verði. Það
hefur þó bjargað miklu hversu
hagstæð gengisþróun evrunnar
hefur verið. En mér sýnist að þró-
unin hér sé með svipuðum hætti
og verið hefur í Noregi, þar sem
langvarandi hávaxtastefna hefur
grafið undan öllum framleiðsluiðn-
aði.“
Kínversk fiskvinnsla
alvöruógn
Guðmundur bendir á að Norð-
menn hafi af þessum sökum selt
sífellt meira af heilfrystum bolfiski
til vinnslu í Kína og samkeppni við
fiskvinnsluna þar í landi hafi vaxið
mjög. „Lönd á borð við Kína og
Rússland hafa verið að koma sterk
inn á hefðbundna markaði fyrir
frosinn bolfisk. Það er erfitt fyrir
okkur að keppa við slík láglauna-
svæði. Kínverjar hafa líka náð
mjög góðum tökum á fiskvinnsl-
unni, þeir framleiða mjög sam-
keppnishæfa vöru sem hefur öðl-
ast sífellt meiri viðurkenningu.
Þeir selja fiskinn á mun lægra
verði, bjóða ýsu í Bandaríkjunum
á 1,95 dollara fyrir pundið á með-
an ýsa héðan er seld á jafnvel
helmingi hærra verði. Neytendur
láta sig litlu varða hvort fiskur er
tvífrystur eða ekki þegar efna-
hagsástandið er slæmt, heldur
kaupa ódýrustu vöruna. Gæðavit-
und neytenda, sem Íslendingar
hafa gert út á, virkar því ekki við
slíkar aðstæður.“
Guðmundur telur töluvert vanta
upp á að sjávarútvegurinn á Ís-
landi geri sér fulla grein fyrir því
að fiskvinnslan í Kína sé alvöru
ógn. „Það þarf að viðurkenna
þessa staðreynd. Hér er keypt
mikið af fiski á mörkuðum á yfir-
verði og það þarf að leiðrétta sem
fyrst. Nú eru til dæmis allir ýsu-
markaðir yfirfullir og þess vegna
þarf að koma til leiðrétting á ýsu-
verðinu strax. Það verður að taka
á málunum, fiskurinn selur sig
ekki sjálfur, jafnvel þó að hann sé
íslenskur,“ segir Guðmundur.
Fiskurinn selur
sig ekki sjálfur
Guðmundur Ingason fiskútflytjandi
segir samkeppnisstöðu íslenskra
sjávarafurða sjaldan verið verri
FULLTRÚAR stærstu íslensku fisk-
sölufyrirtækjanna segjast ekki
merkja sérstaka sölutregðu á íslensk-
um fiski á erlendum mörkuðum. Þeir
segja jafnan deyfð yfir fiskmörkuðun-
um fyrstu vikurnar eftir páskavikuna.
Friðleifur Friðleifsson, deildar-
stjóri sjófrystra afurða hjá SÍF hf.,
segist merkja örlítið tregari sölu fros-
inna afurða nú en á sama tíma í fyrra
en telur að hana megi rekja til bágara
ástands almennt á mörkuðunum.
Hann bendir á að styrkur stærri sölu-
samtaka felist meðal annars í öflugu
söluneti um allan heim og því komi
tregða á mörkuðunum ekki jafn mikið
fram hjá þeim og hjá smærri aðilum.
Eins sé hefð fyrir því að sala á fiski sé
tregari fyrstu vikurnar eftir páska
eða föstutímabilið í Evrópu og Banda-
ríkjunum.
„En almennt talað sýnist mér að
kaupendur séu varkárari í innkaup-
um nú en á sama tíma í fyrra en það
má jafnvel skýra með verra efnahags-
ástandi í Evrópu og Bandaríkjunum.
Hins vegar verður að gæta að því að á
sama tíma í fyrra var mjög góð sala og
því erfitt að bera ástandið nú saman
við hana.“
Friðleifur segir að tvífrystur fiskur
frá Kína hafi vissulega áhrif á afurða-
verð íslenska fisksins. Hann segir að
Kínverjar eigi hins vegar enn töluvert
í land að ná sömu gæðaímynd og er á
fiski úr Norður-Atlantshafi.
„Menn hafa þó töluverðar áhyggjur
af samkeppninni frá Kína, enda er
ljóst að Kínverjar eiga eftir að ná
sterkri stöðu á flestum fiskmörkuðum
í heiminum.“
Mikið framboð af ýsu
Gústaf Baldvinsson, framkvæmda-
stjóri sölu- og markaðssviðs Sam-
herja, segir ástand á mörkuðum mjög
misjafnt eftir því hvaða tegund sé um
að ræða. Þannig sé nú mikið framboð
af ýsu á mörkuðunum, enda mikil
veiði við Ísland, Færeyjar og Noreg.
Ýsumarkaðurinn sé mjög staðbund-
inn markaður og því hafi aukið fram-
boð mikil áhrif.
Gústaf segist hins vegar ekki
merkja neina tregðu í sölu á frosnum
fiski almennt. Þannig hafi verið mjög
góð sala um páskana og mikil fisk-
neysla í Bretlandi en vanalega dofni
yfir sölunni eftir páskavikuna. Hann
segir samt engan vafa leika á því að
tvífrystur fiskur frá Kína og Rúss-
landi sé farinn að hafa töluverð áhrif á
markaðnum. Eins hafi samkeppni við
annan hvítfisk, svo sem lýsing, vaxið
mjög á undanförnum árum.
Jón Jóhannesson, innkaupastjóri
Coldwater USA, dótturfélags Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna, segist
ekki merkja sölutregðu á íslenskum
fiski á erlendum mörkuðum. Hann
nefnir þó að nú sé mikið framboð af
ýsu, mun meira en undanfarin ár, og
hinir staðbundnu og þröngu ýsu-
markaðir taki ekki við því magni sem
nú er í boði. Það sé því varla hægt að
tala um sölutregðu í því sambandi,
heldur mun meira framboð en verið
hefur.
Jón segir að tvífrystur fiskur frá
Kína hafi komið inn á Bandaríkja-
markað fyrir nokkrum árum, á mun
lægra verði en einfryst flök frá Ís-
landi. Margir kaupendur hafi snúið
sér að þessum ódýra fiski en flestir
þeirra hafi snúið sér aftur að íslenska
fiskinum, gæðanna vegna.
„Að mínu mati hefur samkeppnis-
staða íslensks fisks ekki versnað.
Fiskeldi hefur reyndar vaxið fiskur
um hrygg og afleiðingin er lægra fisk-
verð, eins og reyndar er raunin með
matvælaverð almennt. Væntanlega
veldur hin sterka staða krónunnar
framleiðendum miklu meiri áhyggj-
um en markaðsstaðan. Ef krónan
heldur áfram að styrkjast eða heldur
stöðu sinni er hætta á að vinnslan
flytjist í auknum mæli út á sjó. Það
getur verið varasamt, því þar er sam-
keppnin einnig harðnandi. Rússar eru
til dæmis með mun lægri framleiðslu-
kostnað í sjófrystingunni en við en
hafa verið að bæta vinnslugæði sín
verulega á síðustu árum, í tegundum
sem keppa við okkur,“ segir Jón.
Merkja ekki sölutregðu
Morgunblaðið/Alfons
Útflytjendur merkja örlítið tregari sölu sjávarafurða nú en á sama tíma í
fyrra en telja að hana megi rekja til bágara ástands almennt á mörkuðunum.